Dagur - 22.03.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 22.03.1967, Blaðsíða 7
7 - SAURBÆJAR- HREPPUR (Framhald af blaðsíðu 5) Stóri-Dalur, sem að fornu hét Djúpi-Dalur og var eitt af merkustu höfuðbólum Eyja- fjarðar. Þar var kirkja og bæirn ir framan við Hvassafell töldust til Dalssóknar. En 1750 var kirkjan lögð niður og Dalssókn sameinuð Miklagarðssókn. í Stóra-Dal bjuggu fyrr á tíð mektarmenn. Þar bjó Árni Dals skeggur, sem eitthvað var við- riðinn drekkingu Jóns biskups Gerrekssonar. Þar bjó um 1650 Jón hreppstjóri Jónsson, kyn- sæll maður og stórættaður. Af- komendur hans hafa verið nefndir Stóra-Dalsætt. Nú býr í Stóra-Dal Ingólfur Ásbjarnar son, afkomandi Jóns hrepp- stjóra á Strjúgsá Gíslasonar. Kona hans er María Guðmunds dóttir alsystir Stefáns íslandi, óperusöngvara. — Fremsti bær inn í Djúpadal er nú Litli-Dal- ur, síðan Kambfell fór í eyði. í Litla-Dal búa Ingvi Olason, húnverskur að ætt, og kona hans Bergþóra Jónsdóttir Trampe í Litla-Dal. Nyrzti og austasti bærinn í Miklagarðssókninni er Sam- komugerði. Það var löngum tal in hæg og góð jörð, enda oft bú- ið þar gildir bændur. í seinni tíð hafa þar orðið nokkuð tíð eigenda- og ábúendaskipti og jörðin goldið þess. Nú er öll jörðin í sjálfsábúð, og búa þar tveir ungir og röskir bændur, Sigtryggur Jónsson og Þor- steinn Jónsson. Hefir þegar ver ið hafizt handa um myndarleg- ar húsabætur og ræktun. Má óhætt vænta þess að í höndum þessarra ungu bænda hefjist Samkomugerði aftur í sinn fyrri sess meðal góðjarða í Saurbæjarhreppi. — (Framhald í næsta blaði) TIL SÖLU: Svefnstóll, sófasett (nýtt) saumavél Necci, þvottavél Hoover. Uppl. í síma 1-11-02. BARNAKOJUR með dýnum til sölu. Ódýrt. Uppl. í síma 2-12-95. Akureyringar! Pantið FERMINGA- MYNDATÖKUR í heimahúsum tímanlega. 12 sýnishorn og 1 mynd fullgerð. Pantanir teknar í síma 1-16-33 kl. 12—2 daglega. Páll A. Pálsson, ljósmyndari. ÍBÚÐ ÓSKAST 3ja herbergja íbúð óskast til leigu 1. júní n.k., helzt á brekkunni. Uppl. í síma 6-11-29. Dalvík. LÍTIL ÍBÚÐ óskast til leigu. Uppl. í sínta 2-11-19 eftir kl. 7 á kvöldin. -LANDSMALA- ÞÁTTUR (Framhald af blaðsíðu 5) við séð, að byggðavandamálin fyrirfinnast og eru sama eðlis hjá öðrum þjóðum eins og hjá okkur. í öðru lagi, að Norðmenn hafa gert sér Ijósa grein fyrir þeim og tekið þau föstum t ökum. Þeir gera sér ljóst, að þau eru bæði félagslegs og hagræns eðlis. Stofnun, sem löngu er við urkennd þjóðþrifastofnun, lítur á „byggða“-málin, sem brýn- ustu mál til úrlausnar á líðandi stundu og í náinni framtíð. í þriðja Iagi er það viður- kennt, að þctta sé mál allrar þjóðarinnar, sem hún verði að leysa í sameiningu, borgarbú- ar jafnt og aðrir, enda eins í þeirra þágu, að allri búsetu sé þannig háttað, að sem bezt verði unað í landinu. Um þá hlið, sem veit að of miklu þétt— býli, „stórborgunum“ hefur hér lítið verið rætt, en í Bretlandi t. d. hefur mikið verið að því gert að vinna að málinu frá þeirri hlið. BÍLSKÚR, eða annað heppilegt húsnæði, óskast fyrir viðgerðir. — Tilboð leggist inn á afgr. Dags, merkt: Bílskúr. litlar stærðir Snyrtitöskur Seðlaveski (úr leðri) Skinnhanzkar Peysur o. fl. MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61 Innilegt þakklæti til allra hinna mörgu, nær og fjær, er sýndu samúð og vinarhug með kveðjum, blómum og minningargjöfum við andlát og útför BRYNJÓLFS JÓHANNESSONAR, Lækjargötu 9 A, Akureyri. Magnús Brynjólfsson og aðrir aðstandendur. BORGARBÍÓ Svarsími 1-15-00 Kvikmyndin, sem farið hefur sigurför um allan heim: ISL. TEXTI NÝKOMID: EYRNALOKKAR ARMBÖND PEYSUR frá „Karnabæ“ fyrir ungu stúlkurnar VERZLUNIN DRÍFA Sími 11521 MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við