Dagur - 01.03.1967, Page 5

Dagur - 01.03.1967, Page 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Ungmennafélög FYRIR FÁUM ÁRUM kom það op inberlega fram, að menntaðir menn á Akureyri héldu ungmennafélög sýslunnar dauð fyrir löngu. Var mik ið að þessu hlegið, en var þó ekki hlátursefni, heldur miklu fremur sönnun þess, hve menn eru nærsýnir. Ungmennafélag Akureyrar varð ekki langlift og tóku önnur félög upp merki þess, en ungmennafélög sýslunnar lifa flest enn og starfa með meiri þrótti en oftast áður. Um sex- tíu ungmennafélagar, fulltrúar hinna 15 sambandsfélaga Ung- mennasambands Eyjafjarðar, héldu ársþing samtakanna á Dalvík um síðustu helgi og létu erfitt færi ekki á sig fá. Meðal mála þeirra, sem þingið tók til meðferðar, var héraðsskólamálið. Skorar þingið á fræðsluráð sýslunn- ar og aðra áhrifamenn skólamála í héraðinu að vinna því stórmáli gagn, ennfremur að veita öllum börnum aðstöðu til að Ijúka sínu skyldu- námi, svo sem að er stefnt. En þing- ið ræddi líka bindindismál, menn- ingarlegt skemmtanalíf, minnis- varða um þjóðskáldið frá Fagia- skógi, örnefnasöfnunina og margt fleira auk íþróttanna, sem setur mest an svip á starf flestra ungmennafé- laga og Ungmennasambandsins. Á tíunda hundrað ungmennafélag ar eru í Ungmennasambandi Eyja- fjarðar og í mörgum ungmennafélög um er starfað af kappi að ýmsum fé- lags- og menningarmálum. Fram- kvæmdastjóri Ungmennasambands- ins og íþróttakennarar leiðbeina æskufólkinu á hinum ýmsu nám- skeiðum og við undirbúning skemmtana. Þá hefur ungmennasam bandið staðið fyrir bindindisfræðslu í skólum, einnig áfengislausum sam- komum, stuðlað að eflingu skák- íþróttarinnar, haldið íþróttamót, bæði stór og smá, og margt fleira mætti telja. Ungmennafélögin koma mjög við sögu félagsheimilanna. Þyk ir þar raunar ekki allt í sómanum, og sízt er því mælandi bót, sem þar er ábótavant. En þar vinna ung- mennafélögin þó óumdeilanlega marvísleg félagsmálastörf, sem sómi er að, en minna er á lofti haldið. Fé- lagsfundir, kvikmyndasýningar, söng- og leikskemmtanir, æskulýðs- dansleikir, kvöldvökur og önnur skemmtikvöld, önnur en opinberar danssamkomur, spilakvöld, muna- sölur og íþróttaæfingar eru viðfangs efni ungmennafélaganna. Starfsemi hinna ýmsu félagsheimila beinist æ meira inn á menningarlega félags- starfsemi, svo sem upphaflega var ætlað, og er það vel. Góð ungmennafélög eru ungu (Framhald á blaðsíðu 6). Unga konan virðir fyrir sér laxa úr Hofsá og Selá í Vopnafirði. LAXVEIÐ ARNAR MÁ SENNI- LEGA MARGFALDA Á SÍÐUSTU tímum hafa veiðzt hér á landi 25 þús. laxar til jafnaðar á ári. Þessi veiði skipt ist nokkum veginn til helminga milli stangveiðimanna og þeirra, sem veiða í net. Landeigendur fá sennilega 7—9 milljónir kr. á ári í leigu fyrir veiðiárnar. Með þessar tölur í huga er lax- veiði á íslandi ekkert hégóma- mál þótt margir brosi að „slíku sporti“. Og ef um leið er í huga haft, að laxveiðar má ekki að- eins auka heldur sennilega margfalda, er um verulegt fjár- hagsatriði að ræða. ísland hefur þá sérstöðu með al flestra eða allra landa, að