Dagur - 24.05.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 24.05.1967, Blaðsíða 1
HOTEL H«rb»rglt- pontanir. FerSa- skrifstofcm Túngötu 1. Akureyrl. Sími 11475 Túngöta 1, Slmi 11473 Skipuleggjura ódýrustu lerðirnar til annarra landa. L. árgangur — Akureyri, miðvikudaginn 24. maí 1967 — 41. tölubl. BÓT Á BÓT OFAN SKATTAKERFI íslenzka ríkisins er að verða æ flókn- ara. Með hverju árinu hafa verið lagðir á nýir skattar af ýihsum tegundum, en þeirj eldri þó látnir haldast. Þetta kom glögglega fram í nefndaráliti minnihluta f jár veitinganefndar Alþingis þess, er sat í vetur. Þar er yfirlit um hækkanir á kostn- aði við nokkrar greinar ríkis rekstrarins á árunum 1959 til 19S7, og síðan eru taldir upp helztu skattar, sem hækkaðir hafa verið eða teknir í lög á þessu tímabili. Hér er yfirlitið yfir hækk- anirnar í hundraðshlutföll- um 1959—1967: Kostnaður við stjórnarráð ið og utanríkisþjónustuna hefur aukizt um 36»%. Kostnaður við dómgæzlu og lögreglumál hefur aukizt um 440%. Kostnaður við álagningu og innheimtu skatta hefur aukizt um 370%. Kostnaður við niðurgreiðsl ur hefur aukizt um 535%. Tekjur Pósts og síma hafa aukizt um 400%. Tekjur Ríkisútvarpsins hafa aukizt um 300%. Daggjöld á Landspítala munu hafa aukizt um 300%. Orkuverð ríkisrafveitn- anna hefur hækkað um ná- lega 200%. Farmgjöld hjá Skipaútgerð ríkisins hafa hækkað um 118%. Þess má geta, að árið 1958 námu framlög til verklegra framkvæmda 26.6% af heild arfjárlögum, en nema á fjár- lögum þessa árs 16.1%. Þá er að telja upp helztu skatta, sem hækkaðir hafa (Framhald á bls. 7.) ¦;¦.¦¦ - ¦¦.:>;¦.:¦> Myndin er frá Sauðárkróki og í baksýn gnæfir Tindastóll yfir bæinn. Sauðárkrókskaupstaður SAUÐARKRÓKSKAUPSTAÐ UR á í dag 20 ára afmæli, en það var einmitt 24. maí 1947, að staðfest voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi til handa Sauðárkrókshreppi, eins og hann áður nefndist. Það voru þingmennirnir Steingrímur Steinþórsson og Jón Sigurðsson á Reynistað, sem borið höfðu fram frumvarpið og var það samþykkt. íbúar Sauðárkróks- hrepps voru um þessar mundir rétt innan við þúsund, en á síð- asta manntali voru þeir 1399. Bæjarsfjórar á Sauðárkróki hafa verið Eysteinn Bjarnason, sem gegndi því embætti um nokkurra mánaða skeið, eftir að kaupstaðarréttindin fengust, þá Björgvin Bjarnason frá 1947 til 1958, Rögnvaldur Finnbogason frá 1958 til 1966 og Hákon Torfason frá 1966. Forsetar bæj arstjórnar hafa verið sex: Ey- steinn Bjarnason frá 1947 til 1951, Guðmundur Sveinsson frá 1951 til 1954, Torfi Bjarnason frá 1954 til 1956, Pétur Hannesson frá 1956 til 1958, Guðjón Sig- urðsson frá 1958 til 1966 og nú- verandi forseti bæjarstjórnar er Guðjón Ingimundarson. Byggð hefur mikið aukizt á Sauðárkróki, og fjölgar þar stöðugt íbúðarhúsum, sem eru bæði falleg og vönduð. Nú mun unnið að skipulagningu nýs íbúðai-hverfis, og verður það væntanlega á Sauðárkrókshseð* um, en úthlutun lóða er þar ekki hafin. í vetur voru á fjórða hundrað nemendur í barna- og gagn- fræðaskóla Sauðárkróks, 200 í (Framhald á blaðsíðu 6). KORNRÆKTIN MUN LEGGJAST NIÐUR Egilsstaðir, 23. maí. Veðurfar hér er svipað og verið hefur, vindur alltaf af norðri eða norð austri, og alltaf frýs um nætur. Vegirnir eru sæmilegir yfir- ferðar þar sem kuldinn er mest ur, en þar sem eitthvað er mildari veðráttan vilja þeir verða eintóm for og eðja. Út- litið er að verða hraklegt fyrir búandmenn, þar eð þeir eru að verða heylitlir og mjög örðug- lega gengur að ná í fóðurbæti, vegna þess hve vegir eru slæm- ir. Alls staðar eru þungatak- markanir í gildi, 5 tonna öxul- þungi, sem þýðir að bílar geta komizt með 2 til 2% tonn í hverri ferð, en þetta er einmitt sá tími árs, sem flutningaþörfin er mest, og er þetta því mjög bagalegt. Jarðvinnsla er hvergi byrjuð, og alls staðar er klaki í jörð. Allt útlit er fyrir, að korn- rækt sú, sem verið hefur hér undanfarin ár, falli nú alveg niður vegna þessa harða vors. Kornræktir hefur verið að drag ast saman síðustu árin, vegna þess hve veðurfar hefur verið henni óhagstætt, en vorið í vor verður þó til þess að hún hverf- ur algjörlega í bili. V. S. VÍNJVA HAFIN VIÐ Páll A. Pálsson hrefnuskytta á Akureyri hefur enn fengið góða veiði. -k. NORDURVERK H.F. á Akur- eyri, sem falið var að leggja Kísilveginn milli Mývatnssveit- ar og Húsavíkur, hefur nú byrj að á verkinu. Unnið er með tveimur 26 tonna nýjum jarð- ýtum og einni minni og var byrjað gegnt Kasthvammi, við Langavatn, sl. miðvikudag. Á þessu .svæði er klaki í jörð um eitt fet á þykkt og virðist það ekki tefja verkið til muna, þegar svo öflug tæki eru ann- ars vegar. Malarflutningurinn hefst svo eftir nokkra daga og verða notaðir bílar, sem taka 14 tonn og kröftug ámoksturs- tæki. Þótt seint hafi vorað að þessu sinni, hófst þetta mikla verk á tilsettum tíma og hefur gengið samkvæmt áætlun. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.