Dagur - 10.06.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 10.06.1967, Blaðsíða 2
: I 2 óðin lifir ekki án landbúnaðarins Viðtal við Odd Gmrnarsson á Dagverðareyri VIÐ hiitum nýlega að máli ung an mann, Odd Gunnarsson á Dagverðareyri í Gíæsibæjar- hreppi. Hann ætlar að svara hér láeinum spumingum. — Mjólkurframleiðslan er aS minnka eins og kunnugt er, og þaS kemur mörgum vitanlega illa að þurfa að draga saman seglin. Auðvitað kemur bændum heldur — Hvað viltu segja okkut at félagslífinu í þinni sveit? — Ég hef starfað ofurlítið í ■ungmannafélaginu, og sótt þing UMSE á þess vegum. Það haml- ar þó félagsstarfsemi hjá okkur, i að hásnæði skortir, því að sam- i komuhúsið ofan við Skjaldarvík í er bæði lítið og orðið gamalt. j — Hafið þið í hyggju að reyna j að bæta úr þessu? j — Það hefur iengi staðið til. Talið var athugandi að byggja sameiginiega fél.heimili þriggja hreppa á Laugalandi á Þelamörk, en nú er kominn þar skóli, og að mörgu leyti óheppilegt aö~félags heimili rísi við hliðina á allstór- , um skóla. Nú kann að vera hugs- anlegt, að við látum okkur nægja að byggja nýtt, en lítið samkomu hús í Glæsibæjarhreppi. ; — Svo ertu við búskapinn? ! — Ég vinn við bú föður mír.s á Dagverðareyri. Við erum með meðalstórt bú eftir því sem gerist hér um sveitir. Tíðarfarið hefur reynzt okkur erfitt síðustu miss- erin, ekki síður en öðrum bænd- um. Við urðum að kaupa mjög mikið kjarnfóður í vor, enda sauð fé á gjöf út maímánud. — Hvernig lízt þér á framtíð- arhorfurnar? Oddur Gurmarsson. ekki vel, að verð sjávarafurða skuli lækka, því að við það minnkar kaupgetan í kaupstöð- unum. — Hvernig firmst þér hfjóðið í bændum í garð ríkisstjórnar- innar? — Það er vitanlega misjafnt, en þó held ég að fæstir þeirra reyni að mæla stefnu Alþýðu- flokksins - bót. Því eru takmörk sett, hvað fólki má fækka mikið í sveitunum, og víst er um það, að islenzka þjóðfélagið kemst ekki af án landbúnaðar. Mörg búin eru vitanlega of lítil, en þeir sem með þau búa stunda þá líka oft einhverja aukavinnu. Ein og ein smájörð getur farið í eyði að skaðlausu, en ekki heii byggðar- lög. Þegar fólkinu fækkar veru- lega, fer líka að verða erfitt að halda uppi félagslífinu, sem þó er svo nauðsynlegt að gert sé, ef menn eiga að una um kyrrt. Raun ar býst ég ekki við að byggðir Eyjafjarðar eyðist í bili. Mér heyrist á bændum, segir Oddur Gunnarsson að lokum, að flestir þeirra telji sig helzt geta treyst Framsóknarflokknum til að gæta hagsmuna sinna svo að viðunandi sé. Dagur þakkar Oddi svörin. Bj. T. YFIRLYSING FRÁ ENDURSKOÐENDUM KEA SÍÐARI DAGINN, sem aðalfundur KEA stóð yfir birtist í blaðinu „Verkamaðurinn“ greinarkorn eftir „félaga nr. A- 1408“, þar sem látið er liggja að því að laun erindreka Fram- sókuarflokksins hafi um árabil verið greitt úr rekstursreikn- ingi KEA. Við sem kjörnir erum endurskoðendur viljum lýsa yfir að þetta eru staðlausir stafir. En af þessu tilefni viljum við benda „félaga nr. A-1408“ á, að fjöldi manna og félaga hefir opinn viðskiptareikning og ávísa þar á innistæður, hvort lieldur er vegna greiðslu vinnu launa eða annars. Þetta þekkja sennilega bændur bezt enda nota þeir sér þetta í ríkum