laxinn hefur ekki minnkað, nema síður væri. Virkjanir og verksmiðjumengun vatnsins er lítilsháttar hér á landi, miðað við þéttbýl lönd og truflar ekki eðlilega lifnaðarhætti laxfiska að neinu ráði ennþá. Og við ís- land er bannað að veiða lax í sjó og er það viturleg ráðstöfun stjómarvalda. Allt frá Þjórsá og vestur og norður er lax í flestum laxgeng um ám og hér á Norðurlandi einnig, allt til Vopnafjarðar og örlítil laxveiði er í Breiðdal. Þaðan og allt til Þjórsár er lax- laust. Menn hlæja stundum að áráttu stangveiðimanna og reikna út útgerðartap þeirra við laxveiðamar. En þegar leyfi til þess að veiða á stöng í góðri laxveiðiá er borgað með 2—3 þúsund kr. á dag og á meðan landeigendur við laxveiðiá miða leiguna við eitt þúsund krónur á hvem veiddan lax, er mikið í húfi. Á siðari árum færist mjög í vöxt, að fyrirtæki kaupi veiðirétt í ám og vötnum til að bjóða viðskiptavinum fyr- irtækisins, sem uppbót á mat og drykk, eða til að gleðja starfs fólk sitt. Og erlendir menn sækj ast mjög eftir því að veiða í ís- lenzkum Iaxám og eiga það til að bjóða ævintýralegar upp- hæðir fyrir veiðileyfi. Leiga laxveiðiánna byggist á framboði og eftirspum. Yfirleitt er ekki talin ofveiði í ánum. Og með því að hjálpa til við upp- eldi laxfiska, er hægt að marg- falda göngulaxinn í ánum. Það er jafnvel hægt, þar sem ekki Hnúðlax flæktist upp í nokkrar ár fyrir nokkrum árum. Fiskur langt að kominn. eru gönguhindranir, að gera þær ár að veiðiám, sem ekki geta af einhverjum ástæðum alið sinn fisk upp sjálfar. Það er gert með því að sleppa í þær laxaseiðunum í göngustærð. Laxinn gengur þá fljótt til sjáv ar en kemur þangað aftur, eftir að hafa notið nægtarbrunna hafsins og er þá orðinn stór og feitur. Og lax má auka og jafn- vel margfalda í þeim ám, sem lengi hafa verið veiðiár og er það gert með sama hætti. Á síðasta ári var um 100 þús- und gönguseiðum sleppt í ís- lenzkar ár. Reikna má með því, að þar af komi 8—10 þúsund laxar upp í viðkomandi ár þeg- ar þeirra tími kemur. Ætti það að auka laxveiðina í landinu um þriðjung eða meira. í Kolla fjarðarstöðina gengu í sumar 700 laxar, þar upp aldir en sleppt í göngustærð. Þeir röt- uðu til sinna heimkynna og ein mitt á þeirri ratvísi byggist slík ræktun laxveiðiánna. Þetta er hliðstætt því þegar bóndmn rekur lömbin á fjall og fær þau svo aftur að hausti, þroskuð og verðmikil. Úthafið er afrétt lax anna og þar vaxa laxarnir ótrú lega fljótt. í laxveiðinni verða jafnan nokkrar sveiflur, sem allir veiði menn kannast við og svo er um aðrar veiðar. Skýringa leita menn í ýmsu. Stundum bregst laxveiði að nokkru í heilum landshlutum, en oftar þó í ein- stökum ám. Þessar sveiflur í laxveiðinni hér á landi eru nokkrar og verða menn að sætta sig við þær. Hins vegar getur verið um ofveiði að ræða í einstökum ám, sem jafnan hefnir sín. íslendingar verða sennilega, með vaxandi fiskirækt og vax- andi veiðiskap, að tileinka sér ný viðhorf til laxveiða. Verður ekki rætt um það að sinni. En líklegt má telja, að með vax- andi þekkingu og eigin reynslu á sviði fiskiræktar í