Dagur - 22.05.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 22.05.1967, Blaðsíða 2
2 kið hefur orð Jafnvægið í búsetunni skiptir miklu rnáli segir BALDl'R HÓLMSTEINSSON á Raufarhöfn M UNGUR maður frá Raufarhöfn, Baldur Hólmsteinsson, var nú fyrir helgina á ferð á Akureyri, og náðum við þá tali af honum stutta stund. — Þú kemur beint frá Rauf- arhöfn núna? — Já, ég kem með vöruflutn ingabíl kaupfélagsins á Raufar- höfn og er á leið með hann suð- tur til Reykjavíkur í viðgerð. Undanfarin tvö sumur hef ég flutt vörur með þessum bil á milli Raufarhafnar annars veg- ar og Reykjavíkur og jafnvel Akureyrar hins vegar. Þessar ferðir hef ég farið einu sinni í viku og verður svo enn í sumar. Til Reykjavíkur er þetta um 20 tíma akstur, öll leiðin, ef bíllinn er fullhlaðinn, en hann tekur sjö tonn, og skipti ég akstrinum þá yfirleitt á tvo daga. — Hvernig eru vegirnir núna? — Sléttan var sæmilega fær, enda dettur vegurinn sjaldan niður þar. Um Skörðin milli Leirhafnar og Kópaskers er hins vegar ófært í þíðu núna, en þau eiga eftir að þorna. í Axarfirði og hér og þar í Suð- ur-ÞingeyjarsýsIu eru pyttir í veginum, enda er vegurinn lýst ur ófær, þó að ég fengi leyfi til að fara þetta með tóman bílinn. Vegurinn verður varla fær alla leið fyrr en undir mánaðamót, jafnvel þótt vel viðri. — Var næg atvinua á Rauf- arhöfn í vetur? — Frá áramótum og fram í marz var hálfgert atvinnuleysi og kom það sér auðvitað mjög illa. í vor fór ég á netabát, 12 tonna, og vorum við fjórir á honum. Við lögðum bæði á Hóls vík, rétt hjá Raufarhöfn, og austar í Þistilfjörðin'n og fisk- uðum allvel, a. m. k. miðað við undanfarin vor. Auk okkar voru þrjár 4—5 tonna trillur með net, og svo Kafa verið nokkrir bátar með færi, en þeir hafa varla haft eins mikið og netabátarnir. — Hvernig gengur að verka fiskinn? — Það eru mikil vandræði að gera það svo að þetta beri sig. Við höfum lagt upp hjá kaup- Utankjörstaðiikosn- ing er hafim STUÐNINGSFÓLK Fram- sóknarflokksins, sem ekki verður heima á kjördegi er eindregið hvatt til að kjósa sern allra fyrst. Listi Fram- sóknarflokksins er B-Iisíinn. Samtaka fram til sigurs, x B. félaginu í saltfiskverkun, en urðum að sætta okkur við 7% verðlækkun, frá grundvallar- verði, og það finnst okkur vitan lega hatt. Frystihúsið hefur ekki verið starfrækt undan- farið. — Hvernig líður undirbún- ingi undir sfldarmóttökuna í sumar? — Síldarverksmiðjan er með seinna móti að fara af stað með undirbúninginn fyrir sumarið. Stækka átti löndunarbryggjuna og bæta við löndunartækjum, en þær framkvæmdir eru rétt núna að hefjast. Annars gera menn ráð fyrir að meira verði saltað í sumar en í fyrra, því Baldur Hoimsteinsson. að allar líkur benda til þess að bræðslusíldarverðið verði lækk að vegna verðfallsins á mjöli og lýsi. — Vilt þú segja eitthvað að lokum vegna væntanlegra kosn inga, Baldur? — Ég álít, að þau málefni, sem varða jafnvægið í búsetu fólksins, skipti unga fólkið hér um slóðir afar miklu máli um þessar mundir. Einmitt sam- vinnustefnan, sem stjórnar- flokkarnir vilja hnekkja, hefur auðvitað fengið miklu áorkað fyrir dreifbýlið á liðnum árum. Á þessu sviði hefur Framsókn- arfiokkurinn sýnt landi og þjóð trúnað og hollustu. Á hinn bóg- inn tel ég, að fordæma beri van traust stjómarflokkanna á getu þjóðarinnar og