Dagur - 15.10.1966, Page 8

Dagur - 15.10.1966, Page 8
8 SMÁTT OG STÓRT Leitarmönnum vill sjást yfir fé, þar sem snjór og auð jörð skiptast á. (Ljósm.: E. D.) Skólarnir á Laugum fullskipaðir Laugum 13. október. Laugaskóli var settur í gær, 12. október, og hófst skólasetningin með guðs- þjónustu. Séra Orn Friðriksson á Skútustöðum prédikaði en skólastjórinn, Sigurður Kristj- ánsson flutti síðan skólasetn- ingarræðu. í henni kom m. a. fram, að í skólanum yrðu 130 nemendur í vetur, eða fleiri en nokkru sinni áður og af þeim 95 úr Suður-Þingeyjarsýslu, sem hefur forgangsrétt að skólavist. Þá hefur það ekki áður borið við í sögu skólans, að stúlkur eru fleiri en piltar í hópi nem- epda, eða 67 en piltar eru 63. Þá gat skólastjóri þess sérstak- lega í ræðu sinni að engar breyt ingar væru á starfsliði skólans nema sú, að ein starfsstúlka kemur ný í eldhús. Mundi slíkt fátítt eða jafnvel einsdæmi á síðari árum að slíkri stofnun ihaldist jafn vel á starfsliði sínu. í sumar var unnið að byggingu heimavistarhúss við skólann og BRAGI í KJÖRI Á FUNDI kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins um síðustu helgi, var samþykkt, að Bragi Sigur- jónsson bankastjóri yrði efsti xnaður listans í Norðurlands- kjördæmi eystra við alþingis- kosningarnar í vor, í stað Frið- jóns Skarphéðinssonar bæjar- fcgeta. □ RINGÓ Lionsklúbbsins LIONSKLÚBBUR AKUREYR AR hefur bingó í Sjálfstæðis- húsinu á sunnudagskvöld, 16. okt. til ágóða fyrir Barnaheim- ilið Ástjörn. — Svavar Gests stjórnar. Vinningar alls eru 40 þús. kr. «ð verðmæti, m. a. hjónarúm, ferðaútvarp, föt eftir vali, tjald, stóll og flugfar. Vinningarnir eru til sýnis í Hljóðfæraverzl- uninni. Hljómsveit Ingimars Eydal, Eila og Valdi skemmta. Að- göngumiðar í Sjálfstæðishúsinu kl. 2—4 í dag. □ eru þar herbergi fyrh- 32 nem- endur og kennaraíbúð, húsnæði fyrir póstafgreiðslu, sérkennslu í eðlisfræði o. fl. Búið er að steypa upp húsið og verður það gert fokhelt nú í haust. Húsniæðraskólinn á Laugum var settur 20. september með guðsþjónustu, sem séra Sigurð ur Guðmundsson prófastur flutti. Halldóra Sigurjónsdóttir lætur nú af störfum sem for- stöðukona eftir 35 ára starf við skólann, þar af 20 ár sem for- stöðukona. Flytur hún nú til Reykjavíkur. Við störfum henn ar tekur Fanney Sigtryggsdótt- ir, sem staríað hefur áður sem kennari í 20 ár. Auk Halldóru hættir störfum frú Elín Frið- riksdóttir, sem kenndi sl. vetur. í starf þeirra koma að skólan- um Jónína Hallgrímsdóttir frá Grímshúsum S.-Þing. og Guð- rún Guðmundsdóttir frá Vorsa' bæjarhjáleigu Árnessýslu, sem báðar útskrifuðust úr Hús- mæðrakennaraskólanum sl. vor. Auk þeirra kennir við skólann ólafía Þorvaldsdóttir frá Akur eyri, sem einnig kenndi þar sl. vetur. Skóhnn er fullskipaður cg farnar að berast umsóknir fyrir næsta vetur. G. G. UM NÁM VÉLSTJÓRA Á síðasta þingi voru sett ný lög um menntun vélstjóra. Verður hún nú öll á vegum Vélskólans í Reykjavík, en námskeið Fiski félagsins leggjast niður. Vél- skólinn gengst fyrir 5 mánaða námskeiðum, sem veita byrjun arréttindi og rétt til inntöku í 1. bekk VélskóJans. Eitt slíkt námskeið verður hér á Akur- ureyri í vetur og veitir Björn Kristinsson vélvirkjameistari því forstöðu. Annað námskeið er lialdið í Reykjavík. Iðnnám er nú ekki lengur skilyrði til inntöku í Vélskólann, en nem- endur fá smíðakennslu í skól- anum. FJÖGUR STIG VÉLSTJÓRA- NAMS Gunnar Bjarnason skólastjóri Vélskólans lýsti hinu nýja fyrir komulagi svo í skólasetningar- ræðu: Samkvæmt áðurnefnd- um lögum verða stig vélstjóra5 nemenda fjögur. Fyrsta stigi Ijúki menn með vélstjóranám- skeiði, — 8V2 mánaða námstími í fyrsta bekk veitir annað stig. Jafn langt