Dagur - 19.10.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 19.10.1966, Blaðsíða 1
HOTEL Herbeigjo- pantonir. FerSa- ekriístofan Túngötu 1. AkureyiL Síml 11475 Dagu XLIX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 19. október 1966. — 73. tbJ. FerðaskrifsíofanTún95,u L I Sími 11475 Skipuleggjum ferðir skauta á milil. Farseðlar með Flugfél. ísL og Loitleiðum. Tunnuefni komið NORSKT flutningaskip kom með efni í 8 þúsund tunnur nú um helgina. Mun eiga að smiða úr því efni í Tunnuverksmiðj- unni á Akureyri. Blaðið hefur ennþá ekki get- að fengið um það öruggar upp- lýsingar, hve mikið á að fram- leiða af síldartunnum í verk- smiðjunum á Akureyri og Siglufirði á komandi vetri. Og ekki hefu'r heldur um það heyrzt, að byggja eigi hér tunnuskemmu, en vöntun henn- ar stendur í vegi fyrir hag- kvæmum rekstri Tunnuverk- smiðjunnar. Mýsnar voru kveðnar niður IHrísey, 1. október. Menn eru að skaka ögn við róðra en gæft- ir eru stopular og aflinn lítill. Stærri bátarnir eru með línu og fá 2—2,5 tonn í róðri, en trill urnar reyta svolítið á færi. En þetta er ekkert fiskirí. Tveir bátar eru með dragnót ennþá, og fá eitt tonn, þegar bezt læt- ur. — Við eigum von á nýja prestinum nú í vikunni, Kára Valssyni, með fjölsk. sína. Hann mun kenna við unglingaskólann þegar hann hefst. í barnaskól- anum eru heldur færri börn en x fyrra og ná ekki 50 í vetur. Skólastjóri er Alexander Jó- bannesson frá Hh'ð, og með hon- ,um kennir Guðjón Björnsson smiður. Ný brú á Eyja- fjarðará? Oddvitar og skólanefndir hreppanna þriggja framan Akur eyrar hafa farið þess á leit við Vegagerð ríkisins, að hún athugi möguleika á smíði nýrrar brúar yfir Eyjafjarðará, gegnt skóla- setrunum Hrafnagili og Lauga- landi. En á Hrafnagili er nú ákveðið að byggja heimavistar- (Framhald á blaðsíðu 2) í féiagsmálum gerist ekki neitt ennþá. Kvenfélagskonur ætluðu að halda fund, en voru trufiaðar af aðkomnum skemmti kröftum, því konur eru alltaf áhrifagjarnar, og enginn fundur var haldinn. Unnið er fyrir sunnan að áætlanagerð um notkun heita vatnsins. En það er 8—10 lítrar á sek. og 65 gráðu heitt. Varma- veita er mikið áhugamál okkar, og áreiðaniega það, sem koipa skal. Búið er að endurbæta vatns- veitu kauptúnsins, og eru vatns æðar allar úr plasti. Neyzlu- vatn er nú nægiiegt. Við erum að mestu lausir við slátrun, eigum rúml. 100 fjár. Kýr eru engar né heldur hestar og hundar. — Ketti höfum við nokkra, enda rottur hér, sem hingað komu fyrir 40 árum. En við höfum farið útrýmingarher- ferð gegn rottunum með góð- um árangri, einkum í fyrra og sjást þær naumast síðan. Mýs voru hér þangað til sá kröftugi maður, Þorvaldur bóndi á Sauðanesi, setti þær niður í hóli þeim, sem síðan er kallaður Músahóll, og er hann á syðri eyjarendanum. Rjúpurnar eru flestar farnar, en þær, sem eftir eru, ganga heima við hús. — Þ.V. Svipmynd úr Innbænum á Akureyri. Minjasafnið að mestu hulið í einum elzta skógræktarreit á íslandi. (Ljósm.: E. D.) Rjúpnaskyfta lá úti í Blikðlónsdal Gekk sér til hita og borðaði hráar rjúpur ÞAÐ bar til tíðinda á sunnu- daginn, að 18 ára piltur frá Húsavík, Valgeir Guðmundsson, Ásgarðsvegi 13, villtist í rjúpna ferð á Hólaheiði upp af Núpa- sveit cg lá úti. Valgeir fór för þessa, ásamt tveim föðurbræðrum sínum, — þeim Haildóri og Jónasi Þor- grímssonum, snemma morguns. Þeir héidu sem leið liggur, óku ruddan veg upp á heiði og hófu rjúpnaveiðarnar. Bar ekkert til tíðinda fyrr en eftir hádegi, þá hittust þeir allir. Valgeir ætlaði eftir það að bíl þeirra félaga, til að fá sér nestisbila og losa sig við nokkrar rjúpur, sem hann þá hafði skotið. En á leið til bílsins sá hann rjúpur og fór að elta þær og villtist í dimmu éli og fann ekki áttir upp frá því um