Dagur - 15.02.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 15.02.1967, Blaðsíða 2
KÖRFUKNATTLEIKSMENN ÚR ÞÓR SIGURSÆLIR j UM SÍÐUSTU HELGI léku ! Þórsmenn 2 leiki í Islandsmót- ; inu í körfuknattleik, 2. deild, og ¦ sigruðu í báðum. Fyrri leikur- i inn var háður í íþróttahúsinu á j Hálogalandi við lið íþrótta- j foandal. Vestmannaeyja sl. laug ': ardag. Hluti a£ liði ÍBV varð I veðurtepptur í eyjum, en piltar ! úr liðinu, sem eru við nám í Háskólanum fengu fyllt í skörð Fyrri hálfleikur milli þessara ! liSa var jafn og skemmtilegur ! og endaði með 18 stigum gegn 17 fyrir Þór. Seinni hálfleikur var spennandi og náði ÍBV 9 stiga forskoti um miðjan síðari hálfleik. Síðán jafnaðist leikur- inn og mátti vart milli sjá, en Þórsarar sigu á og náðu forystu er 5 mínútur voru eftir af leik og sigruðu með 53 stigum gegn 50. Stigahæstú menn Þórs voru Jón Friðriksson 22 stig, Magnús Jónatansson 15 stig og Pétur SigurSsson 10' stig. Dómarar í þessum leik voru Marinó Sveins son og Ólafur Haraldsson. KR sigraði ÍBÁ með yfirburðum SL. LAUGARDAG fór fram í íþróttaskemmunni hér í bæ leik ur í Handknattleiksmóti ís- lands, 2. deild, milli KR og ÍBA. Leikar fóru svo að KR sigraði með yfirburðum, 29:14. í hálf- leik var staðan 11:5 fyrir KR. Mikil harka var í leiknum og var 2 Akureyringum og 1 KR- ing vísað af velli í 2 mínútur. Þá voru dæmd ein 10 víti á ÍBA-liðið, en mun færri á KR. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og voru Akureyringar •mjög óheppnir með sín mark- skot, og áttu þeir mörg tæki- færi, sem ekki nýttust. I síðari hálfleik var harkan alls ráðandi og var þá dæmt hvert vítið á fætur öðru á Akur eyiinga og virtist dómarinn missa öll tök á leiknum í þeim hálfleik. Þó merkilegt megi heita var dæmt meira á brot Akureyringa, þótt þeir virtust ekki eins ^harSskeyttir og KR- ingar. Sérstaklega var það áber andi hve illa var farið með línu mennina og þeim miskunnar- laust haldið föstum. Það sést vel í þessum leik, að Akureyringar eiga mikið ólært, enda varla við því að búast að þeir standi jafn þrautþjálfuðu Hði og 'KR á sporði. Karl Jó- hannsson, landsliðsmaður, er aðal driffjöður KR-liðsins og er hann mjög skemmtilegur leik- maður. Þjálfari KR er Ingólfur Oskarsson, landsliðsmaður. Að lokum má geta þess að KR-ingar hófu sínar æfingar í september í fyrra og hafa æft 3—4 sinnum í viku síðan, og leikið auk þess fjölmarga leiki í Reykjavíkur- og íslandsmóti. Liðið er skipað ungum mönn- um og harðskeyttum, sem leik- ið hafa saman í yngri flokkum, en ganga nú upp í meistara- flokk. Á sunnudag fór fram hrað- keppni. A og B lið KR og A og B lið ÍBA og var hún all skemmtileg. Fyrst léku A-lið ÍBA ög B-lið KR. Leiktími var 2x12 mín. Með B-liði KR lék þjálfarinn, Ingólfur Óskarsson, og var gaman að sjá hann leika hér. Að loknum leiktíma var staðan jöfn 11:11, og var fram lengt í 2x2 mín. í framlengingu skoruðu Akureyringar 3 mörk en KR ekkert, og lauk leiknum 14:11 fyrir ÍBA. Þá léku A-lið KR og B-lið ÍBA og sigraði A- lið KR með 22:7. Því næst léku B-liðin saman og var það skemmtileg viðureign og lauk henni með sigri ÍBA 11:9. Að lokum léku svo A-liðin. Akur- eyringar byrjuðu vel og höfðu frumkvæðið framan af, en urðu að láta í minni pokann undir lokin, og töpuðu með 6 marka mun, 16:10. Margt áhorfenda var báða dagana og virtust þeir skemmta sér vel, þó Akureyrarliðið tap- aði. Nú