nám í öðrum bekk veitir þriðja stig, og 7 mánaða námstími í þriðja bekk veitir fjórða stig. Hægt er að komast í Vélskólann eftir tveim aðal- leiðum. Önnur er sú að setjast á námskeiðið 17 ára eða eldri og veitir það þeim, er standast, rétt til setu í fyrsta bekk. Hin leið- in er tveggja ára starf við vél- gæzlu eða vélaviðgerðir. Það veitir einnig rétt til setu í fyrsta bekk eftir 18 ára aldur. Hvert Mjólkurframleiðslan dregsl nú saman og smjörframleiðslan þó enn þá meira í SUMAR dróst mjólkurfram- leiðsla landsmanna saman, mið- að við síðasta ár, í stað þess að vaxa . verulega svo sem verið hefur um árábil. Virðast hér þáttaskil og offramleiðsla sú, sem svo mikið hefur verið talað um, í þessari búgrein, úr sög- unni. Hins vegar fjölgar fólki í landinu og neyzluþörfin vex. Þetta flýtir fyrir endalokum smjörfjallsins, sem hlóðst upp á skömmum tíma. I ársbyrjun 1966 voru smjörbirgðir 700 tonnum meiri en á sama tíma árið 1965. En nú eru birgðirnar minni á haustdögum en í fyrra- haust. Þróunin hefur því snúizt við og hefur margt lagzt á eitt í því efni. 1 fyrsta lagi hefur veðráttan verið óhagstæðari nú en sl. ár, svo að framleiðslan dregst saman, smjörið var verð fellt mjög og salan örvuð á þann hátt til mikilla muna, og enn má nefna að mjólkurstöðv- arnar kappkosta að binda mjólk uriituna í ostum og nýmjólkur dufti, meira en áður var. Fram- undan er veturinn með fyrir- sjáanlegri fækkun nautgripa vegna ónógs fóðurs. Smjörfram leiðslan verður lítil í landinu í vetur og þá eyðist hið mikla fjaJI, sem kennt er við þá beztu og dýrmætustu vöru, sem ís- lenzkir menn framleiða í landi sínu. Misvitrir menn hafa fært þennan bfgjafa þjóðarinnar í Grýlu-búning og kennt fram- leiðslu smjörs um ýmis óhöpp, sem sprottin eru af ónógri stjórnvizku en ekki af dáðmiklu framleiðslustarfi bændastéttar- innar. □ stig veitir ákveðin vélréttindi. I. stig veitir rétt til að vera yfir vélstjóri á skipi með 560 ba. gangvél. II. sfig 1000 ha. og III. stig 1800 ha., en IV. stig veitir engin atvinnuréttindi fyrr en að loknu sveinsprófi í vélvirkjun. Réttindi sem hér eru talin eiga við fiskiskipin, og aðrar tölur eiga við nm flutnings- cg far- þegaskip, þó eru þau einnig háð siglingartíma. — Um sveinspróf eftir 4. bekk mun verða samið við lðnfræðsluráð. (Ægir). SK.ÓLAR OG HAFNIR Gert er ráð fyrir, að flestir út- gjaldaliðir fjárlaganna bækki meira og minna og sumir mjög mikið. Athygli vekur þó t. d. að heildarframlög til nýbygginga barnaskóla og gagnfræðaskóla er óbreytt frá fjárlögum þessa árs þrátt fyrir hækkandi bygg- ingarkostnað, sbr. greinargerð frumvarpsins, bls. 100. Sama er að segja um ríkisframlög til hafnargerðar, þau eiga að vera hin sömu á næsta ári og þau eru á þessu ári rúmlega I6V2 millj. kr. Gert er ráð íyrir, að ríkissjóður eigi um næstu ára- mót ógreiddar 55 millj. kr. af sínum hluta hafnargerðarkostn aðarins undanfarin ár, og eru áætlaðar 10 millj. kr. til að stytta þann „vanskilahala“ og hrekkur skammt, jafnvel þótt framlag ríkissjóðs verði óbreytt (40%), en auðsætt er og viður kennt, að það þurfi að hækka. í fjárlagafrumvarpinu eru nú engar teljandi fjárveitingar til vegamála, en vegaáæílun ber að endurskcða á þingi í vetur. HÁLT ÁSVELLI Ekki skal dregið í efa, að nú- verandi fjármálaráðherra hafi haft hug á að stinga við fótum á hinu hála svelli stjórnleysis- ins. En stafur hans og broddar hafa brugðizt, hafi þeir verið (Framhald á blaðsíðu 7). 1 Mjólkurs?imlagi KEA, gamla húsinu, er nýmjólkurduft unnið úr 11- fyrir Bandaríkjamarkað — og þannig dregið úr smjörframleiðslunni. -12 þús. kg. af nýmjolk á dag (Ljósm.: E. D.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.