Dagur - 28.09.1966, Page 8

Dagur - 28.09.1966, Page 8
8 SMÁTT OG STÓRT Tryggvi Þorsteinsson festir heiðursmerki fyrir borgara í barm Skafta Áskelssonar fyrir sérstaka að- etoð við skátastarfið. (Ljósm.: E. D.) Komið til skátanna í Fálkafelli Þar og á Skíðastöðum verður væntanlega norð- lenzkur foringjaskóli hreyfingarinnar FYRIR 30 árum voru nokkrir vaskir Akureyrarskátar á ferða lagi í fjallinu vestan Akureyr- ar í leit að heppilegum stað fyr- ir fjallakofa. Þoka skall á þá svo að þeir vissu naumast hvar þeir fóru. En er þeir komu á ihjalla einn, lyftist þokan skyndi lega, sólin brauzt í gegn um ský in og við þeim blasti fegursta útsýni. Þar var staðurinn val- inn og Fálkafell byggt, ofurlítill skátakofi úr torfi og timbri. Þangað var á laugardags- kvöldið boðið fréttamönnum og ýmsum velunnurum skátanna til að samgleðjast þeim yfir því, að Fálkafell er nú, eftir stækk- un og viðgerð, mjög vel búið skátahús með stórri setustofu og eldhúsi á neðri hæð en svefn lofti og foringjaherbergi undir risi. Naumast mun unnt að hugsa sér fegurri stað í björtu veðri hér í nágrenni, en Fálka- fell ef menn eru eitthvað fjar- sýnir. Gestir söfnuðust saman á Berklar á Húsavík F’UNDIZT hefur berklaveikur maður á Húsavik og aðkomu- kona, er þar dvaldi. Yfir stend- SJÁLFKJÖRIÐ í IÐJU Á AKUREYRI SJÁLFKJÖRIÐ var til Alþýðu sámbandsþings hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri. Þar kom aðeins fram einn listi, en hann skipa: Jón Ingimarsson, Hallgrímur Jónsson, Sigurður Karlsson, Helgi H. Haraldsson, Páll Ólafs son, Þorbjörg Brynjólfsdóttir og Sveinn Árnason. Varamenn eru: Sigríður Sig- uiðardóttir, Zophónías Jónas- (Framhaíd á blaðsíðu 7) ur nú berklarannsókn meðal þess fólks, sem líkur eru til að hafi smitazt. Hér mun um að ræða heimili, sem berklar hafa verið á áður. Talið er, að á ári hverju séu 60 berklatilfelli í landinu, þar af helmingurinn nýir sjúkling- ar en hinir eldri berklasjúkl- ingar. Mun þetta hlutfallslega svipað ástand eða jafnvel betra en í öðrum löndum V.-Evrópu. Og með þeim lyfjum, almennu hreinlæti og heilbrigðisaðstöðu, sem fym- hendi er hér á landi, ætti berklafaraldur að vera úti lokaður þótt erfitt reynist, hér sem annarsstaðar, að útrýma berklayeiki algerlega. Q Kosningin í Bíistjórafélaginu UM SÍÐUSTU HELGI fóru fram kosningar í Bílstjórafélagi Akureyrar á tveimur fulltrúum til Alþýðusambandsþings. Tveir listar voru bornir fram. A-listi borinn fram af stjórn og trún- aðarmannaráði og var hann þannig skipaður. Aðalmenn: Baldur Svanlaugs son og Páll Magnússon. Varamenn: Sverrir Jónsson og Baldvin Helgason. hlaðinu. En allt í einu birtust blys í öllum áttum, sem skátar báru og röðuðu þeir sér framan við húsið, þar sem Tryggvi Þorsteinsson skátafor- ingi ávarpaði gestina. Hann heiðraði Skafta Áskels son og Guðfinnu Hallgrímsdótt ur konu hans fyrir óvenjulega aðstoð við skáta en Skafti þakk aði með nokkrum orðum. Ung- skáti færði Rakel Þórarinsdótt- ur, konu Tryggva skátaforingja, blómvönd í „sárabætur" fyrir það, hve bóndi hennar hefði oft verið að heiman að undanförnu vegna endurbyggingar Fálka- fells og fleiri skátastarfa. Skátarnir gengu nú með blys sín og kveiktu í viðarkesti ein- um miklum og gjörðu bál. Efni viðurinn voru afgangar af timbri frá byggingunni. Að þessu loknu var Fálkafell skoðað og bornar fram ríkuleg- ar kaffiveitinga. En Tryggvi Þorsteinsson hélt ræðu um skátastarfið. Hann gat þess, að Fálkafell hefði verið byggt árið 1932. Endurbygging og stækkun miklu síðar og svo nú í sumar byggðist eingöngu á sjálfboða- vinnu og gjöfum til Skátafé- lagsins frá mörgum einstakling (Framhald á blaðsíðu 5.) ATVINNUJOFNUNAR- SJÓÐUR Vegna óljósra lagaákvæða frá sl. vetri uin Atvinnujöfnuiiar- sjóð, kann það að vera nokkurt vafaniál ennþá, hverskonar upp byggingarframkvæmdir sjóður sá miuii styðja þegar til hans kasta kemur (sjá nánar um þessi mál í Ieiðara). Ef starf- semi hans á eingöngu að miðast við framkvæmdir, sem telja má „arðbærar”, er hætt við að hún verði nokkuð takmörkuð, eins og nú er komið aðstöðu til at- vinnurekstrar. Hins vegar gefa ákvæði 6. gr. laganna