Dagur - 15.02.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 15.02.1967, Blaðsíða 4
Daguk Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. SYRTIR í ÁLINN í DAGBLÖÐUM höfuðborgarinnar hefur nú undanfarið verið allmikið rætt um aðsteðjandi rekstursvanda- mál fiskfrystihúsanna í landinu en frystihúsin eru eins og kunnugt er — að því er sölu og útflutning varðar — aðallega eða eingöngu starfandi í tveimur félagsheildum: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Útflutnings- deild Sambands ísl. samvinnufélaga. Þessar tvær félagsheildir hafa svo samstarf sín á milli í landssambandi. Bæði á vegum samvinnufrystihús- anna og hinna sem skipta við Sölu- miðstöðina hafa nýlega verið haldn- ir fjölmennir fulltrúafundir í Reykja vík og samstarfsnefnd þessara funda hefur oftar en einu sinni átt viðræð- ur við ríkisstjórnina urn. reksturs- vandamálin. Enn mun því fara fjarri að samkomulag hafi tekizt og er hér um mikið alvörumál að ræða fyrir þjóðarbúskapinn og gjaldeyris- öflun landsmanna á komandi tíma. Fiskfrystihúsin, sem starfandi hafa verið undanfarin ár, eru 90 talsins. Talið er að þau hafi greitt yfir 500 millj. kr. í vinnulaun á ári og önnur þjónustustörf við fiskiðnaðinn þá ekki meðtalið. Af þessari upphæð munu um 200 millj. eða 40% vera kaupgreiðslur til kvenna og allmikið hefur þar líka víða verið um atvinnu fyrir unglinga einkum á sumrin, t. d. hér á Akureyri. Árið 1965 nam útflutningur frystihúsanna samtals á frystivörum rúml. 1600 millj. kr. en auk þess er á vegum frystihúsafyrir- tækjanna mikil framleiðsla á salt- fiski og skreið. Frystivörurnar (fryst flök, frosin síld o. fl.) hafa undanfar- ið numið nálega 30% af heildar út- flutningi landsmanna. Undan farin ár hefur orðið veru- leg hækkun á markaðsverði útflutn- ingsvara frystihúsanna: Frá 1962— 1963 var sú verðhækkun talin ca. 6-7%, frá 1963-1964 ca. 5-6%, frá 1964-1965 ca. 13-14% og 1965- 1966 ca. 6—7%. En verðbólgan inn- anlands hefur étið upp þessar verð- hækkanir að verulegu leyti og síðast- liðið ár var svo komið að um vera- legt rekstrartap mun hafa verið að ræða hjá hraðfrystihúsunum í heild. En hjá þeim frystihúsum sem versta aðstöðu hafa, hefur verið rekstrar- halli áram saman. í lok ársins 1966 var útflutnings- verð á frystum fiski lækkandi og for- ystumenn í útflutningi gera ráð fyr- ir að verðið lækki enn á þessu ári. Hins vegar heldur verðbólgan innan- lands áfram að magnast leynt og ljóst. I ætlunum samtaka frystiiðnað- arins fyrir árið 1967 er talið að vanta muni nokkur hundruð milljónir króna til að reksturinn beri sig. D „Kristindómurinn er eftir því, sem Kristur Rætt við séra BENJAMÍN KRISTJÁNSS0N prófast á Laugalandi i Eyjafirði fólginn í því, að fara bauð" UNDANFARNAR VIK U R hefur margt verið rætt og ritað um íslenzku þjóðkirkjuna og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Hafa þessar umræður vakið svo mikla athygli út um byggðir landsins, að víða hefur ekki verið meira um annað tal- að. Sýnir þetta, að íslenzka' kirkjan á meiri rætur í hugum alþýðu manna en stundum er . látið í veðri vaka, og að fólk lætur sér ekki á sama standa, hvernig að málum hennar er unnið,. . Þessi umræða hófst með skel eggri ádeilu Andrésar ritstjóra Kristjánssonar í rabbi um dag- inn og veginn í útvarpinu 2. jan. s.l., þar sem honum þótti gæta of mikillar