Dagur - 30.05.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 30.05.1967, Blaðsíða 8
 SMÁTT OG STÓRT Fra Akureyrarhofn a Sjomannadagmn. (Lijósm.: F. U.) S j ómaimadaguriim á f jölsóttur að vanda Þorbjörn Kaprasíusson og Sigurgeir Jónsson heiðraðir - Árskógsströndungar sigruðu í róðri HÁTÍÐ Sjómannadagsins á Ak- ureyri var fjölsótt og fór vel fram. Hófst hún með kappróðri 10 róðrarsveita karla á laugar- daginn. Af sveitum landmanna varð sveit Vatnsveitunnar á Akureyri sigursælust, af sveit- um skipshafna skipsmenn af Brettingi, og af sveitum sveitar- og bæjarfélaga báru Árskógs- ströndungar sigur af hólmi. En það er fjórða árið í röð sem þeir hafa sigrað í róðrarkeppni Sjó- mannadagsins á Akui-eyri. Er því sýnt að þeir kunna enn ára- lagið á Árskógsströnd. Sveitina skipa: Hermann Guðmundsson stýrimaður, Hörður Gunnars- son, Sigurður Konráðsson, Brynjar Baldvinsson, Eiríkur Kristvaldsson, Reynir Jóhanns- son og Sævar Guðmundsson. Sjómannamessa var flutt í Akureyrarkirkju árdegis á sunnudag, en eftir hádegi voru hátíðahöld í Nýja-Bíó og komu þar fram þeir skemmtikraftar, sem auglýstir höfðu verið. Sjómannadagurinn heiðraði að þessu sinni þá mætu menn, Þorbjörn Kaprasíusson og Sig- urgeir Jónsson. Formaður Sjómannadagsráðs á Akureyri er Björn Baldvins- son hafnarvörður. □ Sjómenn heiðraðir á Skagaströnd Á SKAGASTROND voru tveir aldraðir sjómenn heiðraðir, þeir Steingrímur Jónsson og Þor- kell Magnússon, á sjómanna- daginn. Aðalræðu dagsins þar vestra flutti séra Jón Kr. ísfeld í Bólstaðarhlíð, en sjómanna- messu flutti séra Pétur Ingjands son í Hólanesskirkju. Frá vinstri: Sigurgeir Jónsson og frú, þá Björn Baldvinsson form. Kaprasíusson og frú. DÓMUR GYLFA UM HOFT Núverandi viðskiptamálaráð- herra viðreisnarstjórnarinnar, Gylfi Þ. Gíslason, sagði í Al- þýðublaðinu 1953: „Öllu haftakerfinu, sem hér var byggt upp, aðallega á síð- asta áratug, hefur því verið komið á af ríkisstjórnum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur verið sterkasti aðilinn, í skjóli þess að hann væri stærsti þingftokkurinn. Stjórn hafta- kerfisins hefur verið falin ýms- um ráðum og nefndum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ávallt haft þar sterkasta aðstöðu svo sem við var að búast. Hann ber höfuðábyrgðina á, hvernig þessu tæki hefur verið beitt.“ Er ekki viðskiptamálaráð- herra sjálfrar viðreisnarstjórn- arinnar trúverðugt vitni í þessu máli? LJÓTT AÐ SKRÖKVA Það er ljótt að skrökva, segja foreldrar og kennarar við bless- uð börnin. Og í réttarsölum eru þeir, sem segja ósatt eða fá aðra til að segja ósatt, dæmdir til refsingar. Nú láta blöð Sjálfstæðisflokksins sér ekki nægja að segja, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé, og hafi verið, á móti höftum, heldur lokka þau ungt fólk, sem það birtir mynd- ir af, til að segja sömu ósann- indin, vitandi, að þetta unga fólk veit ekki hið rétta í þessu Sjómannadagsráðs, og Þorbjörn (Ljósm.: M. G.) máli og hefur ekki haft aðstöðu til að kynna sér þær staðreynd- ir, sem hér er um að ræða. At- hæfi Sjálfstæðismanna í þessu máli er því mjög vítavert og unga fólkið, sem hér um ræðir mun ekki kunna þeim neina þökk fyrir, þegar það gerir sér grein fyrir sannleikanum í þess um efnum. ÍSLENDINGAR FERÐAST Tveir stórir hópar skólafólks frá Akureyri eru nú staddir er- lendis í skólaferðum, sem svo er kallað. Fleiri hópar, og sum- ir stórir, leggja héðan leið sína ’ "V> • til útlanda innan skamms, um það leyti, sem fegurst er á Fróni. íslendingar eru miklir ferðamenn og þurfa þess með. Og mörg erú érindin til út- landa og ekki ætíð hægt að spyrja um árstíma. En fólk, sem á þess kost að skreppa út fyrir pollinn, og það er tiltölulega auðvelt, ætti