Dagur - 28.01.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 28.01.1967, Blaðsíða 4
% W ÍV.VA Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hi. Sjoogsjo „VIÐREISNAR" ÁR núverandi rík- isstjórnar eru nú orðin sjö talsins eins og mögru kýrnar, sem átu feitu kýrnar í draumi Faraós. Verðlag neyzluvara og þjónustu um það leyti, sem „viðreisnin" hófst snemma árs 1960 hefur síðan verið táknað með vísitölunni 100, eða sagt að (nýja) vísitalan hafi þá verið 100 stig. Vísi- tölustigin, sem bætzt hafa við síðan, eiga að sýna verðhækkunina, en vísi- talan er reknuð út af Hagstofu ís- lands í byrjun hvers almanaksmán- aðar samkvæmt reglum, er um hana gilda. í byrjun janúarmánaðar 1967 var vísitala neyzluvara og þjónustu 228 stig og hafði þá hækkað um 128% á „viðreisnar" árunum sjö. Ef tekin eru til samanburðar við þessi sjö „viðreisnar" ár næstu sjö ár- in á undan „viðreisninni", þarf að bera saman gömlu vísitöluna eins og hún var í ársbyrjun 1953 og í árs- byrjun 1960. í ársbyrjun 1953 var hin gamla vísitala neyzluvara og þjónustu 172 stig, en í ársbyrjun 1960 var þessi sama vísitala 227 stig. Hafði þá hækkað á sjö árum um 55 stig eða nál. 33%. Með öðrum orðum: Á næstu sjö árum fyrir „viðreisn" (1953-1959 að báðum meðtöldum) hækkaði verð- lag á neyzluvörum og þjónustu sam- kv. vísitölu, um 33%. Á „viðreisnar" árunum sjö um 128%. Þetta er staðreynd, sem ekki verð- ur í móti mælt. Töluvísir menn og hagfróðir geta svo deilt um það eins og þeim sýnist, hvernig reikna beri út meðaltal vísitöluhækkunarinnar ár hvert. En samanburðurinn hér að framan mun flestum auðskilinn. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa stundum haldið því fram, að verð- bólguvöxturinn væri minni en and- stæðingar vilja vera láta. En stað- reyndirnar tala glöggu máli um þessi efni. Það verður ekki gengið fram hjá vísitölu Hagstofunnar, hver sem ósk- hyggja manna kann að vera. Þau tvö sjö ára tímabil, sem dæmi eru tekin af hér að framan taka af allan vafa um verðbólguþróunina. I því efni verða menn að beygja sig fyrir stað- reyndunum, hversu óljúft sem þeim kann að vera það. talan er reiknuð út af Hagstofu ís- Nú hefur ríkisstjórnin gengizt fyrir svokallaðri verðstöðvun í land- inu. Verðhækkanir, sem eru jafn- harðan greiddar niður úr ríkissjóði og uppbætur hvers konar, koma þungt niður á ríkissjóði. Það ér ein- mitt óttinn við hina gífurlegu verð- bólgu, sem knúði til verðstöðvunar í bráð. Jónas Jónsson frá Hriflu: Eigum vi íslendingar hafa áður lifað án þess að hafa mikið fólk af ykk- ar tagi, en áður en þið skiljið við landið skuluð þið endur- greiða þjóðinni heimafengin námslán ykkar. Með þessum hætti eru full skil á báðar hlið- ar. íslenzkt starfslið sem reynir að ráða fram úr aðsteðjandi erfiðleikum og verja sig og sína mundi byrja starf sitt með því að gera allsherjar yfirlit hjá þeim landsmönnum sem hyggðu ekki á landflótta. Síðan væri næsta þrepið að vita með fullum heimildum hve mikið fé er til skipta hér á landi milli landsins barna. Síðan mundi neyðin kenna skiptaráðendum hvernig með skyldi fara fjár- eignina. Oft yrði undir