Dagur - 31.08.1966, Blaðsíða 8
8
Esja hefur jafnan verið kærkomið skip á hafnir landsbyggðarinnar, en mun nú um það bil að
Ijúka hinum þörfu ferðum kringum landið. (Ljósm.: E. D.)
SMÁTT OG STÓRT
GRÆNT GRAS OG SKEMMT HEY
SNEMMA á þessari öld birtist
einhversstaðar í blaði eða riti
grein um stríðið við þúfurnar.
Tún hér á íslandi voru þá rúm-
lega 20 þús. ha. og mikill meiri
hluti þeirra var þýfi. Bændur
fengu í þann tíð meirihluta af
heyjum sínum af útengjum, og
þær voru þýfðar eins og túnin
a. m. k. víða. Túnasléttun var
þá að vísu hafin fyrir nokkuð
löngu, en aflvélar engar og jarð
yrkjuverkfærin seinvirk. Þúfna
kragarnir stóðu um land allt
eins og óvígur hér í vegi fram-
faranna, og margir efuðust um,
að sá her yrði nokkurn tíma
fullsigraður, álitið, að það
ihlyti a. m. k. að taka óratíma.
En með tækni nútímans er búið
að sigra þúfurnar, og bæta við
nýrækt svo mikilli, að túnin
hafa fjórfaldast, munu nú vera
rúmlega 90 þús. ha. Útengja-
eyskapur er víðast hvar úr sög-
unni, og ekki nema lítið brot af
heyskapnum í heild.
En stríðið heldur áfram við
aðra erfiðleika af völdum nátt-
úrunnar. Stríðið við kalið, stríð
ið við óþurrkana. Sumarið í
íyrra og sumarið í ár hafa víða
minnt á það heldur óþyrmilega,
hvernig styrjaldarástandið held
ur áfram á þessum sviðum.
Ekki er útlit fyrir skjótann sig-
ur á þessum erfiðleikum, sem
hér er um að ræða. En kynslóð
in, sem vann sigur á þúfunum,
Áll við Eyja-
fjarðará
NOKKRIR ÁLAR, sumir all
vænir, hafa undanfarið veiðzt á
stöng nálægt Akureyrarflug-
velli. Er líklegt að þeir séu á
fleiri stöðum í pollum og síkj-
um við Eyjafjarðará. Helzt taka
þeir maðk hjá stangveiðimönn-
um en komið hefur fyrir, að
spónn hafi í þá krækzt. Ekki er
blaðinu kunnugt um, að ála-
gildrur hafi verið lagðar hér
eða í nágrenni siðan Pétur Hoff
mann Salómonsson lagði þær
fyrir nokkrum árum, en þá án
árangurs. □
ætti ekki að efast um, að hann
muni þó vinnast um síðir. Og
hún ætti ekki að láta undir höf
uð leggjast að segja afkomend-
um sínum frá „stríðinu við þúf-
urnar“.
Við verðum að vænta þess, að
fyrr eða síðar takist, með að-
stoð vísindanna, að vinna bug
á kaiinu. Að hægt verði að ala
upp á nýræktunum sterka
stofna, með auknu þoli og bæja
kalvaldinum frá hinum blund-
andi'gróðxl í moldinni að ein-
Á UNDANFÖRNUM árum hef
ur oft komið til orða að senda
Gullfoss að vetrarlagi suður til
Kanaríeyja, en af því hefur þó
ekki getað orðið vegna annarar
þjónustu.
Eimskipafélagið hefur einu
sinni efnt til skemmtiferðar
suður á bóginn að vetrarlagi til
Miðjarðarhafslanda árið 1953.
Þótti sú ferð takast mjög vel.
Þegar möguleikarnir voru
kannaðh á því að senda Gull-
foss til suðlægra landa, þóttu
Kanaríeyjarnar ákjósanlegri en
nokkur annar staður.
