Dagur - 19.10.1966, Blaðsíða 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Hvenær lyftisi
lokið?
í BLÖÐUM ríkisstjómarinnar er
Framsóknarmönum á Alþingi oít
borið það a brýn, að þeir séu of
harðir í kröfum um framkvæmdafé
til ýmiskonar uppbyggingar í þágu
landsbyggðarinnr. Er þessi tillögu-
gerð talinn bera vott um ábyrgðar-
leysi, og sagt, að ríkissjóður hafi ekki
efni á slíku. Framsóknarmenn hafa,
eins og Alþingi er nú skipað, ekki
aðstöðu til að móta fjárhagsafgreiðsl-
una í heild. En það kemur í jreirra
hlut að vera á verði um það, að
framtíðarhagsmunir landsbyggðar-
innar séu ekki fyrir borð bomir í
því f jánnálasukki, sem nú á sér stað,
og að framlög til uppbyggingar drag-
ist ekki aftur úr öllu öðru, þegar
verðgildi krónunnar minnkar. Þeir
telja sér rétt og skylt að bera fram
á þingi nauðsynlegar kröfur í þessu
skyni. Brigzl um ábyrgðarleysi taka
þeir ekki alvarlega frá þeim ráðherr-
um og Jiingmönnum, sem nú eru að
hækka fjárlögin um 900 milljónir á
einu ári, en ætlast til, að framlög
ýmiskonar bráðnauðsynlegrar upp-
byggingar séu óbreytt. Reynslan er
líka sú, að stjórnin kemur stundum
til móts við Framsóknarm. í þessum
efnum, er frá líður, og að j>á eru
peningarnir til, sbr. jarðræktarlögin
oil.
Óbreyttri stefnu er ekki hægt að
halda áfram, |>ví að hún leiðir út í
hreinan ófarnað, og menn verða að
beygja sig fyrir }>eirri staðreynd,
sagði Eysteinn Jónsson, formaður
Framsóknarflokksins í umræðum á
þingi um stjórnaryfirlýsinguna nú á
dögunum. Hann sagði, að undir-
stöðuatvinnuvegir landsmanna rið-
uðu nú til falls. — Togaraútgerðin
væri að hverfa úr landinu. Útgerð
maigra smærri báta eða báta af með-
alstærð lömuð og drægist saman, og
nú lægi við, að frystihúsin væri að
reka í strand. — Margar greinar
iðnaðarframleiðslu væru að leggjast
íiður, og við þetta bættust erfiðleikar
í útflutningsverzluninni (verðlækk-
tin). Reksturslánaskattur græfi undan
atvinnufyrirtækjum, og óðaverðbólg-
an syrfi að landbúnaðinum. — Nær
engir kjarasamningar væru í gildi,
launakerfi ríkisins að lenda í upp-
lausn, og að líkindum 900 millj. kr.
hækkun á fjárlögum á einu ári. Þó
að greiddar væru niður verðhæklc-
anir í svip, myndi sjóða upp úr og
Iokið fara af katlinum eftir kosn-
ingar í vor, eins og 1959.
En nú virðist ríkisstjórnin leggja
sig fram í }>ví að sniðganga erfiðleik-
ana fram yfir kosningarnar í vor.
Á LAUGARÐAGINN var ekið
austur á bóginn, til Húsavíkur,
kring Tjörnes, gegnum Keldu-
hverfi, Axarfjört) 0g allt til
Kópaskers í Núþasveit, en þang
að -var (eí-ðinni heitið. Það var
lítiisháttar föl á jörð, vegurinn
ofurlítið háll víðast hvar. Haust
litirnir voru að mestu horfnir
og gróðui' ýmist mjög dökkur
eða sinugrár. Snjófölið var sem
örþunn slæða hið neðra, en fjöll
og fell skörtuðu hvítu.
