Dagur - 01.04.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 01.04.1967, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Sjónleikurinn „Á útleið“ verður frumsýndur í kvöld. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson) Námskeið í vetrarstörfum skáta NÁMSKEIÐ í vetrarskátun fór fram á Fálkafelli dagana 22. til 27. marz. Kennt var ýmislegt, sem við kemur vetrarstarfi skáta og útilífi að vetri til. Meðal annars var þetta tekið fyrir: • Klæðnaður og nesti í vetrar- ferðum. Skíði og notkun skíða- áburðar. Snjóhúsabyggingar af ýmsum gerðum. Vetrartjöld og tjaldbúðir í snjó. Sleða- og skautaferðir. Kort og áttaviti. Ferðaáætlanir. Skipulag skáta- ferða. Kaðlar og klifur. Hjálp í , viðlögum o. fl. ] Verklegar æfingar voru í öil- um greinum eftir því sem við var komið, t. d. farnar göngu- ferðir, sigið í kletta, sofið í snjó húsum o. s. frv. j Á laugardaginn fyrir páska lögðu þrír flokkar af stað frá Fálkafelli og áttu þeir að hafa 24 tíma útivist, sofa í snjó og lifa á takmörkuðum matar- 1 Mikill raiiðuiagaafli Dalvík 31. marz. Góð hrogn- kelsaveiði hefur verið hér þeg- ar á sjó hefur gefið. Fengizt hafa upp í 700 rauðmagar í um- vitjun hjá hverju úthaldi. Verið er að opna leiðina til Akureyrar og einnig fram í dalina. Mjólkurbílarnir leggja af stað með mjólk til Akureyrar í kvöld, eftir meira en vikuhlé. En þann tíma hefur mjólkin verið flutt sjóleiðina. j Skugga-Sveinn verður vænt- anlega frumsýndur um miðjan apríl. J. H. FRAMSÓKNARFÓLK ! AKUREYRI MUNIÐ fundinn að Hótel KEA n.k. mánudag kl. 20.30. Fréttir af flokksþinginu og fleira. — Frummælandi Ingvar Gíslason alþingismaður. AUt Framsókn- arfólk hvatt til að mæta vel og stundvíslega. □ skammti. Gönguleiðir tveggja flokkanna voru 20—30 km, en ein leiðin var nokkru skemmri. Flokkarnir áttu að leysa ýmis verkefni á léiðunum, en svo var um hnútana búið, að allir gátu leitað húsaskjóls ef veðrið yrði mjög slæmt, en veðurútlitið var tvísýnt þegar lagt var af stað, enda gerði hið versta veður þegar á kvöldið leið. Flokkur, sem fór austur að Eyjafjarðará gisti í húsi skóg- ræktarinnar að Kjarna, flokkur, sem fór um Hlíðai'fjall og Hrappsstaðaskál gisti í Stromp- inum, og flokkur, sem fór að Klúkum og síðan átti að fara upp í Reykárbotna og heim fyr- ir neðan Súlur, gisti í Kristnesi hjá Eiríki BrynjóKssyni og fékk þar ágætan beina eins og vænta mátti. Á páskadag var hið versta veður, en þrátt fyrir það hélt flokkurinn frá Kristnesi til fjalls og kom í Fálkafell eftir 6 tíma ferð. Flokkurinn, sem var í Stromp (Framhald á blaðsíðu 7) HÚS BRANN Á VOPNAFIRÐI Vopnafirði 31. marz. Aðfaranótt 29. marz kom upp eldur í gamla læknishúsinu á Vopnafirði og brann það til ösku á skömmum tíma. Hún þetta var læknisbú- staður í meira en 60 ár en var nú íbúð sveitarstjórans, Guð- jóns Inga Sigurðssonar og þar voru sveitarstjórnarskrifstofur. Hvolpur vakti fólkið og mátti ekki seinna vera, því að fólk komst nauðuglega úr eldinum. Allt innbú brann og mest af gögnum sveitarfélagsins, er þarna voru. Feiknamikill snjór er hér og er samgöngum haldið uppi með snjóbíl. Þ. Þ. STJORNARSKRÁRBREYT- ING Lagt hefur verið fram á Al- þingi á vegum stjórnarinnar frumvarp um breytingu á stjórnarskránni, þess efnis, að kosningaaldur verði lækkaður úr 21 niður í 20 ár. Þetta er samkomulagsmál úr nefnd, sem skipuð var fulltrúum allra stjórnmálaflokka, og liefur Dag ur nýlega birt upplýsingar úr álitsgerð hennar. Gera má ráð fyrir, að breytingin verði sam- þykkt á þingi því, er nú situr, en hún gengur þó ekki í gildi fyrr en hún hefur verið sam- þykkt í annað sinn og þá á ný- kjörnu þingi eftir kosningar. 