Dagur - 08.04.1967, Side 2

Dagur - 08.04.1967, Side 2
2 Um framleiðslnþörí (Framhald af blaðsíðu 1) auka haustmjólkurframleiðsl- una verulega, án þess að sumar framleiðslan aukizt að sama skapi, verði of dýr fyrir bœnd- ur og dýrari en að flytja mjóik milli landshluta. Sá kostnaður, sem af því leiddi, yrði að greið- ast sérstaklega af neytendum, ef óskir koma fram um þess- háttar framleiðslubreytingu. Þetta yfirsést mörgum, sem vilja sníða mjólkurframleiðsl- una við hæfi innanlandsmark- aðarins og hafa lítið sem ekkert til útflutnings. Það myndi hækka hvern mjólkurlítra, sem notaður er í landinu. Ef útflutn ingsuppbætur yrðu sparaðar með þessum hætti, þýddi það bara hækkað verð á innlenda markaðinum. Útflutningsbætur á mjólkurframleiðslu er því tryggingargjald, til að tryggja það, að alltaf verði séð fyrir nægum vörum, sem annars kynnu að vanta eða aðeins fást á miklu hærra verði. ALkunna er, að þegar vörur vantar, eru þær keyptar á því verði, sem á þær er sett og á svörtum mark- aði. Það er því furðulegt, að fólk úr röðum neytenda skuli vilja draga úr fi'cimboði þessara vara, sem gæti orsakað illt ástand vegna vöruskorts eða stórhækkað verðlag til tjóns fyr ir neytendur. Á síðastliðnu ári þurfti að flytja út mjólkurvörur fyrir 15 —20% mjólkui'framleiðslunnar. Gera má ráð fyrir, að þessi út- flutningur minnki á þessu ári, en ekki er unnt að spá um það á þessu stigi, hve mikið. Ég tel framleiðsluna hóflega, miðað við markaðsástandið, eins og- það nú er, með því magni, sem framleitt var á síðastliðnu ári. Árleg aukning á næstunni þyrfti þá að miðast við fólks- fjölgun í landinu, sem er 2—3%. Sama má segja um sauðfiár- framleiðsluna, þó eru markaðs- skilyx-ði hennar erlendis hag- stæðari ennþá, en á mjólkur- vörum, þrátt fyrir verðfall. En allt getur þetta breytzt fljót- lega. Viðhorf til útflutnings á land búnxxðarvörum geta bx'eytzt áð- u'r en langt líður, því allir út- flutningsatvinnuvegirnir eiga x vökv að verjast og slíkt ástand getur naumast varað lengi svo að ekki leiði til stóx-felldra vand ræða með þjóðinni. Þess vegna hljóta öll þessi mál að vei'ða tekin til yfirvegunar á næstu mánuðum. Við skulum því vera bjartsýnir og halda vel í horf- inu með framleiðslumagn og reyna að laga framleiðsluskil- yrðin eftir því sem ástæður framast leyfa og líta björtum augum til framtíðarinnar. Bænd ur eru ekki einir um að þurfa að fást við erfiðleika í rekstr- inum. Fjárhagsörðugleikar heimsækja nú marga í okkar þjóðfélagi. Við því má alltaf bú ast, en góðærin skyldi allta-f nota til að undii'búa það, að mæta hörðum árum. Vei’ðbólgan hefur dregið úr viðleitni bænda og annarx-a þjóð félagsþegna til þeirra hluta. Vei'ðbólgan er mikill bölvaldur og stórt eyðingarafl. Ekki verð ur neinum vöi'num við komið til frambúðar, nema að hún vei'ði stöðvuð og það verður að gei-ast ef þjóðin á ekki að glata fjái’hagslegu sjálfstæði sínu. Öll þjóðin verður að standa saman um að leysa þann vanda. Alltaf er verið að tala um, að landbúnaður búi við mikla styrki og er þá sérstaklega átt við útflutningsbætur og niður- greiðslurnar. Niðurgi'eiðslurnar eru Landbúnaxjinum óviðkom- andi að því leyti, að þær eru ekki gerðar hans vegna. Á sl. hausti voru niðurgi'eiðslur stór- aukna, en það var ekki gert fyrir landbúnaðinn eða vegna óska bænda, heldur þvert