þessum kringumstæðum að beita alvöru gegn ósvífnum kröfum eins og þegar nokkrir matsveinar á ís- lenzkum millilandaskipum báru fram kröfur um gullgrafaralaun og hótuðu að annars skyldi skipafloti landsins fá að liggja við festar um langar stundir. Stauning kratahöfðingi í Dan- mörku viðurkenndi verkfalls- vopnið innan takmarka, en þeg ar verkamenn í Esbjerg neit- uðu að afgreiða búvöru Dana, sem fluttu lífsbjörg þjóðarinnar á enskan markað, kallaði Staun ing varalið landsins á leikvöll- inn og lét skipa vörunni út á tilsettum tíma. Hinn ábyrgi verkamannaforingi vildi ekki nota verkfallsvopnið til að svelta sína eigin þjóð í hel. - Þegar fjárgræðgin hafði örv- að hinar fjölmörgu sérhags- munasveitir til að gera sínar dýrtíðarkröfur kom í ljós, að hér er margt manna í landi, bæði karlar og konur, sem vilja lifa hér framvegis og njóta vin- veittra granna. Þessir menn líta svo á að gróðasýkin frá- 1942 er að eyðileggja hið unga þjóðveldi, en munu verða fúsir til, sem góðir nábúar, að veita velviljaðan stuðning mörgum dugmönnum sem vilja mynda nýtt stjórnarform í landinu. Hér er mikið af fullhraustu, duglegu fólki sem hlær að land flóttadeildinni, sem segist alltaf vera á torginu til sólu hæst- bjóðanda. Dugnaðarmennirnir finna að heimskulegt er að flýja frá gæðalandi. Þeir vita vel, að atvinnuskilyrði þerra eru góð og mikil. Þeir muna, að hér er holl veðrátta, fiskimið góð við ströndina. Fallvötn mikil til raf orkumyndunar og auk þess auð ug af laxi. Hér eru góðar hafn- ir, frjósöm mold og töfrum blandinn jarðhiti til orku- vinnslu og híbýlahitunar. Við verðum að játa, að í aldarfjórð- ung höfum við í sumum upp- eldismálum líkt helzt til mikið eftir hinum forna presti í Hól- um í Hjaltadal, sem fyrr er að vikið. Hér hafa verið til menn sem vilja feta í spor hins kul- vísa Frosta, sem hyggur á land flótta án þess að bjóða lausnar gjald. Hitt er líkara íslending- um að fylgja dugnaðarliði lands ins til að mynda hér nýtt land- nám með réttlát skipti milli þeirra sem framleiða þjóðar- tekjurnar og kunna að fara með þær. Þegar leið að áramótum þótti mér henta að bíða eftir ávörp- um biskups og þingleiðtoga og bæta þá við niðurlagi þessara athugana. Sennilegt mátti telja að áhugasamir borgarar mundu líka horfa yfir leikvöll þjóð- málanna frá sínum bæjardyr- um. Leiðtogar kirkju og ríkis voru, enn sem fyrr, önnum kafnir við augnabliksmál líð- andi stunda. Jafnvel áhugasam- ur kommúnistaforingi hafði 'iiliiiliniHiiiiiiiiiiitmiiiiilMiiltMiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiii. Niðurlag ">llllllltlllllllllll!llllllllllll!li>lllllilllllllllllllllllllll< ekki veitt eftirtekt, að Rússar horfa nú mjög í vesturátt um samstarf við Engilsaxa, ef í nauðir rekur með sambýli við gula frændur í austri. Borgar- arnir létu líka til sín heyra í útvarpinu en það var nálega eingöngu til að rekja raunir sínar út af síversnandi hag í gróðabaráttunni. Verður nú — eins og í stríðslöndunum — að lengja vinnudaginn, fram á nætur og kveðja mæður barna og ungmenna til erfiðrar vinnu utan heimilis. Barnanna bíður þá verksmiðjuuppeldi hliðstætt