Dagur - 10.06.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 10.06.1967, Blaðsíða 5
4 ........................................ Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERUNGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hJ. Á MORGUN ER IÍOSIÐ Á MORGUN er um það kosið hvort núverandi ríkisstjóm heldur velli og henni veitt umboð til að fara með æðstu stjórn landsins næstu f jögur ár eða hún fellur og upp verður tekin ný stjómarstefna á íslandi. Kosning- arpar geta því valdið tímamótum í íslenzkum stjómmálum. Sú stefna, sem upp var tekin árið 1959 hefur leitt til endanlegrar niðurstöðu sem ekki verður mótmælt, og niðurstað- an er þessi: Óðaverðbólgan og röng fjármálastefna hafa grafið undan flestum greinum íslenzkra atvinnu- vega og atvinnuöryggi almennings stefnt í voða. Stjómarflokkunum hef ur ekki tekizt að breiða yfir þessar ófarir og tölverðs ótta gætir nú með- al fólks um breytta tíma og versn- andi afkomu. I»að uggvænlega ástand, sem við blasir stafar af rangri stjórnarstefnu. Eða hverju væri ann- ars um að kenna eftir átta ára fram- leiðslugóðæri og hagstæðra mark- aða? Lækkun á verði sjávarafurða á síðasta ári er nokkur, en verðið þó 40—70% hærra en í upphafi viðreisn artímabilsins. Á þessu góðæristíma- bili hefur eyðslustefnan verið sett í öndvegi og afkoma ríkissjóðs byggst á henni. I viðskiptalífinu hefur verið höfðað til almennrar eyðslu og inn- flutningur hátollaðra vara, mismun- andi þarfra, gefið góðan arð, en um leið komið í veg fyrir að þjóðin eign- aðist öflugan gjaldeyrisvarasjóð. Og þegar stjómarlierramir nú eru spurð ir hver þeirra stefna sé, gefa þeir tví- ræð svör en þau helzt að stjórnar- stefnunni verði haldið óbreyttri og verði hin sama og í upphafi viðreisn- ar! Þjóðin mun nú um það dæma hvort hún telur þessa stefnu rétta eða ranga og hvort hún vill enn á ný skrifa upp á nýja viðreisnarvíxilinn og láta með því hið blinda gróðaafl enn ráða för. En flestir munu nú sjá að við emm komin í blindgötu í efna hags- og atvinnumálum. Togaraút- gerðin er að drabbast niður, fiski- skipaflotinn minnkar, inðfyrirtækin loka hvert af öðru og fjöldi fólks ótt- ast atvinnuleysi. Ef ekki verður enn eitt metár í afla og hagstæðir mark- aðir, skapast kreppuástand í landinu og vaxandi áhrif erlendrar auð- hyggju, þá er skammt til gengisfell- ingar og e. t. v. verður skömmtunar- seðillinn frá 1950 endurprentaður. í þessu síðasta blaði fyrir kosning- ar og hér á sömu opnunni eru birt nokkur stefnuskráratriði Framsókn- arflokksins til glöggvunar. □ Rétflátur agi er stuðrringur við raunhæff frelsi segir Sigurður Jósefsson bóndi í Torfufelli SIGURÐUR JÓNSSON býr að Torfufelli í Saurbæjarhreppi, þar sem hann tök við búi, þeg- ar faðir hann féll frá. Áður bafði hann lokið gagnfærðanámi við M. A., en síðan snúið sér að búskapnum. Sigurður hefur fram að þessu ekki haft mikil afskipti af stjórnmálum, en hins vegar verið mikill áhugamaður um ýmis önnur félagsmál og uppeldismál. Hann tekur því vel að segja lesendum Dags af skoðunum sínum á nokkrum málefnum. Hvar viltu láta byggja