á móti. Á sl. sumri hækkaði vei'ð á ýmiskonai' vörum og þjón- ustu, svo sem rafmagni, hita- veitugjöld í Reykjavík, skattar og sura matvæli. Þetta orsakaði 3—4 stiga hækkun kaupgjalds- vísitölu. Laun áttu því að hækka, sem þessu svaraði á sl. hausti. Ríkisstjórnin ákvað þá, að gi-eiða vísitöluna niður. En hún ákvað ekki að greiða niður skatta eða rafmagn og hitaveitu gjöld, eins og þó hefði mátt bú- ast við. En þá hefði Reykjavík- urborg orðið styrkþegi sam- kvæmt kenningunni. Heldur var ákveðið að greiða niður mjólk um kr. 1.35 lítrann og smjör um kr. 23.00 hvert kíló. Þetta er ekkert einsdæmi. Svona hefur þessu verið háttað lengi. Slíkar niðui'greiðslur eru ekki gerðar vegna landbúnaðar ins, þótt hann kunni e. t. v. að njóta eitthvað aukinnar sölu vegna þeirra. Þær eru gerðar til þess að halda niðri almennu kaupgjaldi fyrir atvinnuvegi í landinu, og með þessum niður- gteiðslum er raskað eðlilegum möguleikum annarra greina til að keppa um vinnuaflið. Ymsar þjónustugreinar, sem ekki eru háðar neinum verðlagshöftum, fá með þessum hætti óeðlilega ódýi't vinnuafl og draga um of vinnuafl til sín frá undirstöðu- atvinnuvegunum. Þessar miklu niðurgreiðslur geta því valdið alvarlegri röskun í þjóðlífinu, sem torvelt er að lækna og bitna að nokkru á landbúnað- inum. Útflutningsuppbætur eru nú greiddar í stórum stíl til sjávar útvegsins, auk þess sem hann nýtur sérstakra fríðinda við inn flutning skipa o. fl. Landbúnað- urinn ef því ekki einn á báti. Þetta er óneitanlega óæskileg þróun. Nú eru uppi raddir um, að skerða þessa aðstöðu land- búnaðaiáns og nota féð, sem hann fær í útflutningsuppbætur til þess að létta öðrum skuld- bindingum af ríkissjóði, svo sem að styðja ræktun lands, hagræðingu í búskap o. fl. sam- kvæmt sérstökum lögum. Er sá stuðningur við landbúnaðinn minni hér en í flestum öðrum nálægum löndum. Þessi stefna kemur fram í frumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi um verð lagningu búvöru o. fl. Ýmsir stjórnmálamenn hafa lýst stuðn ingi sínum við þetta frumvarp. En slíkt geta bændur aldrei samþykkt. Eigi að draga úr út- flutningsuppbótunum, verður annað að koma í staðinn, sem er bændum jafnmikil trygging fyrir því, að fá lágmarks fram- leiðslukostnaðarverð fyrir vör- ur sínar. Þetta vil ég undir- strika og leggja á það sérstaka áherzlu. Útflutningsuppbæturn ar skera landbúnaðarframleiðsl unni mjög þröngan stakk. Og í rauninni er mjög erfitt að laga framleiðsluna í hinu þrönga kerfi, við óstöðugt verðlag inn- anlands, og það þó einhverjum hagstjórnartækjum væri beitt, sem bændur hafa ekki yfir að ráða. Bændur verða að standa þarna vel á verði og víkja hvergi frá rétti sínum. Nauðsyn legt er, að bændur átti sig vel á stöðu sinni í þjóðfélaginu og einnig því, hve áhrif þeirra hafa rýrnað á Alþingi á síðustu árum. Þess vegna þurfa þeir að vera samhuga um kjaramál sín og vara sig á flugumönnum, sem koma til þeirra undir yfir- skyni vináttunnar. En undan gærunni standa úlfshárin alls- staðar ógnandi. 