Dagur - 29.04.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 29.04.1967, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ÍHALDSSTEFNAN ER GJALDÞROTA í YFIRLITI um viðskipti Seðla- bankans á liðnu ári er margan fróð- leik að finna. Og í hádegisverðar- boði, í tilefni ársreikninga bankans, flutti Jóhannes Nordal bankastjóri erindi um efnahagsmál landsins. I ræðu hans var glögg aðvörun um hættur þær í efnaliagsmálum, sem nú blasa við. Aðvaranir þessar eru nærgætnislegar, enda er bankastjór- inn nokkuð tengdur þeirri viðreisn- arstefnu ríkisstjórnarinnar sem er að leiða atvinnuvegina til gjaldþrots. En glöggar eru þær engu að síður. Ríkisstjórninni er nú mjög annt um þann vonarneista, sem hún þyk- ist hafa í hendi, í sambandi við verð- stöðvunina. En vonin er veik þegar hugsað er til ársins 1959 og 1963, en þá lýsti sama ríkisstjórn því blákalt yfir, að búið væri að stöðva verðbólg una. Þetta gerir hún einnig nú. All- ir vita hvað varð um verðstöðvunina 1959 og 1963, að þar var aðeins um blekkingar að ræða. Út á þá blekk- ingu fengu stjórnarflokkamir þó eitthvert atkvæðamagn. Stjómarlið- ar ætla að leika sama leikinn enn, en ótrúlegt má telja að hann komi þeim að gagni. Verðbólgan hefur leikið sjávarút- veginn svo grátt, að hann hefði stöðv azt fyrir löngu að óbreyttu verðlagi erlendis. Hækkandi verðlag erlendis hefur bjargað honum um mörg ár, en nú síðast ríkissjóður. Eigendur fiskiðjuvera hafa haldið því fram, að rekstursafkoman sé orðin slík, að á- fram verði ekki haldið, nema með stórkostlegu tapi og síðan hruni. Verðbólgan hefur einnig leikið landbúnaðinn á þann veg, að útflutn ingur landbúnaðarvara til sölu er- lendis er útilokaður nema með stór- felldum uppbótum. Iðnaðurinn á við vaxandi örðug- leika að stríða. Kyrrstaða og sam- dráttur eru einkenni hans síðustu misseri. Hann þolir illa samkeppni við erlenda framleiðslu, innflutta, vegna óhóflegrar verðbólgu innan- lands og hins háa framleiðslukostn- aðar, sem af henni leiðir. I reynd hefur viðreisnarstefnan svokallaða orðið verðbólgustefna með þeim afleiðingum fyrir atvinnu vegi þjóðarinnar, sem nú blasa við. Bráðabirgðaverðstöðvunin á að koma eins og græðandi smyrsl, upp fundin fyrir kosningar, og lætur vel í eyra. En verðstöðvunarstefnan er of seint á ferðinni og er kosningabrella. Hún leynir því á engan hátt, að efna hagsmál þjóðarinnar eru gjörsam- lega úr skorðum gengin, grundvöll- ur atvinnulífsins brostinn og íhalds- stefnan gjaldþrota. □ Gufformur J. Gufformsson skáld NOKKUR KVEÐJUORÐ Falla mínir fomu vinir, falla traustir ættarhlynir. Auðn í vorum skáldaskóg. Hátt þig bar í lundi Ijóða, Ijómi þinna kvæðaglóða bjarma á ættjörð björtum sló. Þessar ljóðlínur fæddust, þeg ar mér barst fregnin um andlát Guttorms J. Guttormssonar skálds. Vel má vera, að þær séu ekki mikill skáldskapur; hinu verður ekki á móti mælt, að þær eru sannmæli. En Guttorm ur lézt, eins