Dagur - 29.04.1967, Blaðsíða 2
r
Knattspyrnumót Islands. I. dcild, á að hef jast síðast í maí:
Fyrsli leikur Akureyringa við ÍBK á Njarðvíkurvelli
En fyrsti leikur á Akureyri 4. júní við Fram
í TILEFNI af því, að innan
skamms hefst keppnistímabil
sumaríþróttanna náði blaðið
tali af Hreini Óskarssyni for-
manni KRA, en hann er ráðinn
starfsmaður við íþróttavöllinn
frá 1. maí, og innti hann frétta
FJÓRÐUNGSGLÍMA
NORÐLENDINGA
KLUKKAN 3 e. h. á sunnudag
30. þ. m. fer fram í íþrótta-
húsinu á Akureyri, Fjórðungs-
glímumót Norðlendinga, í um-
sjá Ungmennasambands Eyja-
fjarðar.
Átta keppendur hafa þegar
tilkynnt þátttöku og eru þeir
•frá Héraðssambandi S.-Þing-
eyinga, íþróttabandalagi Akur-
eyrar og Ungmennasambandi
Eyjafjarðar.
Þetta er annað árið í íöð, sem
glímumót sem þetta fer fram.
Keppt er um vegleg glímuhorn,
sem Kaupfélag Eyfirðinga gaf
til keppninnar. Handhafi þess
nú er Þóroddur Jóhannesson
UMSE.
Áhorfendum sem fylgjast
ætla með glímukeppninni, er
ráðlagt að mæta snemma, því
áhorfendapláss er takmarkað í
íþróttahúsinu.
Á LIÐNUM vetri gengust Náms
flokkar Akureyrar fyrir nám-
skeiði í skrúðgarðarækt. Kenn-
ari var Jón Rögnvaldsson, garð
yrkjúhi'áður; ' Kdfiþt' vár 'eitt
kvöld 'í' viku tvo tíma i senn.
Tilgangurinn með námskeið-
inu var fyrst og fremst sá að
veita undirstöðufræðslu í skrúð
garðarækt og vekja áhuga fólks
fyrir fegrun og ræktun kring-
um híbýli sín.
Af námsefni mætti m. a.
nefna: Jarðvegur og lega garð-
landa, undirbúningur jarðvegs
á lóðum, fyrirkomulag og skipu
lagning skrúðgarða, sáning,
plöntuval, tré og runnar, ís-
lenzkar plöntur, matjurtir o. fl.
Þátttakendur á því nám-
skeiði, sem nú er að ljúka munu
allir sammála um að hér hafi
verið vel af stað farið og nám-
skeiðið í alla staði gagnlegt, ‘hið
fróðlegasta og skemmtilegt. í
ráði er að endurtaka slíkt nám-
skeið næsta vetur.
Síðasta kennslustund á þessu
námskeiði fer fram í Lystigarð-
inum, mánudaginn 1. maí, kl. 4.
Jón Rögnvaldsson mun þar
segja frá sáningu sumarblóma
og dreifsáningu og vorstörfum
í garðinum. Þeir, sem hefðu í
huga að sækja námskeiðið á
næsta vetri eru velkomnir í
þessa síðustu kennslustund.
Hér mætti einnig geta þess að
á þessu ári á Lystigarðurinn 10
ára afmæli sem grasagarður og
í því tilefni er komin út skrá
yfir plöntusafn garðsins.
Akureyri hafði fyrrum orð á
sér fyrir að vera með fegurstu
og þrifalegustu bæjum landsins.
af þátíöku Akureyringa í I.
deildarmótiau í knattspymu í
sumar og fl.
Æfingar.
Knattspyrnumenn hafa æft í
íþróttaskemmunni í vetur, en
fremur fáir mættu til æfinga
framan af úr I. deildarliði ÍBA
í fyrra, en yngri menn mættu
vel. Nú mæta hins vegar flestir
hinna eldri og er ekki kunnugt
um að neinn hætti æfingum af
þeim sem léku með ÍBA-liðinu
í fyrra, en of snemmt er auð-
vitað að spá nokkru um það
hvernig liðið verður skipað þeg
ar íslandsmótið hefst. Þjálfari
Akureyringa er sem undanfar-
in ár Einar Helgason.
Farið til Vestmannaeyja.
Ákveðið er að farið verður til
Vestmannaeyja 20. maí og leik-
inn að minnsta kosti einn leik-
ur þar við heimamenn, en þeir
sækja svo væntanlega Akur-
eyringa heim síðar í sumar.
Islandsmótið I. deild.
Akureyringar leika svo sinn
fyrsta leik í íslandsmótinu sam
kvæmt mótaskrá 28. maí við
ÍBK og fer hann fram á Njarð-
víkurvelli. Nú er ákveðinn
landsleikur við Spánverja 30.
maí og gæti því fyrsta leiknum
verið frestað, um það skal engu
spáð. Samkv. mótaskrá eiga svo
Akureyringar að leika við
Fram hér á íþróttavellinum 4.
