Dagur - 19.10.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 19.10.1966, Blaðsíða 8
8 „SKÁK OG MÁT“. í liöfuðborginni, og umhverfi hennar, virðist a.m.k. vera mikil ánægja með íslenzka sjónvarpið, eftir fréttum að dæma, og sjón- varpstæki renna út í verzlunum eins og „heitar bollur“. Dag- blöðin eru byrjuð að birta sér- staka þætti um sjónvarpsdag- skrána, og þá getum við lesið hér, þó að útsending nái ekki til okkar. Hér er sj'nishorn af því, sem þarna var á boðstólum í vikunni sem leið, samkv. frá- sögn eins dagblaðsins:---Á eftir skákinni kemur svo þriðji þátturinn um Dýrlinginn. Þar er að venju háð tafl upp á Iíf og dauða, en BYSSUKJAFTARN- IR ERU VENJULEGA LÁTNIR l héraðssýningunni á Ásláksstöðum í Arnarneshreppi. Bændur hlýða á ræðu Árna G. Péturssonar ráðunauts B. í. (Ljósm.: E. D.) STJÓRNARFRUMVÖRP í yfirlýsingu þeirri, er flutt var á Alþingi 13. okt. af hálfu ríkis- stjórnarinnar, sagði forsætisráð- herra frá ýmsum stjórnarfrum- vörpum, sem flutt yrðu á þessu þingi. Nefndi hann þá m.a. frv. um breytingu á áfengislögum, frv. um fávitastofnanir, frv; um skipun prestakalla, frv. um Kristnisjóð, frv. til skólaköstn- aðarlaga, frv. til höfundaríaga, frv. um greiðslu til höfunda vegna útlána úr bókasöfnum, — frv. um Viðíækjaverzl. ríkisins ins, frv. um áframhaldandi heim ild fyrir landanir erlendra veiði skipa, frv. um breytingu á Iax- veiðilögum, frv. um jarðakaupa- sjóð og Iiagræðingarsjóð land- búnaðarins, samkv. samningum við Stéttarsambandið. — Ýmis þessara mála hafa verið undir- búin í nefndum milli þinga. VERÐUR HAFNA- OG VEGAFÉ AUKIÐ? Ráðherrann lét þess m.a. getið, að unnið væri að endurskoðun hafnarlaga og tillögum um öfl- un nýrra tekna fyrir vegasjóð, en ekkert fullyrti hann um það, að frumvörp um þessi efni yrðu lögð fyrir þing það, er nú situr. Um bæði þessi mál hefur Fram- sóknarflokkurinn flutt frum- vörp á undanförnum þingum, og frumvarp til nýrra hafnar- laga, samið af stjórnskipaðri nefnd, er búið að vera í vörzlu ríkisstjórnarinnar undanfarin fimm ár. TILLÖGUR UM HÆKKUN Eins og kunnugt er, lögðu Framsóknarmenn til í fyrra, að ríkisframlag til hafna yrði hækk að úr 40% upp í 50, 60 og 70%, en jafnframt greidd upp skuld ríkissjóðs við liafnarsjóði, sem uni næstu áramót nema 55 millj. kr., og staðið í skilum eftir- leiðis, samkv. 2 ára áætlunum, sem gerðar yrðu um hafnargerð. Varðandi vegasjóðinn, hafa Framsóknarmenn lagt til, að hann fái Ieyfisgjald af bifreið- um, sem á næsta ári er áætlað 169 millj. kr. Vera má, að bar- átta Framsóknarmanna fyrir auknum framkvæmdum á þess- um sviðum, sé nú í þann veginn að bera nokkurn árangur. ÚTTEKT VERRUR AÐ FARA FRAM í ræðum þeim a nýbyrjuðu þingi, sem útvarpað var, vakti (Framhald á blaðsíðu 7.) Rjiipurnar sjást IHa Ilúsavík, 18. október. Rjúpna- skyttur hafa fengið lítið þessa fyrstu daga rjúpnaveiðanna. — Snjóföl hefur verið á jörð og erfitt að koma auga á rjúp- una. Mesta dagsveiði er 18 rjúpur, veiðimaður Karl Hann- esson. Veiðisvæði Húsvíkinga er Reykjaheiði og Aðaldals- hraun. Línuafli hefur verið mjög saemilegur hjá Húsavíkurbátum að undanförnu. Stöðugt er róið þegar gæftir leyfa. — Þ. J. Héraðssýningin í Eyjafirði SEGJA SKAK OG MAT. — Bersýnilega er hér um glæpa- sögu að ræða. En nú spyrja sum ir norðanfjalla: Er þetta og því- líkt eins og t.d. eitthvað sem heitir „Svarti sjóræninginn“ ætlað amerískum dátum eða bara yngstu kynslóðinni í Reykjavík? ERFIÐLEIK A R VIÐSKIPTABANKANNA Á síðari hluta þessa árs hafa komið fram vaxandi erfiðleikar í starfsemi viðskiptabankanna og verða margir