ám og vötn um, verði aukið kapp lagt á hverskonar rannsóknir í þessu efni, sem við það yrðu miðaðar að nýta betur hina dýrmætu að stöðu til að margfalda laxastofn inn og þar með laxveiðarnar hér á landi. Svíar eru miklir laxveiði- menn og leggja áherzlu á fiski- rækt í ám og vötnum. Úr 20 eldisstöðvum slepptu þeir á aðra millj. gönguseiðum árið 1963. Um 20% af laxastofninum í Eystrasalti er haldið uppi með gönguseiðasleppingum. Banda- ríkjamenn hafa lagt ógrynni fjár í fiskirækt og margháttað- ar tilraunir, svo sem víðfrægt er. Hér eru aðeins dæmi nefnd um það, hvernig þjóðir bregð- ast við þeim vanda, að laxa- stofnarnir minnka af völdum vaxandi þéttbýlis, stórra iðn- vera o. s. frv. Vatnsmengunin er að verða alþjóðlegt vandamál og segir greinilega til sín á lax- inum og raunar fleiri fiskum. Við íslendingar erum ennþá svo vel settir í þessu efni, að við höfum allt að vinna í laxfiska- ræktinni og getum hagnýtt okkur erlenda reynslu, en erum ekki enn í verulegri hættu með okkar laxfiskastofna. Þeir, sem kunnugastir eru fiskirækt í ám og vötnum telja, að 8—10% af laxaseiðum, sem sleppt er í árnar í göngustærð, þ. e. 10—15 cm. löngum, skili sér aftur úr sjó. En beztu endur heimturnar eru rúm 40%. En sá lax veiddist í sænskum ám og í Eystrasalti. Margir aðilar keppast nú við að kaupa laxaseiði í göngustærð til að auka laxgengd í hinum ýmsu veiðiám. Hér á Norður- landi vantar eldisstöðvar til- finnanlega, en nokkrar eru til í landinu, einkum syðra. Þó er eldisstöð á Sauðárkróki og í Eyjafirði en þær mæta ekki nema að litlu einu af eftirspurn inni. Verð á laxaseiðum er tölu vert hátt, en með bættum eldis- aðferðum má efalítið lækka framleiðslukostnaðinn. Sannast að segja vantar tilfinnanlega menntaða .fiskiræktarmenn og svo undirstöðutilraunir. Norðlendingar, sem af eigin raun þekkja laxár og vita hvers virði þær eru, þurfa að knýja fast á með úrbætur í fiskirækt. Árnar bíða og bjóða aðstöðuna en framtakið má ekki bresta. Hér hefur verið talað um lax ana, en ár og vötn bjóða vissu- lega upp á meiri fjölbreytni nytjafiska. Auk þess virðist fiskeldi heppilegt á óteljandi stöðum þar sem góðir lækir eru fyrir hendi. Raunar þarf ekki annað en bæjarlæk og jarðýtu til að skapa skilyrði fyrir sil- ungsrækt. Eru þá gerðar tjarnir og fiskar hafðir í haldi eins og hver önnur húsdýr. Þar má flýta mjög vexti þeirra og nýta svo með stangveiði eða á annan hátt. Kynntist ég einu slíku veiðivatni eða tjörn í sumar. Tjörn þessi var bókstaflega full af silungi. En hann var í smærra lagi og ekki feitur, enda ekki um aðra fóðrun að ræða en þá, sem eðlilegur gróður gaf. í fiskiðnaðinum féllst til mikið af ágætu fóðri, sem ekki er nýtt á hagkvæmari hátt en til fisk- eldis. Eflaust eru veiðimenn þegar farnir að hugleiða veiðiferðir næsta sumar, um leið og þeir rifja upp endurminningar frá liðnum sumrum í sambandi við Þorskur og rauðmagi uppi í landsteinum Grímsey, 28. febrúar. Hér er iðulaus stórhríð, sér varla milli húsa og hefur sett niður tölu- verðan snjó í Sandvíkinni, en víða mun hafa rifið í hvassviðr- inu. Ogæftir