mæli. Teljum við ekkert efamál, að allir stjórn- málaflokkarnir geti opnað viðskiptareikninga í KEA og greitt laun erindreka sinna úr þeim. Hitt teljum við hins vegar alvarlegt fhugunarefni að „fé- lagi nr. A-1408“, sem mun hafa verið fulltrúi á aðalfundin- um, skyldi ekki láta þessa athugasemd koma fram þar, hafi hann raunverulega trúað að hún væri á rökum reist. Akureyri, 8. júní 1967 Sigurður Óli Brynjólfsson, Guðmundur Eiðsson. -................. ........... - Leiábemingar fyrir kjósenJur í YFIRKJÖRSTJÓRN Norður- landskjöz'dæmis eystra eru: Ragnar Steinbergsson formað- ur, Jóhann Skaptason, Einar Jónsson, Sigurður M. Helgason og Brynjólfur Sveinsson. í yfirkjörstjórn á Akureyi'i eru: Sigurður Ringsted, Hallur Sigurbjörn3son og Hallgrímur Vilhjálmsson. Á Akureyri verður kosið í sjö kjördeildum að þessu sinni. Kosning fer fram í Oddeyrar- skólanum (gengið inn um suð- urdyr) og hefst kl. 10 f. h. Kjör- stað verður lokað kl. 23.00 .(11.00 e. h.) Á kjörstað verða festar upp leiðbeiningar um kosningarnar, og í anddyri skólans verður fólk, sem veitir leiðbeiningar. .Skipting eftir götum .í kjör- deildir á Akureyri er sem hér segir: 1. Kjördeild: Aðalstræti, Akurgerði, Álfa- byggð, Ásabyggð, Áshlíð, Ásveg ur, Austurbyggð, Barðstún, Byggðavegy.r,, Bjarkarstígur og Bjarmastígur.-, - ý 2. Kjördeild: Brekkugata, Eiðsvallagata, Einholt, Eyrarlandsvegur, Eyrar vegur, Engimýri, Fagrahlíð, Fjólugata, Fróðasund, Geisla- gata, Gilsbakkavegur, Glerár- eyrar, Glerárgata og Goða- byggð. 3. Kjördeild: Gránufélagsgata, Grenivellir, Grundargata, Grænagata, Grænamýri, Hafnarstræti, Ham arstígur og Helgamagrastræti. 4. Kjördeild: Hj altey rargata, Hlíðargata, Hólabraut, Holtagata, Hrafna- gilsstræti, Hríseyjargata, Hvannavellir, Kaldbaksgata, Kambsmýri, Kaupvangsstræti, Klappastígur, Klettaborg, Kotár gerði, Krabbastígut', Kringlu- mýri, Langahlíð, Langamýri, Langholt, Laugargata, Laxa- gata, Lyngholt, Lundargata og Lækjargata. > >.»> • • Lögbergsgata, Lögmannshlíð, Matthíasargata, Mýrarvegur, Munkaþverárstræti, Möðruvalla stræti, Norðurbyggð, Norður- gata, Oddagata, Oddeyrargata, Ráðhússtígur, Ráðhústorg og Ránargata. 6. Kjördeild: Rauðamýri, Reynivellir, Skarðshlíð, Skipagata, Skóla- Á UNDANFÖRNUM ÁRUM hefur 17. júní nefnd Akur- eyrarbæjar gert ítrekaðar til- raunir til þess að koma því til leiðar, að vín sé ekki haft um hönd hátíðisdaginn 17. júní — hvorki í samkomuhúsum bæjar- ins eða uta þeirra — byggt á þeirri reynslu, að ölvun á al- mannafæri er með öllu óæskilegt og oft til stórra leiðinda og sam- rýmist ekki þeim þjóðlega virðu- leik, sem yfir deginum á að hvíla. Nefndin sneri sér því til bæj- arstjómarinnar með eftirfarandi bréf, dags. 26. maí s.l.: i.Bæjarstjórn Akureyrar, Akureyri. 17. júní-nefnd telur það grund- vallaratriði fyrir því, að hátíða- höld þjóðhátíðardaginn fari fram á viðeigandi hátt hér í bænum, að vínbarir og vínveitingahús verði lokuð meðan hátíðahöldin standa yfir, þ. e. allan 17. júní, frá hádegi til kl. 02 18. júní. Nefndin væntir þess, að bæjar- stígur, Sniðgata, Sólvellir, Spít- 'alkvégúr,’' Stafholt, " Steírfholt,' Stekkjargerði, Stórholt, Strand- gata, Suðurbyggð og Vana- byggð. •I r ( . 