þess varir. Tvennt veldur hér miklu um, eftir því sem blaðinu er tjáð af ýmsum. Síldaraflinn er meiri en nokkru sinni fyrr og út á hann er lánað, en íreglega geng ur að selja lýsi og mjöl erlendis og útflutningsbirgðir í landinu því miklu meiri en undanfarin ár. Samtímis er áukning á inn- lánsfé bankanna nú miklu meiri en fyrr, og af þessari inn- lánsaukningu tekur Seðlabank- inn bróðurpartinn til frysting- ar. Peningaveltan er að vísu mikil manna á milli, en pening- ar fara í vaxandi mæli til kaupa sem margir ráðast í vegna ótta við minnkandi verðgildi krón- unnar, t.d. á bílum og sjónvarps- tækjum, svo að eitthvað sé nefnt. Annars eru það síðustu fréttirnar í sjónvarpsmálum, að litsjónvarp sé á þessu ári að ryfija sér til rúms, bæði austan liafs og vestan ,og að hér séu menn þá e.t.v. aðeins of snemma á ferðinni með stöð og tækni. Þessi mynd var tekin á landsmóti hestamanna á Hólum í sumar. (Ljósm. E.D.). ÞÓTT eyfirzkir bændur séu þekktastir sem miklir naut- griparæktarmenn og mjólkur- framleiðendur, hafa þeir aldrei lagt sauðfjárbúskapinn á hill- una og stunda hana flestir sem aðra aðalbúgreinina og eiga all •nragt fé. I Við fjárskiptin voru fluttir inn nýir sauðfjárstofnar. Innan við Lónsbrú nam Vestfjarðaféð land, bæði hyrnt og kollótt, en norðan Lónsbrúar fé af þing- eyskum stofni. Þessi skipti hafa haldizt ennþá í stórum dráttum. Menn deila gjarnan um kosti og galla þessara stofna, en allir þessir fjárstofnar — Vestfjarða •féð tveir stofnar — gefa góðan arð, þar sem vel tekst til og heyskapur er ódýr. En í þessu héraði eru sauðlönd ekki talin mikil eða góð og óvíða mikil vetrarbeit til heysparnaðar, mið að við beztu sauðfjárræktarhér uð landsins. Flestir sauðfjárræktarbænd- ur hér um slóðir fóðra ærnar til hámarksafurða, fá margar ær tvílembdar og hafa margir meiri áhuga á þeirri búgrein en mjólkurframleiðslunni, þótt nautgriparæktin hafi lengi gef- ið meiri arð. En innistöðutími sauðfjár er of langur og á sum- um stöðum sýnist það hafa rýrt hreysti fjárins. Takmörkuð sauðlönd hafa bændur í vaxandi mæli bætt upp með því að beita fénu á ræktað land á vorin, einkum tvílembunum, og einnig á haust in. Notkun tilbúins áburðar á afréttarlönd hefur ekki verið upp tekin ennþá og lítt er rann sakað beitarþol hinna einstöku afréttarlanda. I haust voru haldnar hrúta- sýningar á 13 stöðum í sýslunni, að meðtöldum sýningum á Ak- ureyri og Ólafsfirði. Gafst mönnum þá kostur á að kynn- ast því bezta í hverjum hreppi, gera samanburð á hinum ýmsu kynbótagripum og hlýða á mál þeirra manna, sem leiðbeina í sauðfjárræktinni. Því miður var aðeins um sýningu einstakling anna að ræða, en ekki á af- kvæmum þeirra. En afkvæmin eru óhlutdrægustu dómararnir á búfjársýningum. Afkvæma- sýningar er það, sem koma skal, einnig í sauðfjárræktinni. Á þessum hreppasýningum voru yfir 500 brútar, veturgaml ir og eldri. Þar af hlutu 210 hrútar fyrstu verðlaun eða 42%, 161 hrútur fékk önnur verðlaun eða 32,1% og 85 hrútar þriðju verðlaun. Enga viðurkenningu fengu 44 hrútar. Á sýningum þessum dæmdi Árni G. Pétursson sauðfjárrækt arráðunautur Búnaðarfélags ís lands og með honum Egill Bjamason, Sveinn Hallgríms- son, Jón T. Steingrímsson og Ævar Hjartarson. Sh'kar sýning ar voru næst áður haldnar árið 1962 en aukasýningar þó síðar. Að þessu sinni voru vetur- gamlir hrútar yfirleitt rýrir. Meðaltalsþungi þeirra 77,5 kg., en fullorðinna 95 kg. Veturgaml (Framhald á blaðsíðu 7) Hnokki frá Hálsi var þriðji bezti hrúturinn. (Ljósm.: E. D.) SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.