Fimm-krónu-gaddar hjól-
barðanna og storkan á veginum
þuldu sín Ijóð með jöfnum nið,
en ferðamenn nutu þess að sjá
haust í sveitum. En það var
ekki ætlunin að segja ferða-
sögu. Ær kröfsuðu snjó á tún-
um, flestar lamblausar orðnar,
nema lífgimbramæður. Akfeit
og kafloðin hross litu naumast
upp þótt bíll færi hjá, krummar
flugu saddii' og sælir milli bæja,
enda sláturtíð og margt til að
metta þeirra svengd. Þetta var
fyrsti dagur rjúpnaveiðanna á
þessu hausti, en engin rjúpa sjá
anleg. En úti á Tjörnesi sáum
við bíla rjúpnamanna og hitt-
um eina skyttuna að máli.
Hann og félagar hans höfðu séð
þrjár rjúpur samtals en enga
skotið er degi var tekið að
halla.
Þetta lagaðist undir kvöldið,
og fengu þeir þá dálitla veiði.
En hundruð þrasta vpru á
flugi við veginn í tveimur aðal-
hópum, annar var skammt frá
Bangastöðum á Tjörnesi en
hinn nokkru austar. Það voru
sællegir fuglar.
Við Tjörnes braut Böðólfur
Grímsson skip sitt, segir í Land
námabók. Þar var þá fyrir ann-
arr skipbrotsmaður, Máni frá
Ömt. Böðólfur kvæntist Þor-
björgu Hólmasól, Helgadóttur
magra úr Eyjafirði. Ýmsit' „göf
ugir“ menn og ættstórir námu
land við hinn mikla Öxarfjörð
og munu afkomendur þeirra
sennilega búa þar margir enn.
En byggðin við fjörð þennan eða
flóa skiptist í þrennt. Heitir
vestast Kelduhverfi og sér vítt
yfir það þar sem vegurinn ligg-
ur á hæðunum ofan við Auð-
bjargarstaði. Kelduhverfi nær
til Jökulsár. Þá kemur Öxar-
fjörður, nú nefnt Axarfjörður
og austast Núpasveit. Hei|5a-
lönd inn af Axarfirði telja sum-
ir fegurstu heiðalönd þessa
lands.
Hófst nú eltingaleikur, því gæs
in settist ekki. Fálkinn flaug
alltaf ofan við hana og gerði
árásir sínar með stuttu milli-
bili, en við það sveiflaði gæsin
sér til og lækkaði flugið en
reyndi að hækka það á ný. Á
þessu gekk meðan við sáum til.
En vai't fer það milli mála, að
ránfuglinn hefur haft góðan
málsverð í huga, ekki síður en
margir ferðamenn sem sjá gæs-
ir. Mikill var stærðarmunur
smurt brauð og siðan er spurt
og spjallað. Myndarleg börn
þeirra hjóna eru yngstu inn-
flytjendurnir. Það munar um
minna í ekki stærri stað, segir
húsbóndinn, þegar sex manna
fjölskylda flytur. Hrafn kaup-
félagsstjóri er sonur Benedikts
Gíslasonar frá Hofteigi, var síð-
ustu sjö árin gjaldkeri hjá prent
smiðjunni Eddu í Reykjavík,
þar áður um skeið starfsmaður
kaupfélagsins á Skagaströnd.
hafi það ráð verið tekið að velja
Kópaskersvog, eins og kallað
var þá, fyrir verzlunarstað
þeirra, sem við Axarfjörð búa.
Löggiltur til slíks var hann svo
1879 og lausakaupmenn hófu
þar fyrst verzlun, síðan Gránu
félagið og Örum & Wulff.
Harðindin miklu fyrir síðustu
aldamót þjökuðu bændur, svo
að þeirra kostur varð þröngur
og framtíðarhorfur ekki glæsi-
legar, þar fremur en í öðrum
gistirúmum, bifreiðasérleyfi,
hefur afgreiðslu Flugfálags ís-
lands og Samvinnubankann í
sínu húsnæði.
Á haustin og fram á vetur er
unnið að sláturgerð og eru allir
kindarhausar sviðnir en annar
sláturmatur tilreiddur á þann
veg, að ekki þarf annað en setja
hann i pottinn. Markaður er
nægur- fyrir þessar vörur í
Reylcjavík.
