Dagur - 22.04.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 22.04.1967, Blaðsíða 8
8 Hús Amtsbókasafnsins hið nýja. (Ljósm.: E. D.) saman sl. ár Mjólkurframleiðslan drósl Frá ársfundi Osta- og smjörsölunnar ÁRSFUNDUR Osta- og smjör- sölunnar var haldinn laugardag inn 15. þ. m. í Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu. Formaður stjórnarinnar, Er- lendur Einarsson, forstjóri, stjórnaði fundarstörfum og •kvaddi Sæmund Friðriksson, framkvæmdastjóra til að rita fundargerð. Minntist hann í upphafi máls síns tveggja samvinnumanna og leiðtoga íslenzkra bænda, þeirra SKRIFSTOFA | j Framsóknarflokksins Hafnarstræti 95, er opin allan daginn á venjulegum skrifstofu tíma. Sími 2-11-80 séra Sveinbjarnar Högnasonar prófasts ó Staðarbakka og Sverris Gíslasonar í Hvammi, en þeir höfðu báðir látizt síðan síðasti ársfundur fyrirtækisins var haldinn. Slgurður Benediktsson, fram kvæmdástjóri, lagði fram og skýrði endurskoðaða reksturs- og efnahagsreikninga fyrir árið 1966 og gaf skýrslu um starf- semina á árinu. Heildarmjólkurframleiðslan á árinu 1966 varð nærri 5 milljón um kg. minni en árið á undan eða sem svaraði 4.7%. Alls nam innvegin mjólk á árinu 101.538.462 kg. Ástæður fyrir minnkandi mjólkurmagni á sl. ári voru m. a. þær að veðurfar var í óhagstæðara lagi og heyskapur með minna móti. Jafnframt varð fækkun mjólkurkúa tölu- verð á sama tíma sem bændur juku við sauðfjárstofninn. Kuldakaflar og rysjótt tíðarfar yfir sumarið hafði hér drjúg áhrif. Um síðustu áramót voru smjörbirgðir mjólkursamlag- anna um 840 smálestir, ostur um 530 smálestir. Voru smjör- birgðir rúmurn 300 lestum lægri en við áramótin þar á undan. Vegna hins mikla mjólkur- magns, sem hafði orðið á árinu 1965 og mikillar birgðaaukning ar, sérstaklega í smjöri, voru gerðar ráðstafanir til þess á sl. ári að hafa hemil á smjörfram- leiðslunni með því að auka fram leiðsluna í nýmjólkurmjöli og osti og binda með því allmikið fitumagn í þeim vörum, miðað við það, sem áður hafði verið. Heildarframleiðsla mjólkur- samlaganna varð þannig á ár- inu 1966: 1168 lestir af smjöri 1590 — — feitum osti 38 — — mysingi 6 — — mysuosti (Framhald á blaðsíðu 7) SKRIFSTOF AN Glerárhverfi KARLAKORINN GEYSIR Fögrulilíð 44, opnuð n.k. mánu- dag og verður framvegis opin virka daga frá kl. 20—22. j Sími 1-23-31 Framsóknarfólk er hvatt til að koma á skrifstofurnar og athuga kjörskrá og gefa upp- lýsingar. hefur æft af kappi í vetur, og er nú komið að því, að hann fari að láta til sín heyra á næstunni. Fyrsti samsöngur kórsins verður að Freyvangi næstk. fimmtudags- kvöld, 27. apríl, kl. 9 e. h. Síðar mun Geysir syngja hér á Akureyri. Söngstjórar í vetur eru tveir, Jan Kisa og Árni Ingimundarson, en undirleik annast þau frú I>('»r- gunnur Ingimundardóttir og Árni Ingimundarson. — Einsöngvarar eru: Aðalsteinn Jónsson, Freyr Ofeigsson, Jóhann Konráðsson og Sigurður Svanbergsson. Á söng- skrá eru 15 lög. SMATT OG STÓRT MUNURINN VAR 44% Rétt fyrir aldamótin var gerður á því samanburður hjá elzta