Dagur - 01.04.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 01.04.1967, Blaðsíða 7
7 - Námskeið í vetrarstörfum skáfa (Framhald af blaðsíðu 8.) inum fór niður í Skíðahótel og fékk þar ágætar viðtökur. Þrátt fyrir veðrið hélt hann síðar beinustu leið yfir Glerá til Fálkafells og kom þangað eftir nokkuð harða útivist. Flokkurinn, sem var í Kjarna skógi hélt til Akureyrar og síð- an í Fálkafell um kvöldið. Allan tímann hafði Fálkafell talstöðvarsamband við flokk- ana sem fóru í Hlíðarfjall og að Eyjafjarðará, en til flokks- ins, sem fór að Kristnesi heyrð- ist aldrei. Fálkafell hafði einnig talstöðvarsamband við Akur- eyri og á páskadag náðist gott samband við flokk frá flugbjörg unarsveitarinni, sem var þá á leið í Skíðahótelið. hefur Gilwell-þjálfun fyrir skátaforingja. Leiðbeinendur voru Ingólfur Ármannsson, Dúi Björnsson, Jón Páll Halldórsson og Tryggvi Þorsteinsson. Þetta er í fyrsta sinn sem námskeið í vetrarskátun fer fram á íslandi, en þessi fram- kvæmd var einn liðurinn í starfsáætlun Skátafélags Akur- eyrar í sambandi við 50 ára afmæli skátastarfs hér í bæn- um. Samtímis námskeiðinu í Fálkafelli dvöldu 15 dróttskátar í tjöldum og snjóhúsum skammt frá Skíðastöðum. Létu þeir vel yfir útivistinni þrátt fyrir veðrið. (Fréttatilkynning) Flokkarnir, sem fóru frá Fálkafelli á laugardag létu all- ir vel yfir ferðum sínum, en vegna óveðursins tókst þeim ekki að fara nákvæmlega þær leiðir, sem þeim voru ætlaðar. Þátttakendur í námskeiðinu voru níu. Þar á meðal þrjár stúlkur frá Reykjavík. Allt var þetta fullorðið fólk, sem lokið - MUSTERI ÓTTANS (Framhald af blaðsíðu 1) armenn munu vera á verði og spara spádómana. En núver- andi fjármálaráðherra er ekki í hættu með þingsæti sitt. Ef hann félli í kjördæminu, sem ekki er ástæða til að spá nú, fengi hann uppbótarsæti, en losnaði e. t. v. undan valdi dýr- tíðardraugsins í fjármálaráðu- neytinu. En það mundu þeir ekki harma, sem vilja Magnúsi vel og telja að hann geti notið sín betur annars staðar. Ef stjómarflokkarnir tapa einu þingsæti, fellur stjórnin. Þess vegna útbásúna talsmenn hennar í öngum sínum, að þetta geti ekki skeð. Ef Alþýðubanda lagið vinni í kjördæmi, sem raunar sé útilokað, tapi það uppbótarsæti í staðinn. Og Framsóknarflokkurinn geti hvergi bætt við sig sæti. Þó vita; þeir vel, hvað gerðist í kosning unum 1963. Stjómarflokkamir töpuðu þá tveim þingsætum til Framsóknarflokksins en fengu eitt frá Alþýðubandalaginu. Niðurstaðan því sú, að stjómin tapaði einu þingsæti. Hún var á niðurleið fyrir fjórum árum og lögmál brekkunnar lætur ekki að sér hæða. Ef litið er á fylgis aukningu Framsóknarflokksins í síðustu kosningum og gert ráð fyrir eitthvað meiri fylgisaukn- ingu nú, svo ekki sé meira sagt, getur hver og einn sannfært sig um, hvað gerzt getur, og að æðstu prestarnir í „musteri ótt- ans“ eru ekki að ástæðulausu orðnir slæmir á taugum um þessar mundir. □ ÚRSLIT í 2. DEILD ÚRSLITALEIKUR í H. deild ís landsmótsins í körfuknattleik, sem fara átti fram laugardaginn 18 marz sl., fer fram laugardag- inn 1. apríl kl. 3 e. h. í íþrótta- skemmunni. Leikurinn er á milli Þórs og Héraðss'ambands- ins Skarphéðins. Á undan þess- um leik er leikur í 2. fl. karla í Akureyrarmótinu og mætast þar Þór og ÍMA. Athugið að forleikurinn hefst kl. 3 e. h. Á sunnudag verður haldið hraðmót í körfuknattleik með þátttöku frá Skarphéðni, Þór, KA og ÍMA. HVÍ EIvKI AÐ REYNA ÞETTA? LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 11. þ. m. flutti ég erindi í Sjónar- hæðarsal. Nefndi ég það: „Viltu hætta að drekka?