afturhalds- stefnu í kirkjumálum samtíðar- innar hér á landi bæði um trú- arsiði og kenningar, og taldi hann þá þróun ganga gegn straumi tímans og vera alþýðu manna lítt að skapi. Taldi hann, að hér væri um hermistefnu að ræða á trúarlífi fyrri alda, sem ekki kynni góðri lukku að stýra og verða mundi trúaiiífi nú- tímans til óþurftar og niður- dreps fremur en hið gagnstæða. Eins og allar stofnanir, þyrfti kirkjan endurnýjunar við með nýjum hugsanastraumi, ef hún ætti ekki að verða að nátt- trölli, sem gleymdist við veg- inn, meðan trúarorka þjóðanna léti til sín taka í öðrum „me'nn- irigarbyltingum" engu giftusam legri. Dagur hitti nýlega að máli séra Benjamín Kristjánsson, prófast í Vaðlaþingi, og greip tækifærið til að leggja fyrir Tiann nokkrar spurningar um þetta mál og hvemig það horfði við frá hans sjónarmiði. Hvað viltu segja mér almennt um þessar umræður? Ég tel það ekki nema ávinn- ing að rætt sé um málefni kirkjunnar, hvað sem skoðun- um einstakra manna á þessum málum líður. Ekkert er kirkj- unni hættulegra en svefninn. Því er eins háttað um málefni hennar og öll önnur málefni. Þau þarf að ræða frá öllum hlið um, svo að mönnum verði sem Ijósastur kjarni málsins. Og ef straumhvörf verða í starfshátt- um kirkjunnar, þarf að skýra, hver rök liggi til þeirra ogvhvað fyrir þeim vakir, sem að þeim vinna. Þetta er alveg eins og í stjórn málum. Hver flokkur verður að standa fyrir sínu máli með fram bærilegum rökum eigi hann að geta vænzt fylgis skynsamra manna. Á sama hátt verða odd- vitar kirkjunnar og lærifeður að gera grein fyrir sínu sjónar- miði, ef þeir eiga að geta gert sér von um að þjóðin fylgi þeim, og þykir mér ekki nema senni- legt, að þeim sé þetta kært. Þetta hefur herra biskupinn gert skörulega, séra Sigurður Pálsson, vígslubiskup, sem vændur hefur verið um kaþóisku, hefur einnig staðið nokkuS fyrir máli sínu, og loks hefur séra Jóhann Hannesson, háskólakennari, skorað Andrés á hólm í útvarpinú sem frægt er orðið, og sýnist þetta benda til, að nokkurt stórskotalið þyki þurfa til að berja niður villu- manninn Andreas. Það var annars blessuð hress ing að hlusta á alla þessa ménn standa fyrir máli sínu og sé ég ekki annað en það lífgi andann og plægi akurinn eins og séra Árelíus mundi að orði komast. Það mun leikmanni erfitt að rökræða við sprenglærða guð- fræðinga? í þessu tilfelli er þekking í guðfræði ekki aðalatriðið, held- ur almenn dómgreind, sem stundum er of lítið af í guðfræð inni. Ég tel það undir öllurri kringumstæðum mikilsvert fyr ir forráðamenn og lærifeður kirkjunnar að fá að heyra, hvernig trúmálastefna sú, sem margir hafa barizt fyrir á seinni Séra Benjamín Kristjánsson. tímum snertir greinda og góð- viljaða menn eins og Andrés Kristjánsson. Því fer fjarri, að hann sé nokkur óvinur kirkj- unnar, heldur vill hann hennar veg sem mestan, og oft er meiri vinurinn sá, sem til vamms segir. Ef t. d. forneskjulegir kirkju- siðir eða kennisetningar verða fremur til að fæla hugsandi menn frá kirkjunni en laða að henni, þá er það auðséð að eitt- hvað er athugavert, og að þetta nær engum tilgangi. Er þá skyn samlegt að gefa því gaum, hvort stefnt muni vera í rétta átt. Það er auðvitað, að ófróður maður getur misskilið ýmislegt. T. d. lagði Andrés nokkra áherzlu á það, að biskup leyfði ýmisleg frávik frá lögskipaðri