og kunnugt er, á sjúkrahúsi í Winnipeg 23. nóv. 1966, rúmum degi eftir að hann varð 88 ára, en hann var fædd- ur að Víðivöllum í Nýja íslandi 21. nóv. 1878. Með honum er eigi aðeins að velli fallið svip- mikið skáld og merkilegt, held- ur einnig sterkur og mjög sér- stæður persónuleiki, er lengi mun minnisstæður samtíðar- mönnum hans, og þeim lengst, sem kynntust honum mest og bezt. Hann var, eins og þegar hefir verið sagt, kynborinn sonur Nýja íslands í Manitoba, fædd- ur og alinn upp í íslenzku land- námsbyggðinni á þeim slóðum, þegar frumhei’jarnir háðu þar sína raunaþungu en hetjulegu brautryðjendabaráttu. Fór það að vonum, að bernsku- og æsku umhverfið og hin hörðu kjör, sem foreldrar hans og aðrir ís- lendingar áttu þar við að búa framan af árum, orkuðu djúpt á Guttorm og settu varanlegt mark á lífshorf hans og skáld- skap. Sama máli gegnir um menn- ingarlega umhverfið, sem hann ólst upp í, en það var háís- lenzkt, í rauninni beint fram- hald af íslenzkri alþýðumenn- ingu heima á ættjörðinni. Hefði þessu eigi verið þannig farið, hefði Guttormur hvorki orðið eins mikill íslendingur né held- ur eins sérstætt skáld og raun ber vitni. Trúnaðurinn við ætt og erfðir var honum runninn í merg og bein, og er ósjaldan bæði uppistaðan og ívafið í kvæðum hans. Réttilega og vit- urlega sækir hann að vísu ósjaldan yrkisefni sín í daglega lífið umhverfis sig, en hann fer um þau íslenzkum höndum, ef svo má að orði kveða, bæði um mál og Ijóðform. Þannig sver hann sig ótvírætt í ættina til eldri íslenzkra skálda. „Fjórðungi bregður til fóst- urs,“ segir hið fomkveðna. Ætt emislega sannaðist það á Gutt- ormi í ríkum mæli. Hann var af traustum og kunnum austfirzk- um ættstofni, og foreldrar hans voru bæði prýðilega gefin og bókhneigð. Móðir hans, er var söngelsk og hafði fallega söng- rödd, var skáldmælt vel, og fað ir hans, er var gæddur snjallri frásagnargáfu, var einnig bæði sönghneigður og listfengur. Sjálfur var Guttormur söng- elskur mjög og stofnaði hljóm- leikaflokka og stjómaði þeim í Nýja íslandi og víðar í byggð- um Vestur-íslendinga. Foreldra sinna, Jóns Gutt- ormssonar og Pálínu Ketilsdótt ur, brautryðjendabaráttu þeirra og æskuheimilis síns, hefir Gutt ormur minnzt sonarlega í ágætri og mjög fróðlegri grein í bókinni Foreldrar mínir (Réykjavík 1956). En ungur að aldri missti hann þau bæði og varð því snemma að fara að sjá fýrir sér sjálfur. Vann hann fram eftir árum að margvísleg- um störfum, en lengstum ævinn ar var hann bóndi, og frá 1911 og til dauðadags bjó hann á föðurleifð sinni, Víðivöllum við íslendingafljót. Það er því ekki orðum aukið, að hann hafi orð- ið að hafa skáldskapinn og önn- ur ritstörf sín í hjáverkum frá tímafrekum og lýjandi skyldu- störfunum. Af fyrrgreindum ástæðum má það einnig aug- Ijóst vera, að skólaganga Gutt- orms var af mjög skornum skammti, en hann bætti sér það upp með víðtækum lestri, og átti stórt