atvinnubaráttunni í frystihús- unum. Af þessu yfirliti sést, að þjóð- in er enn ekki farin að átta sig á hættunum og menn eru ekki nægilega slegnir kvíða yfir ald- arfjórðungs upplausn sem hófst 1942, þegar gróðafíknin tók að breiðast út í alvöru með tál- vonum, um að allir gætu orðið ríkir. Krónan ætti að falla ár eftir ár í samræmi við hag at- vinnuveganna. Samt geta ís- lenzkir greindarmenn séð hvað muni koma: Eyðijarðir, iðn- stöðvum lokað og greitt fyrir erlenda óhófsvöru, gömlu veiði skipin, dýru togararnir, seld sem brotajárn. Áherzla lögð á að sópa landhelgina, meðan þar er eitthvað kvikt. Vegirnir svigna og gerast lítt færir þar sem þúsundir óþarfra tilhalds- bíla halda uppi gagnslitlum 'gleðimáleferðum. Vaxandi áhyggjur borgar- anna út af sívaxandi dýrtíð og skuldaflækjum svipta karla og konur á öllum aldri heilbrigðri lífs- og starfsgleði. Enginn einn maður eða félags heild er líkleg til að svo stöddu að benda á öruggar viðreisnar- leiðir. Enn neyðin kennir naktri konu að spinna og svo mun verða hér á landi. Eftir því sem voðinn vex munu borgararnir byrja að bera fram hver um sig tillögur til úrbóta. Ég vil enda mitt mál með því að rifja upp nokkrar bjargráðatillögur. Þær tillögur sem borizt hafa mér til eyrna benda lítillega inn á framtíðarveginn. Þar bíða hag- spakra og þjóðhollra manna mörg verkefni, smá og stór. Ég hefi kynnzt dásvefni gróðakyn- slóðarinnar síðan sá faraldur byrjaði. Ég get því miður ekki lagt á borðið fjölþætta dagskrá, heldur sundurlausa punkta, er minna á nokkur þýðingarmikil atriði, sem hin ábyrga kynslóð mun bæta miklu við á starfs- skrá viðreisnarfólksins. I byrjun verða menn að sætta sig við dreifðar tillögur. Núver- andi kvíði um komandi daga kallar á hraustlegar ákvarðan- ir. íslendingar viðurkenna, að þeir eigi sitt land, sem er bæði fagurt og kostaríkt, og að þeim beri ófrávíkjanleg skylda til að vinna að fegrun þess og sæmd. íslendingar leggja jöfnum höndum áherzlu á atvinnubar- áttuna og verndun móðurmáls- ins og bókmenntir allt frá Agli skáldi til Steins Steinars. íslendingar vilja göfga þjó'ð- arsálina með því að kynna allri æsku sem vex í landinu orð hins mikla meistara eins og hann bar þau frarn við læri- sveina sína á bökkum Genesar- etvatnsins. Islendingar halda við léttum kynnum við norrænu frænd- þjóðirnar en þó mest við Fær- eyinga. Vegna náms og við- skipta ber þeim að hafa frjáls og fullkomlega óháð skipti við öll helztu ríki á meginlandi Norðurálfu. Ekki ber að gleyma Bretum, því að floti þeirra varði ísland gegn sjóræningjum í þrjár ald- ir. Af Bretum hafa íslendingar lært frjálsa stjórngæzlu, sigl- ingar, togveiðar og allar nú- tíma íþróttir nema sund. Islendingum ber að minnast þess að Leifslínan tengir Banda ríkin og ísland saman með and- legum tengslum. íslendingar viðurkenna jafn- rétti og jafngildi kvenna og karla. Ennfremur jafnræði stétt anna, bænda, sjómanna, verka- manna, iðnaðarmanna, kaup- sýslumanna og bókfræðistétt- anna. Allar eru þessar starfs- greinar hliðstæður og greinar á einu tré. íslendingum ber að líta á gjaldmiðil sinn, krónuna, sem