Dagur - 29.04.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 29.04.1967, Blaðsíða 7
7 - Búnaðarframkvæmdir minni (Framhald af blaðsíðu 5) Á töflunni má sjá, að lang- stærsti þátturinn í viðfangsefn- um verkstæðisins er viðhald véla ræktunarsambandanna, en þar næst koma dráttarvélar. Ennfremur er rétt að geta þess, að liðirnir vörubílar og jeppar eru svo til eingöngu viðskipti við bændur, en liðurinn bílar aðrir en vörubílar og jeppar er bæði eign bænda og annarra. Eins og fyrr segir hefir rekst- ur verkstæðisins sem næst stað ið í stað miðað við fyrra ár. En af fjárhagsástæðum hefði verið æskilegt að geta aukið hann nokkuð og var það lagt fyrir mig og stjórn BSE á síðasta aðal fundi. En því miður reyndist þar sem oft áður auðveldara um að tala en í að komast. Allar tilraunir til að fá aukið rekstrar fé og fé til tækjakaupa hafa mis tekizt til þessa. Eins reyndi ég nokkuð til að fjölga mönnum í vinnusal, án þess að aðstæða væri bætt, en þetta mistókst því nær alveg, enda mjög hæpið að fara út í slíkt við þessar að- stæður. Annars er rétt að taka það fram, að er farið verður út í aukinn rekstur verkstæðisins verður sú aukning að mestu leyti að vera óháð því, hvort unnið er fyrir bændur eða aðra, þar sem ekki er við því að bú- ast, að hægt yrði að selja þá 4—6000 tíma, sem bætast mundu við afkastagetu verk- stæðisins til bænda og sam- taka þeirra. Húsagerðarsamþykkt BSE. Á árinu 1966 voru byggðar 7 votheyshlöður á sambandssvæð inu með skriðmótum BSE. Þess ar framkvæmdir gengu yfirleitt vel og voru hlöðurnar tilbúnar það snemma, að hægt var að heyja í þær samsumars. Þessi starfsemi skilaði nokkrum hagn aði, en þess ber þó að gæta, að ástand turnamótanna er frekar slæmt eftir sumarið og mun koma meiri kostnaður á þau næsta sumar í viðhald. Lítilsháttar hefi ég unnið að athugunum á hlöðubyggingum úr stálgrind og bárujárni, en of snemmt er að fullyrða um það að svo stöddu. Ræktunarsamböndin. Um samstarf mitt og verk- stæðisins annars yegar og rækt unarsambandsins hins vegar má nokkuð sjá af töflu um starf semi. verkstæðisins. En yfirleitt hefir þetta gengið tilbrigða lítið og verið í sínum venjulega far- vegi. Auk framanskráðra atriða hefi ég mætt á fundum bún- aðarfélaga og ræktunarsam- banda. Ennfremur hefi ég leið- beint bændum eftir beiðnum þeirra og læt ég þessa frásögn af starfi mínu hjá BSE hér með lokið. □ NYR FLOKKUR NÝTT BLAÐ (Framhald af blaðsíðu 1) fram í tveimur kjördæmum í Reykjavík og í Reykjanes- kjördæmi. í blaðinu er greinargerð frá formanni flokksins, stefnuskrá Óháðra lýðræðis- flokksins og grein sem nefn- ist Kjördæmaskipunin og lýðræðið eftir Ó. Th. og rit- stjórnargrein, sem heitir Spillingin er óskábam at- vinnupólitíkusanna. □ SUMARIÍAPUR „TETORON44 kven og unglinga VEFNAÐARVÖRUDEILD Bróðir minn og mágur, ERIC A. GOOK, lézt í sjúkrahusi í Englandi aðfaranótt 27. apríl. ■ Irene Gook Gunnlaugsson, Guðvin Gunnlaugsson. Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og jarðarför GUÐNA SIGURÐSSONAR. Sérstakar Jjakkir til lækna og hjúkrunarfólks Kristnes- lrælis og Ferðafélags Akureyrar. Vandamenn. Við þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SIGURBJARGAR SIGFÚSDÓTTUR frá Framnesi. Fyrir mína hönd, bræðra minna og annarra vandamanna. Hallur Sveinsson. BORGARBÍO SVARSÍMI 1-15-00 Stórmynd i litum og Ultrascope. Tekin á íslandi. ' ÍSLENZKT TAL Aðalhlutverk; Gitte Hænning Oleg Vidov Eva Dahlbeck Gunnar Bjömstrand Gísli Alfreðsson Borgar Garðarsson