Dagur - 22.04.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 22.04.1967, Blaðsíða 1
Herbergis- pantanir. Ferða- skrifstoían Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 L. árgangur — Akureyri, laugardaginn 22. apríl 1967 — 29. tölublað r *■ I >r 1 r Túngötu 1. Feroaskrifsfofan simi im75 Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. Úr stjórnmála- i ályktun flokksþingsins -■niiiiiiiiiiit 1111 • 1111 iiiii« „Framsóknarflokkurinn starf ar sem alhliða umbótaflokkur og stefna hans hefur verið og er í megindráttum þessi: Að vernda og efla menningar- legt, efnalegt og stjórnar- farslegt sjálfstæði þjóðar- innar og afsala í engu réttindum hennar. Að gera hið ítrasta til að efla jafnvægi í byggð landsins. Að vinna að efnalegu sjálf- stæði sem allra flestra ein- staklinga á grundvelli sam- vinnu og einkaframtaiks. Að vinna að jafnrétti og jafn- ræði, m. a. með því að sporna gegn yfirráðum auð hringa og óeðlilegum af- skiptum ríkisvaldsins og með auknum almannatrygg ingum og góðri aðstöðu til menntunar fyrir alla. Að efla vísindi, tækni og verk- kunnáttu. Að beina fjármagni til aukning ar framleiðslu og fram- leiðni atvinnuveganna og að dreifa því til atvinnu- greina og landshluta með viðráðanlegum kjörum. Að vinna að því að sætta fjár- magn og vinnuafl og tryggja svo sem hægt er, að hver og einn beri réttan hlut frá borði af þjóðartekjunum. Að vinna gegn verðbólgu og dýrtíð og jafnvægisleysi í fjármálum þjóðarinnar.“ Q FRÁ BÆJARSTJÖRN Um frumvarp til nýrra hafnar- laga. Tekin var fyrir fundargerð hafnarnefndar Akureyrar varð- andi frumvarp að nýjum hafn- arlögum, sem nýlega var lagt fram á Alþingi. Bæjarráð Akureyrar átelur þau vinnubrögð, sem við hafa verið höfð við samningu frum- varps til hafnarlaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, þar sem það hefir hvorki verið sent hafnarnefnd né bæjarstjórn Ak ureyrar til umsagnar. Jafnframt samþykkir bæjar- ráð tillögu hafnarnefndar um breytingu á 3. gr. frumvarpsins og ákveður að tillagan verði send öllum þingmönnum kjör- dæmisins og þeim falið að fylgja málinu eftir á Alþingi. En 3. greinin er svo hljóðandi: „Hafnarmálastofnun ríkisins annast allar framkvæmdir, sem styrktar eru af ríkisfé sam- kvæmt lögum þessum. Hafnarmálastofnunin skal hafa umráð yfir vélum og tækjum, sem nauðsynleg eru til að annast þau verkefni, sem henni eru falin, svo og hafa í þjónustu sinni sérþjálfað starfs lið. Heimilt er hafnarmálastjóra, með samþykki ráðherra, að veita bæjar- eða sveitarfélagi leyfi til að hafa á hendi eigin hafnarframkvæmdir, undir tækni- og fjárhagslegu eftir- liti hafnai-málastjóra.“ Nefndin leggur til við bæjar- (Framhald á blaðsíðu 7) ADENAUER LATINN SÍÐASTA vetrardag lézt hinn heimskunni þýzki þjóðarleiðtogi dr. Konrad Adenauer, fyrrum kanslari Vestur-Þýzkalands, 91 árs að aldri. ÝMSIR munu hafa veitt því athygli í útvarpinu, að forseti Sameinaðs Alþingis sagði í þing slitaræðu, að þing það sem nú er nýlokið hefði verið „athafna samt“. Hins vegar kemur í ljós við atliugun að yfirlit lians um fundarfjölda og afgreiðslu þing mála segir aðra sögu. Forsetinn sagði að þingið hefði staðið 147 daga en fundir verið samtals 185. Þegar þess er gætt að þingið starfar í tveim deildum samtímis, auk Samein- aðs þings, og að stundum eru haldnir nokkrir skyndifundir sama daginn, er þetta ekki há fundartala. Forseti gat þess einnig að fyrir þingið hefðu verið lögð 201 mál til afgreiðslu af ríkisstjórn og einstökum þingmönnum. En af þessum rúmlega 200 þingmálum voru 113 óútrædd, þ. e. a. s. fengu enga afgreiðslu í þinginu. Þau voru sem sé hvorki samþykkt né felld, ekki afgreidd með rök studdri dagskrá og ekki