Dagur - 01.03.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 01.03.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Herbergis- pantanir. Ferða- skrifstoían Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 r * | ir i r Túngötu 1. Feroaskrifstofan sími Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. Kona varð fyrir bíl UM HÁDEGIÐ á mánudaginn varð kona fyrir bíl á Hörgár- braut, skammt norðan við Gler- árbrú. Féll hún í götuna, en var þegar flutt í sjúkrahús. Hún mun hafa marizt nokkuð, en ekki brotnað. Dálítið hefur borið á skemmd arverkum í bænum í vetur. Bú ið er að hafa hendur í hári nokk arra óknyttastráka og hefur því skemmdarverkum fækkað. Nokkrir bílaárekstrar hafa orðið, sumir beinlínis vegna vondrar færðar. Enn hafa menn verið kærðir fyrir of hraðan akstur og aðra ógætni og fíflsku í umferð. □ í GÆR var orðið þungfært og ófært um flesta vegi í nágrenni höfuðstaðar Norðurlands. Dal- víkurvegur var ófær nema e. t. v. öflugustu bílum. Mjólkurbíl- ar munu þó hafa ætlað að leggja af stað frá Dalvík í gær- kvöldi. Húsavíkurleið er alger- lega lokuð. í fyrradag kom mjólk úr framsveitum Eyja- fjarðar, ennfremur úr Hörgár- dal, Öxnadal og Arnarnes- hreppi, en sumstaðar með að- stoð. í gær hafði færið víða versnað. Um hádegi í gær fóru hjálpar tæki vegagerðarinnar upp á Holtavörðuheiði. Þar var talið vont veður en snjólítið. Frá Ak ureyri var einnig farið frá vega gerðinni áleiðis yfir Öxnadals- heiði, sem orðin var ófær með öllu. Margir s'tórir flutningabíl- ar ætluðu í kjölfarið. Ekki hafði blaðið fréttir af því ferða- lagi. En Skagafjörður er snjó- léttur ennþá. □ Forseti bæjarstjómar, Jakob Frímannsson, ávarpar ambassadorhjónin að lokinni afliendingu bóka- gjafarinnar. Lengst til vinstri er Árni Jónsson bókavörður. (Ljósmynd: E. D.) Ambassador Bandar 1 kj anna af- henti góða bókagjöf AMBASSADOR Bandaríkjanna á íslandi, Mr. James K. Pen- field, sem er hér í kveðjuheim- sókn, afhenti í gær Akureyrar- arbæ bókagjöf til Amtsbóka- safnsins. Gjöfin var afhent við stutta athöfn í lesstofu Amtsbóka- safnsins, þar sem ambassador- inn var mættur með frú sinni og sendiráðsritara, Mr. Sampus. Afhenti Mr. Penfield gjöfina með ræðu, þar sem hann flutti kveðjur sínar og þjóðar sinnar bæ og bókasafni og árnaði heilla. Jakob Frímannsson, forseti bæjarstjórnar, veitti gjöfinni móttöku og þakkaði hana með hlýjum orðum. Bókagjöf þessi er ritverkið Great Books of the Westem World, þættir og hlutar úr bók- menntaarfleifð Vesturlanda, — bæði skáldritum og fræðiritum þeirra snillinga, sem svo mjög eru grundvöllur þess, er við köllum vestræna menningu. — Ritverk þetta er 54 bindi í stóru broti, fagurbúið hið ytra, svo að hæfir efni þess. Gefandinn er Upplýsingaþjónusta Banda- ríkjanna á íslandi. Ástæða er til að fagna þessari góðu gjöf og þeim vinarhug, sem henni fylgir. □ RAUÐA SKIKKJAN EDDA-FILM sýnir um þessar mundir Rauðu skykkjuna — í tveim kvikmyndahúsum höfuð- staðarins — við mikla aðsókn. Væntanlega verður hún víðar sýnd áður en langir tímar líða. Hifnarframkvæmdir á Holsósi! BlLALEST Á SUÐURLEIÐ I GÆR ingsrannsóknir, en nú er sagt, að beðið sé eftir Norðurlands- áætluninni. — Vonandi verður bið á framkvæmdum