Dagur - 30.05.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 30.05.1967, Blaðsíða 7
7 Iðnskólahúsið nýja á Akureyri í byggingu. (Ljósm.: E. D.) Brautskráðir 39 iðnnemar 'SKÓLASLIT Iðnskólans á Ak- urayri fór fram 27. apríl. í skól- anum voru 200 nemendur, þar af voru 39 brautskráðir. Elzti nemandinn var 43 ára en sá yngsti 16 ára. Tveir fastir kennarar störf- uðu við skólann, þeir Aðalgeir Pálsson verkfræðingur og Við- ar Rósmundsson iðnfræðingur, auk 16 stundakennara. Kennt var á 5 stöðum í bænum eins og allmörg undanfarin ár. Vonir standa til, að hægt verði að hefja einhverja. kennslu í nýja Iðnskólahúsinu haustið 1968. Hætt yrði þá kvöldkennslu, en daglegur starfstími hefur verið frá hádegi til kl. 10 á kvöldin en ekki kennt á laugardögum. Kennt var í 25 iðngreinum og voru húsasmíðanemar fjöl- mennastir að vanda eða 57 tals- Sjáifvirkur sími Egilsstaðir 23. maí. Landssím- inn fyrMív^aj^.nú^lflár byggj^V ingaframkvæmdir ^ á Austur- landi á næstu 'arum í sambandi við uppsetningu sjálfvirks síma kerfis fyrir Austfirðina. Ekki er reiknað með að sjálfvirki sím- inn verði tekinn þar í notkun fyrr en í fyrsta lagi árið 1970, en þeir ætla þó að fara að reisa fyrstu símstöðvarhúsin í sumar. Verða þau í Borgarfirði, Egils- stöðum, Reyðarfirði, Neskaup- stað og Höfn í Hornafirði, en OST ins. Ketil- og plötusmiðir voru 33, bifvélavirkjar 23, rafvirkj- ar 18, vélvirkjar 18, og hús- gagnasmiðir 16. Hæstu einkunnir á burtfar- arprófi hlutu: Birgir Baldurs- son húsasmiður, fyrstu ágætis- einkunn 9,36 og fékk verðlaun fyrir góðan árangur í námi. Jón Þórisson húsasmiður hlaut einn ig fyrstu ágætiseinkunn 9,12 og Eðvarð Magnússon rafvirki frá Ólafsfirði hlaut ágætiseinkun- ina 9,02. Hæstu einkunn í 3. bekk hlaut Tryggvi Jónsson vélvirki 8,98, Halldór Matthíasson húsa smiður 8,89 og Ari Friðfinns- son 8,59. Brautskráðir nemendur hlutu prófskírteini sín við skólaupp- sögn og hlýddu á ávarp skóla- stjórans, Jóns Sigurgeirssonar, á Áustfjörðum seinna mun nauðsynlegt að I^ýggja símstöðvarhús entíÁ£$fi' ar til þess, að hægt verði að ' .ý*'. r 1 •' r"-' /tyss * koma sjálfvirka kerfinu á. í sambandi við frétt, sem birt ist hér fyrir nokkru um félags- heimilið Valaskjálf skal þess getið, að það var Guðmundur Guðjónsson sem teiknaði þann hluta félagsheimilisins, sem þeg ar hefur verið reistur, en Þor- valdur Þorvaldsson arkitekt vinnur nú að teikningum við- bótarbygginganna. V. S. er óskaði þeim allra heilla. — Ættjarðarlög voru sungin und- ir stjórn Áskels Jónssonar. — Sýning á teikningum 4. bekk- inga var mánudaginn 1. maí sL BRAUTSKRÁÐIR IÐN- NEMAR 1967: Úr 4. bekk: Aðalgeir Stetánsson, húsasmiður. Atli Benediktsson, húasasmiður. Baldvin Haraldsson, bifvéiavirki. Birgir Baldursson, húasmiður. Bjarni Thorarensen, vélvirki. Björgvin Björgvinsson, húsasmiður. Bjöm Garðarsson, vélvirki. Eðvald Magnússon, rafvirki. Ellert Kárason, blikksmiður. Einar Amason, prentari. Garðar Karlsson, húsgagnasmiður. Gúðmundur Jacobsen, ketil- og plötusmiður. Gunnar Malmquist, ketil- og plötusmiður. Halldór Jóhannesson, prentari. Haraldur Bjamason, rafvélavirki. Hjalti Sigfússon, bifvélavirki. Hjörtur Hjartarson, múrari. Hörður Sverrisson, rafvirki. Jóhannes