Dagur - 22.10.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 22.10.1966, Blaðsíða 8
 SMÁTT OG STÓRT ENN sjást merki braggatímabilsins á Akureyri. Fjær eru reisuleg fjölbýlishús og önnur, sem betur hæfa okkar tíma. (Ljósmynd: E. D.) Dýrtíðin gleypti 120% en verka- fólk fékk aðeins 18% BREYTING TÍMAKAUPS og kaupmáttar þess undanfarin ár bar allmikið á góma í síðustu út- varpsumræðum frá Alþingi. Voru það einkvim þeir Birgir Finnsson og Geir Gunnarsson, sem ræddu þetta mál og bar ekki vel saman, þótt báðir þyldu tölur máli sínu til stuðnings. Dagur hefur aflað sér upplýsingar um það, sem stendur í skýrslu Elnahagsstofn- ALLTFULLTAF MINKASLÓÐUM Ófeigsstöðum, 21. oklóber. Sauð- fjárslátrun er lokið á Húsavík, og Stórgripaslátrun að byrja. Bændur munu setja heldur færra á, en í fyira, og veldur lélegur lieyskapur í sumar því, ennfremur fyrninga- leysið í vor. Kartöfluspretta var engin. — Rjúpnaveiði gengur illa ennþá. En það virðist vera mikið af minkum, ef marka má slóðirnar í fölinu. Það var fullt af minnka- slóðum. Á Nýpá var um daginn verið að eltast við mink í raf- stöðvarlæk og endaði sá leikur þannig, að straumurinn hreif skepnuna með sér og keyrði hana í inntakstúðuna. Þar drukknaði minkurinn, sat fastur eins og tappi í gati, | Annar minkur veiddist í boga i Rangá. Síðar verður skrafað bet- ur við þetta skaðræðiskvikindi. I Gjafatími kúnna byrjaði óvenju lega snemma, eða þrem vikum fyrir vetur. — B. B. 'O unarinnar til Hagráðs um þetta mál og telur rétt að skýra þá frá, án þess að bera ábyrgð á þeim út- reikningum, sem þar er um að ræða. Útreikningar Efnahagsstofnun- arinnar á tímakaupinu taka lil al- mennra verkaman'na, iðnverka- manna og iðnverkakvenna 1960 til 1966. Sagt er, að hér sé um að ræða tímakaup samkvæmt kjara- samningum ,.samantekið og sam- vegið í Efnahagsstofnuninni“. — Þannig, að „allar kjarabætur met- anlegar til greiddra launa á vinnu- stund eru meðtaldar, þ.á.m. stytt- ing vinnutíma að óskertu kaupi, tilfærslur milii taxta, auknar or- lofsgreiðslur, auknar starfsaldurs- hækkanir og breytingar yfirvinnu- álags“. Ennfremur, að reiknað sé með ákveðnum hlutföllum dag-, eftir- og næturvinnu fyrir hverja stétt". Kaupið. Þegar vísitala tímakaups er sett 100 árið 1960, verða tímakaupsvísi- tölur áranna 1961-66 107, 121,7 139,9, 172,5, 199,3, og 238,3, cn síðasta vlsitalan' er rniðuð við 1. júní í 966. Kaupmátlu rinn. Kauþmáttarvisitölurnar á sömu tímum, þegar miðað er við verð nauðsynjavöru og þjónustu eru hinsvegar 96,3, 98, 100, 103,2, 11 og 117,7 og síðasta vísitalan eins óg áður miðuð við 1. júní 1966. Þessar tölur sýna, að á árunum 1961 og 1962 hefir kaupmáttur hækkándi tímakaups minnkað, og árinu 1963 staðið í stað, en á ár- unum 194—66 hækkað, en þó ekki nema um lítinn liluta af tíma- kaupshækkuninni. Niðurstaða. Hinn 1. júní 1966 er tíma- kaupið 138,3% hærra en það var árið 1960, en kaupmáttur þess ekki nema 17,7% meiri eftir 138,3 prs. tímakaupshækkun. Af 183,3% tímakaupshækkun heiir viðreisn- ardýrtíðin gleypt rúml. 120%, en lifskjörin batnað um nál. 18%. í minnkún kaupmáttarins 1961 til 1962 felst að