Vjð verzlunarstörfin vinna nú
Kaupfélag Norður-Þingey-
inga hefur útibú í Keldunesi og
á Grímsstöðum, einskonar
birgðastöðvar. Verzlunar- og
skrifstofuhúsnæði er nýlegt og
í fáu frábrugðið öðrum slíkum
húsum. Þó var þar á skrifstofu
hæðinni lítill fundarsalur, sem
sérstaklega vakti eftirtekt mína.
Á veggjum eru margar lágmynd
ir af forvígismönnum á félags-
svæðinu flestar úr vai’anlegu
efni, nokkurt bókasafn óg hús-
Litast um á
Frá Kópaskeri. Hluti af hafnargarði, og j>ar upp af Steinnes, J>á vöruskemmur og aðalverzlunarhús K.N.Þ. Húsið með valmaj>akinu er „Gamla búðin“, J>á vöruskemmur og Bakki, fyrsta íbúðarhús staðarins.
Þar næst Melar, hátt hús með kvisti, og Aðalsteinshús. Lengra til liægri er hið mikla slátur- og kjötfrystihús og bifreiðaverkstæði, sem ekki eru á þessari mynd. (Ljósm. E.D.j.
in með eldhúsverkunum.
Kaupfélagið hefúr fest kaup
á nýjum snjóbíl, sem væntan-
legur er innan skamms. Á hann
að vera til taks þegar mikið
liggur á í sveitunum, m. a. við
sj úkr af lutninga.
Leiðsögn Hrafns hefur verið
góð og við þökkum hana.
Nú er skroppið að Snartar-
stöðum, til Sigurðar oddvita
Ingimundarsonar. Byggðin á
Kópaskeri er á mjög lágum ás
eða myndarlegum sjávarkambi.
Bak við þann ás eru fallegar
tjarnir og bóndabæir mjög
nærri. Snartarstaðir er einn
þeirra, og kauptúnið byggt úr
landi hans. Þar er kirkja og
skóli. íbúar hreppsins eru nær
300 talsins en þeim fer heldur
fækkandi. Engin nýbýli hafa
verið byggð í Presthólahr. á síð-
ustu árum. Þar eru engir kúa-
bændur á eyfirzka vísu utan
einn, sem selur Kópaskersbúum
mjólk. En margt -sauðfé eiga
þeir, margir hverjir og eiga mik
il og góð sauðlönd, einkum þeir
í Axarfirðinum, segir oddvit-
inn. En þar eru líka göngur
strangar. Síðan fólki fækkaði á
Hólsfjöllum eru fjallskil orðin
erfitt úrlausnarefnL Nú í haust
fluttu margir bændur hesta
sína og hunda á bílum upp í
Grímsstaði, til að stytta reiðina
um fjöll og firnindi og flýta
fyrir.
Bændur á Snartarstöðum og
Brekku hafa lengi haft gagn af
selveiði, og fengu Brekkubænd-
ur töluvert af kópum í vor, en
selurinn er að flytja sig til á
allra síðustu árum.
Silungsveiði er á nokkrum
stöðum til hagræðis. En þegar
norður á Sléttu kemur, er sil-
ungsvatn á bak við hvern bæ og
æðarvarp framan við bæinn,
ssgir sagan. Hvort þetta er nú
nákvæmlega rétt er óvíst. Hins-
vegar eru þó kannski fleiri en
eitt veiðivatn í landi sumra
jarðanna.
Dísilstöðvar á Kópaskeri og
Þegar ekið er eftir þjóðveg-
inum á þessari leið, ryfjast upp
nöfn á ýmsum furðuverkum
náttúrunnar, sem einstæð eru
og kunn að fegurð og mikilleik.
Má þar nefna Ásbyrgi, Hljóða-
kletta, Dettifoss, Forvöð, Hólma
tungur o. fl. Skaparinn hefur
verið örlátur á mörg undrasmíð
náttúrunnar í Norður-Þingeyj-
arsýslu, þótt fá séu talin hér og
af handahófi. Og þar er landið
enn í sköpun, eins og víða ann
arsstaðal'. Hraunin segja sína
sögu og Jökulsá bætir stöðugt
við undirlendið við sjóinn og er
hún þó búin vel að gera við
stækkun landsins á þeim slóð-
um. En hún gerir það ekki
alltaf hljóðlega, samanber öll
jökulhlaupin. Þá verða oft mikl
ir skaðar á fé og jafnvel fólki
líka. En náttúran hefur einnig
verið gjöful, svo sem í skógum,
reka, selveiði, silungsveiði og
gnægð afréttarlanda fyrir bú-
pening.