“ í erindinu var bent á ýmiss ráð, sem fólk, sem vill hætta að drekka, getur hagnýtt sér. Eitt hið bezta og áhrifaríkasta ráðið er biblíulestur. Biblían geymir hreint og heiðríkt, andlegt and- rúmsloft, sem heilnæmt er hveijum manni, sem vill anda því að sér. Orð Guðs geymir kraft, sem getur veitt sigur á freistingastund, þegar áfengis- löngunin knýr á dyr. Maður, sem hlýddi á erindið áðm-nefnda, gat fullyrt, að biblíulestrarfundir, sem ég hefi haldið, hafi hjálpað sér eða orð- ið sér til gagns á sviði áfengis- vandamálsins. Hví ekki að reyna að koma á biblíulestrarfund nú á laugar- dagskvöldið 25. þ. m. kl. 8.30 að Sjónarhæð? — Allir eru vel- komnir. Sæmundur G. Jóhannesson. STEFANÍA EINARSDÓTTIR, Grenivöllum 24, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 4. apríl nækstkomandi kl. 13.30. Þeim, sem vildu heiðra minningu hennar, er vin- samlegast hent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Páll Jónsson frá Vatnsenda. GRÁSLEPPUVEIÐAR. ÚR SÖGUNNI f BRÁÐINA ÁRIN 1965 og 1966 munu um 17 þúsund tunnur grásleppu- hrogna hafa komið á markað- inn af svæðinu frá Langanesi til Stranda, hvort árið. Verðið var hæst um 6 þúsund krónur tunnan en er nú fallið niður í 1700 krónur. — Miklar birgðir eru óseldar í landinu því að markaðurinn yfirfylltist. Lítur út fyrir, að grásleppuveiðin leggist niður, a. m. k. í bráðina og grásleppuævintýrið sé liðið. Til dæmis um tekjuauka manna vegna grásleppuveiðanna má nefna, að Þórshafnarbúar seldu eitt árið hrogn fyrir 6—7 millj. króna. □ - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). af næringargildi sínu við hey- verkunina eins og liún tíðkast. Á þessu hlýtur að mega ráða nokkra bót og gera heyið betra og verðmætara fóður. Oft hef ég hugleitt, hvort ekki mætti aka upp nýjar verkunaraðferð- ir. Kemur þá einkum til greina að slá grasið hálfsprottið, hrað- þurrka það síðan með heitu lofti og geyma þannig nýgræð- inginn næstum óskemmdan til vetrarins. Það þyrfti að kanna þetta mál og fleiri í náinni fram tíð.“ BEÐIÐ UM SPARNAÐ Margir eru um þessar mund- ir beðnir um að sýna þegnskap vegna þrenginga atvinnuveg- anna. Sem betur fer er ekki allt á háusnum. Útvegsbanki Is- lands vígði nýlega afgreiðslusal. Um það segir m. a.: „Heilt tré var keypt í Brasilíu til þess að vinna úr svokallaðan palisandervið til þess að sama munstrið sé á öllum harðviðar- innréttingum; var þetta mikla tré flutt til Frakklands og flett þar, og getur mannlegt auga hvergi litið þetta munstur nema í Útvegsbankanum. Þá eru sum ir veggir lagðir ítölskum mar- mara og skiptist hann á við til- höggvið grjótið frá tíð Islands- banka.“ (!) □ - Biblíufyrirlestur (Framhald af blaðsíðu 5.) legt vald hér á jörðu, stjórn- málahreyfing eða skipulag í líkingu við Sameinuðu þjóð- irnar muni geta leyst hin nú- verandi vandamál heimsins, — heldur aðeins ríki eða stjórn' Guðs. Álíti vottarnir þess vegna að það sé tímabært fyrir allt fólk, að taka alvarlega til at- hugunar það sem Biblían hefur að segja um þetta guðsi'íki, og um endalok þessá núverandi heimskerfis. Fyrirlesturinn í Bjargi, sem á biblíulegum grundvelli mun fjalla um þessi mál, mun eins og þegar er sagt, hefjast kl. 16 á sunnudaginn kemur og er allt áhugasamt fólk velkomið. (Fréttatilkynning). KRISTILEGAR SAMKOMUR í Alþýðuhúsinu. Boðun fagn- aðarerindisins (Það sem var frá upphafi) I. Jóh., 1. — Mánudaginn 3. apríl kl. 20,30.. — Allir velkomnir. — John Holm, Calvin. Casselman. SKOTFÉLAGAR! — Æfing í íþróttaskemmunni kl. 9.30 til 11.30 f. h. á sunnudaginn kem ur. Vinsamlegast greiðið þá árgjaldið, sem er kr. 300. — Munið eftir að nota strigaskó eða inniskó í skemmunni. — Nýir félagar eru velkomnir. SÆMUNDUR G. JÓHANNES- SON hefur biblíulestur að Sjónarhæð kl. 8.30 í kvöld, laugardag. Allir velkomnir. SÁLARRANNSÓKNAR FÉLAGIÐ á Akureyri. Fund ur verður haldinn í Bjargi þriðjudaginn 4. apríl n.k. kl. 8.30 síðdegis. — Fundarefni: Stefán Eiríksson flytur efni frá miðilssambandi Guðrúnar Sigurðardóttur. Stjómin. MUNIÐ eftir fermingarkortum Æskulýðsfélagsins. Ágóði af sölu