og merkilegt bóka- safn. Þegar þess er hins vegar gætt, við hve andstæð skilyrði Guttormur vann hin bók- menntalegu störf sín, verður það ennþá athyglisverðara og aðdáunarverðara, hve mikið liggur eftir hann af ritstörfum í bundnu máli og óbundnu og hve margt af því bar aðalsmark hins sanna skáldskapar um hug kvæmni, frumleik og málsnilld. Umfangsmest er ljóðagerð hans og hæst náði hann í þeirri skáld skapargrein, en um upptalningu ljóðabóka hans og önnur rit og ritstörf leyfi ég mér að vísa til ritgerðar minnar um hann átt- ræðan í ársriti Þjóðræknisfé- lagsins 1959. En skáldskapur Guttorms er eigi aðeins mikill að vöxtum, heldur einnig harla fjölskrúðug ur um viðfangsefni, meðferð þeirra og svip. Ljóðagerð hans er, í stuttu máli, ágætlega lýst í þessum orðum Helga Sæ- mundssonar í grein hans í til- efni af Islandsferð Guttorms 1963, „Skáldbóndi í heimsókn“ (Alþýðublaðið, 19. júní 1963): „Guttormur hugsar iðulega austur um haf í ljóði, en hann yrkir líka oft um fóstui-jörð sína, Nýja ísland, og ber henni söguna af karlmannlegri hrein- skilni. Kvæði hans um baráttu frumbýlingsáranna þarf varla að kynna, en af þeim ber senni- lega Sandy Bar hæst. Guttorm- ur man glöggt þraut foreldx-a sinna og samferðamenna þeirra heiman af íslandi. Sjálfur hefir hann átt við fátækt að stríða, unnið hörðum höndum langan dag og verið úti í misjöfnum veðrum. Alls þessa gætir í ljóð um hans, en Guttormur yrkir líka um frjósemd og mi'ldi Kanada, sléttuna, sem hefur brauðfætt hann, vatnið og bjart an morgun, fagurt hádegi og blítt kvöld. Jafnframt eru á skáldhörpu hans strengir, sem túlka fjalladyn, stoi'mþyt og vatnagang, æsta hríð, dimma nótt og vindbarinn skóg. Enn- fremur lýsir hann ógleymanlega daglegum störfum vestur-ís- lenzka bóndans og einnig á tákn rænan hátt, því hann er meist- ari tvíleikans, þegar honum tekst bezt upp í kvæðum sín- um. Þá rís skáldskapur Gutt- orms eins og fjall af sléttu, og ljóðstíll hans verður í senn sterkur og margþættur. Sá kveðskapur er íslenzkum bók- menntum mikill fengur. Frásagnir og lýsingar láta Guttormi J. Guttormssyni vel í Ijóði, en þó finnst mér kannski mest til um þann skáldskap hans, sem er táknrænn og heim spekilegur. Guttormur er harla ádeilugjarn, en tvíleikur þeirra kvæða hans bjargar þeim bless- unarlega oft frá því hlutskipti að vera aðeins hávær áróður. Þess vegna munar um Gutt- orm, þegar hann fordæmir rang læti og tekur málstað smæl- ingja, sem standa höllum fæti. Loks ber þess að geta, að Guttoi-mur er fyndinn og hnitt- inn, ef hann vill beita þeirri íþrótt. Ég ætla, að hann sé snjallasta kímniskáld Vestur- íslendinga eftir Káin, og á þeim glímupalli reynist hann bæði fjölbrögðóttur og harðskeyttur. Þar sameinar hann skemmti- lega hugkvæmni og skapi'íki." Hér verður ekki farið út í það að rekja efni einstakra kvæða Guttoi’ms, þó meir en verðugt væri. En réttilega legg ur Helgi Sæmundsson áherzlu