Undirbúningur að fyrirhug-
aðri Kanaríeyjaferð er vel á
veg kominn og verða ferðirnar
tvær.
Fyrri ferðin verður með Gull
fossi frá Reykjavík til Azor-
eyja, Madeira, Kanaríeyja,
Casablanca og Lissabon, og það
hverju leyti, þannig- að sá tími
komi, að bóndinn losni við að
eyða dýrum áburði á ófrjóa
jörð, losni við þá hörmung að
horfa upp á túnið sitt minnka
um margar dagsláttur eða
hektara, þegar bjargræðistím-
inn fer í hönd. Þess verðum við
að vænta. Sama er að segja um
það öryggisleysi, sem enn ríkir
um verkun heyjanna, þó að þar
hafi að vísu veruleg breyting
orðið til batnaðar í seinni tíð í
(Framhald á blaðsíðu 5).
an með flugvélum heim til
Reykjavíkur með viðdvöl í
London. Seinni ferðin verður
með flugvélum frá Reykjavík
til Lissabon, og þaðan með Gull
fossi til Madeira, Kanaríeyja,
Casablanca, London og Reykja
víkur. Tveir fararstjórar verða
með.
Skrifstofa verður að venju
opin um borð í skipinu, sem
veitir farþegum hvers konar
fyrirgreiðslu og upplýsingar, en
ferðaskrifstofa Thomas Cokk &
Son, hefur tekið að sér að sjá
um allt sem lýtur að landferð-
um. Verður gefinn út leiðarvís-
ir um þessar ferðir ásamt verð-
skrá. Kunnugir leiðsögumenn
verða með í ferðunum í landi
og sýna farþegum það sem
markvert þykir.
Fargjald verður frá kr.
(Framhald á blaðsíðu 7)
SAFNA UNDIRSKRIFTUM
Ekki er vitað hvers íbúar við
Heigamagrastræti eiga að
gjalda, að þar skuli aurslettur
af götunni ganga yfir girðingar,
gróður og á hús. Gangandi fólki
ófær í regni á venju-
legum skóm, því svokölluð gang
stétt er engu betri en gatan
sjálf. Um þessa götu fara steypu
bílarnir og öll umferð er þar
mikil. Safnað er nú undirskrift
um meðal íbúa við Helgamagra
stræti, þar sem úrbóta er kraf-
ist af forsjármönnum bæjarins.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ÍNN-
SIGLAÐ
Það vakti furðu er það fréttist,
að Þjóðleikhús íslendinga hefði
af opinberum innheimtumönn-
um verið innsiglað vegna van-
goldins söluskatts. 1 venjulegu
þjóðfélagi myndi slíkt þykja
mikil skömm slíkri stofnun.
Búið er nú að greiða skattinn
og opna hina virðulegu stofnun
á ný.
GREFUR UNDAN VIÐ-
SKIPTASIÐGÆÐI
Pálmi heitinn Hannesson rektor
sagði í ræðu á fyrra' helmingi
þessa verðbólgutímabils, sem
enn stendur, að Iangvinn verð-
bólga ynni tvennt í senn: í
fyrsta lagi yrði óæskileg efna-
hagsleg tilfærsla í þjóðfélaginu,
og í öðru lagi græfi hún undan
viðskiptasiðgæðinu og væri sú
hættan meiri hinni fyrri. Virð-
ast þessi ummæli ekki aðeins
hafa verið viturleg varnaðar-
orð, heldur eru þau orðinn sá
veruleiki, sem mest ógnar fram
tíð íslendinga um þessar mund-
ir.