Nú eru ár brúaðar á allri
þessari leið svo ekki þarf að
kalla á ferju.við Jökulsá eða tefj
ast við þær torfærur, sem fyrr
um settu svip sinn á daglegt líf
fólksins.
Þegar út í Núpasveit var kom
ið sáum við fyrsta gæsahópinn
á mýrlendi einu grasgefnu. Við
námum þegar staðar og fóru
hinir villtu og styggu fuglar þá
að teygja hálsana og síðan hófu
gæsirnar sig til flugs. En brátt
lækkuðu þær flugið og bjuggu
sig undir að setjast. Sem við
stöndum við bílinn og horfum
á þessa stóru og fallegu fugla,
skauzt fálki fram hjá okkur,
flaug þráðbeint, fast niður við
jörðu og stefndi í átt til gæs-
anna. Hvað skyldi nú þetta
þýða? Gæsirnar settust nú hver
af annarri og bar fálkann að, er
þær síðustu voru að setjast.
Hann renndi sér að einni þeirra.
þessara fugla, en sá þeirra, sem
minni var, neytti þess hve
miklu hann var flugfimari. Og
svo er hann þannig gerður, að
hann etur ekki gras eins og
gæsin, heldur vill hann kjöt í
alla mata og þannig eru fleiri.
Innan stundar ókum við í
hlað á Kópaskeri í Núpasveit.
En Núpasveit liggur milli Öxar
núps og Snartarstaðanúps og er
hluti af Presthólahreppi. En
hreppur sá er miklu stærri og
nær frá Öxarnúpi að vestan og
allt austur að Ormarsá, sem er
fyrir austan Raufarhöfn. Þar
austan við tekur við Svalbarðs
hreppur í Þistilfh'ði. En Raufar
hafnarhreppur er einskonar
eyja eða sjálfstætt ríki á svæði
því, sem Presthólahreppur
spannar.
Á Kópaskeri er fyrst spurt
eftir kaupfélagsstjóranum nýja,
Hrafni Benediktssyni, sem tók
við framkvæmdastjórastarfi
Kaupfélags Norður-Þingeyinga
í sumar, af Þórhalli Björnssyni.
Hrafn er heima og hann býður
til stofu. Kona hans, Finnlaug
Óskarsdóttir, ber fram kaffi,
rsmæm
Núpur, sem sveitin dregur nafn sitt af. — Frammi á Núpnum er Grettisbæli. Ljósm. E.D.
Hrafn lætur vel yfir skiptun
um, segir gott að vera kominn
úr spennunni syðra, finnst fólk
ið félagslega þroskaðra og heil-
brigðara í hugsunarhætti en á
öðrum stöðum, sem hann þekki
til, en ekki vanti verkefnin og
nóg sé að starfa.
Það var lokið við að slátra
daginn áður og auðvitað haldið
sláturhúsball á eftir. Jóhannes
Þórarinsson sláturhússtjóri frá
Árdal, nýbýli í Kelduhverfi, ætt
aður frá Krossdal, kemur og
fær sér kaffibolla með okkur.
Hann hefur undanfarnar vikur
stjórnað 85 manna hópi slátur-
húsfólks. En sláturhús kaupfé-
lagsins, sem er nýlegt, var til
skamms tíma talið fullkomn-
asta sláturhús landsins og er
enn í fremstu röð. En tímarnir
breytast og kröfur til meðferð-
ar á matvælum einnig. Nú var
sláturhússtjórinn, sem raunar
er kennari fjölmargra Norlend-
inga á sínu sviði, að fara til
Borgarness ásamt fleiri mönn-
um til að kynna sér hinar nýju
slátrunaraðferðir, sem Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins kynn
ir þar í tilraunasláturhúsi sínu
og áður var frá sagt hér í blað-
inu.
Á kópaskeri var í haust lóg-
að 24.166 fjár. Meðalvigt dilk-
anna var 14 kg., og er 1,1 kg.
minni en á s.l. hausti. Vænzt
var féð af Hólsfjöllum.
