Dagur - 15.02.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 15.02.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Herbergis- pantctnir. Ferða- skrifstofan Túngöíu 1. Akureyri. Sími 11475 L. árgangur — Akureyri, miðvikudaginn 15. febrúar 1967 — 12. tbl. Ferðaskrifstofan Túngötu 1. Sími 11475 Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. Gísli Guðmundsson alþingis- Ingvar Gíslason alþingismaður maður Hóli Langanesi. Akureyri. Stefán Valgeirsson bóndi Auðbrekku Hörgárdal. Jónas Jónsson cand. agro. ráðunautur frá Yztafelli. Björn Teitsson stud. mag. Brún Keykjadal. Sigurður Jóhannesson skrif- stofumaður Akureyri. Guðríður Eiríksdóttir kennslu- kona Laugalandi. Þórhallur Björnsson fyrrv. kaupfélagsstjóri Kópaskeri. Björn Stefánsson skólastjóri Ólafsfirði. Ingi Tryggvason kennari og bóndi Kárhóli Reykjadal. Margt ungt ffólk skipar lista Fram sóknarmanna í pessu kjördæmi Straumurinn mun liggja til Framsóknaflokksins um land allt í alþingiskosningunum nú í vor Arnþór Þorsteinsson forstjóri Akureyri. Eggert Ólafsson bóndi í Laxárdal. Flokksþing Framsóknarmanna FLOKKSÞING FRAMSÓKNARFLOKKSINS verður hald- ið í Reykjavík dagana 14.—19. marz n.k. Þar verður kosn- ingabaráttan undirbúin, gerðar ályktanir um helztu þætti þjóðmálanna og ehinig verður 50 ára afmælis Framsóknar- flokksins minnzt. Verður því þing þetta öðrum þræði hátíða- þing Framsóknarmanna um leið og flokkurinn mun sameina krafta sína til nýrrar sóknar á stjórnmálasviðinu. Framsóknarfélögin um land allt eru minnt á að kjósa full- trúa á flokksþingið og tilkynna þátttöku. Q yvv^^srv^vsr^s/s/N/v/séN.^svv^v^rfsrvsrs/vvv^/^ DAGUR birtir hér á síðunni myndir af frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norð urlandskjördæmi eystra. En framboð flokksins í þessu kjördæmi Tar endanlega ákveðið 9. febrúar sl. á auka kjördæmisþingi á Akureyri. Fyrsti þingmaður kjör- dæmisins, Karl Kristjánsson alþingismaður á Húsavík, lætur nú af þingmennsku sökum aldurs. Fyrsti vara- þingmaður flokksins í kjör- dæminu, Hjörtur E. Þórar- insson á Tjörn í Svarfaðar- dal, hafnaði einnig sæti sínu á listanum. Framboðslistinn eins og hann er nú skipaður, hefur því tekið miklum breyting- um frá síðustu Alþingiskosn ingum og mun það vekja at- hygli hve margt af ungu fólki skipar hann að þessu sinni. Kjördæmisstjórn og fram- boðsnefnd, sem unnu að skipun listans í vetur og lögðu hann fram á aukakjör dæmisþinginu, voru ein- huga um þessa skipan hans og kjördæmisþingið sam- þykkti hann síðan með öll- um greiddum atkvæðum. Að sjálfsögðu muúu skoð- anir skiptar um það, hversu skipa beri 12 manna fram- boðslista í kjördæmi sem þessu, sem spannar yfir 3 sýslur og 3 kaupstaði og skiptast menn jafnan á skoð- unum um þau mál. En full- víst má telja, að hinn nýi framboðslisti hljóti örugg- ann og mikinn stuðning ekki aðeins Framsóknarfólks heldur einnig kjósenda ann arra stjórnmálaflokka í kjör dæminu og hins mikla fjölda ungs fólks, sem nú neytir kosningaréttar síns í fyrsta sinn. Straumurinn liggur til Framsóknarflokksins um þessar mundir. Ungu fólki innan raða hans hefur fjölg- að ört og lætur það meira að sér kveða en nokkru sinni áður. Bæjarstjórnarkosning- arnar á síðasta voi sýndu vaxandi ugg vegna mistaka ríkisstjórnarinnar í efna- hags-, atvinnu- og utanrikis- málum, og að æ fleiri treysta FramsÓknarflokkmim til sóknar og varnar í málefn- um þjóðarinnar. Kosningabarátta sú, sem í hönd fer, verður væntanlega bæði málefnaleg og drengi- leg. ?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.