á það í skilningsi-íkum ummæl- um sínum um skáldið, hve sterk um böndum hann er tengdur ættjöx-ðinni, íslandi, og fæðing- ai-sveit sinni og heimahögum í Nýja íslandi. Eins og ég hefi sagt annai-s staðar, sameinar Guttormur þetta tvermt á hinn fágætasta og eftirminnilegasta hátt. í skáldskap hans renna straum- arnir fx-á hinu landfi-æðilega og menningarlega umhvei-fi hans í Canada og áhrifum frá íslenzk um bókmenntum og menningar erfðum saman á mjög mei-ki- legan hátt. Yrkisefni hans er ósjaldan rammCanadisk, gripin beint úr daglega lífinu umhverf is hann, t. d. í kvæðunum „Bý- flugnaræktin", „Indíánahátíð- in“, „Bimimir" o. fl., en þau eru fæi-ð í frábærlega íslenzkan málbúning, bæði um bragar- hætti og orðalag, þó að skáldið fari oft eigin götur í þeim efn- um, smíði algerlega nýja ljóð- hætti og noti orðin í óvenjuleg- um samböndum til þess að túlka nýjar hugsanir. Málfar hans er í senn bæði kjammikið og rammíslenzkt. Beint og óbeint hefir þegar vex-ið vikið að lífsskoðun Gutt- orms, eins og hún lýsir sér í kvæðum hans. Hann greiddi óréttlæti og hverskonar kúgun, óheilindum og yfirborðs- mennsku, þung svipuhögg í ádeilum sínum. En lífsskoðun hans var eigi að síður jákvæð. — Víða kemur fram í kvæðum hans djúp og stei-k samúð með þeim, sem eiga ,í vök að verjast og bera skarðan hlut frá lífsins nægtarborði. Enda komst hann svo að orði í merku viðtali við Matthías Jóhannessen ritstjóra (Morgunblaðið, 16. júní 1963): „Ég trúi á mannúðai-kenningar Krists.“ Það var kjaminn í hans trúarskoðun. Annai-s mun honum ekki gert rangt til, þó sagt sé, að harm hafi verið efa- semdarmaður, leitandi andi, í trúarefnum. En upp á Guttorm má hik- laust og afdráttarlaust heim- færa þessi oi-ð hans um Káinn: Þar er mei-kur, mætur, heill maður á bak við kvæðin. Það var íslenzkt haustveður, svalt og bjart, þegar Guttoi-mur var til moldar boriim í River- ton á heimaslóðum sínum. Þeg- ar við ókum af stað þaðan á leið til Wirmipeg, varð mér litið í áttina til Sandy Bar, og orð skáldsins úr samnefndu, fögru og frægu kvæði hans ui-ðu mér að lifandi veruleika: .....heiður himinn hvelfdist yfir Sandy Bar, himinn, landnám landnemanna Ijómaði yfir Sandy Bar. Landnámsmaður í ríki and- ans, sem numið hafði íslenzk- um bókmenntum nýtt landnám, hafði hoi-fið á vit feðra sinna í landinu ókunna handan grafar. (Tímarit Þjóði-æknisfélags ís lendinga). Dr. Richard Beck. 5 „Lukkuriddarinn" kemur fil Eyjafjarðar LEIKFÉLAG HÚSAVÍKUR hefur sýnt Lukkuriddarann 11 sinnum, þar af 9 sinnum á Ilúsavík og tvisvar á Breiðumýri í Reykjadal, ætíð fyrir fullu húsi. Næsta sýning verður að Freyvangi í Eyjafirði kl. 8.30 á laugar- dagskvöld og á sunnudag kl. 4 síðdegis. Það er fyrsta leikför Leikfélags Húsavík- ur til Eyjafjarða. Leikstjóri er Magnús Jónsson. Meðfylgjandi sviðsmynd er úr Lukkuriddaranum. — Fluoridar koma sennilega í veg fyrir æðakölkun Chirago, 18. apríl (AP) TILKYNNT