kaupfélagi landsins, hver hag- ur það væri að skipta við kaup félagið, í stað þess að skipta við aðalkaupmannaverzlun staðar- ins. Tekið var tillit til hvórs tveggja: þess sem félagsmenn lögðu inn og keyptu hjá félag- inu. Munurinn reyndist 44%, kaupfélagsmönnum í hag. ANNAR SAMANBURÐUR Árið 1933 fór fram samskonar athugun. Sá samanburður leiddi í ljós u. þ. b. hálfu minni verðmismun vara á sölustað. Kaupfélagið lét hirta niður- stöðu þessa. Kaupmaður fór þeg ar í mál og fékk kaupfélagið dæmt í 300 króna sekt í héraði. Kaupfélagið skaut máli þessu til Hæstaréttar. Niðurstaðan þar varð þessi: „Meðferð máls- ’ ins í héraði og dómur á að vera ómerkur“. HÖRMUN G ARÁSTAND Framanritað sýnir það hörm- ungarástand, sem alþýða manna bjó við í viðskiptmálum, áður en fólk myndaði samvinnufé- lögin og hratt af sér hinum „þunga kaupmannsskatti“. Það er athyglisvert, að það voru ekki aðeins kaupfélagsmenn, sem nutu þess að bindast sam- tökum um nýja og betri verzl- unarhætti, því allur almenning ur naut góðs af þessu félags- lega afreki samvinnumanna, Stjórnin ákvað ALÞINGI var slitið miðvikudag- inn 19. apríl. Þá rættist J»að sem spáð hafði verið hér í blaðinu, að ríkisstjórnin tilkynnti J>ingrof frá ög með 11. jú'ní nk. og að aljúng- iskosningar skyldu fara fram þann dag, sent er sunnudagur. Satn- kvæmt kosningarlögum eiga al- þingiskosningar að fara fram síð- asta sunnudag í júní, sem að Jjessu sinni er 25. júní. Sá kjördagur var á sínutn tíma ákveðinn með það fyrir augum að ekki hamlaði ófærð kjörsókn og að ætla mætti, að vegir væru orðnir færir víðast hvar J»að löngu fyrir kjördag, að frambjóðendur og kjósendur gætu kontið saman til fttndarhalda unt jafnvel harðsnunustu andstæð- ingar kaupfélaganna. Það var vegna þess, að kaupfélögin „neyddu“ kaupmenn til þess að láta sér nægja minni verzlunar gróða í eigin vasa. VÖRUVAL OG VÖRUMAGN Það deilir enginn á kaupmann, þótt vara gangi til þurrðar hjá honunt og fáist ekki lengur. Kaupntaður pantar ekki þær vörur til að selja í verzlun sinni, sent ekki eru líklegar til að gefa einhvern verzlunarhagnað. Þetta skilja allir. Santvinnufé- lög reyna hins vegar að tryggja félagsntónnum sínunt vörubirgð ir og vöruval. ÁR HINNA GLÖTUÐU TÆKIFÆRA INGVAR GÍSLASON alþingis- maður sagði í útvarpsumræðum frá Alþingi að Winston Churc- hill hefði kallað næstu árin fyr- ir síðari heimsstyrjöldina, „árin sem engispretturnar átu upp“. Ingvar sagði að rúeð þessi orð Churchills í huga mætti kalla ár hinnar svokölluðu viðreisnar „ár hinna glötuðu tækifæra". Nefndi hann margt þessu til stuðnings og á það ekki sízt við í málefnum landsbyggðarinnar. Þessi ummæli Ingvars komu bersýnilega illa við suma tals- menn ríkisstjórnarinnar síðara útvarpskvöldið. Q kjördag 11. júní landsmál. Þetta er í annað sinn sent núverandi ríkisstjórn notar þingrofsvakl sitt til að breyta kjördeginnnt og nmttu rök vand- fundin fyrir réttmæti þeirrar valdbeitingar. Kemur þama frant mikil og furðuleg ónærgætni t garð fólksins í strjálbýlinu, ekki sízt hér