dýrmæta þjóðareign eins og fánann og þjóðsönginn. Krónan á og þarf að vera óbreytileg eins og metrastikan franska. Lífsnauðsyn er að festa gengi krónunnar á þeim stöðvunar- punkti, þar sem hún er nú, og halda henni þar óhreyfðri ár eftir ár. Síðar mætti stækka myntina eins og Frakkar gerðu án þess að breyta gildi hennar. Allan falltíma krónunnar hefir hún haft svipmót beininga- manns. íslendingar hafa meðfæddan manndómssvip. Þeir vilja ekki betla, en síðan myntin féll fyrir léttúð gi-óðamanna, hefir betl við erlenda menn og þjóðir far- ið í vöxt. Betl íslenzkra fésýslu manna verður að skrá hilðstætt þjófnaði. íslendingar verða jafnan að hafa glöggt yfirlit um fjárreið- ur sínar gagnvart öðrum þjóð- um. Innflutninginn verður að takmarka ef halli er í uppsigl- ingu. Magnús prófesson og Ey- steinn Jónsson skáru niður inn- flutnihg árum saman, hver um sig, með samþykki alþjóðar. Til þeirra ráða verður frjáls þjóð að glípa þegar hættu ber a'ð höndum. íslendingar verða að miða kaupgjald og starfslaun -við tekjur þjóðarbúsins. Ef rétt er sagt frá heimildum, þola borg- a'rar 'óhjákvæmilegar breyting- ar. • ¦ • Meðan ríki og bæjarfélög þurfa að greiða stórar fjárhæðir til verð- og launabóta verður bæði ríkisstjórnin og stéttarfé- lögin að afla sér tryggra heim- ilda frá grannlöndunum um kauphæð, vinnutíma og dag- Iegan tilkostnað við heimilis- hald. Láta ekert undan draga. íslendingar verða að kunna að stilla í hóf daglegri eyðslu þegar þess er þörf, enda búa þeir þar að langri reynslu. Með því mun þjóðinni takast að komast út úr dásvefninum sem lagði tvær mestu forystuþjóðir Evrópu undir vandlega und- irbúinn þrældóm. Þær vöknuðu við vondan draum og hristu af sér bönd og hlekki me'ð aðstoð þjóðar, sem oft og mörgum sinnum hefur gert garð Leifs heppna sögufrægan bæði í sigl- ingum og frelsismálum. ? Helgi Hallgrímsson: ÞÆTTIR AF FLATEYJÁRDA Sigursveitin í meistaraflokki, talið frá vinstri: Alfreð Pálsson, Guð- mundur Þorsteinsson, Halldór Helgason sveitarforingi, Jóhann Helgason, Armann Helgason og Karl Sigfússon. (Ljósm.: H. T.) MEISTARAMÓT BRIDGEFÉL AKUREYRAR: Sveif Halldórs Helgasonar sigraði Menntaskólanemar urðu ef stir í fyrsta f lokki SÍDASTLIDINN þriðjudag lauk meistara- og fyrsta flokks keppni B. A. Alls tóku 8 meist- arafl. sveitir þátt í keppninni. Úrslit síðustu umferðar urðu: Meistaraflokkur: Halldór vann Óðinn 6—0 Mikael vann Óla 4—2 Soffía vann Knút 4—2 Baldvin vann Stefán 6—0 í fyrsta flokki fóru leikar svo: Magni vann Gunnlaug 6—0 Guðmundur v. Bjaroa B. 6—0 Bjarni S. og Gar'ðar 3—3 Efsta sveitin í meistarafl. var sveit Halldórs Helgasonar, haut 37 stig og var 9 stigum fyrir ofan næstu sveit. Önnur sveit Mikaels Jónssonar hlaut 28 stig, sveit Knúts Otterstedt h'laut 27 stig, sveit Soffíu Guð- - KREFJAST VIRKJUNAR LAGARFOSS (Framhald af blaðsíðu 1) Lagarfoss, sé einsýnt, að í slíka virkjun beri að ráðast og það sem allra fyrst. Fundurinn er mjög andvígur þeim hugmynd- um, sem fram hafa komið um það, að fresta erin virkjunar- framkvæmdum á Austurlandi, en leysa um skeið raforkuþörf Austurlands með því að leggja háspennulínu