'v Q Sfefna Framsóknarflokks- ins mjög sigurvænleg Góður fundur Framsóknarfélaganna á Akureyri VOLSUNGUR A HUSAVIK FERTUGUR ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Völsung- ur á Húsavík er 40 ára. Það var stofnað af 28 drengjum á aldr- inum 11 til 14 ára 12. apríl 1927. Fyrsti formaður þess var Jakob Hafstein, en Jóhann Hafstein tók fljótlega við af honum og var formaður félagsins í all- mörg ár. Með Jakobi skipuðu fyrstu stjórnina: Jón Bjarklind, Jóhann Hafstein, Helgi Kristj- ánsson, Ásbjörn Benediktsson og Benedikt Bjarklind. Völs- ungar hafa átt félaga, sem orð- ið hafa landskunnir íþrótta- menn, svo sem Stefán Sörens- Tvísýn og spennandi keppni ÞRIÐJA umferð í sveitakeppni BA var spiluð s.l. þriðjudags- kvöld. — Keppnin er mjög skemmtileg og baráttan hörð um efstu sætin. Eftir þrját' umferðir er röð efstu sveita þessi: Stig Sveit Harðar Steinbergss. 871 — Soffíu Guðmundsd. 870 — Mikaels Jónssonar 858 — Knúts Otterstedt 856 — Baldvins Ólafssonar 843 — Halldórs Helgasonar 823 — Gunnl. Guðmundss. 807 — Guðm. Guðlaugss. 787 — Óðins Árnasonar 758 — Skarph. Halldórss. 753 — Magna Friðjónssonar 686 Fjórðá og síðasta umferð verður spiluð n.k. þriðjudags- kvöld í Landsbankasalnum. fslandsmótið. Sveit frá Akureyri, tók þátt í íslandsmótinu í bridge, sem háð var í Reykjavík um pásk- ana, og var frammistaða þeirra þokkaleg. íslandsmeistari varð sveit Halls Símonarsonar, úr Reykjavík. son og Ásmund Bjamason. Nú eru í félaginu á þriðja hundrað manns og starfandi félagar rúm lega 200. íþróttaáhugi er mikill á Húsavík, en hugi flestra eiga handknattleikur, knattspyrna og skíðaíþróttir. Völsungur hef ur íþróttasal skólanna á Húsa- vík til frjálsra afnota á kvöldin og hófst sú starfsemi er sálur- inn var fullgerður haustið 1959. Alla vetrarmánuðina frá því um miðjan október til aprílloka hafa síðan æft á vegum félags- ins á annað hundrað manns, ýmiskonar innanhússíþrótta- greinar. í vetur urðu þátttak- endur 196 og þjálfarar 8. Félagið mun minnast afmælis síns með ýmsum hætti að kvöldi afmælisdagsins. Verður hátíðarfundur í Samkomuhúsi Húsavíkur og næsta kvöld há- tíðarsýning í íþróttasal. Ýmis íþróttamót, sem félagið mun halda síðar á árinu, verða til- einkuð afmælisárinu og Skíða- mót Norðurlands, sem liáð verð ur á Húsavík dagana 15. til 16. apríl, verður helgað því. Formaður félagsins er nú Þor móður Jónsson, en með honum í .stjórn eru Halldór Ingólfsson, Vilhjálmur Pálsson, Freyr Bjarnason og Stefán Benedikts son. Q SÍÐASTLIÐIÐ mánudagskvöld gengust Framsóknarfélögin á Akureyri fyrir sameiginlegum fundi að Hótel KEA. Framsögu maður var Ingvar Gíslason al- þingismaður, og gerði hann að umtalsefni hið glæsilega 14. flokksþing Framsóknarmanna, sem nýlega var háð. Gerði Ingv ar m. a. grein fyrir þeim at- hyglisverðu samþykktum, sem þingið lét frá sér fara. í þeim var bent á með ljósum dæmum hve ástand alls þjóðarbúsins væri orðið slæmt eftir sjö ára „viðreisn“. Undirstöðuatvinnu- vegirnh- berðust hatrammri bar áttu fyrir tilveru sinni, allur grundvöllur útflutningsatvinnu veganna væri ótraustur og mætti engu muna að allt færi ekki í strand. í upphafi valda- ferils síns hafi núverandi ríkis- stjórn lýst yfir því sem sínu meginbaráttumáli, sem hún stæði og félli með, að stöðva verðbólguna og láta útflutnings atvinnuvegina standa undir sér sjálfa án styrkja eða annarra svipaðra aðgerða. Hvert manns barn sæi nú, að framkvæmd þessara meginatriða í stefnu nú verandi ríkisstjórnar hefði ekki verið fylgt, heldur væru bráða- birgðaráðstafanir látnar nægja, en þeim væri það öllum sam- eiginlegt að með þeim er ekki ráðizt að rót