hefur verið að ný- legar rannsóknir liafi leitt í Ijós, að miklar líkur bendi til að fluoridar, sem mjög víða eru notaðir í drykkjarvatni til að koma í veg fyrir tannskemmdir, muni sennilcga draga úr bein- rýmun í öldruðu fólki og koma í veg fyrir æðakölkun. D. M. Hegsted, Ph. D., við næringai-efnadeild Harvard School of Public Healthj sagði í gær, að samanburðarrannsókn- ir sem gerðar hefðu verið á tveim svæðum í Norður- Dakota, þar sem fluoridamagn drykkjai-vatns væri ýmist mjög hátt eða mjög lágt, hefði leitt þetta í Ijós. Á aðalfundi Sambands amerískra félaga um tilraunir í lífeðlisfræði sagði Hegsted með al annars, í umræðum um nær- ingai-fræði og beinrýrnun: „Rýrnun í beinvefjum hryggjaliða í fullorðnum kon- um var um það bil helmingi meiri á því svæði sem hafði lágt fluoridamagn í drykkjarvatni. Æðakölkun var tvisvar til fjór- um sixmurn meira áberandi á því svæði sem lxafði lágt fluoi-idamagn í vatni. Þetta virð ist benda til þess, að ef líkam- inn fær töluvert magn fluorida með neyzlu drykkjai-vatns, þá virðist það hjálpa til að við- halda styx-kleika beinagrindax-- innar, sérstaklega hjá kven- fólki, sem er hættara við bein- vefjarrýmun, og getur auk þess komið í veg fyrir áberandi æða kölkun, sérstaklega í karl- mönnum.“ Beinvefjarýrnun orsakar það að beinin verða stökk og er hættara við að brotna. Hegsted sagði í blaðaviðtali að þrenging á vefjum slagæðar væri byrjunareinkenni æðakölk Vatnsneyzlan er frá SVO MIKILL munur er á vatns neyzlu í hinum ýmsu hlutum heimsins, að þéir sem mest nota af vatni verða að fá 5000 sinn- um meira af því en þeir, sem minnst nota. Þetta er engan veg BJÁRNI á móti þjóðstjórn í ANNAÐ SINN á einu misseri lagði Bjarni Benediktsson opin berlega lykkju á leið sína til að andmæla þeim mönnum í Sjálf stæðisflokknum, sem eru orðn- ir þreyttir á „viðreisninni" og vilja láta reyna samstarf allra flokka. í setningarræðu lands- fundar Sjálfstæðismanna sagði Bjarni m. a.: „Fram úr þessum viðfangs- efnum verður ekki skjótlega ráðið. Þess vegna er það út í hött, þegar sumir tala um það að við ætlum að lækna verð- bólguna með myndun þjóð- stjómar“. Það hefir víst í seinni tíð rifj - ast upp fyrir ýmsum, sem til þessa hafa verið í stjómarlið- inu, að Framsóknarmenn lögðu til fyrir 7—8 árum, að þingflokk arnir kysu fulltrúa í sameigin- lega nefnd til að reyna að kom- ast að samkomulagi um efna- hagsmál. En ráðamenn Sjálf- stæðisflokksins voru þá boru- brattari en nú og þóttust ætla að leysa vandann einir, enda voru þeir þá nýbúnir að ráða Alþýðuflokkinn í sína þjónustu og töldu sig báðum fótum i jötu standa. Nú er „viðreisnin“ að vísu fyrir löngu farin út um þúfur, en Bjami virðist enn hugsa sér að láta Alþýðuflokk- inn passa „stólana". Þess vegna er honum meinilla við þjóð- stjómartal í sínum herbúðum. Til vonar og vara lét hann þó einn af verkalýðsleiðtogum kommúnista fá „krossí' í hitteð fyrra svo sem