Garðarsson, vélvirki. Jón Árnason, pípulagningamaður. Jón Halldórsson, húsasmiður. Jón Þórissón.'húsásmiðúr. ' < •' Kristján Jónsson, húsasmiður. Rafn Vatnsdal, bifvélavirki. Snorri Guðmundsson, bifvélavirki. Stefán Jónsson, málari. Stefán Tryggvason, ketil- og plötusmiður. Trausti Jóhannsson, húsasmiður. Valur Harðarson, bifvélavirki. Vignir Kárason, múrari. Þórður Vilhjálmssón, ketil- og plötusmiður. Ævar Karlesson, húsasmiður. Örn Kjartansson, rafvirki. Gylfi Snorrason, liúsasmiður. Ræðan, sem aldrei var haldin Úr 3. bekk: Bryndís Friðriksd., hárgreiðslumær. Leifur Ægisson, kjötiðnaðarmaður. SKÖMMU eftir að útvarpið hóf starfsemi sína, kom í einu Reykjavíkurblaðanna gagnrýni á ræðu, sem flutt hafði verið í útyarpið. En þá kom í ljós, að þessi ræða hafði aldrei verið flutt. Svipað skopiegt atvik hef ur nú hent í Morgunblaðinu. Einhver skáldhneigður starfs maður Morgunblaðsins hefur þar skýrt frá ræðu, sem Þor- steinn bóndi á Vatnsleysu hafi átt að halda á flokksþingi Fram sóknarflokksins. Það eru fleiri, sem geta búið til sögur, en slúð- urkerlingar þær, sem áður gengu bæja á milli og skemmtu með lygasögum. Um þessa tilbúnu ræðu í Morgunblaðinu segir Þorsteinn á Vatnsleysu: „Ræðu mína um landbúnaðinn, sem blaðið gerir svo mikið úr, hélt ég alls ekki. Hún er bara hugarfóstur rit- stjórans." Hvað má ætla um annan mál flutning, þegar blaðið lýgur svo blygðunarlaust, um atvik, sem auðvelt er að fá vitneskju um? Má nú segja að hræðslan við kosningarnar í „Musteri óttans" sé að ná hámarki, þegar aðal- málgagn stjórnarinnar, segir frá ræðum, sem aldrei hafa ver ið fluttar, og birta skömmtunar seðla frá stjórnartíð Sjálfstæðis flokksins og eigna þá öðrum. X. Burtfararprófi í iðnteikningu Iuku: Falur Friðjónsson, húsasmiður. Rögnvaldur B. Ólafsson, húsasmiður. Stefán Ólafsson, húsasmiður. Höfðu áður réttindi sem húsa- smiðir. - KVISTIR (Framhald af blaðsíðu 2). bótaflokkur, sem vill byggja upp þjóðfélag efnalega sjálf- stæðra manna eftjr leiðum sam- vinnu og félagshyggju, undir forystu ríkisvaldsins, sem ann- ist víðtæka áætlanagerð. Þá er flokkurinn óbundinn erlendum kenningakerfum og því íslenzk ari öðrum flokkum hérlendis. HVAÐ SAGÐIUNGA FÓLKIÐ? UNGA FÓLKIÐ, sem íslend- ingur hefur tekið myndir af, segir nýstárlegar fréttir í við- tölum, sem blaðið birtir. Ung og fríð stúlka, sem -er að fara til Parísar, segir að Sjálfstæðis- flokkurinn, sem lengst hefur stjómað „höftum“ á ísland-i ætli að „fyrirbyggja“ höft. Önn um kafinn sjómaður, sem lík- lega hefur ekki mikinn tíma til að kynna sér þingmál, segir, að góð samvinna ,við „þingmenn Sjálfstæðisflokksins“ háfi greitt fyrir hafnarframkvæmdum í Grenivík, en getur ekki um baráttu Karls Kristjánssonar fyrir því máli, skuldir ríkissjóðs við Grenivíkurhöfn eða at- kvæðagreiðslu Sjálfstæðis- manna á þingi móti hækkun ríkisframlags til þeirrar hafnar. Ungur maður frá Sjálfstæðis- heimili segir, að Framsóknar- menn „lofi því, að allir fái allt“. Minna mátti ekki gagn gera! Og ung kona segir, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi „aukið möguleika ungs fólks til að stofna heimili“. Hefir hann kannski gert það með því að láta verð á meðalíbúð hækka - Flestir