kortanna rennur til sum arbúða ÆSK við Vestmanns- vatn. MINNING ARSP J ÖLD Hjarta- og æðasjúkdómsvarnarfélags- ins fást í öllum bókabúðum bæjarins. - Kæra, sem ekki var á rökum reist (Framhald af blaðsíðu 1) en mjúkur snjór bæði undir og ofaná, rótin mjúk, hagar sæmi- legir og umferð hrossa auðveld. Snjór er töluvert mikill en nær þó víða vel til jarðar. Umsögn þeirra Björns og Árna um þessi útigönguhross liggur nú fyrir. Umsögn Björns Jónssonar fer hér á eftir: Ritstjóri Dags bað mig að fara með sér upp í Hlíðarfjall til þess að athuga útigöngu- hross, sem þar hafa verið og fórum við för þessa 30. marz, ásamt Árna Magnússyni lög- regluþjóni. Eftir þessa athugun tel ég, að hrossin séu í bezta útliti, sum næstum því í haustholdum og engin merki þess, að þau hafi liðið skort. Beitarjörð er við- unandi en á takmörkuðum svæðum. Umsögn Árna Magnússonar í þessu hrossamáli gekk til sýsíu mannsembættisins, því að hann var líka af yfirvöldunum kall- aðui' til að skoða sömu hross daginn eftir, eða í gær. Samkvæmt samtali við sett- ann sýslumann síðdegis í gær, var vottorð Árna og Guðmund- ar Knutsens dýralæknis þangað komið. Þar segir m. a.: Hi'ossin virtust vera vel frísk, voru í góðum holdum en ekki vel full. Beit fyrir hrossin er of lítil, þar sem hrossin voru var ekkert skjól o. s. frv. Virðist nú þetta hrossamál úr sögunni. Rannsókn málsins var sjálfsögð, vegna þess að kært var. En kæran var ekki á rök- um reist og mega allir vel við það una. ' □ BRÆÐRABRUÐKAUP. — Á páskadag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Sigríður Val- gerður Jósteinsdóttir og Unn ar Halldór Ottesen verka- maður. Heimili þeirra er að Spítalavegi 1, Akureyri. — Og ungfrú Anna Guðríður Ringsted og Arnljótur Geir Ottesen verkamaður. Heimili þeirra er að Aðalstræti 8, Akureyri. BRÚÐHJÓN. Þann 23. marz voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju brúð hjónin ungfrú Ólína Erla Leonharðsdóttir og Sveinn Eggertsson bakari. Heimili þeirra er að Hafnarstræti 88, Akureyri. BRÚÐHJÓN. Laugardaginn 25. marz s.l. voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestin- um í Grundarþingum: Ung- frú Rannveig Friðgeirsdóttir Axfjörð, Akm-eyri, og Gunn- laugur Baldvin Ólafsson, stud. art. frá Gilsbakka í Arnarneshreppi. — Ennfrem- ur ungfrú Júlía Sjöfn Sigur- jónsdóttir frá Syðra-Skörðu- gili í Skagafirði og Einar Benediktsson, bóndi á Eyr- arlandi. FRÁ Þingeyingafélaginu. Mun- ið síðasta spilakvöld félagsins að Bjargi í dag, laugardaginn 1. apríl, kl. 20,30. Skemmti- atriði. Myndasýning. — Allir velkomnir. — Nefndin. GJOF til Fjórðungssjúki-ahúss- ins. Kr. 1000,00 frá M. M. — Með þökkum móttekið. — G. Karl Pétursson. - ÁSTAND ATVINNU- VEGANNA (Framhald af blaðsíðu 4). Frystiiðnaðinn er að reka í algjört strand, en hann hef- ur um laiíga hríð yfcrið þýð- ingarmesti einstaki þáttur- inn í þjóðarbúskapnum. Eru þar að verki áhrif stjómar- stefnunnar og stjómarfarsins á rekstur bátanna og sjálfra frystihúsanna. Ekki tekur betra við ef at- hugað er hvernig ástatt er varðandi iðnaðinn í landinu og áhrif stjómarstefnunnar á hann. Fjöldi fyrirtækja hef ur orðið að hætta störfum og mikill þorri þeirra, sem enn starfa, eiga við stórkostlega erfiðleika að etja, sem eiga rætur sínar að rekja til þeirr- ar stefnu sem fylgt hefur ver ið undanfarin ár, óðaverð- bólgunnar, reksturslána- skortsins, álagaflóðsins og þess algera forustuleysis og skorts á samstarfi um lífs- nauðsynlegar nýjar fram- kvæmdir til endurbóta, sem einkennir stjómarstefnua. Landbúnaðurinn er í úlfa kreppu vegna óðaverðbólgu og beinna ráðstafana ríkis- stjórnarinnar m. a. í vaxta- og lánamálum, sem hækkað hafa reksturskostnaðinn og hafa bændasamtökin orðið að grípa til neyðarráðstafana út af þessum vanda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.