kunnugt er og í flimtingum haft. □ unar. Hann sagði að enda þótt hjartaslag orsakaðist af ónógu bróðrennsli frá kransæðunum, sem eru í sjálfum hjartavöðvan um, þá virtust samanburðar- rannsóknir „benda til þess að fluoridar komi í veg fyrir aukna æðakölkun." Dr. Richmond W. Smith Jr., læknir við Lyflæknisdeild Henry Ford sjúkrahússins í Detroit sagði að kölkun í slag- æðum í kviðarholi væri áber- andi meiri á því svæði, sem hafði lágt fluoridamagn í drykkjarvatni. Hann bætti því við, að hærra hlutfall æðakölkunarsjúklinga fyndist einnig í hópi þeirra sem þjást af beinvefjarýrnun heldur en hjá öllum almenningi. Q 1 upp í 5000 einingar inn til marks um að tiltekið fólk sé hreinlátara en annað fólk, heldur er það vatnsneyzl- an í iðnaði og landbúnaði, sem reiknuð er eftir íbúatölu og skapar þennan gríðarlega mis- mun. Þetta sýnir hins vegar hversu lífsnauðsynlegt vanþró- uðum löndum er að komast yfir meiri vatnslindir þegar þau leit ast við að auka landbúnað sinn og iðnað. Þetta vandamál var tekið fyr ir á ráðstefnu um „hegðun“ vatnsins, sem haldin var í Vín- arborg um miðjan nóvember að frumkvæði Alþjóðakjarnorku- stofnunarinnar (IAEA.) Á ráðstefnunni ræddu vatna- fræðingar frá 37 löndum, þeirra á meðal íslandi og Svíþjóð, um það, sem gerist með vatnið allt úr 16 km hæð frá yfirborði jarð ar niður í 1 km undir jarðskörp unni í mynd, snæs, íss, regns, skýfalls, forarleðju og árfram- burðar. Viðfangsefnið var „Not kun ísótópa í vatnafræðinni", og ráðstefnan var þáttur í hin- um alþjóðlega vatnafræðiára- tug Sameinuðu þjóðanna, sem hófst fyrir rúmu ári. Búnaðarframkvæmdir minni en áður RÁÐUNALTAR B.S.E. SEGJA FRÁ anna í vetur er ekki vitað, en: Á AÐALFUNDI Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar, sem nýlega var haldinn og lítillega var áður sagt frá, fluttu ráðunautar sam bandsins skýrslur sínar, þeir Ævar Hjartarson og Stefán Þórðarson. Jón Trausti Þor- steinsson hefur látið af ráðu- nautarstörfum. í skýrslu Ævars Hjartarsonar segir m. a. svo: Nýrækt var 287.5 ha. og vél- grafnir skurðir 121.720 rúmm. Tala jarðabótamanna var ár- ið 1966 257, en að meðaltali árin 1959 til 1965 345. Flestir liðir framkvæmda hafa minnkað eða eru lægri nú síðastliðið ár en þeir voru að meðaltali síðastlið in 7 ár. Tala eða fjöldi jarða- bótamanna hefin sjaldan verið lægri en árið 1966. Túnamælingar. Á síðastliðnu ári var hafizt handa með mælingar á túnum hér á sambandssvæði BSE. Að- ferð sú, sem mælingarnar voru framkvæmdar eftir, nefnist þrí hyi-ningamæling. Aðrar aðferð- ir hafa ekki verið samþykktar af Landnámi ríkisins. Mælingar í sumar voru fram kvæmdar í þremur hreppum: Skriðuhreppi, Árskógshreppi og Ólafsfirði. Auk þess var mælt á nokkrum jörðum í Saurbæjar- hreppi og nokkrum annars stað ar á svæðinu. Til aðstoðar við mælingarnar hafði ég Guð- mund Steindórsson frá Þríhyrn ingi í Skriðuhreppi. Jarðvegssýni voru tekin úr Skriðuhreppi