til kynna, að sjóðnum sé ætlað miklu víð- tækara starfssvið en orðið „arð bær“ í venjulegri merkingu, bendir fil. Þess er varla að vænfa, að aðstoð sé veitt úr At- vinnujöfnunarsjóði, nema um það sé sótt og eftir leitað, af þeim, sem hlut eiga að máli. BÚIÐ AÐ VELJA HÉRAÐS- SKÓLA EYFIRÐINGA STAÐ? Svo sem fram kom í fréttatil- kynningu hér í biaðinu fyrir skömmu, hafa fjórir hreppar við Eyjafjörð ákveðið að byggja heimavistarskóla fyrir 60—70 unglinga á Hafnagili, þar sem fullnægt verði fræðsluskyld- unni fyrir þessa hreppa. Líklegt má felja, að með þessari ákvörð un hafi um leið verið valinn staður héraðsskóla í Eyjafirði, því að eðlilegt virðist, að þessi unglingaskóli stækki í héraðs- eða gagnfræðaskóla. Byggingar nefnd skólans tók til starfa í sumar undir forystu Kristins Sigmundssonar bónda og cdd- vita á Arnarhóli í Öngulsstaða- hreppi, og fræðsluyfirvöld lands ins hafa lagt blessun sfna yíir skólabygginguna. ÞEGAR MIKIÐ REYNIR Á HEl Ð ARLEIKANN Fyrir skömmu var á það minnt hér í dáikunum, hve mjög reyndi oft á unga menn í nýju forstjórastarfi. Þeim er stund- um, svo að segja lagt upp í hendur að fara of ógætilega með fjármuni fyrirfækisins, vegna þess hve stjómarmenn fyrirtækja eru óvirkir milli aðal funda, en forstjórarnir sjálfir B-listi borinn fram af Magn- úsi Snæbjörnssyni o. fl. Aðalmenn: Magnús Snæ- björns og Ingi Jóhannesson. Varamenn: Jóhann Böðvars- son og Bjarni Bjarnason. Urslit urðu þau að A-listi fékk 93 atkv. og báða menn kjörna, en B-listi fékk 44 atkv. og engan mann kjörinn. í kosningunum 1964 fékk A- lislinn 66 atkv., en B-listinn 48 atkv. □ oftast í peningaþröng, nýkomn ir frá prófborði. Mörg fjármálá óhöpp má til þessa rekja. í þeim íilfellum hefur stundum reynt svo mjög á heiðarleikann, að nánast er um málsbætur að ræða, ef um málsbætur er unnt að tala i þeim efnum. Ungir cg óreyndir menn þurfa jafnan andlegan styrk í vandasömum störfum, sem liinum eldri ber að veita ef vel á að fara. ÞEGAR BRASKARAR EIGA AÐ VINNA FYRIR AÐRA Oftar en hitt eru það þó hinir eldri, sem fjármálaafglöpin fremja. Forráð fjármuna í þágu almennings eru oft fengin í hendur mönnum, sem viður- kenning fyrir pólitíska vinnu hjá stjórnmálaflokkunum, eða sem bætur fyir vonbrigði á vegi valda og metorða innan einhvers flokksins. Þegar slík forráð lenda í höndum þeirra manna, sem allt sitt líf hafa lif- að eftir fjáraflakenningu íhalds ins, verður þeim skyndilega mikill vandi á höndum. Það er mikið stökk fyrir slíka menn, að fara allt í einu að vinna fyrir aðra og annast vissa félags- og fjármálaþætti fyrir fólk, sem á íhaldsvísu væri skynsamlegra að reyna að hagnast á. f því stökki mistekst mörgum og þeir steypast á höfuðið. Einkum hendir slíkt braskara, sem eru í peningakröggum sjálfir. Má furðulegt heita, hve slíkum mönnum er oft troðið í svo hættulega aðstöðu í þjóðfélagi okkar. KJÖRDÆMISÞINGIÐ Á LAUGUM Kjördæmisþing Framsóknar- manna á Laugum dagana 2. cg 3. sept. sl. var hið sjöunda í röð inni, sem aðalþing sambandsins. Félagssamband Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra, ems og það heitir fullu nafni er skammstafað F.F.N.E. Það var stofnað 1960, árið, sem gömlu kjördæmin voru lögð niður. Á þinginu nú í haust mættu yfir 60 fulltrúar nieð atkvæðisrétt. Fulltrúarnir voru af öllu svæðinu, allt vest- an frá Ólafsfirði til Langaness auk nokkurra fulltrúa yngri manna, stjórnar sambandsins, alþingismanna o. fl. Kjördæmis sainband yngri manna hefur haldið þing sitt á sama stað. I stjóm þess voru kjörnir: Ingólf ur Sverrisson Akureyri formað (Framhald á blaðsíðu 2.) Fálkafell lætur ekki mikið yfir sér, en starfsemin þar er mörgum góður skóli. (Ljósm.: E. D.) FRÁ LÖCREGLUiNNI AÐFARANÓTT sunnudags féll kona út úr bíl í Skipagötu á Akureyri, er önnur afturhurð bifreiðarinnar opnaðist. Konan missti meðvitund er hún féll á steinlagða götuna og var flutt i sjúkrahús. AHmargir bifreiðaárekstrar hafa orðið í bænum undanfarna daga, nokkrir hafa verið kærðii fyrir ölvun á almannafæri og kvartað hefur verið um ólæti unglinga. r~

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.