Dagur - 19.10.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 19.10.1966, Blaðsíða 2
2 Ólafur E. Stefánsson, ráðunautur: FÓÐRUN KÚNNA OG MJÓLK URFRAMLEIÐSLAN Frá Barnaverndarfél. Akureyrar ÓLAFUR E. STEFÁNSSON, ráðunautur Búnaðarfélags fs- lands, flutti nýlega ræðu þá, í búnaðarþætti Ríkisútvarpsins, sem verð er eftirtektar.. Fýrri bluti ræðu hans fer hér á eftir, en framhaldið verður í næsta blaði. Heiðruðu áheyrendur. Landbúnaðarframleiðsla hef- ur verið rædd mikið á undan- förnum árum hér á landi, eins og víða annars staðar, þar sem efnahagur er góður og örar fram farir í landbúnaði hafa stór- aukið búvöruframl. Óhagstæður iltflutn. búvöru er þvi ýms- um vandkvæðum bundinn, en þó meiri hér en í grannlöndum vorum vegna hinnar miklu verðbólgu, sem liggur hér í landi. Óhagstæður útflutningur kemur harðast niður á bænd- um, en er eigi að síður um- hugsunarefni fólks í öðrum stéttum. 1 þessu sambandi verður oft vart þeirrar gagnrýni, að flutt sé inn kjarnfóður fyrir erlend- an gjaldeyri, eins og venjulega er komizt að orði, til framleiðslu- á búvörum, sem fluttar séu út fyrri hluta af því verði, sem fyrir þær þurfi að fást. — Að sjálfsögðu þarf aðgát og fyrir- hyggju í þessum málum sem öðrum, og gera þarf ráð fyrir umfram innanlandsneyzlu í með alári, til tryggingar því, að ekki verði mjólkurskortur í slæmu árferði. Hitt væri illt, ef rétt væri, að kjarnfóður væri flutt inn í þeim tilgangi að framleiða á því út- fiutningsvörur, sem ýmist þarf að greiða uppbætur á eða valda framleiðendum fjárhagslegu tjóni. Ef svo væri, bæri að sjálf sögðu að hætta slíkri fram- ieiðslu. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. En þar sem það hefur nýlega borið á góma, þá hef „Barnakarl“ svarar „BARNAKARL‘“ furðar á rammaklausu á forsíðu síðasta íslendings, þar sem hann ler sagður fara með rangt mál í Degi. Hann hefur beðið fyrir eftirfarandi: í bæjarráði var samþykkt 22. september að hafna erindi frá eigendum ben- zínsölustaða, þar sem farið er fram á leyfi til að hafa lúgur opnar til kl. 23 e.h. frá og með 1. október. Á bæjarstjórnarfundi 4. okt. var samþykkt bæjarráðs staðfest með 9 atkvæðum gegn 2, eftir að breytingartillögur höfðu ver- ið felldar. Bókanir bæjarráðs og bæjarstjórnar taka af allan efa um þetta, og væri ritstjóra íslendings nær að fást við ein- hver þau verkefni, sem hann ræður' betur við. ég valið þann kost að skýra að nokkru hina ýmsu þætti þess í þessum búnaðarþætti. Verður því minna um fræðilegar leið- beiningar um fóðrun að sinni en til stóð og heiti þáttarins gef ur tilefni til að ætla. Mjólkurframleiðan er ekki einföld verksmiðjuframleiðsla, jafnvel þótt búin verði stór og öll tækni í- sambandi við hana aukist.' Það er ekki hægt að Sítytta vinnutíma framleiðslu- tækjanna við hana eða stöðva framleiðsluna alveg um tíma eftir því hver eftirspui-nin er frá degi til dags. Hún er byggð á lífsstarfsemi og lýtur lífeðlis- fræðilegum lögmálum. Allar ráð stafanir verða að miðast við þá staðreynd. Eigi að síður er rækt að búfé undraverð framleiðslu- tæki, ekki hvað sízt mjólkur- kýr. íslenzki kúastofninn er mjólkurlaginn og stenzt i því til liti fyllilega samanburð við aðra ræktaða stofna. En hver kýr er sérstakt framleiðslutæki, og þær eru yfir 40 þúsund talsins. Það er ekki hægt að líta á þær sem eina stóra verksmiðjuvél, heldur þarf að sjá sérstaklega um hverja þeirra alla daga árs- ins, til þess, að framleiðslan verði mikil og áfallalaus. í mjólk er allt að 13% þurr- efni. Þau næringarefni eru því ekki lítil, sem kýr í 20 til 30 kg nyt breytir daglega úr skepnufóðri í mjólk, þennan al- hliða líf- og heilsugjafa þjóð- anna. Framleiðslumagnið eftir hvern einstakling byggist þó ekki eingöngu á erfðaeðlinu, — hæfileikunum til að breyta fóðri j mjólk, heldur einnig á því, hve kjarnmikið fóðrið er, hve mikið kýrnar geta í sig lát- ið. Mjólkurkýr hafa þó meiri hæfileika