Á liðnum árum hafa byggzt hér
mörg ný hverfi og því víða
ólokið frágangi og ræktun lóða.
Með þessum námskeiðum í
skrúðgarðarækf hgfá NájÁs-'
flokkar Akúreyrar gefið bæjar-
búum gott tækifæri til að afla
sér fræðslu, sem gæti orðið til
þess að bærinn skipaði áfram
þann séss að vera talinn með
fegurstu bæjum landsins.
(Frá Námsflokkum Ak.)
júní, en það fer auðvitað eftir
ástandi vallarins, hvort það
verður hægt. Síðan leikur ÍBA-
liðið þrjár næstu helgar, þá 9.
júli og þrjár næstu helgar þar
á eftir, en síðan verður frí í I.
deild allan ágúst, en 3. septem-
ber er svo síðasti leikurinn ÍBA
—KR og fer hann fram á Akur
eyri.
Bikarkeppni KSÍ.
Þá er ákveðin þátttaka B-
liðs ÍBA í Bikarkeppni KSf, en
samkv. mótaskránni lentu Akur
eyringar á móti B-liði KR,
sennilega sterkasta B-liðinu, og
eiga liðin að leika á Melavell-
inum 13. ágúst. Ef B-liði ÍBA
tekst að sigra í þeim leik held-
ur það áfram í keppninni en
annars fellur það úr, þar sem
um útsláttarkeppni er að ræða.
Knattspyrnumót á Akureyri.
Þá eru ákveðin eftirfarandi
knattspyrnumót á Akureyri:
• Vormót í öllum flokkum, júní
mót í öllum flokkum og Akur-
eyrarmót í öllum flokkum.
- Ný f jallabaksleið
(Framhald af blaðsíðu 8)
Vatnshlíð, Fagrahlíð, Hesta-
hraun, Tröllá, Afglapaskarð og
Derrir eru nokkur þekkt nöfn í
dalnum. Örstntt er úr dalmum
yfir í Skíðadal. Þjóðsögur og
sagnir eru bundnar hinni gömlu
sveit, sem nú er öll í eyði.
Þorvaldsdalsá rennur eftir
dalnum. í henni er einn foss,
nærri því laxgengur. Með lít-
iTli fyrirhöfn má ryðja þeirri
hindrun úr vegi og ætti þá lax
og silungur að geta gengið úr
sjó langt fram á dal. Landeig-
'Ánduþ -*óg ^þxV£dði&9£$C’3>(^;
enn gefið þessu lítinn jgaum.
Vel fer á því að vegagerð og
fiskirækt haldist í hendur á
þessum stað. En hver vill nú
hafa forystuna og hrinda mál-
um þessum í framkvæmd? Q
I
I
I-
•fr
e>
T
é
&
£
£
I
•f-
1
i
I
- AVARP 1. MALNEFNDAR
(Framhald af blaðsíðu 1)
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna:
Jón Ingimarsson, Guðmundur Snorrason, Baldur Svan-
laugsson.
Verkalýðsfélagið Eining:
Rósberg G. Snædal, Björn Hermannsson, Marta Jóhanns-
dóttir.
Iðja, félag verksmiðjufólks:
Bragi Sigurgeirsson, Þorbjörg Brynjólfsdóttir, Jóna Berta
Jónsdóttir.
Sjómannafélag Akureyrar:
Jón Helgason, Tryggvi Helgason, Júlíus Bergsson.
Bílstjórafélagið Valur:
Sigurvin Jónsson, Halldór Aðalsteinsson.
Bílsíjórafélag Akureyrar:
Páll Magnússon, Baldvin Helgason, Haukur Þorbjarnarsom.
Sveinafélag járniðnaðarmanna:
Kári Kristinsson, Sigurður Kjartansson.
Félag verzlunar- og skrifstofufólks:
Hafliði Guðmundsson, Ingólfur Gunnarsson, Karl Stein-
grímsson.
NÁMSKEIÐ í SKRÚÐGARÐARÆKT
- Nýr búíjársjúkdómur ógnar
(Framhald af blaðsíðu 8).
frammi fyrir þeirri staðreynd,
nú á vordögum, að áður óþekkt
ur búfjársjúkdómur hér á landi
hefur tekið sér hér bólfestu og
ógnar framtíð landbúnaðarins,
bæði hér en einnig annarsstað-
ar, ef hinum „róttæku ráðum“
sem yfirdýralæknirinn talar
um verður ekki beitt eða ef þau
mistakast.
Þá er þess að geta, að all
margt fólk, einn til tveir tugir
manna, hafa tekið veikina og
margt bendir til þess, að sauðfé
hafi einnig smitazt á Grund í
Eyjafirði.
En hver eru þá hin róttæku
ráð? Skilja má, að átt sé við
niðurskurð allra gripa á þeim
bæjum, þar sem sýkinnar hefur
orðið vart, en síðan viðhafðar
aðrar aðgerðir svo sem sótt-
hreinsun.