helgisiðabók í heimildarleysi og taldi, að með þessu væri asninn leiddur inn í herbúðirnar. Ég fyrir mitt leyti tel alla lögbind- ingu á trúarbrögðum hreina vit leysu, því að enginn getur trú- að eftir valdboði. Þess vegna get ég heldur ekki séð, að ríg- bundnir kirkjusiðir á einn veg eða annan hafi mikJa þýðingu. Skilst mér, að núverandi biskup liti einmitt svipuðum augum og taki hina sömu frjálslegu af- stöðu til handbókarinnar og Jón biskup Helgason gerði á sín um tíma að Jíta meira á hana sem leiðarvísi en lögbók um guðsþjónustuhald, og kann ég því vel. Sá prestur, sem ekki getur sjálfur valið bænum sín- um orð, eða haft forsvaranlegt form á guðsþjónustum sínum, er naumast vaxinn embættinu. Hins vegar getur það verið hjálp fyrir prestinn meðan hann er viðvaningur að hafa einhverj ar slíkar fyrirmyndir að styðj- ast við. En að gera formið að aðalatriði, sem ekki megi víkja frá í einu eða neinu tel ég frá- leitt, jafnvel þó að reynt sé að einskorða það í viðhafnar- miklum leiksýningum. Hið ein- falda er stundum áhrifamest. Engum vildi ég þó banna að gera slíkar tilraunir. Ef farið er á flot með einhverja drepleiðin lega sérvizku, fellur hún fljótt um sjálfa sig. Þessi skilst mér vera afstaða núverandi biskups. Hvað segirðu þá um íburð í kirkjubúnaði og vaxandi skraut í búningi presta? í sjálfu sér sé ég ekki ástæðu til að hneykslast á þessu. Kirkjur vorar hafa oft verið ær ið fátæklegar og einkum eftir að híbýli manna tóku að batna, varð kirkjan smám saman hrör legasta húsið í sveitinni. Ekki ber það trú safnaðarins mikinn vitnisburð, ef kirkjurnar hrynja af ræktarleysi einu saman. Sem betur fer hefur orðið á þessu gleðileg umbót með vaxandi velmegun. Það er af góðum hug gert, er menn keppast um að gefa fagra og vandaða gripi til kirknanna. Þetta ber ekki að fyrirlíta, held ur má líta það á líkan hátt og meistarinn leit á þau dýrindis- smyrsl, sem María í Bethaníu hellti yfir fætur hans: „Gott verk gerði hún á mér." Ástin og hollustan sker ekki fórnir sínar við nögl. Ef litið er á hina fögru kirkjugripi í þessu ljósi, geta þeir orðið ljós og ylgjafar í kirkjunni. Sama er að segja um búning prestanna. Menn kunna betur við að vera liðlega til fara við hátíðleg tækifæri, og sé ég ekk ert athugavert við það, þó að prestar beri einhvern einkennis búning eins og t. d. lögreglu- menn. Annars hef ég aldrei haft mikinn smekk fyrir þetta, kannske af því að þau fjögur ár, sem ég var þjónandi prestur vestan hafs notaði ég hvorki hempu eða hökul og fann ekki, að það gerði nokkurn mun. Nú nægir sumum ekki að fara í skrautklæði í messunni, heldur ganga með öfugan flibba og vesti upp í háls hversdagslega. Skilja sumir þetta svo, að ekki vilji þeir láta blanda sér saman við sauðsvartan almúgann, en varla held ég, að það vaki fyrir öfugflibbum. Þó teldi ég meira máli skipta, að þjónar kirkjunn ar bæru prestinn hið innra með sér, en að þeir hengi hann utan á sig. En auðvitað er þetta smekksatriði. Varla gætum við samt hugsað okkur að Jesús og postularnir hefðu farið að spranga um Galileu í svona föt- um. Sjálfur Jóhannes skírari var einungis klæddur kápu úr úlfaldahári og gyrður leður- belti og hefði sennilega þótt durgslegur, ef hann væri kom- inn inn í einhverja dómkirkju nútímans. Þó sagði meistarinn: „Hvað fóruð þér út í óbyggðina að sjá? Mann