daginn, en gekk lengi og hélt á sér hita. Um nóttina sofnaði hann tvisvar. Hann fann mjög til hungurs, og tók það ráð að neyta rjúpnakjöts. Ekki kvað hann sér hafa orðið verulega kalt, og var hann þó bæði húfu- laus og berhentur, en í skinn- jakka, hlýjum. (Framhald á blaðsíðu 2) Þotuskóli Boeiiii Valgeir Guðmundsson Landsími íslands sextíu ára A ÞESSU ÁRI er Landssími ís- lands 60 ára. Símastarfsemi hófst 29. sept. 1906, en þann dag var lokið við að byggja síma- líriu milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur, um Norðurland. Var unnið að undirbúningi línu- lagningarinnar árið 1905, en lín- an lögð sumarið 1906. Yfirstjórn Kvöldverðarfundur n.k. föstudag N.k. fösludag 21. okt. kl. 7,30 heldur FUF kvöldverðarfund að Hótel KEA. — Sigurður ÓIi Brynjólfsson, bæjarfulltrúi, ræð ir bæjarmálin. — Félagar eru hvattir til að fjölmemxa. þessa verks hafði Olav Forberg, norskur maður, en hann varð síðan fyrsti landssímastjórinn, gegndi því embætti í 21 ár. — Aðrir landssímastjórar hafa ver ið Gísli J. Ólafsson, 1927—’31, Guðmundur Hliðdal 1931—1956, og síðan Gunnlaugur Briem landssímastjóri. Siðan á árinu 1935 hefir landssímastjóri jafn- framt verið yfirmaður póstmála, og nefnist póst- og símamála- stjóri. Afmælisrit um Landssímann er nýkomið út, og er þar bæði þennan og ýmsan annan fróð- leik að finna. Þar er þess m.a. getið, að Telefónfélag Reykja- víkur hafi árið 1890 lagt h'nu mihi Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, og að árið 1904 hafi ver- ið stofnað Talsímahlutafélag Reykjavíkur, með 15 notendum. 22 STÖÐVAR FYRSTA ÁRIÐ Hinn 25. ágúst 1905, eða rúm- um mánuði áður en Landssím- inn tck til starfa, var lokið lagn- ingu sæsimahnu til íslands, og var hún lögð í land á Seyð- isfirði. Línan frá 1906 milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur, var 614 km. Frá Seyðisfirði lá hnan upp að Egilstöðum, þaðan norður til Vppnafjarðar, þaðan yfir Haug, Hólsfjöll og Mývatns öræfi, en síðan vestur um land að norðan og suður um Borgar- (Framhald á blaðsíðu 2) FYRIR um það bil tíu árum, eða nánar tiltekið þegar þotu- öldin var að he.fjast með til- komu Boeing 707 þotanna á áætlunarflugleiðum stóru flug- félaganna, stofnuðu Boeing flug vélaverksmiðjurnar í Seattle skóla fyrir þá, sem áttu að ann- ast rekstur þessara nýju flug- véla, bæði í lofti og á láði. — Þessi skóli, sem hefir oiðið þekktur undir nafninu „The College of Jet Knowledge“, hef- ir á þessu tíu ára tímabili þjálf- að starfsmenn 56 flugfélaga, á- samt fjölmörgum starfsmönn- um stjórna erlendra ríkja og manna úr flughernum banda- ríska. í ágústmánuði s.l. út- skrifaði skólinn tuttuguþúsund- asta nemandann. Til viðbótar kennslu í meðferð þota af gerð- unum 707, 720 og 727, hefst um þessar mundir kennsla um hina nýju Boeing 737 þotu, sem er ætluð til flugs á stuttum vega- lengdum og ennfremur um risa- þotuna Boeing 747. Margir Flugfélagsmenn munu stunda nám við þennan skóla. Og er það liður í undirbúningi við komu Boeing-þotunnar, er F.í. hefur keypt og kemur til íslands að vori. Dræm rjúpnaveiði íyrsfu Épna Norðlenzkar i"júpnaskyttur fengu litla veiði fyrstu daga veiðitímans, sem hófst s.l. laug- ardag. Fjölm. Akureyringar lögðu leið sína upp á fjöll og heiðar með byssur urri öxl. Sá heppn- asti kom með 30 rjúpur, en flest ir fáar eða engar. Skyggni er víða vont, og rjúpurnar munu ekki hafa hópað sig ennþá, og þær eru styggar. Líklegt er talið, að mikið sé af rjúpum á þessu hausti, þrátt fyrir hret það í sumar, sem stytti aldur ungviðisins, svo sem viða rnátti sjá. Sunnanlands fengu rjúpna- skyttur víða sæmilega veiði, — eða upp í 40 rjúpur. En af þeim fara ekki sögur, er ekkert fengu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.