sjálfsögðu síðari gengisbreyting ríkisstjórnarinnar. ELLEFU TEKNIR Á ÞRIÐJUDAGINN stóð Sif, flugvél Landhelgisgæzlunnar, 11 vélbáta að ólöglegum veið- um í landhelgi, á svæðinu frá Krisuvíkurbergi að Meðallands bugt. • Einn þessara báta var aðeins eina milu frá landi. Landhelgis gæzlan hefur upplýst, að tugir vélbáta hafi verið staðnir að HUFU- OG VETTLINGA- LAUS Allir fögnuðu giftusamlegri leit að týndri rjúpnaskyttu uppi á heiði í Norður-Þingeyjarsýslu um síðustu helgi. Skytta þessi, átján ára piltur, villtist og lá úti, en fannst daginn eftir herll á húfi. Það kom í ljós, að hann vár bæði húfulaus og vettlinga- laus. Og þótt vel tækist að þessu sinni, liggur það alveg Ijóst fyrir, að önnur og ömur- legri hefði rjúpnaferð þessi orð ið, ef veður hefði versnað að ráði. Hefði þá e. t. v. mátt um kenna óafsakanlegu kæruleysi um klæðnað. A þetta er minnt vegna þess, hve fáir kunna sig í góðu veðri heiman að búa, og enn eiga margir eftir að leggja land undir fót og freista gæf- unnar á rjúpnaveiðum. SKATTAR ANN SÓKN AR3VIÁL Fjármálaráðherra upplýsti það í fjárlagaræðu sinni á þriðju- dagskvöldið, að skattarannsókn arnefnd, eða skattalögreglan, hefði skilað 142 málum til ríkis- skattanefndar, þar af hefðu 84 verið rannsóknarmál og 58 mál hliðarmál þeirra og hefðu leitt Hundapestin á Suðurlandi UPP ER KOMIN hundapest í Dyrhólahreppi, og ógnar hún skaítfellskum fijárrræktarbændum. Nokkrir lnindar liafa drepizt og aðrir eru veikir. Gefin hefur verið út skipun um að liafa hundana á því svæði í strangri vörzlu og lóga tafarlaust veikurn hundum. Árið 1942 barzt þessi veiki í Hvalfjörð og breiddist þá út um Borgarfjörð og allt austur í Rangárvallasýslu. Og eldri lieimildir segja frá slíku hundafári, að lífhunda varð að flytja milli landshluta, ]>egar veikin, sem er vírusveiki, hafði gengið yfir. Faraldur sem þessi, hefur jafn- an borizt með innfluttum hund- um, sem fólk sækir oft fast að smygla inn í landið. □ ólöglegum veiðum á þessu ári. VÖXTUR SKULDA ERLENDIS í NÝÚTKOMNUM Fjármála- Árið 1960 .... 2871 millj. kr. tíðindum er skýrsla um föst - 1961 .... 2853 — — lán erlendis („fastar erlendar - 1962 .... 2775 — — skuldir") undanfarin 10 ár. — - 1963 .... 3173 — — Þau hafa verið sem hér segir, - 1964 .... 3695 — — talið í heilurn millj. króna og - 1965 .... 3912 — — á núverandi gengi: Árið 1956 .... 1178 millj. kr. Samkv. þessu lánin aukizt um hafa erlendu 1987 millj. kr. 1957 1958 1959 . 1655 ,. 1925 ,. 2492 í tíð núverandi stjórnarflokka, þ.e. írá árslokum 1958 til árs- loka 1965. Fjósamaður handtekinn „Gjaldeyrisvarasjóðurinn6; NÝYLEGA var lögreglan á Akur- cyri beðin að handtaka fjósa- mann einn í Eyjafirði og senda hann suður yfir fjöll. Hann er að sunnan, grunaður um ávísunar- fals, og var ósk um handtöku hans og suðurflutning að sunnan kom- in. Akureyrarlögreglan sendi manninn suður og fer rannsókn máls hans fram þar, en bóndinn vaið duglegum fjósamanni fátæk- ari. Upplýst er að fullu mál þeirra ungu manna, sem brutust inn í ilugskýli á Melgcrðismelum, og fyrr var frá sagt hér í blaðinu, en þeir skemmdu áður bifreið, er þar var. Áfengi var með