héraos- skóla Eyfirðinga? Mikilvægast er að full eining skapist um staðarvalið og það látið ráða hvar skólinn gegnir bezt hlutverki sínu. Hvort hann rís á Hrafnagili, Laugalandi á Þelamörk eða á einhverjum öðr- um stað, skiptir ekki máli. Ey- firðingar standa verr að vígi en Þingeyingar í héraðsskólamálum síðan miðskóladeild MA var lögð niður. En nú verður vart staðar numið fyrr en risinn er hér nýr héraðsskóli. Hvað viltu segja um vinnu skólaunglinga? Eg álít heppilegast fyrir ung- lingana að geta starfað heima hjá sér á sumrin. Ef sveitarfélög sameinuðust í stærri heildir og þéttbýliskjarnar mynduðust, yrði ef til vill meiri vinna fyrir skóla- fólkið. Aðstaðan á þessum vett- vangi er ólík í litlum sveitarfé- lögum eða stærri bæjum. í þessu efni er það ataðatriðið, að virð- Minnisvarði „viðreisn- arinnar”: 16 nýir skatt- ar og skattahækkanir og hraðvaxandiinn- flutningur tollvara í samkeppni við íslenzk- an iðnað. ing unglinga fyrir heimilum sín- um aukist frá því sem nú er. Heimilið er grundvallarstofnun þjóðfélagsins og hlutverk þess er mikið. Sá, sem ekki fær holla mótun á heimili sínu ungur, tek- ur henni naumast annars staðar. Sá unglingur, sem virðir ekki sæmd heimilis síns, gerir það heldur ekki síðar. Hér virðist mér munur á, t. d. íslenzkum og dönskum unglingum og hallar þar á okkur. Og nú standa kosningar fyrir dyrum? Já, allir eiga þess kost í kosn- ingum, að leggja lóð sitt á hina lýðræðislegu vogarskál, en það er ekki víst að allir hugsi um hve mikils virði kosningarétturinn er hverjum manni. Mér finnst hinn vinnandi maður eigi að vera meira virtur bæði í orði og á borði í okkar þjóðfélagi en nú er, og til þess verður hann líka að vinna, fyrst og fremst með verkum sínum, eins og ætið áð- ur, en einnig með því að taka meiri þátt í stjórnmálabarátt- unni. Nú er mikið rætt um frelsi, Sigurður? Já, forsætisráðherrann lét meira að segja nýlega að því liggja, að fólk ætti að vera svo frjálst, að það gæti næstum spar- að sér ríkisstjórn. Hvers konar taumleysi er orðin þjóðfélagsleg meinsemd, enda ríkir hér stjórn- leysi í málefnum hins opinbera og víðar. Öll lög fela í sér höml- ur í einni eða annarri mynd, sem kalla má skerðingu á frelsi. Eitt hið hættulegasta í þjóðfélaginu er agaleysi og virðingarleysi fyr- ir settum reglum. Frelsistúlkun Sjálfstæðismanna er stórhættu- leg, ef á hana er lagður trúnaður, en réttlátur agi er stuðningur við raunhæft frelsi. En viltu eitthvað segja um hina flokkana? Erfitt hlýtur það að vera raun- verulegum jafnaðarmönnum, að þurfa að leyta sér skjóls undir væng ránfuglsins. Um viðhorf flokksins til bænda er raunar óþarft að fjölyrða. Þaðan hefur jafnan andað köldu til bænda- stéttarinnar. I Alþýðubandalag- inu er það mest áberandi, hve Stórra aðgerða er þörf - hver sem með völdin fer Sigurður Jósefsson. hinum frjálslyndari öflum þar gengur stórilla að ná áhrifum. Nokkuð að lokum? Framsóknarflokkurinn hefur jöfnust ítök meðal allra stétta landsins og uppistaða hans er vinnandi fólk. Hann er öruggur málsvari félagshyggjunnar, en vill þó síður en svo hindra