til þessa en annað bú- fé, og dagsskammtur þeirra af þurrefni getur orðið allt að 3,25% af þunga á fæti. Til að nýta mjólkureiginleika hins ræktaða kúastofns að fullu er því nauðsynlegt að kýrnar fái sem mesta næringu í hverri þyngdareiningu fóðursins, en í hverri þyngdareiningu af kjarn fóðurblöndu er helmingi meiri orka eða næring en í sama magni af þurrkaðri meðaltöðu. Það er þetta, sem gerir kjarn- fóðurnotkun handa mjólkurkúm í hárri nyt nauðsynlega hér á landi eins og alls staðar annars staðar, þar sem ræktun þeirra til mjólkur er á háu stigi og stefnt er að því að nýta þennan eiginleika. Nú kann að verða spurt, hvort þörf sé á því að hagnýta þessa eiginleika, þar sem um- fram framleiðsla sé óhagkvæm vegna hins lága heimsmark- aðsverðs. Frá sjónarmiði hvers bónda á búreksturinn að vera hagkvæmastur, og hagkvæmar framleiðsluaðferðir einstakra bænda hljóta, þegar á ailt er litið, að vera æskilegar fyrir atvinnuveginn í heild og fyrir þjóðina. Þær jarðir, sem á ann- að borð eru setnar, þurfa að vera vel setnar. Vandamál of- framleiðslu á ekki að leysa með því að stíga spor aftur á bak, eða með því að búa illa. Þau verður að leysa með öðru móti. Hér á landi er bústærð og jarðnæði miðað við fjölda þess búfjár, sem haft er eða þá áhöfn, sem hver jörð ber. Þetta er eðli legt við íslenzkar aðstæður, og þá jafnframt að miða fram- leiðslumagnið við fjölda búfjár- ins, en ekki t.d. mjólkurfram- leiðslu af hverjum hektara lands. Landþrengsli eru ekki neitt stórvandamál lengur hér á landi og skákaskipting jarða ekki heldur. Þannig er íslenzk- ur landbúnaður laus við tvö vandamál, sem ýmsar Evrópu- þjóðir eiga við að stríða í land- búnaði. Hins vegar þurfa islenzkir bændur meiri og vandaðri bygg ingar yfir búfé sitt en flestar aðrar þjóðir, og fóðuröflun og vinna við búfé, einkum kýr, hlýtur óhjákvæmilega að verða mun meiri en annars staðar vegna langrar innistöðu. Þessar aðstæður hérlendis r enna stoðum undir þá stefnu að fá sem mestar og beztar af- urðir af hverri skepnu, þó að sjálfsögðu innan þess ramma, sem hið hagfræðilega lögmál um minnkandi arð setur. Þetta er hin svonefnda hámarksaf- urðastefna. Þetta er í stórum dráítum stefna Búnaðarfélags íslands í framleiðslu á afurð- um nautgripa og sauðfjár. Að sjálfsögðu ber að nýta gróður jarðar sem mest og bezt handa búfénu, og nú þegar sparast mikið'kjarnfóður vegna mikillar aukningar hins rækt- aða lands og stórbættrar hey- verkunar. Með því að beita kúm á ræktað land, eins og nú er gert, og nota fóðurjurtir til haustbeitar má komast hjá mest allri kjarnfóðurnotkun yfir sumartímann, ef vel er á málum haldið. Hvert kg af töðu, sleg- inni á réttum tíma, hefur meiri orku og hærra næringargildi en áður var. Er ástæða í þessu sambandi að minna á, að í jarð- ræktarlögum frá 1965 eru sér- stök bráðabirgðarákvæði til 5 ára um framlög til súgþurrk- (Framhald á blaðsíðu 5). Skagfirðingar vinna nú að því að koma upp skólasetri fyrir héraðið í Varmahlíð. Þar er ris ið félagsheimili. Seyluhreppur á sérhluta í húsi þessu, og þar er bamaskóli til húsi. Einhvern n^estu daga hefst í féiagsheim- ilinu kennsla í fyrri bekk ungl- ingastigs. En þar verða 18 ungl- ingar við nám í vetur. Skóla- stjóri þessarar deildar verður Eiríkur Hansen frá Sauðárkróki. Næsta vetur bætist væntanlega Góðir Akureyringar! Barna- verndardagurinn er n.k. laug- ardag, og er það söfnunardagur barnaverndarfélaganna. Að þessu sinni mun ykkur verða boðin merki félagsins, er kosta 15 krónur og bókin Sól- hvörf 1966, en verð hennar er 40 krónur. Bókin Sólhvörf er að þessu sinni 80 blaðsíður og í henni er að finna: sögur, ljóð, leikrit og ævintýr fyrir yngri sem eldri börn. Hildur Kalman tók saman efnið. Fyrir nokkrum árum byggði - Rjúpnaskytta villtist (Framhald af blaðsíðu 1). Valgeir villtist um kl. 2 á sunnudag og kl. 2 daginn eftir fundu tveir starfsmenn kaupfé- lagsins