mjúkklæddan? Þeir sem bera mjúk klæði, eru í höllum konunganna. Eða til hvers fóruð þér út? Til að sjá spámann? Já, ég segi yður meira en spámann ..." Svona skipta fötin litlu máli í guðs- þjónustu spámannanna. Kannske veitir okkur hinum ekki af því að punta svolítið upp á okkur hið ytra, ef andinn er í fátækara lagi hið innra? En afturhvarfið til Grallar- ans? Ég álít, að hver kynslóð verði að syngja með sínu lagi, og það verði erfitt að hrífa menn með söngstíl gamals tíma, sem hafði bæði annan smekk og aðrar erfðir í þessum efnum. Þegar Magnús Stephensen var að lýsa Grallarasöngnum, sagði hann, að herfilegt væri á að hlusta, að „hvörr gauli í belg og keppist máta- og aðgrein- ingarlaust, sumir að grípa hvörr fram fyrir annan og öndina á lofti, oft í miðjum orðum og meiningum, og sumir að draga seiminn hvörr öðrum lengur." Enn segir hann: „Það er ljótt bæði að heyra og sjá, þegar saungvarar kúga upp skræki á stángli með uppblásnum æðum á höfði óg öllu andliti af ofraun, auk þess er þetta brjóstinu óhollt, en svo sem þetta er oft um of, svo er það allt eins um van, þegar saungurinn verður að ólundarrauli í lægstu nót- um. Það er þessi tegund af grall- arasöng, sem söngnir menn voru uppgefnir á fyrir meira en hálfri annarri öld, sem verið er að andmæla að aftur verði leidd til öndvegis. Til voru vit- anlega ýmis falleg lög á tímum Grallarans, en ég efast um að nokkrum þætti þau falleg nú, ef þau væru sungin eins og þá tíðkaðist. Og eftirtektarvert var það, þegar Sigurður vígslubisk- up var að mæla með grallara- messum, að þá tók hann tón- dæmin yfirleitt ekki eftir söng- stíl grallaratímans, heldur eins og lögin hafa verið sungin á seinni tímum og þaS gerir all- mikinn mun. Það er alveg eins með hið gamla tón, sem raulað var á örfáum nótum. Kann það einhvern tímann að hafa þótt dýrleg og hátíðleg sönglist, þótt lítið þyki koma til þess nú, er menn hafa kynnzt æðri söng- list. Þetta er sönglist, sem stendur á líku stigi og rímnasöngurinn íslenzki. Hver mundi vilja láta hann útrýma annarri tónmennt á íslandi, þó að nógu gaman geti verið að heyra einstöku sinnum kveðnar rímur? Ekki er þaS heldur skiljanlegt, að gamaldags tón geti gert nokkr- um manni gagn andlega. Kann- ske gæti það haft svæfandi eða sefjandi áhrif á einhverja eins og t. d. jass hefur á unglinga, en eftir þessu er ekki að sækjast. Vond tónlist getur vitanlega haft ill áhrif. Hún getur bein- línis stórslasað sálirnar. Svo var að skilja á vígslu- biskupinum, að það væri ein- hver fjarskaleg vísindagrein aS fremja guðsþjónustur eins og gert var á löngu liðnum tímum. Slík vísindi eru vitanlega ekki til, heldur fer það eftir smekk og tilfinningu hvers og eins, af hverju hann kann að hrífast. Þyki vígslubiskupinum grallara messan. góð, stafar það ekki af neinum. vísindum, heldur af því að hann er þannig innréttaSur aS þetta á viS hans smekk. ASr ir Jeggja meira upp úr andan- um og sannleikanum en gaul- inu. AstæSan fyrir því, aS margir eru mótfalinir grallaramessum er engin önnur en sú, aS þeim leiSist þær. ÞaS er ekki hægt aS leita aS hinum lifandi í gröf um dauðra. Skynsamir menn sjá því síður ástæðu til að syngja messur eins og gert var á löngu liðnum öldum, sem smekkur manna er allur annar nú. Þetta mundi því stuðla að því einu að tæma kirkjurnar. Hver tími verður að sníða sinn