hið frjálsa framtak. Allir hinir stjórn- málaflokkarnir beina nú geiri sínum að honum, enda munu þeir óttast fylgisaukningu hans. Manna í milli er oft um það tal- að, að kjósa rétt. Og sá kýs rétt, sem kýs í samræmi við sannfær- ingu sína og hana ættu sem flest- ir að endurskoða öðru hverju, segir Sigurður í Torfufelli að lokum og þakkar blaðið viðtalið. Bj. T. STJORNARFORMAÐUR KEA, Brynjólfur Sveinsson, og fram- kvæmdastjóri KEA, Jakob Frí- mannsson, hafa í „Félagstíðind- um KEA“, sem út komu fyrir síðasta aðalfund, lýst stjórnleysi í peningamálum, verðbólgunni o. fl. .á skýran og umbúðalausan hátt. Þeir segja svo í niðurlagi skýrslu sinnar: „í „Félagstíðindum", sem út komu fyrir aðalfundinn 1966, var nokkuð rætt um hina ört vaxandi dýrtíð og þau áhrif sem undanfarin ár óðaverðbólgu og stjórnleysis í peningamálum þjóð arinnar, hlytu óhjákvæmilega að hafa á afkomu Kaupfélags Ey- firðinga jafnt sem allar stærri verzlunar- og framleiðslufyrir- tækja þjóðarinnar. Nú er þetta komið á daginn og þótt hin svo- kölluðu stöðvunarlög frá s.l. hausti hafi í bráðina stöðvað vöruhækkun, eru launahækkanir og ýmsar rekstrarkostnaðarhækk anir síður en svo stöðvaðar. Má því gera ráð fyrir enn lakari af- komu í verzlun og framleiðslu á yfirstandandi ári, þegar enginn möguleiki er til að jafna aukinn rekstrarkostnað með hærri álagn- ingu. A undanförnum árum hefur smásöluálagning, sérstaklega á nauðsynjavörur, svo sem mjólk, smjör, kjöt, brauð, smjörlíki o. fl. verið langt undir því að bera uppi eðlilegan verzlunarkostnað. Lánsfjárhöftin sverfa fast að og geta hvenær sem er stöðvað vörukaup smásöluverzlana og iðnrekstur, sem á nú að képpa við erlendan innflutning. Það eru því allt annað en bjartir tímar framundan þrátt fyrir ein- dæma góðæri til lands og sjávar á undanförnum árum og meiri framleiðslu landsmanna en áður eru dæmi til. Kosningar standa fyrir dyrum og stjórnarflokkarnir munu, fram yfir kosningar, halda áfram, með öllu sínu mikla fjármagni og Ef við viljum iðnað okk- ar feigan og aðra at- vinnuvegi lamaða, kjósum við íhald eða krata. SPORIN HRÆÐA HÉR fer á eftir örlítill kafli úr ræðu Ólafs Jóhannessonar pró- fessors fluttri í stjórnmálaum- ræðum í útvarp fyrir fáum dög um: „Við Framsóknarmenn lýsum yfir, að við viljum ekki höft og ætlum ekki að taka upp hafta- stefnu, því að skynsamlegur áætlunarbúskapur og hæfileg fjárfestingarstjórn eiga ekkert skylt við höft. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar okkar í alþjóðar- áheyrn og þrátt fyrir áfall ungra Sjálfstæðismanna i sam- bandi við skömmtunarseðilinn, halda þeir áfram að æpa í kór: Framsóknarflokkurinn vill haftastefnu. Ég segi að svona áróður sé móðgun við kjósend- ur og þehn til minnkunar, sem með hana fer. Hverjum er svona áróður ætlaður? Ég held, að hann sé ekki fyrir aðra en naut- heimskustu undirmálsmenn. Góðir og gegnir Sjálfstæðis- nienn liafa skömm á svona áróðri. En við þá mætu menn vil ég segja, að það er ekki nóg að snúa sér undan og fara hjá sér. Þið eigið að kenna þessum áróðursmeisturum ykkar að hætta slíkum áróðursherferð- um, seni