frá Laxá austur og kaupa síðan nauðsynlega viðbótarraforku vegna þarfa Austurlands frá Laxárvirkjun. Fundurinn vill sérstaklega, — vegna þeirrar hugmyndar — benda á, að erfitt hlyti að vera að annast allar viðgerðir á lín- unni frá Laxárvirkjun til Egils- staða, á einu mesta hálendi landsins, einkum að vetrarlagi og ef illa færi væri mikið í húfi eins og raforkumálum Austur- lands er komið. Þá er þess að geta, að Laxárvirkjun er sér- eignarfyrirtæki og fyrst og fremst undir stjórn Akureyrar og skiljanlega rekin út frá sjón armiði eigenda hennar, og er allsendis óvíst, að viðhorf þeirra sé í samræmi við hagsmuni íbúa Austurlands 'eða þeirra, sem þar starfa. Fundurinn álítur, að vissu- lega komi til greina að tengja saman rafveitukerfi Norður- og Austurlands, en telur, að áður en til slíks komi, þurfi að ráðast í vatnsaflsvirkjun á Aust urlandi, sem sé í samræmi við raforkuþarfir hér eystra og sem veiti nauðsynlegt öryggi í þýð- ingarmiklum atvinnurekstri og eðlilegt svigrúm til æskilegrar þróunar í atvinnumálum þjóð- arinnar. Það er því eindregin áskorun fundarins til ríkisstjórnarinnar, að húh ákveði að ríkið ráðist í virkjun Lagarfoss og leysi á þann hátt raforkumál Austur- lands til nokkurrar frambúðar og tryggi þannig eðlilega og hagstæða þróun atvinnumála á Austurlandi, og næga og ör- ugga orku fyrir þann stóriðnað í sjávarútvegi, sem á Austur- landi er, svo og þarfir landbún- aðarins og annarra atvinnu- greina á hverjum tíma." Fleiri ályktanir voru sam- þykktar. í þeim m. a. samþykkt ar óskir um, að gerðar yrðu dreifilínur til þeirra sveita á Austurlandi, sem ekki hafa fengið raforku. Ennfremur var skorað á raforkumálaráðherra, að bæta tveimur mönnum' í svokallaða Laxárnefnd og yrðu þessir menn búsettir á Austur- landi. Hlutverk þeirrar nefndar er að rannsaka og gera tillög- ur um skipan raforkumála á NorðUr- og Austurlandi. í síð- asta lagi var svo skorað á raf- orkumálastjórnina að byggja aðaldreifilínur til þeirra staða á Austurlandi, sem ekki hafa fengið háspenntar línur frá að- alorkuveitum. Þar er sérstak- lega átt við að tengja Vopna- fjörð, Borgarfjörð og Djúpavog við aðalveitusvæðið. V. S. mundsdóttur hlaut 23 stig, sveit Baldvins Ólafssonar hlaut 23 stig, sveit Óðins Árnasonar hlaut 20 stig, sveit Stefáns Gunnlaugssonar hlaut 7 stig, og sveit Óla Þorbergssonar hlaut 3 stig. í sveit Halldórs Helgasonar eru auk hans Ármann Helga- son, Jóhann Helgason, Karl Sig fússon, Alfreð Pálsson og Guð- mundur Þorsteinsson. Fyrsti flokkur: stig 1. Bjarni Sveinsson 23 2. Guðmundur Guðlaugsson 20 3. Garðar Aðalsteinsson 15 4. Magni Friðjónsson 15 5. Gunnlaugur Guðmundss. 12 6. Bjarni Bjarnason 5 Tvær neðstu sveitirnar í meistaraflokki falla niður í fyrsta flokk, en tvær efstu sveit irnar í fyrsta flokki keppa með meistaraflokki næsta ár. Einmenningskeppni hefst á þriðjudag. Næsta viðfangsefni félagsins verður einmenningskeppni, sem hefst n. k. þriðjudagskvöld kl. 8 í Landsbankasalnum. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en n. k. sunnudagskvöld til Karls Sig- fússonar Járn- og glervörudeild KEA. D AFLI FISKVEIÐI- ÞJÓÐA 1965 SAMKVÆMT skýrslum Mat- væla og landbúnaðarstofnunar- innar var fiskafli heimsins, að Kína undanteknu, 52,4 milljón- ir tonna árið 1965. — í þessum löndum var fiskaflinn mestur (talið í milljónum tonna): Perú 7,5 Japan 6,9 Sovétríkin 4,9 Bandaríkin 2,7 Noregur 2,3 Suður-Afríka 1,3 Spánn 1,3 Indland 1,3 Kanada 1,3 ísland 1,2 Bretland 1,0 Dóinmörk og Færeyjar 1,0 Sundurgerð grjótsins. Svo segja fróðir menn, að finna megi einkum tvær grjót- tegundir á voru landi, en kannske væri réttara að kalla það grjótkyn. Annað grjót- kynið er blágrýti eða basalt, oftast blágrátt, grábrúnt eða grátt að lit, og er það langtum algengast. Hitt kynið er lit- grýti eða h'parít, sem haft get- ur hina margvíslegustu litar- gerð, og er það sjaldgæfara. Oft er litgrýtið Ijósleitt, gul- hvítt eða gráhvítt, og kallast þá ljósgrýti, stundum er það rauðleitt eða brúnleitt og nefn ist rauðgrýti, og loks getur það verið grænleitt, grængrýti. Oft er litgrýtið lögótt, og lög in stundum allavega bogin og sveigð (svigðótt) og oft klofnar það eftir lögunum í þunnar hellur. Litgrýti er nokkru léttara í sér en basalt, og dynur því öðru vísi í því, þegar á það er slegið, og jafnvel heyrist öðru vísi í því þegar á því er gengið eða ekið (Hljómsteinn). Bæði grjótkynin, líparít og basalt, hafa komið úr iðrum jarðar við eldsumbrot, og eru því gosbergsættar. Eiginleg litgrýtishraun eru þó sjaldgæf. Oftar mun litgrýtið hafa troðið sér inn á milli eldri jarðlaga, fyllt sprungur, og jafnvel lyft jarðlögunum sem yfir voru, og myndað þannig ganga eða kúpla. Þar sem litgi-ýtishraun hefur stoi-knað hratt, eins og gerst hefur að jafnaði í mjóum göngum, eða á yfirborði hrauna hefur það ekki náð að krystall ast á venjulegan hátt, heldur myndar það þá glerkennt efni, venjulega svart eða grænleitt. Kallast þetta litgrýtisgler ýms um nöfnum svo sem biksteinn, perlusteinn og hrafntinna. Þeg ar glerið er mjog holótt. eins og það hlýtur að verða ef mikið er af lofti í hrauninu, myndast úr því hvítt, frauðkennt efni,sem gengur undir því almenna nafni vikur. Það efni, sem fer með gosinu upp í loftið myndar hins vegar hvíta ösku (sand), sem einnig er meira eða minna blandaður vikri. Allar þessar tegundir litgrýt isins má venjulega finna, þar sem það myndar jarðlög. Auk þess veðrast litgrýtið mjög hratt, mun hraðar en blá grýti, og verður að lokum að leirkenndu efni, með ýmsum litasamsetningum. Leirinn get ur svo aftur harðnað og orðið að bergi, og finnast þá stundum í honum, hnullungar af litgrýti eða blágrýti. Aska og vikur geta einnig harðnað og myndað eins konar berg, sem þó er venjulega mór eða móberg. Öll meiri háftar eldfjöll, sem við höfum sögur af, hér á landi, hafa einu sinni eða oftar gosið litgrýti. Litgrýtisgos virðist því vera eitt höfuðeinkenni hinna eiginlegu eldfjalla, þar sem gos sprungur og gigaraðir, gjósa hins vegar oftast blágrýti. Hver er sá veggur? Hver er sá veggur, víður og hár, vænum settum röndum, gulur, rauiSur, grænn 'og blár, gerður af meistara höndum. Þessi alkunna vísa um regn- bogann, datt mér í hug, þegar ég stóð andspænis