eiginn stakk í messuformi og helgisiðum eins og öðru. Til- raunjr í þá átt að fara að herma eftir guðrækni löngu liðinna alda, hvort heldur er í söng, helgisiðum eða kennisetningum, sýnir vitanlega ekki annað en skort lifandi trúar. Þetta virtist mér vaka fyrir Andrési í gagn- rýni hans. Sumir telja þá trúaðasta, sem fastheldnastir eru við bókstaf- inn? Sjálfir gefa þeir sér þann vitn isburð, en hvorki skilja þeir að jafnaði Biblíuna né sjálfa sig. Venjulega fullyrða þeir að Biblían sé öll guðsorð. Síðan skýra þeir hana eftir sínu eigin höfði og slá því föstu, að Guð hugsi eins og sjálfir þeir. Ekki hvarflar það að þeim, að unnt sé að skilja sömu orðin á fleiri en einn veg. En í trúarbrögðum er vegur undir, vegur jrfir og vegur á alla vegu. Það fer allt eftir þekkingu og greindarstigi mannsins, hvernig hann skilur guðsorðið. Kennisetningar eru fræði en ekki trú. Þær eru ekki annað en hugmyndir misjafnlega gáf- aðra manna á löngu liðnum öld um. Sumt af þessu kann að vera viturlegt, sumt getur ver- ið sprottið af misskilningi og hjátrú eins og gerist og gengur. Fásinna er að ímynda sér aS eitthvað hljóti að vera satt bara af því að það er gamalt, eða stendur í einhverri ákveðinni bók. Allar lífsskoðanir verðum vér stöðuglega að endurskoða í Ijósi nýrrar heimsskoðunar og þekkingar. Þeir sem ekki gera það, eiga hvorki trú né lífsskoð un, heldur eru andlega dauðir eftirhermumenn. Finnst þér annar andi svífa yfir íslenzku kirkjunni nú og guðfræði hennar en þegar þú varst að hefja prestsskap? Ég er kannske ekki fær um að dæma um þetta til fullnustu, því að lítið þekki ég til kennslu í Háskólanum síðustu árin. Ekki geri ég ráð fýrir, að menn séu þar beittir neinni andlegri kúgun. En oft hef ég heyrt því haldið fram af hinum yngri guð fræðingum, aS nú sé löngu úrelt sú frjálslynda guSfræSi, sem var í öndvegi í Háskólan- um fyrstu starfsár hans. Þá ríkti fyrst og fremst þaS sjónar- mið, að mestu varSaði það í guðfræði sem öðru að gera sér grein fyrir því, hvað satt kynni að vera og rétt í þessu efni. Skil ég reyndar ekki, að sú grundvallarregla eigi nokkru sinni að ganga úr gildi. Nú virð ist mér vera meira um það hugsað, að þar skuli vera kennd rétt lútherska og getur sú hugs un naumast stafað af öðru en gengið sé út frá því, að í lúthersku sé allan sannleik að finna. Hafi þetta og verið lög- tekið í kirkjuskipun Kristjáns III. Én eftir að þeir Lúther og Kristján III. eiga að fara að ráða því, hvernig við hugsum um guðdóminn, verður ekki lengur um neina vísindalega guðfræði að ræða, heldur guð- fræði bundna af kreddum. Þar með getur heldur ekki verið um neina sjálfstæða trú að ræða, því að hvorki geta menn í dag hugsað eins og Kristján þriðji eða Lúther. Við lifum í öðrum heimi og á annarri öld —. f hverju telur þú þá að sönn trú sé fólgin? Samkvæmt mínum skilningi er sá maður einn trúaður, sem leitar sannleikans í hveijum hlut með opnum hug og er vak andi fyrir öilum vandamálum lífsins. Guð er sannleikur, og fyrr en gáta veruleikans er end anlega ráðin getum við ekki þekkt Guð, og allar okkar kenni setningar verða fálm eSa fá- sinna. Hvers konar stöSnun í sann- leiksleitinni þýSir þaS, aS vér höfum uppgefizt og trú vor er þrotin. Þá tökum vér hina létt- ustu leið að játa bara eitthvað eða samþykkja, sem aðrir hafa hugsaS, þó að við hvorki höfum