minna liélzt á hinar nazistísku aðferðir, er á sínum tíma afsiðuðu þýzku þjóðina. En reglan hjá þýzku nazistun- um var jafnan sú, að þeir sök- uðu aðra um það, sem þeir höfðu gert eða ætluðu að gera sjálfir. Óumdeildar staðreyndir cru, að á þessum átta árum hefur verðbólguvöxtur verið nær þre- falt meiri hér en í nálægum löndum, að þrátt fyrir tvennar, stórfelldar gengislækkanir á stjórnartímabilmu — hina síð- ari með öllu ástæðulausa — nema útflutningsuppbætur og niðurgreiðslur nú miklu hærri fjárliæð en þegar viðreisnar- stjórnin kom til valda, að grund völlur undirstöðuatvinnuveg- anna er svo veikur, að þeir, þrátt fyrir allar niðurgreiðslur °g uppbætur horfa fram á halla rekstur og síversnandi afkornu, jafnvel að óbreyttum aðstæð- um, hvað þá heldur ef verðfall yrði, árferði versnandi og afla- brögð minnkuðu. Erfiðleikar atvinnuveganna birtast í ýmsum mynduni, svo sem í samdrætti eða jafnvel lok un hjá iðnfyrirtækjum, halla- rekstri togaranna, fækkun þeirra og niðurníðslu, vandræð- um vélbátanna, sem stunda þorskveiðar og sífelldri fækkun (Framhald á blaðsíðu 6.) blaðakosti, reyna að telja þjóð- inni trú um að allt sé í bezta lagi. Oft heyrist, að hin frjálsa verzlun sé allra meina bót, en verðum við ekki nú, að viður- kenna þær staðreyndir, að þjóð- in hefur á undanförnum árum lifað fram yfir efni, jafnvel á tím- um óvenjulegs góðæris og upp- gripa afla og góðs markaðar ís- lenzkra sjávarafurða. Aflabrögð minnka og erlendur markaður þrengist og þegar á fyrstu mán- uðum þessara breytinga, segja erfiðleikarnir til sín. Þjóðin hef- ur ekki þolað ótakmarkað frelsi eyðslu og hóglífis. Við sem dag- lega þurfum að horfast í augu við erfiðleika og þrengingar iðn- aðarins, sjávarútvegsins, land- búnaðarins, byggingastarfseminn- ar og baráttu einstaklinga til að sjá fyrir nauðsynlegustu þörfum, vitum að slíkt ástand getur ekki staðið miklu lengur. Stórar að- gerðir hljóta að koma til fram- kvæmda þegar að kosningum loknum, hvort sem það verður núverandi stjórn sem verður áfram við völd, eða önnur öfl taka við því erfiða hlutverki að bjarga þjóðinni úr þeim ógöng- um sem hún er nú, því miður, komin í. Þótt Kaupfélag Eyfirðinga verði nú að leggja fram ársreikn- inga, sem í fyrsta sinn um mörg undanfarin ár, sýna svo lítinn rakstrarhagnað, að ekki taki því að skipta honum upp til innborg- unar í stofnsjóði félagsmanna, treystir stjórn og framkvæmda- stjóri því, að þetta séu aðeins tímabundnir erfiðleikar, sem bitna jafnt á kaupfélaginu okkar sem öðrum samvinnufélögum landsins, hlutafélögum og ein- staklingsrekstri, og að næstu ár megi aftur færa íslenzku þjóðinni möguleika til að rétta við fjár- hag sinn til heilla heilbrigðu framtaki í verzlun og viðskipt- um.