Dagur - 01.10.1966, Page 1

Dagur - 01.10.1966, Page 1
'*i Herbergis- pcnianir. FerSc- skrifstoian Túngötu 1. Akureyii, Sirni 11475 Ferðaskrifsfofan Túngötu 1. Sími 11475 Skipuiéggíym ierSir skauta á milli. FarseSlar með Flugfél. ísl. og Loitleiðura. EYFIRÐINGUR BJARGAR MANNI ÞAÐ bar til í Þórshöín í Fær- eyjum snemma í ágúst í sumar, að íslenzkur sjómaður, Björg- vin Jónasson frá Kálfskinni á Árskógsströnd, barg 19 ára gömlum pilti. Avik voru þau, að íslenzkt skip lá við olíubryggju í Þórs- böfn og við hlið þess færeyska síldveiðiskipið Ásur. Nítján ára g'amall háseti af því ætlaði um borð en féll í sjóinn og var hann ósyntur. Björgvin, sem var sparibúinn, óg sá hvað fi'am fór, stakk sér umsvifalaust eftir honum og náði honum þegar. Hvorugum varð meint af volk- inu og fór færeyski pilturinn með skipi sínu samdægurs á veiðar. Eftir nokkra stund bárust Björgvini þau boð úr landi, að fara þar í tiltekna verzlun og velja sér alfatnað sem þakk- lætisvott fyrir björgunina, enn- fremur færði útgerðarmaður færeyska skipsins honum vand- aða loftvog að gjöf. □ Enginn kvarfar undan gæsum i ár I’gilsstöðum 30. september. Það hefur gránað í fjöll enda garra veður, svo sem oft er á haust- dögum. Féð er hér heldur með rýrara móti, það sem af er slát urtíð. Skólar eru að hefja starf nú um mánaðamótin. Þó byrjar íslenzka sjónvarpið FYRSTA „alvöru“-sjónvarp íslendinga hófst í gær, föstu- daginn 30. september, svo sem frá hafði verið skýrt nánar í íréttaauka ríkisútvarpsins, en sjónvarpið er ein deild þess og lýtur sömu stjóm. Sjónvarpað verður fyrst um sinn tvö kvöld í viku og er þar jöfnum höndum um að ræða fréttir og skemmtiefnL Ráð er fyrir því gert, að sendistöðvar á Skálafelli og Vaðlaheiði verði byggðar á næsta ári. En Norðlandingar þurfa að fylgja málinu fast fram. Bæjar- og sveitarstjórn ir ættu að láta málið til sin f aka, svo að hið íslenzka sjón varp nái sem fyrst til allra landsmanna, úr því sem kom- ið er. □ kvennaskólinn á Hallormsstað ekki fyrr en um veturnætur, og nýi barnaskólinn í Hallorms- staðaskógi byrjar ekki fyrr en síðar í vetur. Allir eru skólarn ir eða verða yfirfullir og mikil vandræði í skólamálum sökum skólavöntunar. Til dæmis má nefna, að unnt var að taka 30— 40 nýja nemendur í Eiðaskóla í vetur en 150 umsóknir bárust. Ég held að vel hefði verið varið öðrum deginum, sem mennta- málaráðherra var heima í sum- ar, til að kynna sér þessi mál hér á Fljótsdalshéraði. Gangnamenn urðu varið við stórar hreindýrahjarðir, eink- um sunnarlega á öræfunum og dýrin eru talin feit og falleg í ár. Nú kvarta fáir undan ágangi gæsa, eins og fyrirfarandi haust, því að þær sjást naumast nema helzt í Fljótsdal. Einginn sakn- ar þeirra. Hins vegar velta menn því fyrir sér hvað valdið hafi. Annað tveggja hafa gæs- irnár hrunið niður í pest eða af mannavöldum, nema hvort- tveggja sé. Gæsirnar hafa hvorki spillt berjalöndum eða etið kartöflur upp úr görðum í ár. V. S. Við undirskrift samninganna. F. v. Björn Jónsson, Sigurður O. Björnsson, Jón Ingimarsson og Jón Helgason. (Ljósm.: E. D.) Orlofsheimili mun rísa á Illuga stöðum í Fnjóskadal Kaupin gerð - Fyrslu teikningar að mann- virkjuni eru nú til atliugunar SAMNINGAR milli Alþýðusam bands Norðurlands og Sigurðar O. Björnssonar á Akureyri um kaup á Illugastöðum í Fnjóska- dal voru undirritaðir í fyrradag. Með þeirri undirskrift hafa norðlenzk verkalýðsfélög tryggt sér stað fyrir orlofsheimili, svo sem hugur þeirra hefur staðið til að undanfömu. Björn Jónsson alþingismaður og formaður stærsta verkalýðs- félags Norðurlands, kallaði blaðamenn á sinn fund er kaup höfðu verið staðfest og skýrði þeim frá máli þessu í stórum dráttum. Hann