skilið það né höfum nokkurt gagn af því. Þá koma helgisiSir í staS trúar, söngl í staðinn fyr- ir hugsun, og bænargerðir í stað inn fyrir nýtileg verk. Menn verða aS glíma sjáKir viS guS sinn eins og Jakob gerSi. SvokallaSur rétttrúnaður bjargar ekki nokkrum manni. Ég held að Kristur hafi gert þetta fullkomlega Ijóst í viður- eign við farisea sinnar tíðar. Hver mundi þá vera kristinn? Ég mundi svara þessu þannig: Ekki fyrst og fremst þeir, sem játa einhverjum rétttrúnaðar- kenningum um Krist. Heldur þeir, sem hrifizt hafa svo af meistaranum, að þeir reyni að breyta eftir einhverju af kenn- ingum hans. Guðfræðin á að vera í því fóigin að gera mönn- um sem Ijósastar hugmyndir Krists og kenningar. Ef við sannfærumst um, að þessar kenningar séu góðar og göfugar og sannar í meginatriSum, ekki af því aS þær standi í einhverri helgri bók, heldur af því aS þær standast próf heilbrigðrar skyn semi og eru sannfærandi, grípa ímyndunarafl vort og vilja, svo að vér viljum fúslega fylgja honum, þá erum vér kristin. Það er eftirtektarvert, að mikið af guðfræði liðinna alda er einmitt í því fólgin að hliðra sér hjá að þurfa að fylgja hon- um. Ein hiklausasta krafa Jesú til mannanna var sú, að þeir yrðu að taka sinnaskiptum, sem þýddi m. a. að menn yrðu að hætta að dýrka mammon, en fara að elska guð og náungann eins og sjálfan sig. Þetta hafa menn allavega reynt að snið- ganga, en í stað þess búið sér til þá kenningu, að trú á ein- hverjar kreddur frelsi þá, af því að sú leið er auðveldari, væri hún fær. En það er auðsær sannleikur, að enginn kemst inn í himna- ríki nema hann endurfæðist, það er: verði að nýjum og betra manni, því að himnaríki er ein- ungis fólgið í andlegum þroska. Jesús var fullkomlega raun- sær. Það þarf reyndar ekki nema meðalvitsmuni til að sjá sannleik þessara orða. Ef þessir þegðu, mundu steinarnir hrópa, sagði prófasturinn, séra Benja- mín Kristjánsson aS lokum, og þakkar blaðið viðtalið. E. D. Skákþing Norðurlands SKAKÞING NORÐURLANDS var sett í Landsbankasalnum á Akureyri 11. febrúar. Þátttak- endur eru 19, þar af 8 í meist- araflokki, 6 í 1. flokki og 5 í 2. flokki. Meðal þátttakenda má nefna Jónas Halldórsson frá Leys- ingjastöSum, núverandi skák- meistara NorSurlands, Hjálmar Theodórsson Húsavík, Hjörleif Halldórsson Steinsstöðum, Hauk Jónsson Dunhaga og Jón Torfason Torfalæk, auk heima- manna. Þegar hafa verið tefldar fjór- ar umferðir í meistaraflokki og hefur Jónas Halldórsson 2% vinning, Hjörleifur Halldórsson og Jón Ingimarsson 2 vinninga hvor og áttu þeir allir í gær eina biðskák óteflda. Teflt er á hverju kvöldi í Landsbankasalnum. Hraðskák- mót NorSuiiands verSur á iaugardaginn og hefst kl. 2 e. h. Skákstjóri er Albert SigurSs- Helgi Hallgrímsson: ..- ÞÆTTIR AF FLATEYJARDAL Á Iandsenda. Brátt endar landið, viS erum komnir á Landsenda, sem svo er kallaður. Aldrei brást íslend ingum bogalistin í örnefnavali, fyrr en Örnefnanefnd kom til sögunnar, þá fór í verra. Við stöndum hér á um 200 m. háum hamravegg. Langt niðri gnauSar sjórinn viS sker og boða. Einhverntíma hefur landið náð miklu lengra út, en hér hefur Ægir karl nurlað utan af því um aldir. Eins og á Víkurhöfða, má hér sjá fjárgöt- ur, sem enda blint á bjargbrún- inni, vitnandi um hið hraða nið urbrot landsins. Við reynum að meta aldur troðninganna til að finna