Dagur - 30.05.1967, Blaðsíða 6

Dagur - 30.05.1967, Blaðsíða 6
STARFSVIKA VOTTA JEHÓVA NÓG FÓÐUR ER Á FJÖLLUM HÍR er alltaf kalt, og gróður- ]aust er ennþá, snjórinn er að mestu farinn, þótt til séu skafl- ar sums staðar. Sauðburður er byrjaður fyrir nokkru, og hef- ur hann gengið ágætlega, að öðru ieyti en því, að fé er allt á húsi. Heybirgðir eru nægar, og þurfa menn ekki að kvíða 'heyleysi. Fóðurbætir er til hér hka, reyndar höfum við orðið að sækja okkur fóðUrbæti í vor, svona til þess að hafa nóg, en það er stutt að fara, eftir að opnuð var leiðin til Mývatns- sveitar, svo að við gátum sótt okkur fóðurbæti í útibú kaup- félagsins þar. Menn eru nú orðnir lang- eygðir eftir vorhlýindunum, því enn er ekki hægt að sjá að nokkur breyting sé framundan. f nótt var frostlaust, en síðasta hálfan mánuð hefur verið frost á næturnar, en hitinn komizt í tvö og þrjú stig um hádaginn, svo jörð þornar alltaf heldur. Vegimir eru alveg ófærir austur ennþá, þó slarkfært sé í Mývatnssveitina. Bílar hafa að vísu verið að reyna að brölta yfir Möðrudalsöræfin, en það befur gengið eitthvað seint og erfiðlega, og aðeins um jeppa að ræða. Eru vegirnir ákaflega ekemmdir eftir vorleysingam- ar. K. S. - FRÁ SIGLUFIRÐI (Framhald af blaðsíðu 1). ar nú um mánaðamótin og er þá gert ráð fyrir að flutninga- skipið Haföminn fari strax á miðin til síldarflutninga. Allt er í óvissu með síldarsöltun og heyrist varla nokkur maður minnast á hana. Nokkrar sölt- unarstöðvar munu þó vera til- búnar að taka á móti síld, en Jítið mun vera ráðið af fólki á stöðvamar, að mixmsta kosti enn sem komið er. Byrjað er að moka Skarðið og trnnið báðum megin frá, á vökt- um. Geysilegur snjór er í Skarð inu, en talið líklegt að það muni opnast næstu daga. Bamaskólanum verður slitið á morgun kl. 2. f skólanum hafa verið 290 bom í 13. bekkjar- deildum. 53 böm Ijúka bama- prófi. Gagnfræðaskólanum verður líklega slitið á miðvikudaginn. Sjómannadagurinn var hald- inn hátíðlegur í gær. Ágætt veður var fyrrihluta dagsins, en blés upp með kuldastorm síðari hluta dagsins. Skemmtiatriði fóru öll fram innanhúss nema knattspymukeppni milli Efra- falls og Hafamarins. Sund- keppni fór fram í Sundhöllinni. Enginn kappróður var. Messað var í kirkjunni kl. 11 fyrir há- degi. Á laugardagskvöldið efhdu Framsóknarfélögin til skemmti samkomu á Hótel Höfn. Á þriðja hundrað manns sótti sam komuna. Kristján Thorlacius og Ólafur R. Grímsson fluttu þar ávörp og einnig skemmti Jón Gunnlaugsson. J. Þ. Margrét Hallgrímsdóttir. (Framhald af blaðsíðu 1). búar voru á þennan hátt minnt- ir á afmælisdaginn og var þetta góð tilbreyting. Veðurguðirnir skiptu um skap til hins betra. Síðdegis höfðu skátar boð inni í Sjálfstæðishúsinu og voru þar margir gestir og margar ræður fluttar. Veizlu- stjóri var Ingólfur Ármannsson. Tryggvi Þorsteinsson og Mar- grét Hailgrímsdóttir röktu sögu skátastarfs á Akureyri, Viggo Ofjörd, stofnandinn, og Jósefína kona hans fluttu bæði ávörp, NEMENDUR í SÓL- GARÐI 57 TALSINS BARNASKÓLANUM í Sól- garði var slitið í byrjun maí. Nemendur voru alls 57, þar af 13 í unglingadeild og luku þeir allir unglingaprófi. Hæstu eink unn á unglingaprófi hlaut Magn ús Guðlaugsson, 9.47. Ingibjörg Angantýsdóítir, Gunnar Karls- son og Elínborg Angantýsdótt- ir fengu einnig einkunnir, sem fóru yfir 9. Á fullnaðarprófi bama varð hæst Guðrún Inga Tryggvadótt ir með 9.14, næst varð Gpðrún Sigurðardóttir með 9.08. Fastir kennarar í Saurbæjarhreppi eru Angantýr H. Hjálmarsson (skólastjóri) og Edda Eiríks- dóttir. Daniel Pálmason kenndi einnig tvo daga í viku. Saurbæjarskólahérað, Eyja fjarðarsýslu. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). fékk síðast rúmlega 1600 at- kvæði, þegar „bandalagið“ var óklofið. Fundir G-Iistans eiga að hafa verið „stórglæsilegir“. Hins vegar var Degi tjáð af skil ríkum manni, að á einum þess- um fundi við sjávarsíðuna hafi mætt örfáir menn, auk fram- bjóðenda. BÁTAFLOTENN MINNKAR Bátum, sem stunda þorskveið- ar, fer fækkandi ár frá ári vegna sívaxandi erfiðleika í út- gerð. Ekkert hefur verið gert til þess að efla fiskveiðar á djúp miðum og fjarlægum miðum. í þeim efnum hefur ríkisstjómin enga stefnu og togaraflotinn hefur minnkað um meira en helming. Opinberu fé er varið til þess að byggja frystihús, þar sem flest frystihús eíu fyrir og sum ónotuð. Ðúi Björnsson. Hrefna Tynes sæmdi þá Ríkarð Þórólfsson og Dúa Bjömsson „skátakveðjunni“ f. h, Banda- lags íslenzkra skáta, Sverrir Ragnars minntist frumherjans, Jakob Frimannsson fluíti ám- aðaróskir bæjarstjómar, og Ár- mann Dalmannsson, Sesselja Eldjám, Jón D. Ármannsson og Guðmundur Karl Pétursson fluttu ávörp, ennfremur séra Birgir Snæbjömsson, Þórður Jónsson, Þorsteinn Pétursson, Björn Mikaelsson og Ingibjörg Halldórsdóttir. — Skátum bár- ust margar gjafir og skeyti. Skátamir héldu svo kvöldið hátíðlegt í íþróttaskemmunni. Gott skátafélag er mikiíl skóli og uppalandi. Því miður njóta of fáir slíks skóla. Dagur sendir skátum á Akureyri hin- ar beztu ámaðaróskir í tilefni af hálfrar aldar starfi. Q FORD BRONCO ágerð 1968, til sölu. Sími 1-11-85. TRELLEBORG SAFE-T-RIDE L er með ávölum brúnum, sem koma í veg fyrir „rásun“ í stýri og gerir bifreiðina stöðuga á vegi. Bremsuhæfni og slitþol SAFE-T-RIDE er mjög mikið. TRELLEBORG SAFE-T-RIDE er sænsk framleiðsla. Umboð: ÞÓRSHAMAR H.F. AKUREYRI Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16, Reykjavík, sími 3-52-00 f ÞESSARI VIKU hafa vottar Jehóva sérstaka starfsviku hér í bæ. Leif Sandström, fulltrúi Varðtumsfélagsins, er í heim- sókn í söfnuðinum í þeim til- gangi að hjálpa honum í því boðunarstarfi, sem hann vinnur að hér. Þar að auki er nú verið að undirbúa mót, sem vottarnir halda hér á Akureyri 2.—4. júní. Slík mót eru haldin tvisvar á ári. Dagskráin er mjög fróðleg, en stef hennar er „Bætið þol- gæði við trú ykkar.“ Sérstakt atriði á mótinu verður hin nýja ORÐABÆKUR OG SAMTALSBÆKUR fyrir Norðurlandaíara: Á DÖNSKU, NORSKU, SÆNSKU. Auk þess: Ensk-íslenzkar Þýzk-íslenzkar Sænsk-íslenzkar Bókaverzl. EÐDA Hafnarstræti 100 Akureyri ________________I------- litkvikmynd: „Guð getur ekki farið með lygi.“ Hún var tekin aðallega í Palestínu og sýnir þá biblíustaði, sem margir hafa áhuga á nú á dögum. Það eru um 130 manns, sem þegar hafa tilkynnt komu á mót ið. Unnið hefur verið að því að skipuleggja ferðir og að útvega gistingu handa gestunum. Þetta starf hefur forstöðumaður safn- aðar votta Jehóva hér á Akur- eyri, Kjell Geelnard, séð um. Ungar, vorbærar KÝR TIL SÖLU nú þegar eða síðar í vor. Olgeir Lútersson, Vatnsleysu. BARNAVAGN til sölu Uppl. í síma 1-26-36 næstu kvöld aðeins á milii 7—7.30 TIL SÖLU: Nýlegur TAN SAD barnavagn. Uppl. í síma 2-12-36. hvífari oq Imbetri woffur meS lágfreyðandi allar NYTT LAGFREYÐANDIVEX fryggir yður bezfu ksupin - FIMMTÍU ÁRA STARF SKÁTA Á AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.