ekki löng hér eftir. Við erum búnir að bíða nógu lengi. Gera á grjótvarnargarð norð- an við ána, sem rennur um kauptúnið og mæti núverandi hafnargarði með 40—60 metra innsiglingu á milli þeirra. Inn- an við á að fást gott legupláss fyrir báta. En dýpka þarf svo þessa kví á eftir. N. H. Bændaldúbbsfundur verður að Hótel KEA næstkom andi mánudagskvöld 6. marz og hefst kl. 9 e. h. Rætt verður um sitt af hverju varðandi heil brigði búfjár. Framsögumenn verða dýralæknamir Ágúst I»or leifsson og Gudmund Knutsen. Gjaldeyrisafkoman 1 versnaði um 550 milljónir á sL ári | FRAM eru komnar upplýs- ingar um gjaldeyrisafkomu þjóðarinnar í utanríkisvið- skiptum á árinu 196G. Þar kemur það fram, að halli á gjaldeyrisviðskiptun- um á árinu hefur orðið 350 millj. kr. Árið 1965 var hag- stæður gjaldeyrisjöfnuður, er nam 200 millj. kr. Gjald- eyrisafkoman versnaði því um 550 millj. kr. á síðasta ári. Gjaldeyrishallinn á árinu var jafnaður með 350 millj. nýjum lántökum erlendis og er því hægt að segja að gjald eyrisvarsjóðurinn standi ó- breyttur. □ Stjóra Norðurflugs h.f. — Fyrir borðsendanum er Tryggvi Helgason framkvæmdastjóri, og næstur honum Kristján Jónsson stjórnarformaður. (Ljósmynd: E. D.) Norðurflug á Akureyri gert að almeimingshlutafélagi í DAG, 24. febrúar 1967 var stofnað á Akureyri nýtt hluta- félag, flugfélagið Norðurflug hf. Stofnendur voru 14 talsins. Til- gangur félagsins er að annast hvers konar flugflutninga, með aðalbækistöð á Akureyri. Fé- lagið tekur við öllum eignum Norðurflugs (Tryggva Helga- sonar) og öllum rekstri þess, frá sama tíma. Þá gengui- fé- lagið inn í væntanleg kaup á 29 farþega skrúfuþotu af gerð- inni NORD 262 A-20, sem kost- ar með varahlutum 30 milljónir króna. Ef allt gengur vel þá getur skrúfuþotan komið til landsins nú í vor. Þá mun fé- lagið endurnýja allar umsóknir um leyfi til kaupa á hinni nýju flugvél og endurnýja umsókn- ir um leyfi áætlunarferða frá Akureyri til staða á Norður- og Norðausturlandi, og frá Akur- eyri til Reykjavíkur. Félagið mun kappkosta að veita sömu þjónustu og var áð- ur, og verður sjúkraflug og leiguflug með sama hætti og áður. — Hlutafé félagsins er ákveðið 7 milljónir króna, og hefur stjórnin heimild til að auka það í 10 milljónir króna. Á stofnfundinum söfnuðust 5 milljónir 330 þúsund krónur. Því sem á vantar verður aflað með almennu útboði, sem verð- ur auglýst nánar næstu daga. (Framhald á blaðsíðu 6). Hofsósi 27. febrúar. Ofurlítill snjór er hér kominn en sæmi- legt að fara ennþá. Komin vetr artíð. Sjór hefur ekki verið stundaður vegna gæftaleysis. En sæmilegur fiskur er þegar hægt er að róa. Seint í næsta mánuði ráðgera menn að byrja með net. Verkakvennafélagið Báran minntist nýlega 30 ára afmælis síns með veglegu hófi í bama- skólahúsinu. Gamlir og nýir fé lagar og gestir þeirra voru þar mættir. Formaður er Guðbjörg Guðnadóttir. En Líney Kristins dóttir var lengst formaður fé- lagsins en er nú búsett í Hvera- gerði. Fast að 200 manns sóttu hóf þetta. Stærsta verkefnið, sem fram- undan er hér og snertir atvinnu lífið, eru hafnarframkvæmdir, sem nauðsynlega þarf að gera. í haust voru gerðar undirbún-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.