út hraða landbrótsins, en auðvitað verða þaS ágizkanir einar. Því miSur höfum viS ekki loftmyndir af landinu frá landnámsöid, þá væri betta auS velL En hvert hefur efniS fariS, sem^ hér hefur brotnaS niSur, þaS skyldi þó aldrei vera komiS til Flateyjar, eitthvaS af því? Sagt er að Flatey sé að miklu leyti úr sandi og möl. Landið skyldi þó ekki hafa stækkað jafn mikið og það minnkaði? Lengst í norðri grillir í Gríms ey. Talið er, að á ísöld hafi Grímsey verið landföst, og hef- ur þá Flateyjarskaginn verið drjúgum lengri en hann er nú. Þetta marka menn af því, að á Grímseyjarsundi er hvergi meira en 100 m. dýpi og víða aðeins 30—50 m., en á ísöld er talið að lækkað hafi í sjónum, sem þessu nemur, eða vel það. Sé þetta rétt hefur þarna senni lega verið íslaus túndra, þegar jöklar fylltu dali landsins. Af Landsenda sést vestur í Fjörðu, inn Hvalvatnsfjörð og yfir Þorgeirshöfða yfir í Þor- geirsfjörð. Skriðurnar norðan í Bjarnarfjalli blasa viS. Þar var eitt sinn alfaravegur úr Flat- eyjardal í Fjörðu, og sýnist ekki árennilegtj enda urðu þar tíð- um slys. Önnur leið lá um fjör- urnar undir sjávarhömrunum, en sú leið var varla fær nema um fjörumál i góðviðri. Nú sé ég að Þórir er kominn fram á yztu nöf á Landsenda, og mundar þar myndavélina. Líklega langar hann að komast sem lengst í norður. Ég loka augunum meðan hann fikrar sig aftur inn eftir rananum, sem er svo mjór að sitja má klofvega á honum. En Þórir bjargast þarna eins og jafnan áður. Vestan Landsenda, sveigja björgin inn til landsins, og er þar dálitið dalsdrag i fjallinu, og kemur lækur niður, er kall- ast Kýrlækur — einkennilegt örnefni á þessum stað — og fell ur svo fram af tvítugu bjarg- inu. A leiðinni niður breytist hann í þokuýring, og sér þess hvergi stað, að hann komi niður í fjöruna. Fágætar plöntur. Á melkolli rétt ofan við Geld inganesið finnum við fjallbrúð- una, (Diapensia lapponica), enda áttum við von á henni þarna. Hún hefur áður fundizt þarna í grenndinni, og einnig er hún kunn frá öllum fjallsrön- um, vestar á skaganum. Vex hún jafnan norðaní rönunum, þar sem grýtt er og áveðra. í innsveitunum kann hún ekki við sig, nema hátt uppi í fjöll- um, ofan við 1000 m. h. Hér er hún í um þaS bil 140 m. h. Litlu ofar rekst ég á skolla- beriS (Cofnus suecica), eSa sænska kornusinn, eins og það kallast á latínu. Kannske veit einhver aS Kornus er tré, sem vex í görSum, og því er dálítið skrítið að hitta frænda þess hér, en skollaberið er raunar út- nesjaplanta á íslandi, enda þótt það sé algengt um allt skóg- lendi Skandinavíu, allt austur í Finnland. Venjulega vex skollaberiS í breiSum, svo aS lítill gróSur er annar í breiSunni, og svo er einnig hér. Eins og nafniS segir ber skollaberiS ber, rauS og falleg, en þau þykjá ékki smakk ast vel, og eru af sumiim talin vera eitruS. Innar og ofar í fjallinu, eru margar smátjamir í hvammi. Þar fiska ég upp sjaldgæfa jurt^ úr einni tjöminni. Isoétes. lacustris, eSa vatnalaukur, nefn jökull er nú í þessum skálum, en litlar fannir á stöku staS. Næst fyrir sunnan áðurnefnda skál er svo Jökulsárskálin, eða dalurinn sem Jökulsáin kemur úr. Þar er nú heldur enginn jökulvottur, en fremst í dals- mynninu er fallega lagaður, bogadreginn melhryggur, greini lega endamórena jökuls, sem eitt sinn hefur legið í dalnum. Nokkru neðar eru merki um