undanfarið höfum við séð nokkra af beztu handknattleiks mönnum landsins leika hér, og ber vissulega að fagna því. ÍR-ingar leika á Akureyri um næstu helgi. Um næstu helgi koma svo IR-ingar og leika hér á laugar- dag og sunnudag, en þeir eru nú í 2. sæti í 2. deild, og verður það næstsíðasta heimsóknin, sem við fáum í vetur í sam- bandi við Handknattleiksmót ís lands. Síðast koma Þróttarar 11. ojí 12. marz. Síðari leikurinn fór fram á sunnudag í íþróttahöllinni í Laugardal og lék Þór þá við Ungmennafélagið Snæfell úr Stykkishólmi. — Snæfellingar tóku í upphafi forystuna og skoruðu 8 stig gegn 2 á fyrstu fimm mínútunum. Á næstu mínútum náði Þór að jafna leik inn og ná góðu forskoti og í hálfleik var staðan 27 stig gegn 16 Þór í hag. í seinni hálfleik minnkuðu Snæfellingar forskot iS og um miðjan síðari hálfleik skildu ekki nema tvö stig milli félaganna, en Þór hélt forskot- inu og jók það allverulega und- ir það er leiknum lauk, og loka tölur urðu 42 stig gegn 33 Þór í hag. Stigahæstu menn Þórs í þessum leik urðu Magnús Jóna tansson 16 stig, Guðni Jónsson 10 stig. Dómarar voru Guð- mundur Þorsteinsson og Helgi Jóhannsson. Næsti leikur Þórs verður við Héraðssambandið Skarphéðinn og fer sá leikur fram hér á Akuréyri, væntanlega eftir hálfan mánuð. Ef Þór sigrar í þeim leik, hafa þeir tryggt sér sæti í 1. deild íslendsmótsins í körfuknattleik næsta ár. Staðan í 2. deild íslandsmóts- ins í körfuknattleik er nú þessi: íþróttafélagið Þór 4 stig Vestmannaeyjar 2 stig UMF Skarphéðinn 2 stig UMF Snæfell 1 stig Sigurvegarar í flokki 14—16 ára, frá vinstri: Sigþrúður, Sigrún og Barbara. Sigurvegarar í flokki 11—12 ára, frá vinstri: Gunnlaugur, Alfreð og Ólafur. Sigurvegarar í flokki 15—16 ára, frá vinstri: Björn, Örn og Jónas. Skáðamenn frá Akureyri á mótum í Reykjavík cg Húsavík SKÍÐASAMBAND ÍSLANDS hefur ákveðið að fjögur mót, svo- kölluð „opin mót" skuli haldin á hverjum vetri, eitt á hverjum eftirtalinna staða: Reykjavík, ísafirði, Siglufirði og Akureyri. Til að tryggja þátttöku beztu manna landsins á þessi mót fær hver þeirra sem lendir í 8 fyrstu sætunum ákveðinn stigafjölda, sem reiknaður er honum til góða þegar raðað er niður í ráshópa fyrir Skíðamót íslands og einnig auðveldar þetta starfsmönnum fslands- mótsins, að meta hæfni keppenda og gerir alla skiptingu í ráshópa mun auðvéldari. \ REYKJAVf K. Fyrsta „opfla mótið" var háð í Reykjavík sl. sunnudag og var keppt í svigi og stórsvigi. Ef til vill má kalla þetta tvö mót, þar sem svig og stórsvigskeppnin báru ekki sama nafn. Svigkeppnin fór fram við skíðaskála ÍR í Hamragili og bar nafn þess, en stór- svigskeppnin fór fram í námunda við skíðaskála Ármanns í Jósefs- dal og hét Stórsvigsmót Ármanns. Frá Akureyri sóttu mót þetta þau Karólína Guðmundsdóttir, GuSrún Siglaugsdóttir, Reynir Brynjólfsson, Magnús Ingólfsson, ívar Sigmundsson og Þorlákur SigurSsson. Úrslit urðu sem hér segir: Stórsvig kyenna. sek. 1. Karólína GuSmundsdóttir Akureyri .................. 47.1 2. Árdís Þórðardóttir SiglufirSi........................ 47.7 3. Hrafnhildur Helgadóttir Reykjavík................... 50.5 4. GuSrún Siglaugsdóttir Akureyri..................... 50.7 Stórsvig karla. sek. 1. Björn Ólsen Reykjavík............................. 40.4 2. Reynir Brynjólfsson Akureyri....................... 40.9 3. Árni SigurSsson IsafirSi............................ 