gat m. a. eftir- farandi atriða: Bygging orlofsheimilis verka lýðsfélaga hér fyrir norðan hef a Góð samvinna skóla og lögreglu í einum nætti umferðamálanna b í HAUST hefur mátt sjá ofur- lítinn umferðarskóla hjá lög- reglustöðinni á Akureyri.' Skól ' ar og lögregla hafa sameigin- lega byrjað kennslu í meðferð reiðhjóla. Kennarar koma með hópa barna úr skólunum en lög regluþj'ónar skoða farartækin, setja merki á þau, sem eru í góðu lagi og láta börnin leysa af hendi umferðaræfingar. Þetta er mjög jákvætt starf, sem ber að virða. í hönd fer nú sá árstínjj, sem erfiðastur er og hættulegastur í umferðarmálum. Myrkur, hálka og fleiri farartæki en nokkru sinni áður skapa þessa auknu hættu. Samvinnu lög- reglu og skóla í umferðarmál- um þarf að styðja og auka. Undanfarin misseri hefur um ferðarkennsluvöllur verið á dag skrá á Akureyri. Ingólfur Pét- ursson, Reykvíkingur og fyrr- um þjónn á Hótel KEA, vann að því að koma upp umferðar- kennsluvelli syðra en hafði ekki biðlund nóga. Snéri hann sér þá til Akureyrar, ef vera mætti að betur tækist þar. Hann og Gísli Ólafsson yfirlögreg-luþjónn hafa síðan undirbúið málið að nokkru en bæjary.firvöld sýnt því skilning, svo og leikvallar- nefnd bæjarins. Nefndur Ingólf ur Pétursson , gaf leikvallar- kennslubíl til.að leggja áherzlu á málið. Umferðarkennsluleikvöllur er þannig hugsaður, að á opnu úti svæði verði komið fyrir máluð- um götum og strætum, bygging um og að sjálísögðu umferð. Þar verða allir að fara eftir reglum (F'ramhald á blaðsíðu 5) ur lengi verið á dagskrá hjá okkur. Skriður hefur þó ekki komizt á það mál fyrr en í sum ar, einkum vegna þess að fjár- hagur hefur verið þröngur og menn eru nokkuð lengi að velja sér stað, sem flestir geta sætt sig við. Alþýðusamband Norðurlands hefur nú keypt Illugastaði í Fnjóskadal af Sigurði O. Björns syni prentsmiðjustjóra á Akur- eyri, að undantekinni sneið syðst í landinu, sem Sigurður hefur þegar tekið til skógrækt- ar. Illugastaðir eru að Vestan- verðu í ctalnum, gegnt Þórðar- stöðum, þar sem mikill og fag- ur skógur vex og Fnjóská var þar nýlega brúuð. Ulugastaðir eru röska 40 km. frá Akureyri. Landareignin er 3—4 km. með- (Framhald á blaðsíðu 5) SANA H.F. á Akureyri hefur nú senn lokið undirbúningi öl- framleiðslu, sem væntanlega verður á boðsíólum fyrir næstu jól. Nafn hins nýja öls er ennþá leyndarmál. Búið er að setja upp flestar vélar til framleiðslunnar og eru þær að miklu leyti sjálfvirkar og af nýjustu gerð. Það er einn- ig verið að láta „gerjast fyrstu lögunina". Erlendir sérfræðingar hafa margir verið hjá Sana nú í haust við undirbúning ölfram- leiðslunnar, frá ráðgefandafyrir tæki dönsku. En Danir eru heimskunnir ölframleiðendur enda miklir öldrykkjumenn. Jafnhliða nýju, léttu öli, sem ætlað er til sölu innanlands, er undirbúið brugg sterkara öls til útflutnings, og á framleiðsla þess að geta hafizt litlu síðar. Framkvæmdastjóri Sana er Ey steinn Árnason. Með þetta í huga geta Akur- eyringar drukkið nýja heima- bruggaða bjórtegund á næstu jólum. Og vonandi bætir það jólaskapið, þótt þar vei'ði að- eins um að ræða veikari teg- undina. □ PRENTARAR BOÐA VERKFALIi EINS OG skýrt hefur verið frá í fréttum sögðu prentarar upp samningum um síðustu mánaða mót og sendu þá kröfur sínar til atvinnurekenda. Samningarnir renna út 1. okt. Frá þeim tíma hefur verið boðað eftirvinnu- bann þar til samið verður, en nú hefur einnig verið boðað al- gjört verkfall frá og með 8. okt. n. k. hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Svar varðandi kröfur prentara hefur borizt frá atvinnurekendum og vísa þeir þar öllum viðræðum á bug.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.