í óláns- ferðum þessara manna (Samkv. upplýsingum yfirlögregluþjóns).Q Sarokvæmt heimild í Fjár- málatíðindunum var inneign bankanna erlendis 228,5 millj. kr. í árslok 1958 en 1912 ntillj. kr. í árslok 1965. Aukning hins svonefnda „gjaldeyrisvara- sjóðs" er því 1684 millj. kr. frá 1958 til 1965. Samkvæmt þessu er aukning gjaldeyrisvarasjóðs 303 millj. kr. minni en aukn- ing föstu skuldanna. Hér eru ógreiddar lausaskuldir innflytj enda erlendis ekki taldar með en þær munu hafa aukizt vertt- lega. Greiðslubyrðin vegna er- lendra lána var 5,1% árið 1958 en 7,9% árið 1965 af gjaldeyris- J> tekjum þjóðarinnar samkvæmt skýrslu Fjármálatíðinda. □ til skattabreytingar. Þar að auki hefði deildin haft til rann- sóknar allt að 60 mál, þar af 20—30 rannsóknarmál, sem yrðu til afgreiðslu hjá ríkis- skattanefnd á næstunni. Ríkis- skattanefnd hefði lokið ákviirð- un skatta í 152 málurn, sem fyr- ir voru Iögð og íiefðu þau leitt til hækkunar tekjuskatts hjá 136 gjaldendum, samtals að upp hæð 9,6 millj. kr., ennfremur hefði eignaskattur hækkað hjá 43 gjaldendum um 4,5 millj. kr. Þá hefði skattasektarnefnd kveðið upp úrskurð í 80 málum og hefði það leitt til sektar- ákvörðunar samtals 5,3 millj. kr. SKARÐSBÓK Skarðsbók, þýddar postulasög- ur, sem bankar liér á landi létu kaupa á uppboði erlendis fyrir 4,3 millj. kr. og „gera upp“ fyr- ir 130 þús. krónur, er nú komin heim. Seðlabankastjórinn ílutti ræðu við það tækifæri, enn- fremur menntamálaráðherra en síðan var bókin látin í hendur forstöðumanna Handritastofn- unarinnar. Var um hana búið í rósaviðarkassa. Talið er, að handritið sé skráð í klaustrinu á Helgafelli á 14. öld. NÝTT RfKISFANGELSI Fyrirhugað er, að reisa nýtt ríkisfangelsi á Ulfarsá í Mos- fellssveit, en þar er nú rekin smádeild frá Kleppsspítalanum og hafðir þar rólegir sjúklingar. Samtímis á að breyta tilhögun á Litla-Hrauni með það íyrir augum að hafa fanganna meiri not, þ. e. láta þá starfa að arð- bærari verkefnum en hingað til hefur verið. Þar verða, eftir til- komu nýja ríkisfangelsinsins, aðeins rólegir fangar, í stað þess, að nú er Litla-Hraun allt í senn; vinnufangelsi, geðveikra spítali og sjúkrahús. BÖRN „A FJALL1“ Ræðumaður einn sagði í út- varpi sl. mánudag, að sig hefði undrað, að sjá 78 böm eta soðn ingu umyrðalaust á barnaheim ili hjá bóndanum á Egilsá í Skagafirði, enda hefðu þau heila fjallshlíð til umráða í leik og starfi. Já, það er gott fyrir þéttbýlisfólk, að eiga börn sín „á fjalli“ í slíkum högum, og fá þau þroskaðri og heilbrigð- ari á likama og sál, heim að hausti. Á nokkrum bóndabæj- um á landinu, er umönnun kaupstaðarbarna á sumrin orð- in atvinnugrein. Sennilegt er, að þetta þyrfti að taka upp víð- ar, e. t, v. í samvinnu við al- mannasamtök í þéttbýlinu, yngstu kynslóðinni til halds og trausts. BJARNI BIÐUR UM HJÁLP Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra hefur nú opinberlega beðið um hjálp allra stétta til að stöðva verðbólguna. Við verðum að stöðva tekjuaukn- inguna til handa hverjum og einum, sagði hann — í eitt ár — (Frambald á blaðsíðu 2.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.