“ □ Skattar og tollar Ey- steins voru um 623 millj. árið 1958. Skatt- ar og tollar Magnúsar eru 4114 milljónir árið 1967. Þetta vill Framsóknarflokkurinn FRAMSOKNARFLOKKURINN vill vernda og efla menningar- legt, efnalegt og stjómarfarslegt sjálfstæði þjóðarinnar og afsala í engu réttindum hennar. FLOKKURINN VILL vinna að efnalegu sjálfstæði sem allra flestra einstaklinga á grundvelli samvinnu og einkaframtaks. FLOKKURINN VILL, að stjóm efnahags- og peningamála verði við það miðuð, að efla undirstöðuatvinnuvegina og stefna að ömm hagvexti, framförum og aukinni framleiðni án ofþenslu og verðbólgu. LEGGJA BER megináherzlu á að hagnýta sem bezt innlend hráefni og náttúruauðlindir, auk fjölbreytni og framleiðni í viimslu landbúnaðar- og sjávarafurða, og flýta rafvæðingu alls landsins. FLOKKURINN VILL, að ríkisvaldið taki upp náið sámstarí og stuðnlng við atvinnuvegina um markaðsrannsóknir og markaðs- öflun, er verði grundvöllur að nýrri sókn í útflutningsfram- leiðslunni. ÞAÐ SKIPTIR að dómi Framsóknarflokksins meira máli en flest annað, að takast megi að efla jafnvægi í byggð landsins. Þjóðinni er það lífsnauðsyn að byggja allt landið vel. Ríkisvaldiö verður samkvæmt því að beita áhrifum sínum á staðsetningu framkvæmda og atvinnureksturs í landinu. FLOKKURINN VILL, að tekin verði upp skipuleg stjórn í f jár- festingarmálum þjóðarinnar undir forystu ríkisvaldsins í sam- starfi við fulltrúa samtaka atvinnulífsins. MEIRI HÁTTAR FRAMKVÆMDIR verði gerðar eftir fyrir- fram gerðri áætlun, þar sem verkefnum sé raðað og þau látin sitja fyrir, sem mest þörf er á að leyst séu. MEGINÁHEZLA skal lögð á skipulega uppbyggingu atvinnu- lífsins og byggingu nauðsynlegs íbúðarhúsnæðis. FLOKKURINN VILL, að tryggt verði, áð allir, hvar sem þeir búa, eigi kost á almennri undirstöðumenntun. FLOKKURINN VILL, að stefnt verði að endumýjun starfs- hátta og skipulags á öllum námsstigum skólakcrfisins, skóla- húsnæði verði samkvæmt kröfum tímans og m. a. gerð áætlun um byggingu nýrra héraðsskóla og yfirleitt gert stórátak í byggingu skóla. FRAMSÓKNARFLOKKURINN leggur áherzlu á, að launþeg- um verði tryggð réttlát hlutdeild í þjóðartekjunum, og samn- ingsréttur launþegasamtakanna verði fullur og óskoráður. Þá verði launþegasamtökunum gert kleift að koma upp eigin hag- stofnun. FLOKKURINN VILL, að gerð verði samræmd framkvæmda- áætlun fyrir allar tegundir samgangna, og lögð verði áherzla á framkvæmdir þess þáttar samgöngukerfisins, er bezt hentar á hverjum stað. Vegasjóður verði efldur, emð því að sérskattar af bifreiðum gangi beint til lians. FLOKKURINN VILL, að tolla- og skattakerfið verði endur- nýjað og stefnt verði að því að hvetja til aukinnar tæknivæð- ingar nieð lækkuðum tollum á vélmn og tækjum. STJÓRNKERFI LANDSINS verði endurskipulagt, m. aó til að gera auðveldara að fylgjast með þróun hinna ýmsu þátta þjóð- arbúsins. FLOKKURINN VILL, að hafnar verði viðræður um gerð fjög- urra ára áætlunar um brottflutning varnarliðsins og að þjálf- aðir verði íslenzkir kunnáttumenn, sem tækju við starfrækslu ratsjárstöðvanna og gæzlu nauðsynlegra mannvirkja stig af stigi. FRAMSÓKNARFLOKKURINN telur útilokað, að ísland geti gerzt aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu eins og það er nú byggt upp. Flokkurinn varar við vanhugsuðum og ótímabærum ákvörðunum varðandi hugsanlega aðild íslands að Fríverzlunar bandalaginu, en telur sjálfsagt vegna liagsmuna