Kaupfélag Norður-Þingey-
inga hóf starf 1894. Fyrsti for-
maður þess og framkv.stj. var
Jón Jónsson frá Gautlöndum. Á
Kóþaskeri er engin höfn frá
náttúrunnar hendi, en skerja-
garður framan við verzlunar-
staðinn er einskonar brimbrjót-
ur og ver hafnargarð, sem þar
er búið að byggja, stærstu
ólögunum, sem áður brotna á
skei-junum útifyrir. En sagt ei',
að hvergi sé Kópaskers _ getið
fyrir miðja síðustu öld, en þá
noi-ðlenzkum byggðum. Fram-
tíðin virtist naumast annað
bjóða en vonlitla baráttu. Þá
flúðu margir land til Vestur-
lieims. Aðrir liófust handa um
nýja skipan félagsmála sér til
bjargar. Bændui' í nokkrum
hreppum Norður-Þingeyjar-
sýsju bundust félagssamtökum
til að bæta verzlunina á tvenn-
an hátt: Fá erlendar vörur við
hagstæðu verði og koma inn-
lendum afurðum í sæmilegt
verð utanlands. Þessu hlut-
verki hefur Kaupfélag Norður-
Þingeyinga, að forgöngu bænda,
þjónað rúma 7 áratugi. Sam-
vinnusamtökin urðu sverð
fólksins og skjöldur í barátt-
unni fyrir daglegu brauði, en
þau urðu líka sá félagsmála-
skóli fólksins, sem. menningu
dreifbýlisins var nauðsynlegur
og er enn.
Félagssvæði KNÞ er Keldu-
hverfi, Hólsfjöll, Axarfjöi’ður
og Núpasveit, en áður náði það
einnig yfir Raufarhöfn. En þar
var fyrir nokkrum árum stofn-
að sérstakt kaupfélag.
Starfsemi kaupfélagsins er
mikil. Auk verzlunar með inn-
lenda og erlenda vöru, rekur
það frysti- og sláturhús, véla-
verkstæði, veitingahús með 20
fjórir og jafn margir á skrif-
stofum, auk framkvæmda-
stjórans. f vörugeymslum
vinna þrír og þrennt við Hótel-
ið. Á bifreiðaverkstæði vinna 3
menn en oft þrisvar sinnum
fleiri á vetrum. Fulltrúi kaup-
félagsstjóra. er Óli Gunnarsson,
en útibússtjóri Samvinnubank-
ans et' Sigurpáll Vilhjálmsson.
Það vekur eftirtekt ferða-
manns á Kópaskeri, að þar er
enginn bátur sjáanlegur, heldur
engir beitinga- eða fiskiskúrar,
svo sem títt er í þorpum við sjó.
Þar er heldur engin slorlykt,
furðulítið um hverskyns
óþverra og engir menn sára-
fátækir. Á Kópaskeri hefur víst
enginn heldUr orðið verulega rík
ur. Flestir hafa aðgang að lands
ins gæðum. Á Kópaskeri búa
um 90 manns. Kaupfélag Norð-
ur-Þingeyinga er talið vel
stætt fjárhagslega. Félagsmenn
eru flestir sauðfjárbændur,
bjargálna meþn og sumir lík-
lega eitthvað meira. Félag
þeirra er því bænda-kaupfélag,
hefur haft kunna atorkumenn
fyrir framkvæmdastjóra, og eru
þeir þessir: Jón Jónsson, Björn
Kristjánsson, Þórhallur Björns
son og nú Hrgfn Benediktsson
frá því 1. júlí | sumar.
Hrafn Benediktsson,
kaupfélagstjóri
munir allir virðulegir. Einhver
menningarblær og jafnvel hátíð
leiki hvílir yfir þessum litla
fundarsal og dyljast ekki þau
áhrif þegar inn er gengið.