vísað til ríkisstjórnarinnar. Meðal þessara mála voru fimm fyrir- spurnir sem ekki var svarað. Niðurstaða sem fyrr segir: Átta tíu og átta mál afgreidd, 113 mál ekki afgreidd. Af 133 laga- frumvörpum hlutu 70 enga af- greiðslu og af 52 tillögum til þingsályktunar hlutu 38 enga afgreiðslu. Svo er talið að þingforsetar og formenn þingflokka sem áll- ir eru úr stjórnarflokkunum séu verkstjórar í þinginu en í Heybirgðir eru í minnsta lagi Kasthvammi 7. april. — Ágætt veð- ur hefur verið í gær og dag, snjór sígur töluvert, og farið er að skjóta upp holtskollum á stiiku stað. Snjór er mjiig mikili, svo ekki munar miklu frá í fyrra, sé það nokkuð. Frá Þorralokum til þriðjudagsins 4. þ. m. voru ekki nema 5 sólarhringar hríðarlausir, og stundum mikil snjókoma. En frost liafa ekki verið mikil nema dag og dag, en þá um 20 stig og þar yfir. Tveir svona miklir snjóa- vetur eru sjaldan saman. Hér í Laxárdal var alltaf mikill snjór eftir nýár. Þótt beitt væri flesta daga frá 12. jan. til 19. febrúar, var mjög takmörkuð beitarjiirð. Hér var búið að gefa inni í 12 vikur á mánudagskvöld 3. þ. m. Allir innistöðudagar frá því tek- ið var í hús reiknaðir. Bílar hafa ekki komizt hér um dalinn síðan í fyrstu viku Góu, en farið hefur verið á dráttarvélum niður í Að- aldal nokkrum sinnum undanfar- ið. Ekki er farið að skoða ennþá. Heybirgðir sumra munu í minnsta lagi, gjafatíminn cr orðinn lang- tir, eða frá 17. nóvember og hey hafa reynzt ódrjúg eftir áætlun í haust. G. Tr. G. reyndinni haga þeir vinnubrögð um mjög í samráði við ríkis- stjórnina. Staðreyndin er sú að lengst af þingtímanum voru fundir í deildum aðeins þrjá daga í viku og í Sameinuðu þingi einn dag í viku. Með þessu vinnulagi 'hrúguðust upp mál, sem ekki komust til nefnda, en ekkert mál getur komizt til afgreiðslu í nefnd, og hafi hlotið meðferð í nefnd, og mörg í tveim nefndum, nefnd- um beggja þingdeilda. En í nefndum var líka hin mesti seinagangur, eftir því sem blaðið hefur sannfrétt. Hér stoðar ekki þó að margir þingmenn hafi lagt vinnu í málin og verið reiðubúnir til að taka afstöðu, ef forsetar og nefndarformenn hirða ekki um eða draga á lang inn hina formlegu afgreiðslu. Að þessu sinni var stjómin mjög síðbúin með ýmiss stór- mál sem hún þó að lokum lagði fyrir þingið. Hér má nefna til dæmis frumvarp til nýrra hafn- arlaga, nýrra skólakostnaðar- laga og orkulaga, að ógleymdri endurskoðun vegaáætlunar, sem skylt er að lögum að leggja (Framhald á blaðsíðu 2) KVITTUN SJÁLFSTÆÐISMANNA FYRIR HJÁLP ALÞÝÐUBANDALAGSINS 1963 „FYRSTU tölur bentu til þess, að Framsóknarmenn mundu fá þrjá kjörna í Vestfjarðakjör- dæmi en kommúnistar engan, og þá hefði viðreisnarstjórnin misst starfhæfan meirihluta á Alþingi og Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn ekki fengið samanlagt kjörna nema 31 þingmann, en þá hefðu verið jöfn atkvæði í annarri deild Al- (Framhald á blaðsíðu 7) Kommúnistaspjall Sjálfstæðismanna „ÞINGSTYRKUR kommún- ista nægir nú ekki til þess að þeir fái kjörinn fulltrúa í 5 manna nefndir, sem Al- þingi kýs. Áhrif þeirra munu því fara dvínandi nema þá að Framsóknarflokkurinn hlaupi undir bagga með Kommúnistum og afhendi þeim annan fulltrúa sinn í nefndunum — hið ánægju- lega við úrslit kosninganna er því meðal annars það, að áhrif kommúnista fara nú dvínandi. Unnt verður að einangra þá víðar en áður og þá mun líka brátt koma að því, að menn geri sér grein fyrir , hvers konar fyrirtæki kommúnistaflokkurinn er í raun og veru“. (Úr forystu- grein Mbl. 2. júlí 1963). Menntskælingar heimsækja kennara sína síðasta vetrardag. (Ljósm.: E. D.) VAR ÞINGIÐ ATHAFNASAMTÍ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.