tvo aðra melhryggi, með svip- aðri legu, en þeir eru augljós- lega miklu eldri og mjög máðir. Ef til vill má þarna rekja slóð, ísaldar — skeiSanna þriggja, sem svissneskir hafa gert í sínu heimalandi, og kallaS Mindel, Riss og Wúrm. Minjar hins -fyrsta, eSa Giinz, eru sennilega íaldar undir leifum hinna. Lík- legra er þó, að þetta séu aðeins leifar mismunandi hopunar jökulsins á síðasta ísaldar- skeiði. Hvað sem því líður, sjást þess Flatey. ist sá, og hefur sú tegund ekki fyrr fundizt á Norðurlandi. Þetta er lítil gróplanta, sem vex oftast á kafi í vatni. Burnirót vex hér í valllendis- flesjum, og hef ég ekki séð það áður. í innsveitunum vex hún aðeins í klettum, og á melum háfjallanna. Klukkulyng finnum við á nokkrum stöðum í fjallinu, það líkist krækilyngi, nema blómin eru miklu skrautlegri og klukkulaga. Það hefur enn ekki fundizt nema á Eyjafjarðarskög unum utantil. Ekur hann þeim í Yglutjörn. Langt upp í Víkurfjalli er Yglutjöm í djúpri kvos. Þjóð- saga er um tjörn þessa, og átti maSur aS nafni Gunnbjöm, er bjó í Vík, aS hafa drekkt í henni gestum sínum, til fjár. Því var kveðið eftirfarandi: „Gisti eng- inn að Gunnbirni, sem hefur klæðin góð, ekur hann þeim í Yglutjöm og dillidó." — Sjálf- sagt hefur mönnum þótt tjöm- in illúðleg, þar sem hún húkir í skálinni, með ferlegum skrið- um allt um kring, en háum mal argörðum fyrir framan. Sumir segja, að fjallið fyrir ofan heiti Ygla, og dragi tjÖrnin nafn af því. . . Tjömin er jökulbotnstjörn af venjulegri gerð, en slíkar tjarn ir myndast oft 'í botnum eSa skálum, þar sem jökulfarinir hafa legiS, en síSan eySzt. Dá- lítil fönn hefur veriS í skál þess ari, en ekki svo niiki], aS hún riæSi til að skríða yerulega fram, heldur hefur hún hlaðiS upp malargarS fyfir framan sig, svo sem greinilega sér merki. Þá hefur og talsyerSur skriS- jökull komiS riiSur úr ! stórri skál rétt fyrir sunnan, og skriS- ið langt niSur fyrir Ygluskál- ina, og sumpart fyrir framan hana, niSur í mitt fjalliS. Hefur hann skiliS eftir geysilega ruSn inga, og átt sinn þátt í aS loka fyrir vatniS í Ygluskálinni, svo þar myndaSist tjörn. Enginn (Ljósm.: H. Hg.) ótvíræS merki aS jökull hefur legið í skálinni, og Jökulsáin því einhverntíman verið ekta jökulsá, þótt hún sé nú berg- vatn. (Framhald í næsta blaði) Framboð Alþýðuflokks FRAMBOÐSLISTI Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra befur verið birtur. Um það leyti sem Alþingi kom saman í haust var efsti maður hstans, Bragi Sigurjónsson bankastjóri, samþykktur, en aðrir nú fyrir skömmu. Sex efstu sætin skipa: 1. Bragi Sigurjónsson banka- stjóri Akureyri. 2. Guðmundur Hákonarson bæjarfulltrúi Húsavik. 3. Hreggviður Hermannsson . héraðslæknir Ólafsfirði. 4. Njáll Þórðarson vélgæzlu- maSur Þórshöfn. 5. Tryggvi Sigtryggsson bóndi- Laugabóii S.-Þing. 6. Gunnar Jónsson bifreiSa- . stjóri Dalvík. Framboð Sjálfstæðisf 1. SJÁLFSTÆÐISMENN í Norð- urlandskjördæmi eystra hafa 3)irt framboSslista sinn. Sex éfstu sætin skipa þessir menn: 1. Jónas G. Rafriar alþingis- maSur Reykjavík. . 2. Magnús Jónsson fjármála- ráSherra Reykjavík. 3. Bjartmar GuSmundsson Sandi S.-Þing. 4. Gísli Jónsson menntaskóla- kennari Akureyri. 5. Lárus Jónsson bæjargjald-. keri ÓlafsfirSi: 6. SigurSur Jónsson bóndi Sandfellshaga í AxarfirSL

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.