41.1 4. ívar Sigmundsson Akureyri......................... 41.3 5. Hafsteinn Sigurðsson ísafirði........................ 41.3 6. Magnús Ingólfsson Akureyri........................ 42.9 Svigkvenna. sek. sek. sek. 1. Hrafnhildur Helgadóttir Reykjavík .. 42.6 — 43.2 = 85.8 2. Árdís Þórðardóttir Sigh.firði....... 61.1 — 39.1 = 100.2 3> Jóna Jónsdóttir Reykjavík .:...... 46.6 — 58.5 = 105.0 Guðrún Siglaugsdóttir Akureyri fékk beztan brautartíma 38.4 í fyrri ferð sinni, en hún datt og sleppti porti í síðari ferð og varð úr leik. Svig karla. sek. 1. Árni Sigurðsson ísafirði........... 54.1 2. fvar Sigmundsson Akureyri........ 52.4 3. Björn Ólsen Reykjavík............ 51.1 4. Jóhann Vilbergsson Siglufirði...... 55.6 5. SigurSur Jóhahnesson Siglufirði .... 55.3 — 57.4 6. Leifur Gíslason Reykjavík......... 52.7 — 60.5 7. Magnús Ingólfsson Akureyri....... 56.4 — 58.1 Keppendur í kvennaflokki voru 9, og í karlaflokki 26. = 112.7 = 113.2 = 114.5 sek. sek. 48.2 = 102.3 51.0 = 103.4 54.3 = 105.4 54.8 = 110.4 Næsta „opna mótið"" fer fram á Akureyri. Það er Hermannsmót- ið og verður keppt í svigi og stórsvigi laugardaginn og sunnudag- inn 25. og 26. febrúar n.k. Mæta þá væntalégá Urieiks'beztu skíða- menn landsins. Fulltrúi Akureyringa viS mótiS í Reykjavík sl. sunnudag var gamall Akureyringur, Þráinn Þórhallsson, sem nú er búsettur í Reykjavík. Róma keppendur héðan mjög alla hans fyrirgreiSslu og aðstoS í sambandi við þessa suSurför. HÚSAVÍK. Sl. sunnudag fór fram á Húsavík skíðamót fyrir unglinga. Til keppninnar voru skráðir alls um 60 keppendur frá Húsavík, Akur- eyrií SiglufirSi og Reykjavík. Mótsstjóri var Stefán Benediktsson, form. skíðádeildar Völsunga og brautarlagningu annaðist Svanberg Þórðarson frá Ólafsfirði, sem starfað hefur við skíðakennslu á Húsavík sl. tyær vikur. Keppnin fór fram í brekku rétt við bæinn, nálægt togbraut þeirri sem Húsvíkingar hafa nýlega tekið í notkun. Mótið fór allt mjög vel og skemmtilega fram og aS því loknu bauS íþróttafélagiS Völs- ungur keppendum og starfsmönnum til kaffidrykkju í félags- heimilinu HlöSufelli. Þar afhenti mótsstjómin hverjum keppanda fjölrituð úrslit keppninnar og sýnir þaS aS snör handtök hafa átt sér staS frá keppnisstað að veizluborði. Vilhjálmur Pálsson íþrótta- kennari Húsavík stjórnaði hófinu, bauð hina ungu íþróttamenn og konur velkomin og þakkaði þeim sérstaklega góða framkomu á mótinu. Þá afhenti mótsstjórinn sigurvegurunum verðlaun og fararstjórunum Óðni Árnasyni Akureyri og Sigurjóni Ei'lendssyni Siglufirði minnispening um komuna. í þessu hófi var Svanbergi Þórðarsyni þökkuð dvöl hans á Húsavík, en hann hafði einmitt lokið við skíðanámskeið sín þennan dag. Húsvíkingum var þakkað ágætt mót og frábærar móttökur, og strax að veizlu lokinni hélt hver til síns heima. Vonandi fá Akureyringar fljótlega að sjá skíða- menn Völsunga í keppni hér í HlíSarfjallinu. Úrslit urSu þessi: < Drengir 15—16 ára. sek. sek. sek. 1. Björn Haraldsson Húsavík......... 32.0 — 31.0 = 63.0 2. Örn Þórsson Akureyri............ 33.4 — 33.3 = 66.7 3. Jónas Sigurbjörnsson Akureyri..... 35.5 — 35.5 = 71.0 4. Bergur Finnsson Akureyri......... 36.2 — 37.4 = 73.6 5. Eyþór. Haraldsson Reykjavík....... 34.4 — 39.5 = 73.9 6. FriSrik Karlsson Akureyri......... 39.1 — 41.5 = 80.6 Hlið voru 42, lengd brautar 320 m. (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.