hinum fjöl- Ég geng nú ofan í gilið og safna sýnishornum af litgrýtis- steinunum. En hvað er þetta? Þarna glitrar á eitthvað grænt í læknum, það er einna líkast glerbroti. Ég tek það upp. Þetta er grænn biksteinsmoli, hálf- glær svo að glittir í gegnum hann. Uppi í einni skálinni fann ég klett, sem er að mestu úr sama efni, grænleitum og dökkum meira eða minna biksteins- kenndum steini. Sennilega hef- ur fönnin í þessari skál, grafið sig inn í biksteinsgang, sem þarna liggur, þvert í gegnum jarðlögin. Skammt utan við gil- barminn sézt einnig á þennan gang, hann virðist stefna í NA, skásneyða hlíðina. Sumsstaðar í ganginum er biksteinninn eins og samsettur úr smámolum, meira eða minna Litgrýtisskálarnar. skrúðugu litum líparítsins í gil- skoru einni, nokkru ofan við melana áðurnefndu. Hafði ég reyndar komið auga á gilið, neðan af melunum, og þótti það strax harla skrýtið. Þarna hafði lækur grafið sér djúpt gil í litgrýtislögin. Niðri í gilinu rann hann glitrandi á silfurhvítum botni, en bakkarn ir voru gulir, þá gulhvítan og rauðbrúnar ,skriður, og síðan gulgrænn leir, efst uppi. I gilinu norðanverðu, voru riokkrar litlar skálar. f 'einni þeirra lá ennþá nokkur fönn. Þessar skálar minntu um margt á hinar stóru jökulskálar ,há- . fjallanna, t. d. var dálítill garð- ur fyrir framan þær flestár." Hér unnu fannirnar greinilega svipað verk og jöklarnir í stóru- < skálunum, þótt í smæ'rra; stíl væri. Kannske háfa Iíka allar stóru skálarnar byrjað þannig. Hver veit? Héf veittist sköfl- unum auðvelt að grafa litgrýtið. Bráðum myndu skálarnar sam- einast í eina stóra skál og hún síðan verða að dal. Kannske voru dalskorurnar, sem lágu þarna utar í hhðinni, þannig til komnar. Talið er, að Kína sé hið þriðja í röðinni, milli Japan og Sovét- ríkjanna. Q Litgrýtissteinn, svigðóttur. (Ljósm.: H. Hg.) (Ljósni.: H. Hg.) hnöttóttum. Skyldi það ekki vera perlusteinn, hugsa ég með mér. Perlusteinn er talinn all verð mætuf, til framleiðslu á frauð- gleri, og hefur komið til tals að vinna hann austur í Loðmund- arfirði. (Framhald í næsta blaði.) - ÚTLENDIR VERKA- MENN í VESTUR- EVRÓPU í NÝÚTKOMNU hefti af tíma- riti Efnahagssamvinnustofnun- innar í París er rætt um inn- flutta verkamenn í helztu iðn- aðarlöpdum Vestur-Evrópu og málefni þeirra. Þessir verkamenn eru nú taldir 7—8 milljónir, samtals — frá Italiu, Spáni, Portúgal og Tyrklandi — og fleiri löndum við Miðjarðarhaf eða í nágrenni þess. Kennir þar margra grasa. Þriðjungurinn af þessum 7—8 milljónum er ólæst fólk, og um 20% Múhameðstrúarmenn. Að- eins 15% tala tungu dvalar- landsins. Sagt er að 20% verka- manna í Luxemburg og 30% verkamanna í Sviss séu nú út- lendingar. Öllu þessu fólki þarf að sjá fyrir húsnæði og gengur það víst misjafnlega, en mörg önn- ur vandamál koma til sogu., Mállausir útlendingar, sem eiga að vinna í framandi landi, fjarri fjölskyldum sínum og heimil- um, aðlagast misjafnlega því þjóðlífi, sem í hlut á. En kaup fær þetta fólk þama miklu hærra en í heimalöndum sínum og vaxandi iðnaður þarfnast vinnuafls. Q •

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.