á austanverðu Norður- landi. Margir muna hvernig veg- irnir voru um Jtetta leyti fyrir 4 árum, en auk þess er sveitafólk langt fram á vor önnum kafið við sauðburðinn, svo að segja dag og nótt. Það lt'tur út fyrir að ráðherr- arnir, sem allir nema einn eiga heinta í Stór-Reykjavík, viti ekki NAFNAKALL LIM RAFVÆDINGARAÆTLUN NÝLEGA fluitu fulltrúar Frainsóknarflokksins í fjár- hagsnefnd neðri deildar Al- þingis eins og sagt var frá í Degi, svohljóðandi viðauka- tillögu við orkulagafruinvarp ríkisstjómarinnar: „Á árunum 1967—-1969 skal leggja rafmagnslínur frá raf- magnsveitum ríkisins til allra heimila, sem ekki hafa áður fengið rafmagn frá samveit- um eða sérstökum vatnsafls- stöðvum, þar sem meðalhnu- lengd milli býla er 2 km. eða minni. Skal framkvæmdunum skipt sem jafnast á árin. Rafmagnsveitustjóri skal gera kostnaðaráætlanir um raflínulagnir frá rafmagns- veitum ríkisins um þær byggð ir, þar sem meðallínulengd milli býla er 2—2.5 km. og 2.5—3 km. Einnig geri hann tillögur um uppsetningu dísil- stöðva til rafmagnsframleiðslu á þeim heimilum, sem eru svo mjög afskekkt, að ekki þykir fært að leggja til þeirra raf- línur frá samveitum, og ekki hafa hagstæð skilyrði til vatns aflsvirkjunar, og séu tillög- urnar við það miðaðar, að not endur slíkra stöðva njóti ekki minni stuðnings af opinberri hálfu en þeir, sem fá rafmagn frá samveitum. Áætlanir þess ar og tillögur verði gerðar og lagðar fyrir Alþingi eigi síðar en 1. nóv. 1967.“ Á fundi neðri deildar 10. apríl var þessi tillaga Fram- sóknarmanna felld með 21:17 atkv. (2 þingmenn f'jarver- andi), að viðhöfðu nafnakalli. Þeir sem greiddu atkvæði á móti tillögunni og felldu hana þar með voru: Axel Jónsson, Benedikt Gröndal, Birgir Finnsson, Bjarni Benedikts- son, Davíð Olafsson, Emil Jónsson, Guðlaugur Gíslason, Jón ísberg, Gylfi Þ. Gíslason, Ingólfur Jónsson, Jóhann Haf stein, Jónas Pétursson, Jónas G. Rafnar, Matthías Bjarna- son, Matthías Á. Matthísen, Óskar Levy, Pétur Sigurðs- son, Sigurður Ágústsson, Sig- urður Ingimundarson, Sigurð ur Bjarnason og Sverrir Júlíusson. Rétt er að vekja athygli á þessari atkvæðagreiðslu, og viðbrögðum stjórnarflokk- anna í atkvæðagreiðslu þeirri, sem hér er gerð að umtáls- efni. En sagt er, að sumir íhaldsmenn hafi verið fremur veikróma er þeir greiddu at- kvæði gegn viðaukatillögu Framsóknarmanna. Q eða hafi gleymt, hvernig umhorfs er á Norðurlandi t. d. á hörðu vori. Þessi eini ráðherra utan höf- uðborgarsvæðisins er líka Sunn- lendingur. Þar vorar að jafnaði fyrr en hér. Einu sinni fyrir löngu unnu íhaldsmenn kosningar vegna óveðurs og ófærðar í sveitum fyrsta vetrardag. En varlega skulu þeir treysta því, að sagan endur- taki sig i |»etta sinn. Skákþing Akureyrar SKÁKÞING Akureyrar stend- ur yfir þessa dagana og hafa ver ið tefldar 5 umferðir, en eftir eru þrjár. Efstur í meistara- flokki er Jón Björgvinsson með 41/2 v., næstur er Margeir Stein grímsson með 3V2 v. og þriðji Jóhann Snorrason með 3 v.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.