Dagur - 31.05.1967, Síða 1

Dagur - 31.05.1967, Síða 1
L. árgangur — Akureyri, miðvikudaginn 31. maí 1967 — 44. tölubl. Ferðaskrifstofan TúngÖtu 1. Sími 11475 Skipuleggjum ódýrustu íerðirnar tíl annarra landa. m nii w ui se FerSa- skrifstoían Túngötu 1. Akureyrl. Sími 11475 Gamalmennin hlaupa eftir kindum Ófeigsstöðum 30. maí. Nú er 18 stiga hiti í sól og 12 í forsælu, og við álítum að nú sé sumar- ið að koma. Vorið hefur verið erfitt og enn erfiðara vegna þess að tekinn er upp sá hátt- ur að taka af okkur ungling- ana og drífa þá í sundnám. — 'Gamalmennin verða því að eltast við féð og mótmæli ég slíku háttalagi. Sauðburður inn hefur gengið vel og t. d. hef ég ekki misst neitt lamb ennþá. Og það verður allt í lagi með sauðféð og allan bú- pening ef nú batnar fyrir al- vöru, en ekki verður gefið langt fram í júní. Það er svo annað mál, hvað vorkuldinn verður okkur bændum dýr. Álls konar spádómar eru nú uppi um úrslit kosninganna. — Hannibal er óráðin gáta eins og fyrrum. Hver veit nema við verðum komnir undir stjóm Rússa áður en við vitum af — eða verðum hjáleiga annars stór veldis. Kunnum því miður ekki með sjálfstæði ok'kar að fara. — En ef sól sýnir sig næstu daga hanga flestir í voninni um far- sæla daga. B. B. Slálþilið nýja við Slippinn. (Ljósm.: E. D.) Hafnarnefnd vill taka fram- kvæmdirnar í sinar liendnr EINS og fram hefir komið í fréttum varð ágreiningur milli hafnarnefndar Akureyrar og starfsmanna vitamálastjóra í sambandi við framkvæmdir við byggingu Slippsins. Fyrir milli göngu Brynjólfs Ingólfssonar ráðuneytisstjóra náðist sam- komulag milli þessara aðila. NÚ ER GRÁSLEPPAN TIL AMA Haganesvík 30. maí. Þótt sauð- burður hafi gengið vel og féð verið hraust hafa erfiðleikamir ekki sneitt hjá garði bænda í Fljótum. Heyin eru alveg að verða búin og hafa verið spöruð með notkun kjarnfóðurs. Vegirnir eru sæmilegir en þó finnst okkur við vera einangruð á meðan Siglufjarðarskarð er enn lokað, en úr því mun ræt- ast einhvern næsta dag. fsinn er nýlega farinn af Hófs vatni og æðarfuglinn byrjaður að verpa. En svo bar við, að fuglinn forðaðist varphólma einn í vatninu. í gærdag kom svo í ljós hvað að var. Þar hafði minkur orðið fyrri til. En þá fóru veiðimenn á stúfana og lágu 5 minkar dauðir að kveldi og munu næg verkefni við minkaveiðar á- öðrum stöðum hér í grennd. Rauðmagaveiði hefur verið hér góð en nú fylla gráslepp- urnar netin, öllum til ama. Það sem í fyrra var mest eftirsótt og dýr útflutningsvara, þ. e. grá sleppuhrognin, er nú verðlaus vara og naumast hh-t. Byrjað er að setja niður kartöflur og bændur munu fara að flytja heim til sín til- búinn áburð og bera hann á. Eiríkur. En nú hefur aftur hlaupið snurða á þráðinn og telur hafn- arnefnd að áðumefnt samkomu lag hafi verið rofið hvað eftir annað af starfsmönnum vita- málastjóra. Vegna endurtek- inna árekstra leggur hafnar- nefnd efth'farandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn ákveður að frá þeim degi er samgöngumála- ráðuneytið skipar eftirlitsmann verði framkvæmdir við bygg- ingu hafnar- og dráttarbrautar á Akureyri að öllu leyti á veg- um hafnarnefndar, einnig öll verkfræðileg þjónusta, sem til þessa hefur verið í höndum vita málastjómarinnar.“ Samþykkt var einnig að óska þess við Svein Sveinsson, að harm kalli ráðunaut sinn, Andrés Ámason, heim þegar í stað. □ Gísli Ingvar Stefán Jónas Björn Sigurður Kjósendafundur á flkureyri ALMENNUR kjósendafundur Framsóknarflokksins á Akur eyri verður haldinn á Hótel KEA að kvöldi fimmtudags 1. júní og liefst kl. 21. Ræðumenn verða Gísli Guðmundsson, Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson, Jónas Jónsson og Björn Teitsson. Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar og séra Sveinn Víkingur les upp. Fundarstjóri verður Sigurður Jóhannesson, formaður Framsóknarfélags Akureyrar. Kjósendur á Akureyri og nágrenni eru eindregið hvattir til að fjölmenna á fundinn. □ NIÐUR BREKKUNA ÞAÐ er barizt í kosningun- um um það hvort sú ríkis- stjórn, sem lengi hefur farið með völd undanfarið eigi að gera það áfram eða ekki. Hér munar einu þingsæti. Það getur ráðizt í einu kjör- dæmi, kannski hér. Ástæðan til þess, að stjómin hefur verið svo lengi við völd er, að ýmsir héldu að hún gæti það, sem hún sagðist ætla að gera, stöðva verðbólguna, festa verðgildi íslenzkrar krónu, en sú von er brostin. Það eru engar líkur til, að stjórnin geti það á næsta kjörtímabili, sem hún hefur ekki getað undanfarið. Þessi stjórn er Hkleg til að halda áfram að renna niður brekk- una. Ilún er líkleg til að rífa með sér á niðurleið ýmis- legt, sem mörgum er sárt um: verða áfram málsvari stórborgarstefnunnar og gleyma hlutverki lands- byggðar, hleypa togurunum inn í landhelgina, senda frá sér ótímabærar umsóknir um upptöku íslands í efna- hagsbandalög, þrengja enn meira að samvinnufélögun- um, styðja innlent og alþjóð- legt auðvald í atvinnulífinu til meiri framgangs, en það liefur haft hingað til, draga beint eða óbeint úr áhrifum hins vinnandi fólks á fram- vindu mála, halda áfram að setja sinn svip á embættis- valdið og ríkisvaldið, þar á meðal bankavaldið. Þetta eru nokkrar ábend- ingar til viðvörunar fyrir þá, (Framhald á blaðsíðu 2.) HOTEL Herbergls- pantanir. r Utvarpsumræður á fösfudag SÍÐARA kvöld stjórnmálaumræðna frambjóðenda flokk- anna fjögurra í Norðurlandskjördæmi eystra verður föstu- daginn 2. júní. Hefsl útvarpið frá Skjaldarvík það kvöld kl. 20.30, og tala þá fyrir B-listann: Ingvar Gíslason, Björn Teitsson, Sigurður Jóhannesson og Gísli Guðmundsson. Ræðutími hvers flokks verður 45 mínútur eins og var á þriðjudagskvöldið. Skiptist tíminn á þrjár umferðir, 10, 25 og 10 mínútur. Röð flokkanna á föstudaginn verður: Alþýðu- flokkur, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalgg. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.