7. Kjördeild: Víðimýri, Víðivellir, Þing- vallastræti, Þórunnarstræti, Þverholt, Ægisgata og býlin, innan og utan Glerár. □ stjórn taki þetta erindi til vel- viljaðrar afgreiðslu. „Virðingarfyllst.“ Bæjarstjórnin kom ekki til móts við nefndina. Nefndin hefur einnig snúið sér bréflega til húsnefndar Sjálfstæð- ishússins, en án árangurs. Enn- fremur hefur nefndin leitað til bæjarfógetans á Akureyri, með tilmælum um að vínveitingar verði ekki leyfðar umræddan dag. Jákvæðar undirtektir hafa ekki fengizt. Þó segir svo í 14. gr. áfengis- laganna: „Lögreglustjórum er heimilt að loka áfengisútsölu eða banna vínveitingar á veitingastöðum, sem leyfi hafa til áfengisveit- inga, fyrirvaralaust um lengri eða skemmri tíma, þegar sérstak- lega stendur á.“ Þar sem viðkomandi aðilar hafa ekki orðið við beiðni nefnd- arinnar, snýr hún sér til almenn- ings og væntir þess, að bæjarbú- ar setji metnað sinn í það, að halda vínlausa þjóðhátíð. Dalvíkingar! Kosiimgaskrifstofa Framsóknarflokksias á koseingadaginn er í SÓLGÖRÐUM. Sími 6-12-98. FRÁ ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND MARGIR MEÐ GÓÐ- AN SÍLDARAFLA SAMKVÆMT upplýsingum frá Neskaupstað fyrir hádegi í gær, var vitað um 10 báta á leið til lands, en þeir koma til Raufar- hafnar, Vopnafjarðar, Seyðis- fjarðar, Neskaupstaðar og Eski- fjarðar. Bátarnir eru þessir: Harpa RE með 290 lestir, Jör- undur III með 300 lestir, Nátt- fari ÞH með 280 lestir, Sæfari II MK með 290 lestir, Haraldur AK með 210 lestir, Þorsteinn RE með 270 lestir, Seley SU með 300 lestir, Árni Magnússon GK með 140 lestir, Reykjaborg RE og Örn RE voru einnig á leiðinni til lands með afla. Mikil síld er á svæðinu en stendur djúpt og kemur yfirleitt ekki upp fyrir 80 faðma. Tveir bátar voru í gær á leið með fyrstu síldina til Raufar- hafnar, Sigurður Bjarnason EA með 150 lestir og Haraldur frá Akranesi með 210 lestir. Verk- smiðjan á Raufarhöfn er tilbúin til bræðslu, hin nýju löndunar- tæki hennar verða nú notuð í fyrsta skipti þegar bátarnir koma. Löndunartækin eru þrjú með samtals 360 lesta afköstum á klukkustund. Bára frá Fá- skrúðsfirði kom inn í fyrrakvöld með fyrstu síldina sem barst til Fáskrúðsfjarðar í sumar, 150 lestir. Verksmiðjan þar er tilbú- in. að bræða. - LEIFTURSÓKN (Framhald af blaðsíðu 1) um fyrir botni Miðjarðarhafsins væri undir samningum Israels- manna og Araba komin. Á viðræðufundi brezka útvarps ins í fyrrakvöld, þar sem kunn- áttumenn sögðu álit sitt á horf- unum í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, var m. a. sagt, að trúlega myndu Israelsmenn nú krefjast þess, að Akabaflói yrði lýst alþjóða siglingaleið, enn- fremur, að Arabarxkin viður- kenndu tilverurétt og sjálfstæði Israels. Loks myndu Israels- menn lýsa yfir því, að þeir myndu ekki láta af hendi virkið mikla við mynni Akabaflóa, né heldur Jórdanska hluta Jerúsal- em. Það er stórsigur fyrir Israels- menn, að höfuðandstæðingar þeirra, Egyptar, Jórdaníumenn og Sýrlendingar hafa tilkynnt, að þeir fallist á tillögur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopna- hlé, eftir fárra daga viðureign. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.