að reyna að fá sér með því sumarauka. En þá þarf það að velja ferðalögum sínum annan árslíma. MARGAR FERÐASKRIF- STOFUR Þótt íslendinga vanti margt, vantar ekki ferðaskrifstofur. — Sumar mættu auðvitað vera örlítið íullkomnari, en allt stend ur það til bóta. Og margir eru hrifnir af því hvað landið okk- ar er eftirsóknarvert í augum erlendra ferðamanna. Og svo eru ferðir skipulagðar, iargjöld lækkuð og hverskonar fyrir- greiðsla aukin. Ferðaskrifstof- ur, innlendar og erlendar halda verndarhendi yfir ferðaglöðu fólki. En hvernig sem á því stendur eru það íslendingarnir sem ferðast og eyða álíka mikl- um gjaldeyri í þau ferðalög og fæst fyrir alla saltsíldina, en of fáir koma í staðinn. ÁNÆGÐIR MEÐ SJÁLFA SIG Verkamaðurinn var nokkuð „hátt uppi“ síðast. Segir, að Al- þýðubandalagslistinn hér — með eða móti Hannibal — stefni að því að fá 2000 atkvæði en (Framhald á blaðsíðu 7) Gaímfræðaskóli á Dalvík á vetri komanda í kappróðri vann sveit Pét- ui's Jóhannssonar. Um kvöldið var dans stiginn á tveim stöð- um á Skagaströnd óg tóku menn þar úr sér hrollinn. Húsavík 29. maí. í gær var sjó- mannadagurinn hátíðlegur hald inn hér á Húsavík í sæmilega góðu veðri. Kl. 9 árdegismess- aði séra Björh H. Jónsson í Húsavíkurkirkju. Fyrir hádegi var siglt með börnin um Skjálf- andaflóa á tveim nýjum fiski- skipum, Dagfara ÞH og Orfir- isey RE. Eftir hádegi var sýnd bjötig- un úr skipi og tveir piltar léku listir sínar á sjóskiðum. Róðrar Dalvík 29. inaí. Hátðahöld Sjó- mannadagsins hófust kl. 9.30 í gærmorgun með kappróðri í höfninni. Átta sveitir tóku þátt keppni var og knattspyrna, hindrunarhlaup o. fl. Um kvöld ið var dansað í báðum sam- komuhúsunum. Konur úr Húsa víkurdeild Slysavarnafélags ís- lands seldu kaffi og pönnukök- ur síðari hluta dagsins og um kvöldið. Alþýðuflokkurinn hélt hér fund á laugardaginn, en fékk miklu minni aðsókn en aðrir flokkar, sem hér hafa verið með fundi. Þ. J. í kappróðrinum, hlutskörpust varð sveit Netagerðarinnar h.f. Þessar átta sveitir sem þátt tóku í kappróðrinum kepptu síðan í naglaboðhlaupi. Framkvæmda- nefnd Sjómannadagsins og sveit frá Kvennadeild Slysavarna- félagsins kepptu í boðhlaupi, karlarnir þræddu nálar og kon- urnar ráku nagla, konurnar sigr uðu. Klukkan 2 e. h. var guðs- þjónusta í kirkjunni, þar sem sóknarpresturinn, séra Stefán Snævarr prédikaði. Klukkan 4 e. h. var knattspyrna, keppni milli landmanna og sjómanna, og sigruðu landmenn. Klukkan 9 e. h. hófst svo samkoma í Sam komuhúsinu. Séra Stefán Snævarr flutti ræðu, Jóhann Daníelsson söng við undirleik Áskels Jónssonar,- Ki-istinn Jó- hannésson stud. mag. las upp. Dansað var til kl. 2 eftir mið- nætti. Björgúlfur er hættur veiðum og er verið að útbúa hann til síldveiða. Hann aflaði um 500 tonn á togveiðunum. Björgvin er í aðgerð á Akureyri, fer að því lok'nu aftur á togveiðar. Vonir standa til að í kringum næstu helgi verði tekin í notk- Gunnarsstöðum 29. maí. Nú er hitinn 11 stig og er það mesti hitinn í sumar til þessa. Aðeins et- að byrja að sjást gróðurnál í túnum. Sauðburður er alls- staðar hafinn og á sumum bæj- un ný mannvirki í sambandi við Vatnsveitu þorpsins. Að þeim var aðallega unnjð á síðasta ári, en nú síðustu mánuði hefur ver ið beðið eftir dælu og hagstæð- ari tíð til að koma henni fyrir og er verið að tengja hana við rafmagnið og koma henni fyrir í borholunni. Vonandi þurfa Dalvíkingar ekki að kvíða fyrir óhreinindum í vatninu í vor- (Framhald á blaðsíðu 7) um hálfnaður. Hann gengur sæmilega vel en fóðureyðslan er ægileg. Túnin eru rennandi blaut. Aðeins er byrjað að láta út lambær. Þeir fiska sem róa á Þórshöfn. Ó. H. FÓDURBÆTISEYDSLAN ÆGILEG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.