gæði lands og sjávar, þau gæði, sem við höf- um svo lengi búið við og getum örugglega hagnýtt í enn ríkari mæli í framtíðinni, segir Baldur Hólmsteinsson. Dagur þakkar honum við- talið. Bj. T. É| mæli með fveggja llokka kerfinu segir jón Árni Sigfiisson bílstjóri í Víkurnesi JÓN ÁRNI SIGFÚSSON í Vík urnesi í Mývatnssveit er for- maður Bílstjórafélags Suður- Þingeyinga. Við hittum liann í Mývatnssveit fyrir nokkrum dögum, og fórum fram á að hann svaraði nokkrum spurn- ingum. — Hvað hefur þú stundað aksturinn lengi? — Ég ihef nú verið við þetta í 18 ár, og þetta er eina atvinna .mín, þar éð' ég hef' ekki neinn búskap. Nú hef ég verið formaður Bílstjórafélagsms um skeið, en í því eru 37 félags- menn eða svo, allt sjálfseignar- vörubifreiðastjórar. — Hafið þið tekið að ykkur einhver verkefni sameiginlega í félaginu? — Við höfum ekki gert' það beint, en þó var t. d. flugvallar- gerðin í Aðaldal algerlega unn- in af félagsmönnum, að svo miklu leyti sem bíistjórar komu þar við sögu. — En nú hafið þið myndað verktakafélag með tveimur ræktunarsamböndum? — Við - töldum okkur tii- neydda að gera það til að reyna að halda vinnu inni í héraðinu. Samt sem áður álít ég, að mynd un Vegalagna h.f. hafi verið óheppileg nauðsyn, enda vart forsvaranlegt að félag eins og bílstjórafélagið þurfi að ganga í félagsskap með öðrum aðilum til að hafa möguleika á að fá vinnu innanhéraðs. Yfirleitt held ég, að í þessu þjóðfélagi eigi ekki að hafa útboð á verki eins og Kísilveginum úti um land, því að við slík útboð hafa stórar einingar og þá úr þétt- býlinu miklu sterkari aðstöðu en aðilar innan héraðs, sem þó ættu að öllu réttu að sitja fyrir um að fá verkið. Bílstjórafélag- ið er í sjálfu sér alls ekkert verktakafirma, og við höfum óhæga aðstöðu til að mynda sterkt verktakafirma, jafnvel Jón Árni Sigfússon. þótt tvö ræktunarsambönd séu með okkur. Erlendis er þessum málum auðvitað allt öðru vísi varið, þar eru sambönd vöru- bifreiðastjóra byggð upp á allt annan hátt. — Hvernig álítur þú þá að átt hefði að haga útboðinu? — Ég held, að ekki hefði átt að bjóða verkið út, heldur hefði Vegagerðin átt að hafa það með höndum sjálf. Ég er sannfærður um að það hefði komið alveg jafn vel út fyrir Vegagerðina. í fyrrahaust vorum við með þi’já 10 tonna bila í vegarkaflanum sem þá var byggður upp frá Kísilgúrverksmiðjunni niður að Reykjahlíð, og það kostaði ekki meira að aka í þanm veg en kost að hafði að ýta honum upp. — Verður ekki Norðurverk á Akureyri, sem fékk Kisilveginn nú, að leita til ykkar félags ilm bíla? — Norðurverk h.f. er ekki skyldugt til að taka neina bíla í vinnu frá okkar félagi, en hins vegar getum við ekki neitað að fara í þá vinnu, ef Norðurvenk vill, annars væri talið um ólög- legt verkfall að ræða. Þetta atriði mælir einmitt líka með því, að Vegagerðin ætti að hafa verkið sjálf, enda sæti Bílstjóra félag S.