bama- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í Bókabúðinni Huld og hjá Laufeyju Sigurðardóttui’ Hlíðargötu 3. I.O.O.F. Rb. 2 — 1153228V2 — MESSUR f AKUREYRAR- PRESTAKALLI: Skírdagur: Messað verður í Akureyrar- kirkju kl. 10.30 f. h. (Ferm- ing). Sálmar: 372, 590, 594, 595, 591. — B. S. STEFÁN BENJAMÍNSSON frá Hrísum varð sjötugur síðastl. sunnudag, 19. marz. Hann á nú heima í Stórholti 4 A, Ak- ureyri. FRAMSÓKNARFÓLK AKUR- EYRI. Sjáið augl. í blaðinu í Messað á Elliheimili Akur- dag um fund n.k. þriðjudags- eyrar (altarisganga) kl. 2. — kvöld. Fréttir af flokksþingi. P. S. Föstudagurinn langi: Messað í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h, Sálmar: 159, 174, 168, 170. — B. S. Messað í Bamaskóla Glerár- hverfis kl. 2 e. h. Sálmar: 156, 159, 174, 484. P. S. Páskadagur: Messað í Akur- eyrarkirkju kl. 8 f. h. Sálmar: 176, 187, 184, 186. B. S. Messað í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. Sálmar: 176, 187, 183, 186. P. S. Messað í Lögmannshlíðar- kirkju kl. 2 e. h. Sálmar: 17*6, 189, 179, 186. B. S. Messað á Fjórðungssjúkrahús inu kl. 5 e. h. B. S. FRÁ ÞINGEYINGAFÉLAG- INU á Akureyri! Þriðja og síðasta spilakvöld félagsins verður laugardaginn 1. apríl n.k. að Bjargi og hefst kl. 20.30. Góð kvöldverðlaun og heildarverðlaun. Allir vel- komnir. Nefndin. SLYS AVARN AKONUR Akur eyri! Allir sem hafa skráð sig til utanlandsfararinnar eru vinsamlega beðnir að mæta á Bjargi miðvikudaginn 29. marz kl. 8.30 e. h. Þá eru þær deildarkonur sem kynnu að hafa áhuga á þessari ferð, beðnar að mæta þar líka og skrifa sig niður, annars verða þau örfáu sæti sem óráðstaf- að er, eftirlátin öðrum. Ferða nefndin. Annar páskadagur: Messað í Akureyrarkirkju kl. 10.30 f. h. (Ferming). Sálmar: 645, 590, 594, 595, 591. P. S. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Almenn samkoma á föstudag- inn langa kl. 20.30. Ingunn Gísladóttir, hjúkrunarkona, og Benedikt Arnkelsson, cand. theol., tala. Allir vel- komnir. — Páskadag: Al- menn samkoma kl. 20.30. — Benedikt Arnkelsson talar. Allir velkomnir. Sunnudaga- skóli kl. 11 árd. Öll börn vel- komin. SAMKOMUR að Sjónarhæð verða á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og 2. páska- dag kl. 5 e. h. alla dagana. Nýr ræðumaður á hverri samkomu. Á laugai’dagskvöld ið er biblíulestur. Allir eru velkomnir á samkomurnar. PASKASAMKOMUR Hjálp- ræðishersins: Skírdag og föstudaginn langa verða sam- komur í sal Hjálpræðishers- ins kl. 20.30. Páskadagsmorg- un kl. 8 upprisufagnaðarsam- koma. Kl. 2 sunnudagaskóli og kl. 20.30 hátíðasamkoma. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Hátíðasanikomur verða sem hér segir: Á skírdag kl. 8.30. Á föstudaginn langa kl. 8.30. I. páskadag kl. 8.30. II. páskadag kl. 8.30. Ræða, vitnisburðir. Söngur og músik. Allir hjartanlega velkomnir. Fíladelfía. - FLOKKSÞINGIÐ (Framhald af blaðsíðu 4) Ályktanir ílokksþingsins um landsmál sem eru marg- ar og um margskonar efni munu nú koma fyrir al- menningssjónir. Verður mál efnagrundvöllur flokksins í STTtríi byggður á þessum ályktunum. I>ar er að finna greinargerðir um verkefni sem flokkurinn tilheyrir að leysa verður nú á næstunni. Einnig yfirlit um æskileg markmið á komandi tímum. LIONSKLUUBUR AK- 3g|H UREYRAR. Kvöldfund ur — Konukvöld —, í Sjálfstæðishúsinu mið- vikud. 22. marz (í kvöld) kl. 19. Dökk föt eða „smoking". GJÖF til Fjórðungssjúkrahúss- ins til minningar um Petru Sigríði Steindórsdóttur frá S. J. kr. 1000. Með þökkum móttekið. G. K. Pétursson. eitt sixntal og pér eruð tryggður ALMENNAR TRYGGINGAR £ HAFNARSTRÆTI 100 AKUREYRI SÍMI 11600 TRYGGING ER NAUÐSYN slysa-og ábyrgða- trygging

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.