og Árskógshreppi. Ur þessum hreppum voru sýni tekin á hverjum bæ eða hjá öll- um, sem þess óskuðu. Einnig voru tekin nokkur jarðvegssýni utan þessara hreppa hjá þeim, sem þess óskuðu og tök voru á að ná þeim. Alls var fjöldi sýna rúmlega 500. Tími vannst ekki til að taka fleiri. Sauðfjárræktarfélögin. Á liðnu ári skiluðu 10 félög skýrslum um starfsemina, og er það einu félagi fleira en árið áður. Fjöldi félaga í þessum fé- lögum er 68 með 2049 ær á skýrslu. Þeir félagsmenn, sem mestar Eifurðir höfðu eftir vetrarfóðr- aða kind, voru: Gestur Sæmundsson, Efsta- landi 31.00 kg. 85.0% tvíl. Sveinn Jóhannesson, Hóli 29.78 kg. 88.8% tvíl. Snorri Kristjánsson, Krossum 29.27 kg. 86.6% tvíL Ármann Þorsteinsson, Þverá, Öxnadal 28.99 kg. 83.3% tvíl. Sigurður Jónasson, Hálsi 28.20 kg. 84.6% tvíl. Grímur Jóhannesson, Þóris- stöðum 28.18 kg. 83.6% tvíl. Sigfús Þorsteinsson, Rauðu- vík 28.06 kg. 80.0% tvíl. Munur á afurðum hinna ein- stöku félaga og einstaklinga innan félaganna er mjög mikill. Afurðamunur eftir vetrarfóðr- aða kind hjá þeim einstaklingi, sem hefir mestar afurðir, og þeim, sem hefir þær minnstar, er 14.5 kg. Eftir niðurstöðum þessum virðist fé af Vestfjarðastofni vera bæði frjósamara og gefa betri arð. Ef til vill er þó ekki rétt að flokka æmar í sauðfjár- ræktarfélögunum eins og hér er gert í vestfirzkar og þingeyskar, þar sem þetta fé er nú orðið viða mjög mikið blandað sitt á hvað. Hrútasýningar. Hrútasýningar fóru fram hér á sambandssvæðinu nú á síð- astliðnu sumri. Fyrirkomulag og framkvæmd sýninganna var með sama sniði og verið hefir undanfarin ár. Að loknum sýn- ingum var svo haldin héraðs- sýning á beztu hrútunum í hverjum hreppi. Héraðssýning- in var í tvennu lagi, að Ásláks- stöðum í Arnameshreppi og Hjarðarhaga í Öngulsstaða- hreppi. Sýningar voru haldnar í. öll- um hreppum sýslunnar og auk þess í Ólafsfirði, Siglufirði og Ævar Hjartarson ráðunautur. Grímsey. Alls voru sýndir 581 hrútur og flokkuðust þeir eftir verðlaunum þannig: I. v. hlutu 245 eða 42.16% II. v. hlutu 184 eða 31.67% III. v. hlutu 101 eða 17.91% 0. v. hlutu 51 eða 8.79% Nokkrar afkvæmasýningar voru haldnar. Tvær ær hlutu I. v. fyrir afkvæmi: Bletta Sig- urjóns Steinssonar, Lundi, og Rúnuhvít Jóns Tr. Steingríms- sonar, Vegamótum. Einn hrútur hlaut I. v. fyrir afkvæmi: Dverg ur 45, eigandi Arnbjörn Karles son, Ytra-Dalsgerði, Saurbæjar hreppi. Eins og fyrr segir var haldin héraðssýning á hrútum á sam- bandssvæðinu nú á síðastliðnu hausti. Sýningarstaðir urðu að vera tveir vegna sauðfjárveiki- varna og veru þeir á Ásláks- stöðum í Amarneshreppi og Hjarðarhaga í Öngulsstaða- hreppi. Á sýningu komu 45 hrútar. Teknir voru beztu hrút- ar úr hverjum hreppi og var fjöldi þeirra ákveðinn þannig, að 1000 ær væru á bak við hvern hrút. Hrútamir voru flokkaðir í þrjá flokka, þ. s.: Heiðursverðlaun, I. v. A og I. v. B. Af þessum 45 hrútum fóru 4 í Heiðursverðlaun, 20 í I. v. A og í I. v. B fóru 21. Þeir, sem hlutu Heiðursverð- laun, voru: 1. Dofri, eigandi Haraldur Kristinsson, Öngulstöðum. 