-Þing. þá fyrir. Yfirleitt álít ég, að með svona útboðum sé tilvist* 'sjálíseign'arvörubif- reiðastjóra stefnt i hættu. — Nú hefur þú ekið á vegun- um og unnið víða við vegagerð og ýmislegan akstur. Viltu láta taka upp hægri handar umferð? — Félag okkar gekkst í fyrra vor fyrir skoðanakönnun um þetta mál meðal handhafa öku- skírteina í héraðinu. Þessi könn un gekk að vísu seint og sum svörin bárust ekki fyrr en Al- þingi hafði samþykkt frumvarp ið um hægri aksturinn. Þátttaka varð þó mjög mikil í þessari skoðanakönnun, og úrslit mjög á einn veg: yfir 90% á móti upptöku hægri aksturs. Aðal- rök mín og annarra hér gegn breytingunni eru, að breyting- in sjálf verður of kostnaðarsöm og hættuleg, enda eru vegir hér flestir mjóir og með ótal blind- hæðum og aksturinn fer mikið eftir vanabundnum hreyfing- um. Hitt er líka mikilvægt, að við vetrarakstur í snjóahéruð- um er injö.g þægilegt að fylgja vegarkantinum, en vegna stað- setningar stýrisins í flestum bílum yrði þetta ekki lengur hægt eftir breytinguna. Auk þess er ísland eyja og ástæðu- laust að breyta þessu hér. — Fimmtíu milljónirnir, sem að (Framhald á blaðsíðu 7) SJÁLFSTÆÐISMENN VONDAUFIR f SÍÐUSTU VIKU birtist í blað inu Islendingi viðtal við for- mann ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri. Þar er hann spurð- ur að því, hvernig undirtektir hann haldi að Stefna Sjálfstæð- isflokksins fái nú hjá ungu fólkc hér um slóðir. Ekki er svarið mjög uppörvandi: „Um þær (þ. e. undirtektirnar) verður vitan lega ekkert sagt, nema af lík- um. Ég tel þó einsýnt að við höldum fyllilega okkar hlut.“ Þetta er öll bjartsýni ungra Sjálfstæðismanna um þessar mundir. Þeir ætla að berjast við að lialda sínum hlut frá síðustu kosningum, og eru þó engan. veginn sannfærðir uin að það muni takast. Síðustu bæjar- stjórnarkosningar sýndu það einmitt, að Sjálfstæðisflokkur- inn er nú á undanhaldi hér á Akureyri, og líkur virðast benda ákveðið til að sú þróunt muni halda áfram ekki aðeins á Akureyri, heldur einiiig ann- ars staðar í kjördæmirku og um allt land. Það er líka gaman að athuga, hvers vegna þessi formaður ungra Sjálfstæðismanna segist fylgja flokki sínum. Hann segir það vera vegna þess að frelsi og framtak séu grundvallarstefnu- mál hans. Jafnframt sér hann ástæðu til að taka fram, að hann telji að flokknum hafi „auðnazt vel að starfa á þeitn grundvelli.“ Þar hefur maður það. Frelsi og framtak eru svc> sem nógu falleg orð. En hvers konar frelsi og framtaki hefur Sjálfstæðisflokkurinn barizt fyr ir? Hann liefur barizt fyrir at- hafnaFRELSI braskara og spá- kaupmanna, og í bönkunum hef ur flokkurinn svo látið verð- launa FRAMTAK þeirra, enda hpfg þeir á' móti verið ósínkir áð ‘hálda ' úppi kosningasjóði flokksins síns, og er það auð- vitað mannlegt. Það skiptir ekki máli, hve lengi Sjálfstæðisflokkurinn þyk ist berjast fyrir frelsi og fram- taki. Æ fleiri sjá nú, að fyrir flokknum ræður þröng sérhags munaklíka, sem hugsar mest um eigið frelsi til að græða á öðrum í skjóli óheilbrigðs stjórnarfars. Sífellt fleiri sjá nú, að stöðva verður framgang æv- intýramannanna, til dæmis í húsbyggingarmálum, en slíkt verður ekki gert nema Sjálf- stæðisflokkurinn tapi verulega í næstu kosningum og braskar- arnir missi þannig lykilaðstöðu í íslenzkum sjómmálum. Ungir Sjálfstæðismenn eru líka að byrja að sjá, að stefna þeirra finriur ekki hljómgrunnn í raura með þjóðinni. Þeir vita að fylgis hrunið er á næsta leiti. Bj. T. Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna á Húsavík er að Garðarsbraut 5 (gömlu bæjarskrifstofunum). — Sími 4-14-35. Skrifstofan verður op- in alla daga kl. 20—22, nema laugardaga og sunnudaga kl. 17—19.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.