hamla sjósókninni, en fiskur er stutt undan. Einn Ólafsfjarðarbátur lagði linu sína rétt framan við höfnina, í skjóli við eyna, og fékk 2—3 tonn. Og maður lagði tvö rauð- maganet hér rétt hjá og fékk 30 rauðmaga. Vonandi fer tíðin að skána svo að hægt verði að stunda veiðarnar. S. S. Við fossinn í Selá safnast oft mikið af laxi. Nú er verið að gera þar fiskveg. Finnlandsforseti beitir öngulinn og freistar gæfunnar í Laxá. Veiðiþrá Blundar í ró undir bláurn vetrarísi, bíður þess eins, að dagur vorsins rísi, bleikjan mín fagra, er sindrar silfurgrá. Senn kemur vor með söngvagesti blíða, senn vakna blórn um engi og bakka fríða, og veiðimaður velur silungsá. Vakir í brjósti heit en þögul þráin, þungbrýn er vetrarnóttin leggst á skjáinn — á næsta vori að veiða í silungsá. Þá geng ég upp til heiða harla glaður með hafurtask á baki — ungur maður — greiði línu og festi flugu á. Árniður glaður við græna bakka hjalar, gráöndin stillt við ungahópinn talar, en iðuköstin efldir sporðar slá. Línan mín þýtur — lárétt ánni mætir. Litríka flugan vatnabúann kætir. Fast er kippt, sá fyrsti er kominn á. Bleikjan mín fagra með flugu sér í munni fláræði mannsins ekki varast kunni. Girnast það flestir, sem glampar skærast á. Árbakkann mjúka með allskyns blómastóði aflþrota fiskur litar sínu blóði. Villt og hörð er veiðimaansins þrá. stangveiðar í ám og vötnum. Margir verða að kaupa dýra veiðidaga í góðum laxám. Aðrir láta sér nægja silungsveiði. Smám saman venjast menn því að fara eftir settum reglum við veiðiárnar. í framtíðinni verð- ur þar eflaust þrengra á þingi en nú er og strangari reglur settar um veiðiaðferðir og al- menna umgengni. En hvað sem því líður er vonandi, að stang- veiðiíþróttin færi sem flestum aukna hreysti og gleði, enn- fremur aukinn skilning á nátt- úru landsins og meiri skilning á þeim dásemdum, sem bundn- ar eru þessari íþrótt í strjálbýlu en fögru landi. Og vonandi geta landeigendur aukið veiðihlunn indin og þar með tekjur sínar af veiðum eða veiðileyfum. Stangveiðimenn á Akureyri æfa sig nú í viku hverri í flugu köstum innanhúss. Sýna þeir mikinn áhuga og taka margir þátt í þessai'i íþrótt og ná sum- ir miklum framförum. En þegar að því kemur í sumar að þessir menn fara að kasta flugu í vatn, verða þeir að glíma við margar þær spurningar, sem ekki verða lærðar inni í húsi. Veiðimenn verða að hafa tilfinningu fyrir veiðiánni, skilja eitthvað af leyndardómum straums og hylja og lifnaðarháttum fisk- Falleg morgunveiði hjá Ilaganesi við Mývatn — spikfeitur urriði. þurfa líka áð geta notið þess jafn ríkulega að veiða -tuttug-u sinnum minnl fiska. ,.En þá þurfa .veiðarfærin að vera af annai'ii gerð og við.hæfi slíks veiðiskapar. t ‘ ... Framboð og-eftirspurn hefur verið ráðandi um leigur veiði- ánna og er ekki um það að fást. En í ljósi þéirrar þekkjngar, sem fyrir liggur og vænta má,' hljóta menn að hafa ræktunar- möguleika ánria í huga, meira en verið hefur. GOdir. það auð- vitað líka iun vötn, sem stað- bundinn fiskur er í og unnt er að hagnýta og auka. Q anna. Reynslan er