2. Sléttbakur, eigandi Bene- dikt Alexandersson, Ytrf- Bakka, Arnameshreppi. 3. Glæsir, eigandi Sigurður Jónson, Efstalandi, Öxnadal. 4. Hnokki, eigandi Þorvaldur Þorsteinsson, Hálsi, Svarf. Dómur á héraðssýningu verð ur aldrei annað en einstaklings- dómur, en afkvæmadómur ér það, sem þarf að byggja á og sá dómur er öruggastur. Afkvæmasýningar á sauðfé þarf því að auka, ef auknar af- urðir og betri stofn á að fást. Sauðfjársæðingarstöðin að Lundi starfaði í vetur með líku sniði og undanfarið. Sæddai- voru hér á svæðinu rúmlega 1000 ær. Um árangur sæðing- það, sem vitað er, virðist lofai góðu um árangurinn. Hrútar. þeir, sem notaðir voru í vetur, voru þessir: Þokki og Leiri, en þeir hafa verið í stöðinni und- anfarin ár. Til viðbótar þessum hrútum voru keyptir 4 hrútar austan úr Mývatnssveit. —■ Þeir eru: i Spakur. Fæddur að Grásíðu í Kelduhverfi. Kjarni. Áður eign Sf. Austra í Mývatnssveit. i Rosti. Frá Baldursheimi. Fað ir: Spakur. ^ Fífill. Frá Vindbelg í Mý- vatnssveit. i Einnig var sætt lítillega úr hrútunum Dofra og Sléttbak, þeim, er efstir stóðu á héraðs- sýningunni. Um það, hvort rétt sé stefnt í sauðfjárræktinni hér í hérað-- inu með starfrækslu þessarar sæðingarstöðvar eða útbreidd- um sæðingum á sauðfé, skal ó- sagt látið, þótt það sé trú okk- ar, sem að þessum málum vinn- um. Ur því verður reynslan að skera. í skýrslu Steíáns Þórðarson- ar, vélaráðunautar( segir svo: Rekstur Búvélaverkstæðisins. Starfsemi verkstæðisins es nú mjög svipuð því sem var á síðastliðnu ári. Starfsmanna- fjöldi var að meðaltali svipaður og áður. Verkefnin voru heilt yfir nægjanleg fyrir þennan. starfsmánnafjölda, þannig að ekki var um neina vinnu að ræða sem ekki tókst að selja, en þó mátti þetta ekki tæpara standa á vissum árstímum. Til Stefán Þórðarson ráðunautur. að átta sig betur á starfsemi og viðskiptum verkstæðisins var gerð sundurliðun á þeim við- fangsefnum, sem ' verkstæðið vann úr talið í klst. í töflu þeirri, sem hér fer á eftir, er verkefnum skipt í 16 flokka, þannig að ég tel óþarft að hafa þá fleiri, þótt hægt hefði verið. Upphaflega var ætlunin að tafl- an gæfi einnig til kynna skipt- ingu verkefna eftir árstíma, en því miður vannst ekki tími til þess. 1. Jarðýtur ...........4.701 2. Dráttarvélar ...... 2.855 3. Vörubílar.........1.961 4. Sniglar ............1.828 5. Jeppar ............ 1.592 6. Bílar aðrir en í lið 3 og 5........... 1.067 7. Heyvinnslutæki .... 978 8. Mjólkurbílar ........ 820 9. Jarðvinnslutæki .... 354 10. Vagnar og kerrur ... 331 11. Dreifarar ............ 247 12. Skurðgröfur .......... 235 13. Blásarar ............. 198 14. Tumar ................ 195 15. Ýmislegt ............. 179 16. Byggingin ............ 176 Alls 17.807 (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.