bændur hafa aðgang að veiðivatni (Framhald af blaðsíðu 2). en lán fæst ekki, og líka þyrfti ég að auka bústofninn, en það er ekki heldur hægt. Nú hefur að vísu verið ákveðið, að bænd ur hér í sveitinni fái á árunum fram til 1969 mjög háan rækt- unarstyrk til ræktunar upp að 15 ha. samkvæmt sérstakri heimild í jarðræktarlögunum, en það er auðvitað ekki nóg. — Og tíðarfarið hefur verið erfitt? ' — Óneitanlega. Sumarið í fyrra var stutt, og þá hríðaði hér í fjöll í hverjum mánuði. Nú hefur verið mjög kalt lengi, og enn blæs af norðri og ísinn er skammt úndan. Menn eru því orðnir heytæpir og hafa jafnvel fengið hey að. — Hvað viltu láta gera til að bæta hag bænda? — Bændur geta auðvitað trauðla farið í verkfall, enda held ég að úrbót fáist varla með hækkuðu afurðaverði, því að þá hækkar bara annað á eftir, en heppilegra væri að lækka tolla á innfluttum vélum og vinna á annan hátt að lækkun fram- leiðslukostnaðar. Yfirleitt væri okkur það mjög í hag, að gróði milliliðanna í þjóðfélaginu væri stöðvaður. Ég held, segir Sveinn Stefánsson að lokum, að þeir bændur, sem fylgt hafa Sjálf- stæðisflokknum að máli, ættu að skoða vel hug sinn nú þegar kemur að kosningum, og. þá hlytu þeir að sjá að Fi amsókn- arflokkurinn er sá flokkur, sem bezt hefur unnið að málefnum bændastéttarinnar, og því er augljóst, að þann flokk eiga þeir fyrst og fremst .að efla til aukinna áhrifa. Við þökkum Sveini greið svör. Bj. T. úr 450 þús. kr. í 1020 þús. kr.? Eða hafa blaðamenn íslendings „lagfært" orð N unga fólksins, sem þeir segjast hafa talað við? GUÐRÚN MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Fædd 24. maí 1965 Dáin 20. apríl 1967 K V E Ð J A Andaði blær og unga rós engill guðs sér lagði að barmi. Trúin aftur tendrar ljós tárin þó að glitri á hvarmi.' Mjúk og hrein sem mjallarlín merlað fögrum geislaroða í muna geymist minning þín — myndir þær er ljúft að skoða. Þú varst eins og blómið blítt bliki morgunsólar vafið, fast við rætur hjartans hnýtt — til hinzta dags í vitund grafið. Kveðjan verður klökkvasár, knéin beygð við rekkju þína. Með þér deyja margar þrár — margar vonarstjörnur dvína. Laugar döggin liljan hrein legstað þinn í foldarskauti. Ljósi vafin, laus við mein Ijúft þú fagnar vorsins skrauti. J. Ó. - Gagnf ræðaskóli (Framhald af blaðsíðu 8). leysingunum eins og verið hefur. Öllum skólum er nú lokið hér og komu nemendur úr lands- prófsdeild miðskóla úr síðustu prófunum í morgun. Skólaslit og nemendatónleikar Tónlistar skólans voru hér á fimmtudag. Áformað er að starfrækja fjórða bekk miðskóla eða fullkominn gagnfræðaskóla á næsta vetri. Sigurjón Björnsson sálfræðing- ur hefur dvalið hér tvo síðustu daga og rætt við börn og for- eldra þeirra, sem átt hafa x erfiðleikum með námið. Til starfa hjá Æskulýðsráði Dalvíkur er ráðinn um tveggja mánaða skeið Þórarinn Ragn- arsson íþróttakennari frá Reykjavík. J. H. - UM „HÖFTir (Framhald af bls. 4) tæmdur og ríkisstjómin, hver sem hún yrði þá, yrði þá að finna ráð til að spara gjaldeyri, nema hún tæki það ráð, að taka eyðslulán og lifa þannig um efni fram til að greiða árlega nauðsynja- vömúttekt landsmanna í öðrum löndum. \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.