Samkvæmt viðtali við dýra-
lækninn, Guðmund Knutsen,
mun ekki horfið að niðurskurði
heldur að setja upp beitarhólf
með tvöföldum girðingum fyrir
hinn sýkta fénað og áframhald-
andi lækningaraðgerðum. Ef-
laust má um það deila, hvora
leiðina beri að fara. Niðurskurð
urinn virðist öruggari, þó að
haft sé í huga, að auk búfénað-
arins, hefur sjúkdómurinn einn
ig lagzt á fólk. Þótt ýmsir telji
hæpið að niðurskurður búfjár-
ins beri árangur, virðist enn
hæpnara, að langvinn ein-
angrun hins sýkta bústofns
- JÓNSMESSU-
DRAUMURINN
(Framhald af blaðsíðu 1)
Heiðursfélagar eru þessi: Þor
steinn M. Jónsson, Sigurjóna
Jakobsdóttir, Svava Jónsdóttir,
Björn Sigmundsson og Ágúst
Kvaran.
Um éfni Jónsmessu-
draumsins hefur margt verið
skrafað. Fyrir áratug birtust
þessi orð í einu helzta dagblaði
höfuðborgarinnar um leikinn,
sem þá var sýndur í Þjóð-leik-
húsinu: Leikurinn er draumur
í fögrum skógi þar sem álfar og
mennskir menn, grískir aðals-
menn og enskir handverksmenn
hendast hver um annan þveran
í ómótstæðilegum gáska. Höf-
undur hefur sótt efni sitt í
grískar og rómverskar goðsagn
ir, enskar og þýzkar þjóðsögur
og hrært öllu saman í skemmti
legan graut. Uppistaðan er ást
og afbrýði bæði í mannheimum
og álfheimum. Þessu til viðbót-
ar má geta þess, að söngvar,
dansar og skraut setja glæsi-
legan svip á leikinn. Búningar
eru flestir frá Englandi.
Leikhúsgestir vænta mikils
af Jónsmessudraumnum og von
andi verða þeir ekki fyrir von-
brigðum. Q
SKOTFÉLAGAR! — Æfing í
íþróttskemmunni kl. 9.30 til
11.30 f. h. á sunnudaginn kem
ur. — Nýir félagar eru vel-
komnir.
komi að tilætluðum notum.
Hvor leiðin sem farin er kostar
fjármuni, en öruggari leiðin, að
fróðustu manna yfirsýn og feng
inni reynslu, ber að fara nú,
hvað sem fjármunum líður.
Blaðið ræddi um þessi mál
við Snæbjörn Sigurðsson bónda
á Grund og lét hann hið versta
af veiki þessari og taldi nýlið-
inn vetur þann erfiðasta á
langri búmannsævi sinni. Hann
telur niðurskurð einu færu leið
ina og varar við þeirri geigvæn
legu hættu, sem ógnar íslenzk-
um landbúnaði af nefndum bú-
fjársjúkdómi, ef ekki er þegar
í stað hafin sú herferð, sem dug
ar.
Blaðið þakkar viðmælendum
sínum. Virðist ljóst, að ekkert
má til spara, að reyna að út-
rýma hringormaveikinni nú þeg
ar. Enn hlýtur það að vera
hægt, en erfiðara síðar, ef út-
breiðsla hennar vex. Q
BIÉRÍÍBIR
TIL SÖLU:
FORD VÖRUBIFREIÐ
árg. 1956, í góðu lagi,
lítur vel út.
Skipti koma til greina.
Kristján Benediktsson,
Þverá, Axarfirði.
OPEL REKORD,
árgerð 1955, tvílitur,
til sölu. Sími 2-12-38 frá
kl. 12—13 og eftir kl. 19 á
kvöldin.
TIL SÖLU:
OPEL REKORD,
árg. 1955. í góðu lagi
Upp. í síma 1-27-07.
TIL SÖLU:
Fólksbifreiðin A—1645
SKODA Octavia,
árgerð 1961,
ekin aðeins 30.000 km.
Verð kr. 68.000.
Uppl. í síma 1-23-31.
VOLKSWAGEN 1500,
árg 1965, til sölu, skipti á
minni Volkswagen koma
til greina.
Uppl. í síma 1-16-93.
Glæsilegur
OPEL KADET Caravan,
árg. 1966, til sölu.
Skipti á eldri bíl koma
mjög til greina.
Uppl. í síma 1-14-94
eða 2-11-44.
BIFREIÐAR TIL SÖLU
Opel Kapitan, árg. 1957,
og Oldsmobil, árg. 1955.
Seljast ódýrt. Alls k’onar
skipti koma til greina.
Uppl. í síma 1-14-63.
MOSKVITHS, árg. 1957,
til sölu. Verð 25. kr. þús.
Uppl. í síma 1-28-12.