Dagur - 01.03.1967, Blaðsíða 6

Dagur - 01.03.1967, Blaðsíða 6
6 Norðurflug almenningshlutaféiag (Framhald af blaðsíðu 1) Minnsti hlutur í félaginu er 5 þúsund krónur, en stærð hluta- bréfa verður 5, 10, 50 og 100 þúsund krónur. Stjórn félagsins gerir sér vonir um mjög mikla þátttöku almennings í félaginu bæði á Akureyri og víðar á landinu. Félagið mun nú þegar hefja undirbúning að smíði húss á Akureyrarflugvelli til starfsemi sinnar. í því húsi er gert ráð fyrir að verði verk- stæði, varahlutageymslur, skrif stofur og mötuneyti starfs- manna. Sótt verður um nauð- - Ungmennafélög (Framhald af blaðsíðu 5). fólki hinir beztu skólar. — Menn tala stundum um hug sjónaeldinn, sem ungmenna félögin kveiktu á sínum tíma. Ekki skal úr því dreg- ið. Enn í dag berjast ung- mennafélög fyrir hugsjón- um sínum. Um þær má sjálf sagt deila. En starfsvettvang ur þeirra er yfirleitt traustur og unnið í menningarátt. □ - Framboðslistinn á Austurlandi (Framhald af blaðsíðu 8). Guðmundur Magnússon, odd- viti, Egilsstöðum. Ásgrimur Halldórsson, kaupfé- lagsstjóri, Hornafirði. Sveinn Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum. Hjalti Gunnarsson, útgerðarm., Reyðarfirði. Hér ríkir mikil ánægja með framboðshstann og um hann var mikill einhugur á kjördæm isþinginu. Á laugardgaskvöldið kvikn- aði í kvikmyndavélum í sýning arklefa félagsheimilisins á Reyð arfirði. Þar urðu töluvert mikl- ar skemmdir. Hafnar eru framkvæmdir við flugstöðvarbygginguna á Egils- stöðum. Vonandi er, að sú vinna stöðv ist ekki fyrr en byggingin er fullgerð og getur þjónað því hlutverki, sem henni er ætlað. Verið er að setja upp kvik- myndavélar í félagsheimilinu Valaskjálf. Einn eða tveir menn hafa lagt net imdir ís á Lagar- fljóti og veitt allgóðan urriða. V. S. FERMINGAR- KÁPUR Fyrsta sendingin af fermingarkápunum kemur í dag. TlZKUVERZLUNIN synleg leyfi til þess að reisa bygginguna á flugvellinum, ná- lægt nýja flugskýlinu. Þá verð- ur sótt um leyfi til aðstöðu í farþegaafgreiðslu ríkisins á vell inum. Unnið verður að útvegun tækja og verkfæra til prófun- ar og viðgerða á ýmsum flug- vélahlutum, svo sem flugmæli- tækjum, radíótækjum, raf- magnstækjum og fleiru. í stjórn voru kosnir 5 menn. Fonnaður Kristján Jónsson for stjóri, varaformaður Magnús Jónsson sölustjóri, ritari Freyr Ófeigsson lögfræðingur, með- stjórnendur Jóhannes Fossdal flugmaður og Sverrir Vilhjálms son flugumferðarstjóri. Stjóm- in réði síðan Tryggva Helgason flugmann sem framkvæmda- stjóra félagsins. — Stjómin. (Fréttatilkynning ). Framanskráð fréttatilkynning var fréttamönrium fengin í hend ur á blaðamennafundi á Hótel KEA. En við það tækifæri rakti Tryggvi Helgason sögu Norð- urflugs og skýrði þá breytingu, sem nú hefur verið gerð. En það var 1. nóv. 1959, sem fyrsta tveggja hreyfla vélin, sjúkra- flugvélin, kom hingað, en árið 1964 komu tvær Beechcraft vélar. Auk þess átti Norðurflug tvær kennsluvélar. Sjúkraflug- vélina á Tryggvi að hálfu leyti á móti Slysavarnardeild kvenna og Rauðakrossinum og er ekki um neina breytingu að ræða í sambandi við hana. Hann vakti líka athygli á þeim mikla fjölda farþega á Akureyri og í Eyja- fjarðarsýslu, sem nota mundi vélar Norðurflugs hf. og leggja þannig að sínum hluta nokkuð til uppbyggingar á Akureyri, þar sem fyrirtækið á heima og allir starfsmenn þess.. Q Dreifing ríkis- báknsins Þéir Gísli Guðmundsson og Ágúst Þorvaldsson flytja enn á þingi frumvarp það, er stað- setningarnefnd ríkisstofnana samdi á sínum tíma, um verk- fræðiráðunauta á Norður-, Austur- og Vesturlandi. Er ráð fyrir að þessir ríkisráðu- nautar sitji á Akureyri, Egils- stöðum og ísafirði og séu undir sameiginlegri yfirstjóm vega- málastjóra og vitamálastjóra á svipaðan hátt og sýslumenn „heyra imdir“ dómsmála-, fjár- mála, og félagsmálaráðuneyti. Verkefni þessara fjórðungs- verkfræðinga myndi einkum verða á sviði vega- og hafnar- mála, en jafnframt er ætlazt til að þeir geti starfað fyrir kaup- staði, hreppa og sýslur að opin- berum verkefnum. Heyrzt hefir að sumir yfirmenn í höfuðborg- inni, sem vanir eru að „fjar- stýra“ framkvæmdum um land allt, líti þetta frumvarp hom- auga. □ TIL SÖLU: Vel meðfarin NECCHI saumavél í skáp, tvennir skautar ásamt skóm og bakpoki. Uppl. í síma 1-26-74. Lítið notaður BARNAVAGN til sölu. Uppl. í síma 1-11-52. Nýlegur Philips Bf LAPLÖTU SPILARI til sölu. Uppl. í síma 2-14-20. TIL SÖLU: Sófasett og útvarpstæki í skáp ásamt plötuspilara. Uppl. í síma 1-11-12 fyrir hádegi og eftir kl. G á kvöldin. TIL SÖLU: 80 ær, 3 kýr og eitthvað af heyi. Sverrir Haraldsson, Skriðu, Hörgárdal. TAPAÐ SÁ, SEM FANN myndavél á Oddeyrar- tanga milli kl. 3 og 4 fyrra laugardag, gjöri svo vel og framvísi henni á lögregluvarðstofunni gegn fundarlaunum. ELDRI-D AN S A KLÚBBURINN Dansað verður í Alþýðu- húsinu laugardaginn 4. marz og hefst kl. "9 e. h. Húsið opnað fyrir miða- sölu kl. 8 sanra kvöld. Fastir miðar seldir á föstu dagskvöld 3. marz milli kl. 8—10. Munið að mæta og tryggið ykkur nriða og borð. LAXAR leika. Stjórnin. TIL SÖLU: Land Rover, diesel, árg. 1962. Klæddur og á nýjunr dekkum. Bragi Benediktsson, Grímsstöðum, Fjöllum, N.-Þing. TIL SÖLU: Góður Willy’s jeppi, árg. 1947. Skipti lrugsan- leg á ódýrunr eða ógang- færunr bíl. Uppl. í síma 2-11-62. Vil kaupa 5 MANNA BÍL, ekiki eldri en 3 ára. Uppl. í síma 1-18-34 eftir kl. 7 í kvöld og næstu kvöld. GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ rSlÖfrP) v~\ Vid noturn aílar Perluþvottaduft!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.