Framkvæmdastjórinn leiðir
fréttamann um staðinn, sýnir
honum mannvii'ki og segir stutt
lega sögu margra þeirra. Hann
bt-egður líka undir okkur betri
fótunum, sem er Fólksvagn og
sýnir fjórar flugbrautirnar á
flugvellinum, sem liggja í þrjár
áttir. Ein brautin er upphlaðin
og festir ekki snjó á henni síð-
an. Loftsamgöngur eru einu
verulegu samgöngurnar á vetr-
um, eftir að snjóar hafa lokað
landleiðum. Upphleypta flug-
brautin er 1100 metra löng og
verður lengd. Talstöð og radió-
vita annast kaupfélagsstjórafrú
T.v. Snartarstaðir og Hvoll, nýbýli. Lengst. til liægri er Snartarstaðakirkja, skólaliúsið og Garður.
(Ljósm. E.D.).
Raufarhöfn framleiða rafmagn.
Ríkisrafveiturnar yfirtóku þess-
ar stöðvar og síðan var lína lögð
á milli þessara staða, og er Núpa
sveit búin að fá sína raflínu, sem
var lögð í sumar og yfir Axar-
Kelduhverfi. Það er fyrsti á-
fjörð í Sandi og um hluta af
fangi í samveitu þeirri, sem á
að ná til flestra bæja eða allra
í Kelduhverfi og nokkurra bæja
í Axarfirði.
Fyrrum var ráðgei't að leggja
línu austur frá Laxárvirkjun, en
hætt var við það. Og enn rennur
Jökulsá óbeizluð með alla sína
gífurlegu orku ónotaða.
Frá Kópaskeri eru aðeins 15
km. út í Leirhöfn, þar sem 8
býli eru í hverfi, og 55 km. eru
til Raufarhafnar.
Oddvitinn telur, að allvel hgfi
heyjast í sumar, en húsrúm
skammti flestum ásetninginn nú
í haust, fremur en fóðrið. Frá
nokkrum bæjum komu 500 til
600 dilkar á sláturhúsið nú x
haust, flesta dilka lagði inn Jó-
hann Helgason í Leirhöfn. —<
Hann lofaði einu þúsundi.
Sigurður á Snartarstöðum seg
ir, að vetrarfóðraðri kind séu
áætlaðir 2—3 baggar. Féð sæki
nú í fjöruna minna en áður á
sjávarjörðunum og sé fóður-
frekara en fyrrum.
Austui' þar ala bændur ekki
upp hesta sína sjálfir, heldur
kaupa þá. Undantekning var þó
gerð fyrir nokkrum árum, þá
keyptu bændur mörg folöld vest
ur í Skagafirði og fluttu lieim
með sér. Nú eru þetta ungir
hestar og margir þeirra notaðh',
en fáir góðir reiðhestar. Nú í
sumar hafa menn hinsvegar
keypt „leikhesta“ þá, sem not-
aðir voru við kvikmyndatöku
við Jökulsá í sumar, sællar
minningar. En þeir eru ýmsu
vanir.
Kirkja var byggð á Snartar-
stöðum 1928, var áður á Prests-
hólum. Séra Páll Þorleifsson á
Skinnastað, sem þjónaði, lét af
störfum í sumar og flutti þá
burtu. En læknir er að flytja til
Kópaskers frá Raufai'höfn, en
þar verður læknir að búa á
sumrin; Isak Hallgrímsson heit-
ir sá.
Heimavistarbarnaskóli er rétt
hjá kirkjunni og heitir skóla-
stjórinn Árni Sigurðsson, Hjarð
arási. Hreppstjóri Prestshóla-
hrepps er Þorsteinn bóndi Þor-
steinsson á Daðastöðum.
Á Snartarstöðum, hjá Sigux’Si
oddvita og konu hans, Sigríði
Kristjánsdóttur, eru gnægðir
matar í búri, og naut ég og
félagar mínir þess, áður en heim
var haldið í kvöldkyrrðinni.
E.D.
- FÓÐRUN KÚNNA
(Framhald af blaðsíðu 2).
unarútbúnaðar í hlöður. Þessi
ákvæði laganna þui'fa bændur
að færa sér í nyt, svo að hver
bóndi ráði yfir þessari tækni,
er hinu 5 ára tímabili lýkur.
Ekki má heldur slaka á jarð-
ræktarframkvæmdum vegna
fjölgunar búfjárins.
Framhald í næsta blaði.