20 ÁRA ALDURINN Breytingin myndi þá gilda fyrir þá, sem eru 20 ára við næstu kosningar á þar eftir, hvenær sem þær verða. Margt má að sjálfsögðu segja um breytingu á kosningaaldri. Með al ungs fólks, sem njóta á kosn ingaréttarins fyrr en áður, eftir þessa væntanlegu breytingu, eru skiptar skoðanir og ekki allir á einu máli. M. a. telur það, að með breytingunni muni pólitíkin halda innreið sína í menntaskólana og verða þar ó- æskilega mikil. En hvað sem því líður, mun almennt mega segja, að með vaxandi menntun hér á landi og örari þroska ungs fólks, sé breytingin eðlileg. TILLAGA KARLS í sambandi við stjórnarskrár breytinguna, sem að framan greinir, er rétt að minna á gagn merka tillögu Karls Kristjáns- sonar, um framkvæmd hinnar almennu endurskoðunar á stjórnarskránni. En sú endur- skoðun var áformuð fyrir meira en tveimur áratugum. Þessi tillaga, sem flutt var fyrr á yfirstandandi þingi, hefur enn enga afgreiðslu hlotið. LÍTIL BÖRN I STÓRHRÍÐ Ekki ætlar Dagur að letja fólk til útivistar eða að notfæra sér góða aðstöðu í Hlíðarfjalli Þéttur runni við Gilsbakkaveg með snjóhettu. (Ljósm.: E. D.) til skíðaiðkana eða gönguferða þar. En á páskum kom það fyr- ir þar efra, sem verðskuldar at hyggli. Veðurútlit var illt, vond veðurspá og bílfæri ótryggt. Samt fóru mörg börn, allt niður í 5—6 ára, upp í Illíðarfjall með áætlunarbílum. En svo skall á hið versta óveður, bílar töfð- ust, suin yngsu börnin voru þreytt, einnig svöng, auralaus og e. t. v. naumast nógu vel bú- in. Þau voru á sínum eigin veg um, en ekki í umsjá fullorðinna. UMHUGSUNAREFNI Á nú að fara að hræða böm- in á Hlíðarfjalli? Nei, alls ekki, en vonandi móðgast enginn þótt minnt sé á að búa þau skjól lega, gott er líka að láta þau liafa með sér nestisbita, sem þeim er leyft að borða í Skíða- hótelinu, annars aura til að kaupa sér hressingu fyrir. Og varast skyldu foreldrar að senda mjög ung böm ein síns liðs, a. m. k. ef veðurútlit er ekki tryggt. Það er kannski ekki vinsælt að kveða upp úr nieð það, að það var guðsmildi, að ekki urðu slys í Hlíðarfjalli um páskana. En þetta verður þó að segjast til viðvörrmar. Svöng og þreytt börn eru auð- veld bráð heljarkulda og blind- byls þegar eitthvað ber út af. Við megum ekki eiga neitt á liættu í þessu efrti. VANTAR PRESTA Svo er ástatt í landi okkar um þessar mundir að all mörg prestaköll em prestslaus. Hafa þau verið auglýst en enginn um þau sótt. Meðal þeirra em prestaköll, sem löngum hafa verið eftirsótt, svo sem Möðm- vallaklaustursprestakall. Guð- fræðideild Háskólans útskrifar fáa guðfræðinga um þessar mundir, og mun aðeins einn út skrifast þar í vor og e. t. v. ann ar í haust. Er því ekki annað sýnna, en að nokkrir söfnuðir verði að kotnast af með minni prestlega þjónustu en til er ætlast. DJÁKNAR Einn djákni er starfandi í land- inu og situr í Grímsey. Eflaust mundu leikmenn fúsir að taka að sér djáknastörf ef þeir ættu kost á nauðsynlegum undirbún ingi. Gæti það bætt úr brýnni þörf meðan svo er ástatt að prestvígðir þjónar kirkjunnar eru eins fáir í starfi, sem raun ber vitni. MARGT ÓLÆRT í Þjóðólfi, blaði sunnlenzkra Framsóknarmanna, sem gefið er út á Selfossi, birtist 6. marz langt viðtal við Eggert bónda Ólafsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, en þar er að sögn blaðsins eitt af myndarlegustu bændabýlum landsins. Eggert á Þorvaldseyri segir m. a.: „Við eigum vissulega margt ólært um fóðurframleiðsluna. Komrækt er aðeins eitt atriði á því sviði. Það liggur í augum uppi að grasið tapar mjög miklu (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.