á Kópaskeri hann, eða hann þá. Það voru þeir Björn Jónsson og Gunnlaugur Indriða son. Valgeir var matarlaus all- an þennan tíma, en varð aldrei órólegur og hagaði sér skyn- samlega, er hann gerði sér ljóst, að hann hafði tapað áttunum.. Félagar Valgeirs hófu leit á heiðinni, en þar er hægt að fara vítt og breitt á jeppum. Þeir, og fleiri menn, leituðu alla nótt- ina, svo og næsta dag. — 60 til 70 manns munu hafa tekið þátt í leitinni, menn úr næstu sveit- um og allt austan frá Raufar- höfn. Þá var þar kominn Guð- mundur, faðir Valgeirs. Flug- vél frá Birni Pálssyni kom til Kópaskers með leitarmenn og sporhunda, og áður Tryggvi Helgason frá Akureyri, og tók hann þátt í leitinni úr lofti. — Þegar Valgeir var fundinn, voru leitarmenn kallaðir til baka, en sjálfur fór hann í Prestshóla til afa síns og hvíldi sig, það sem eftir var dagsins. — Hann var þreyttur en hress. Blaðið hafði samband við Guðmund Þorgrímsson að leit lokinni, og bað Guðmundur fyrir innilegar þakkir og kveðj- ur til allra leitarmanna, og annarra, sem brugðu við til hjálpar. Ný brú á Eyjaf jarðará (Framhald af blaðsíðu 1) skóla fjögurra hreppa til að full nægja fræðsluskyldunni, miðað við 60—70 unglinga. Ennfremur mundi þessi nýja brú verða ýmiskonar félagslífi í sveitum viðkomandi hreppa nokkurt hagræði. annar bekkur við. Nú í vetur búa nemendur í skógarvarðar- húsinu, og er þetta því heima- vistarskóli. Að sjálfsögðu er stefnt að því að koma upp sérstöku skóla- húsnæði héraðs- og gagnfræða- skóla Skagafjarðar á þessum stað. En mörg, og helzt öll, menningarleg íélagsmálaöfl þurfa að leggjast á eitt um slíka framkvæmd. Barnaverndai-félag Akureyrar leikskóla, sem komið hefur að góðum notum fyrir marga bæj- arbúa, en mörg og stór verk- efni eru aðkallandi og fyrirhug- uð á næstu árum, ef fé er fyrir hendi. Því er það von okkar, að þið, góðir Akureyringar, sjá- ið ykkur fært að kaupa merki félagsins eða bókina Sólhvörf, sem seid verður n.k. laugaidag. Þá verða sýningar í bíóum bæj- arins til ágóða fyrir félagið; í Borgarbíói kl. 5 á laugardag, og Nýja bió.Jd. 3 á sunnudag. Þeir peningar, sem inn koma, munu verða notaðir í þágu yngstu kynslóðar þessa bæjar — og hennar er framtíðin. F.h. Barnaverndarfél. Akur- eyrar, Indriði Ulfsson - Landsíminn 60 ára (Framhald af blaðsíðu 1) fjörð. Á þessari línu eða í sam- bandi við hana, voru árið 1906 settar á fót 22 landssímastöðv- ar, og voru þær þessar: Vopnafjörður Egilsstaðir á Völlum Hof í Vopnafirði Vopnafjarðarkauptún Grímsstaðir á Fjöllum Reykjahlíð við Mývatn Breiðamýri í Reykjadal Háls í Fnjóskadal Akureyri Vellir í Svarfaðardal Urðir í Svarfaðardal Skriðuland í Kolbeinsdal Sauðárkrókur Blönduós Lækjamót í Viðidal Staður í Hrútafirði Sveinstunga í Norðurárdal Norðtunga í Þverárhlíð Grund í Skorradal Kalastaðakot við Hvalfjörð Útskálahamar við Hvalfjörð Reykjavík. Símakerfið stækkaði ár frá og símastöðvum fjölgaði. Flest- ar urðu þær 502, árið 1939. Nú eru þær 198. FJÖLGUN SÍMNOTENDA O.FL. Árið 1915 voru notendasímar 1392. í árslok 1965 voru þeir 55.800, þar af nál. 80% sjálf— virkir. Þá voru notendasímar í dreifbýli 4.672. Reykvíkingar og Hafnfirðingar fengu sjálfvirkan síma árið 1932, en Akureyringar árið 1950. Sæsíminn var lengi aðeins ritsími. En 1935 var kom- ið á þráðlausu talsambandi við útlönd. Nú er talað um sæsím- ann við önnur lönd, bæði aust- an ,og vestan við Atlantshaf. — Símtöl til útlanda voru rúml. 38 þús. og frá útlöndum 27 þús. á árinu sem leið. Hér innanlands var á sama ári talað hátt á 6 milljón viðtals- bila, og send rúml 316 þús. sím- ske^ti. Talstöðvar (þráðlausar) eru í 841 skipi, 1159 bifreiðum og 70 flugvélum. Auk þess fjöldi annarra talstöðva, þráð- lausar, af ýmsu tagi. — Tekj- ur pósts og síma voru árið 1965 rúml. 395 millj. kr., en útgjöldin nál. 428 millj. kr. Ný skóladeild í Varmahlíð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.