þeirra meinsemda, sem við er að glíma, og því væri raunverulegur árangur nánast enginn. Ingvai' benti á þá staðreynd, að þó Framsóknarmenn hefðu að undanförnu reynt að gera fólki grein fyrir hinu alvarlega ástandi, þá hliðruðu þeir sér ekki hjá því að benda á leiðir til úrbóta. Um það töluðu sam- þykktir flokksþingsins skýru máli. Framsóknarmenn vilja koma á meiri heildarskipulagningu við rekstur þjóðarbúsins, en ver ið hefui' hingað til. Þeir telja að meta verði hvaða framkvæmdir séu öllu þjóðfélaginu hagstæð- astar, að atvinnugreinar, sem skapa gjaldeyri og miða að auknum útflutningsverðmæt- um verði að öðru jöfnu látnar sitja fyrir, en fjármagni þjóðar- innar verði ekki veitt í óþarfa framkvæmdir meðan undir- stöðuatvinnuvegirnir líði skort; heilbrigt þjóðfélag verður ekki rekið með spákaupmennsku þar sem stundarhagsmunir einir ráða, heldur verður að byggja allt efnahagslífið út frá niður- stöðum, sem meta raunverulegt gildi framkvæmdanna með til- liti til hagsældar alls þjóðfélags ins, en ekki einhverra vissra spekúlanta. Á meðan slíkir GREINARIIÖFUNDAR þeir, sem enn eiga óbirtar greinar sínar hjá Degi eru beðnir að liafa enn nokkra biðlund vegna þrengsla í blaðinu. Q menn drottna yfir fjármagni þjóðai'innar er þess engin von, að yfirsýn valdhafanna verði nægjanleg til að ráða við hið mikla vandamál, verðbólguna. Að lokum hvatti Ingvar Gísla- son alla Framsóknarmenn til að leggja sig alla fram í komandi kosningabaráttu og gera með því sigur Framsóknarflokksins glæsilegan, og gera um leið hin jákvæðu málefni, sem Fram- sóknarmenn berjast fyrir, að ráðandi afli í þjóðlífinu. Að ræðu framsögumanns lok inni hófust fjör.ugar umræður, sem stóðu langt fram á kvöld. Einkenndust þær af bjartsýni og baráttuhug. Voru hin ýmsu. mál, sem nú eru efst á baugi í stjórnmálum þjóðarinnar rædd og mikill einhugur um að vinna sem ötullegastað því að hnekkja þeirri sérhagsmunastefnu, ssm nú væri ráðandi í þjóðfélaginu og vinna stefnu Framsóknar- manna sem mest fylgi. Hér í kjördæminu væri takmarkið skýrt og skorinort, að auka við sig einu þingsæti og koma fjórða manni að. Enginn Fram- sóknarmaður mundi unna sér hvíldar fyrr en því takmarki væri náð. Fundurinn var mjög vel sótt- ur og bar þess merki að Fram- sóknarflokkurinn muni ekki skorta áræðni í komandi kosn- ingum. Fundarstjóri var Eiríkur Sig- urðsson skólastjóri, og fundar- ritari Hákon Hákonarson vél- virki. Q BÓKAVIKAN 1967 BÓKAVERZLUNIN E D D A hér í bæ, hefur um rúmlega tveggja áratuga skeið haft einu sinni á ári útsölu á mjög ódýr- um eldri bókum. í þetta skipti hefst bókavikan í dag og verð- ur opið alla næstu viku til kl. 10 á kvöldin. Bókavikan hjá Eddu hefir orðið sérstaklega vinsæl, og hafa margir bókamenn gert þar góð kaup á undanförnum árum. NORÐURLANDSMÓT í HANDKNATTLEIK NÆSTKOMANDI laugardag, 8. apríl klukkan 3 e. h. hefst Norðurlandsmót í handknatt- leik í íþróttaskemmunni á Ak- ureyri. — Þá leika: 4. fl. karla Þór — KA. t 2. fl. karla KA — ÍMA. 2. fl. kvenna Þór — KA„ M.fl. karla Þór — ÍMA. Sunnud. 9. apríl kl. 2 e. h. 3. fl. karla Þór — KA. 2. fl. karla Þór — ÍMA. M.fl. kvenna Þór — KA. M.fl. karla ÍMA —KA. í Norðurlandsmótinu taka þátt 6 flokkar frá KA, 6 flokkar frá Þór, 2 flokkar frá ÍMA og 3 flokkar frá Húsavík.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.