BLESSUÐ BÖRNIN
Á einu mesta þéttbýlissvæði
vestan hafs urðu stórkostlegar
rafmagnstruflanir á síðasta
vetri. Milljónir manna urðu að
sitja í myrkri klukkustundum
saman þar sem þær voru komn
ar, hvort sem það var í Iyftu,
sporvögnum eða neðanjarðar-
hrautum. Hin algera myrkvun
og stöðvun samgangna leiddi
ekki til stórra slysa, að því er
lieimspressan skýrði frá. En nú
fyrir skömmu hefur þessi at-
burður komizt á ný á forsíður
blaðanna vegna gifurlegs fjölda
barnsfæðinga á þessu svæði níu
mánuðum síðar. Er þá einnig
rifjað upp að á sumurn stöðum
olli myrkrið hinu mesta kyn-
æði, sem um getur.
RfSA GEGN KIRKJUNNI
Lokið er fyrir skömmu rann-
sókn í héraði á kæru 48 sóknar
barna í Möðruvallaklausturs-
prestakalli á hendur presti sín-
um. En kæran er á því áliti kær
enda byggð, að presturinn „sé
ekki til þess hæfur að þjóna
sem prestur“, eins og segir í
ákæruskjalinu og hafi slæma
hegðun fyrr og síðar. Hinir 48
hafa með þessu risið upp gegn
æðri skólum, kirkjunni og
kirkjulegum yfirvöldúm sem öll
hafa veitt þessum sama presti
menntun og síðar prestvígslu til
að þjóna drottni og vera trúar-'
legur Ieiðtogi almennings. Sjálft
kaus svo fólk í sóknum Möðru-
vallaklaustursprestakalls þenn-
an prest sér til lianda í lög-
mætri og heitri kosningu nú í
vor.
NÝ SIÐVÆÐING?
Það er sannarlega ekki á degi
hverjum, sem „óbreyttir borg-
arar“ rísa á þennan hátt upp
gegn yfirvöldunum og krefjast
þess að fá hæfari mann í prest-
legt embætti, en þann, sem
þjóðkirkjan telur góðan og
gildan sálusorgara, og vilja
helzt klæða hann úr hempunni.
Hér er kannski á ferðinni ný
siðvæðingarstefna um lágmarks
kröfur, sem gera verði til
presta. Segja má, að slík stefna
hefði fyrr mátt opinberlega
fram koma og af þeirri reisn
andans og siðgæðiskrafti um
bótasinnaðs fólks, sem i anda og
sannleika hugsar um andlega
velferð Iifenda og dauðra — og
raunar vantaði í þetta umrædda
ákæruskjal —. Hins vegar kann
gremjan, þótt leið sé flestum,
þegar hún er fram borin á lágu
plani, að vera undanfari um-
bóta ef hún þróast í æskilega
átt.
„TIL SKADA OG SKAMMAR“
Þeir menn, bæði í nefndum
sóknum og aðrir, sem horft
hafa á sviðsetningu þessa máls,
án þess að eiga sjálfir þátt að,
þykir miður farið það umrót,
sem hér um ræðir og valdið hef
ur truflunum á nauðsynlegu fé-
lagslífi og daglegum samskipt-
um manna vegna ofurkapps og
jafnvel óvildar af þessum sök-
um. Gætinn og greindur bóndi
í Arnarneshreppi lét svo um-
mælt, að undirbúningur prest-
kosninganna í vor, síðan kæra,
réttarliöld og svardagar" væru
sóknunum bæði „til skaða cg
vanvirðu“ og bæru ekki í sér
neinn vott kristilegs hugarfars
eða siðbótar, nema síður væri.
Annar sagði, að tími væri til
þess kominn að hugleiða í fullri
alvöru, hve margir prestar
myndu uppi standa og hempu
skrýddir ef aðeins vammlausir
„fyrr og nú“ mættu hana á
öxlum bera.
LÆRDÓMUR OG SIÐGÆÐI
Sú spurning mun oft í hugann
(Framhald. á blaðsíðu 7.)
Á þessu svæði mun rísa hcimili vangefinna innan skamms.
(Ljósm.: E. D.)
. Kík?s»'iííSiitatma
Sumarið sótf heim um hávelur
M.s. „Gullfoss“ til Kanaríeyja