íslenzkra at- vinnuvega að fylgjast með framþróun þessara mála. INGVAR GÍSLASON, ALÞINGISMAÐUR: Sameina verður áhrifaöfl þjóðfélagsins í ÞESSUM kosningum leggur Framsóknarflokkurinn höfuð- áherzlu á nauðsyn stefnubreyt- ingar. Framsóknarmenn telja nauðsynlegt að fella núverandi rikisstjórn til þess að knýja fram nýja stjórnarstefnu. Undanfarin átta ár hafa ver- ið góðærisár með mikilli pen- ingaveltu og velmegun á ytra borði. En því miður eru undir- stöður vararlegrar velmegunar svo ótraustar vegna skefjalausr- ar óstjórnar í atvinnu- og efna- hagsmálum, að óvíst er, hvað náin framtíð ber í skapti sínu, ef ekki verður breytt um stefnu. Hættumerkin, sem ég vil sér- staklega benda á, eru þessi: Að- alatvinnuvegir landsmanna lýsa yfir neyðarástandi vegna brost- ins rekstrargrundvallar. Jafnvel þær greinar atvinnulífsins, sem bezta aðstöðu hafa gagnvart er- lendri samkeppni, eiga í vök að verjast. Dýrtíðaraukningin er geigvænleg. Á nokkrum árum hefur neyzluvöruverðlag hækk- að um nær 130%. Ef þannig heldur áfram, fer kaupmáttur og verðgildi íslenzku krónunn- ar síminnkandi og eykur stöð- ugt vanda Iaunafólks og at- vinnuveganna. Eg vil sérstaklega vara fólk við því að láta blekkjast af yfirborðsvelmegun síðari ára. Hún á í engu rætur að rekja til góðs stjórnarfars, heldur einvörðungu til óvenjulegs afla- moks og langs vinnutíma, sem af því hefur leitt. Forsætisráð- herra landsins hefur lýst ástandi þjóðmála þannig, að við stönd- um á vegamótum velgengni og vandræða. Þetta er að því leyti rétt, að þjóðlíf okkar er saman- ofið af yfirborðsvelmegun og vandræðaástandi í atvinnu- og efnahagsmálum. Þessu þarf að breyta þannig, að heilbrigt ástand skapist í atvinnu- og efnahagsmálum, svó að grund- völlur verði lagður undir var- anlega velmegun almennings, efldan kaupmátt og meira verð- gildi krónunnar. Nú vil ég í lokin leggja á það ríka áherzlu, að við Framsókn- armenn teljum erfiðleikana eng anveginn óleysanlega eða óyfir- stíganlega. Við viljum ekki ala á neinni svartsýni. Við erum bjartsýnismenn og engir úrtölu- menn. Til þess eru vandræðin að sigrast á þeim, en ekki til þess að glúpna fyrir. Við trú- um því, að við búum í góðu landi með miklar ónytjaðar auðlindir og möguleika til fram- fara. Við treystum þjóðinni — betur en nokkru sinni fyrr — til þess að vilja almennt fylkja sér um þjóðlega, ókreddu- bundna umbótastefnu og mark- vísa forystu um uppbyggingar- mál Við treystum því einnig, að hægt verði að skapa sem víðtækasta einingu allra helztu áhrifaafla í þjóðfélaginu um nauðsynlegar ráðstafanir í at- vinnu- og efnahagsmálum, svo að þjóði megi verða einhuga þjóð um markmið og stefnu- mál. í þessum anda göngum við Framsóknarmenn til kosning- anna, og í þessum anda munum við vinna eftir kosningar, ef okkur auðnast að ná því áhrifa- valdi, sem við stefnum að. STEFÁN VALGEIRSSON, BÓNDI: ÁHRIF NORÐURLÁNDS ÞARF AÐ AUKA HVAÐ er framundan? Svar við því fæst þegár úíslit kosningamia liggja fyrir. Það er sett á vald þitt, kjósandi góður, að velja ög hafna. Þess vegna er þín ábyrgð mikil. Við Framsóknarmenn