Bönnuð bömum innan 12 ára Sýnd þessa og næstu viku klukkan 8.30 Verð aðgöngumiða: Kr. 85.00 TIL SÖLU: BORÐST OFUBORÐ sem hægt er að stækka. Uppl. í síma 1-11-67. Notuð PARNALL ÞVOTTAVÉL til sölu á hagstæðu verði. Uppl. í síma 1-17-65. TIL SÖLU: PÁFAGAUKABÚR vandað og fallegt. —Uppl. í síma 1-19-82. TIL SÖLU. FARMALL A dráttarvél með sláttuvél, heyvagn, 4 kw. rafall 110 volt jafn- straumur. Tryggvi Gunnarsson, Krónustöðum. BINTIE ÚTS.EÐI til sölu. Einnig smælki. Selst ódýrt. Uppl. í síma 1-27-25. TIL SÖLU: 1-2 tonn af TÖÐU. Sími 1-27-69. GÓÐIR GIRÐINGAR- STAURAR úr rekavið til sölu, enn fremur 35 hestar af góðri KÚATÖÐU. Stefán Ámason, Höfðabrekku. Sími um Grenivík. Notaður FATASKÁPUR óskast. Uppl. í síma 2-11-24. □ RUN 59674307 H. & V. Lokaf ATHUGIÐ! Vil taka á leigu eitt her- bergi eða litla íbúð til eins árs. Tilboð sendist í pósthólf 107. Nánari uppl. í síma 2-13-18. LÍTIL ÍBÚÐ óskast sem fyrst. Uppl. í síma 1-19-94. HERBERGI ÓSKAST Reglusaman pilt, sem stundar nám í 5. bekk M.A., vantar herbergi næsta vetur. Leigutilboð sendist blaðinu fyrir maí- byrjun, merkt: Til leigu. IBÚÐ eða HERBERGI og aðstaða til eldunar o óskast. Uppl. í síma 1-23-22. LÍTIL ÍBÚÐ óskast við fyrsta tækifæri. Fy rirf ramgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 1-29-91. ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu, sem fyrst. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 1-22-59. PRJÓNAVÉL! Undirritaður óskar eftir að kaupa eldri gerð af prjónavél (120—160 nál- ar) svo sem Fama, árgerð 1952, eða aðra gerð í sæmilegu lagi. Þórhallur Sveinsson, Skjaldarvík, sími 1-13-82. BIBLÍULESTUR í kvöld (laug ardag) kl. 8.30. Allir velkomn ir. Sæm. G. Jóhannesson. BAZAR. — Norðurlandafarar Kvennadeildar Slysavama- félagsins hafa muna- og köku sölu að Bjargi, Hvannavöll- um 10, sunnudaginn 30. apríl kl. 4 e. h. Tekið verður á móti mununum frá kl. 9 ár- degis sama dag í Bjargi. — Nefndin. FRA SJÁLFSBJÖRG. Fundur verður hald- inn í Bjargi laugardag inn 29. apríl kl. 3 s. d. Kosnir verða fulltrúar á 9. þing landssambandsins. Áríðandi að mæta vel og stundvíslega. Sjálfsbjörg. 2—3 herbergja ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu nú þegar eða í síðasta lagi 14. maí. Uppl. í síma 2-12-21. MINJASAFNIÐ er opið á sunnudögum frá kl. 2—4 e. h. Á öðrum tímum vegna ferða- fólks eftir samkomulagi. — Símar 1-11-62 og 1-12-72. GJAFIR til Pálmholts: — Frá ónefndri konu kr. 4000. Frá Rósu Guðjónsdóttur kr. 100. Frá Sigurlínu Haraldsdóttur kr. 150. Beztu þakkir. Stjóm Hlífar. STYRKTARFÉLAG VANGEF INNA: Gjafir hafa borizt frá H. Þ. kr. 1000 og frá L. V. kr. 5000. Kærar þakkir. Jóhannes Óli Sæmundsson. MINNINGARSPJÖLD Styrkt- arfélags vangefinna fást í verzlununum BÓKVALI og FÖGRUHLÍÐ. SMVINNAN SAMVINNAN, 2—3 hefti 1967, er nýkomin út. Þar skrifar rit- stjórinn, Páll H. Jónsson, grein ina „Hinn þriðji sannleikur" og ennfremur ritar hann minning- arorð um Helga heitinn Þor- steinsson. Guðmundur Sveins- son skólastjóri skrifar þætti úr samvinnusögu Rússlands, Stein grímur Baldvinsson bóndi í Nesi á þama ljóðaflokk, sem hann nefnir Heiðmyrkur, og ennfremur frásögnina í ein- rúmi. Þá skrifar Jónas Jónsson ráðunautur um gróður og rækt un, og auk þess eru í ritinu þýddar greinar, framhaldssaga, Föndurkrókur o. fL Q TRYGGING ER NAUÐSYN slysa-og ábyrgða- trygging eítt simtal og pér eruð tryggður ALMENNAR TRYGGINGAR ” HAFNARSTRÆTI 100 AKUREYRI SÍM! 11600

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.