þar oftast eini kennarinn en misjafnlega gengur mönnum að nema, enda eru ámar margbreytilegar, veðrátta og birta sjaldan eins frá degi til dags, vatn ánna sí- felldum breytingum undirorpið og fiskamir sjálfir hinir mestu duttlungaskepnur. En stangveið in er spennandi íþrótt, oftast dýr, en hver veiðiá og umhverfi hennar er fyrst og fremst sér- stæður ævintýraheimur, jafn- vel hálfgerður helgidómur sumra veiðimanna. Minningar um veiðiferðir er mörgum arin, sem yljar langan og myrkan vetur. Einkum þeim, sem ganga um þennan ævintýraheim með háttvísi og virðingu og kunna að njóta þess sem notið verður í ríki náttúrunnar, jafnframt veiðiskapnum. Eftirsóknarvert er það fyrir þá, sem á flugu veiða, að læra að kasta línu og fara með flugu stöng. Viðureign við tuttugu punda lax eða enn stærri fisk er spennandi og víst er sú veiði falleg og verðmikil. En menn Söngfélagið I GÍGJAH 1 sfofnað I KONUR á Akureyri hafa stofrt að kvennakór, sem þær kalla Söngfélagið Gígjan. Var stofn- fundurinn haldinn í Lóni 12. febrúar s.I. Á þeim fundi mættu 43 konur, en nú hafa um 57 látið skrá sig sem félaga, eftir að auglýst var eftir söngkröft- um. Það var fyrir áeggjan Sigurð ar D. Franssonar söngkennara, að nokkrar konur, sem nutu til sagnar hans, ákváðu að stofna söngfélag þetta. Blandaður kór hefur enginrt starfað á Akureyri síðan Kant- ötukórinn var niður lagður fyr ir hálfum öðrum áratug. En kvennakór var á sínum tíma stofnaður á vegum Slysavarna- deildar kvenna en hefur ekki látið til sín heyra að undan- förnu. Kvennakórinn hefur nú ráð- ið Jakob Tryggvason fyrir söng stjóra en raddþjálfari er Sig- urður D. Fransson. Stjórn kórs- ins skipa: Björg Baldvinsdóttir form., Lilja Hallgrímsdóttir rit- ari og Guðlaug Hermannsdóttir gjaldkeri. í varastjórn eru: Pet rína Þórarinsdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir og Margrét Rögn- valdsdóttir. Q AÐALFUNDUR SJÓ- MANNAFÉLAGSINS ' Á AÐALFUNDI Sjómannafé- lags Akureyrar 19. febrúar var, eftirfarandi samþykkt: „Aðalfundur Sjómannafélaga Akureyrar, haldimi á Akureyri 19. febrúar 1967, lýsir mótmæl- um sínum við tillögum stjórn- skipaðrar nefndar um rekstur togaranna varðandi það, að lög um um hvildartíma sjómanna á togurum verði breytt á þann. veg að hvíldartíminn verði styttur frá því, sem verið hefur. Ennfremur mótmælir fundur inn tillögum þingmannanefndar - um rekstrarei-fiðleika vélbáta útvegsins (báta 45 til 120 rúml.) — varðandi það, að rýra frá því sem nú er, rétt sjómanna til kaups í slysa- og veikindatil- fellum. I Skorar fundurinn á öll félög og samtök sjómanna svo og verkalýðssamtökin almennt, að snúast til varnar og baráttu gegn þessum og hverjum öðr- um aðgerðum, sem fara í þá átt að skerða í nokkru þau fé- lagslegu réttindi, sem áunniztj hafa á umliðmmi árum.“ Félagið á nú rúml. eina millj, kr. eign. Stjóm félagsins skipas Tryggvi Helgason form., Jóö Helgason, Ólafur Daníelsson, Hörður Frímannsson og Ragnau Árnason. — Sjómannafélag Ab ureyrar verður 40 ára 5. febrú- ar á næsta ári, Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.