teljum, að stefna stjómarflokkanna hafi sannað það, að hún greiðir ekki úr neinum vanda, heldur marg- faldar hann. Þó boða þeir enn, að viðreisninni verði haldið áfram, ef þeir haldi meirihluta sínum á Alþingi. Hvað felst í slíku? Höfuð kenning viðreisnarinn- ar 1960 var, að hverfa alveg frá styrkja- og uppbótaleiðinni, en það er sama og að boða gengis- fellingu, eins og nú er komið. Það er sama og að boða, að vextirnir verði enn hækkaðir og sparifjárbinding verði enn auk- in. Hætt verði að greiða verð- lagshækkun á vinnulaun o. f. Þetta voru ráðin, sem notuð voru til að kveða niður verð- bólgudrauginn, en urðu til að magna hann. Verðlagsvísitalan átti að hækka um 3% að sögn „viðreisnarstjómarinnar en hef ur hækkað um 128% — þó hafa þeir ekkert lært. Enn á að nota sömu ráðin, sem þannig hafa reynzt. Er líklegasta ráðið til að slökkva eld, að hella benzíni á hann? Vilt þú, kjósandi góður, stuðla að því, að viðreisnarvillan end- urtaki sig? Og þó er það ekki mikið miðað við annað enn verra. Stjórnarflokkamir fara ekkert leynt með það, að þeir stefna landi okkar inn í Efna- hagsbandalag E\’rópu. Hvað þýðir það? Að aðildarþjóðunum er heim- ilt að flytja inn í land okkar fjármagn og vinnuafl óhindrað. Þeir gætu nýtt okkar fiskimið og byggt í landi okkar vinnslu- stöðvar. Náð tökum á flestum auðlindum okkar. Þegar svo væri komið, yrði þá langt í það, að þjóðin týndist í sínu eigin landi? Hver vill eiga slíkt á hættu? Hvað hefði Einar Þveræing- ur gert í okkar spomm? Fram- sóknarflokkurinn leggur höfuð áherzlu á, að breytt verði um stefnu í fjár- og atvinnumál- um. Hann telur, að fyrst af öllu beri að auka rékstursfé atvinnu veganna, til þess að nýta fram- leiðslugetu þeirra, og tryggja atvinnuöryggi í landinu. Bænd- um verði tryggðar sambærileg- ar tekjur við aðrar stéttir þjóð— félagsins. Hann leggur áherzlu á, að hætt verði að frysta sparifé landsmanna og að lækka eigi vextina. Framsóknarflokk- urinn er stærsti flokkur lands- ins — utan Faxaflóasvæðisins, — enda heldur hann á lofti merki dreifbýlisins. Hans stefna er mótuð af fulltrúum byggð- anna. En kjami hinna flokk- anna er á höfuðborgarsvæðinu og viðhorf þeirra allra mótast af því. Við leggjum áherzlu á samstöðu alls vinnandi fólks í landinu, til sjávar og sveita, og viljum tryggja réttláta hlut- deild þess í þjóðartekjunum. — Við viljum leysa vandamál hinna dreifðu byggða með sam- vinnu og samhjálp. Andstæð- ingar samvinnufélaganna halda því fram, að þau séu auðfélög. En samvinnufélögin eru sam- eign félagsmanna og þau sýna, hvað samstaðan er máttug —• margt smátt gerir eitt stórt. Vald Norðurlands verður ekki aukið, nema með því að efla Framsóknarflokkinn. — Hlutur samvinnufélaganna verður ekki réttur, riema Framsóknarflokk- urinn komist í valdaaðstöðu. — Enginn annar stjómmálaflokk- ur hefm- frekar möguleika til þess að vinna hér þingsæti en Framsóknarflokkurinn, allt fjas um dauð atkvæði er byggt á óskhyggju og rangtúlkun. Stöndum saman, fellum rík- isstjómina. ísland fyrir íslendinga eina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.