Dagur - 23.08.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 23.08.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Herb6I9!s ^^^^^^^^^^_ pcntamr. Ferða- skrifstofan Túngötu 1. Akureyri, Sími 11475 L. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 23. ágúst 1967 — 56. tölublað Ferðaskrifsfofan EJSS. Skipuleggjum ódýrustu íerðirnar til annarra landa. ÞOTAN KEMURIDA6 HIN nýja þota Flugfélags ís lands kemur til Akureyrar í kvöld, miðvikudaginn 23. ágúst, í sinni fyrstu ferð til Norðurlands. Vélin lendir kl. 19.45 og gefst gestum kost ur þess í eina klukkustund eða svo að skoða farkostinn. Bæjarstjórn Akureyrar ann ast móttökur. Malbikun flUgvallarins er lokið í ár. Malbikuð flug- braut er 1300 metrar en öll flugbrautin 1565 metrar á lengd. ? „Ekkert því til fyrirstöðu" YFIRMAÐUR varnarliðsins á íslandi hefur tilkynnt, að út- sendingar sjónvarpsstöðvar varnarliðsins á Kefilavíkurflug- OF HRAÐUR AKSTUR LÖGREGLAN tók um helgina allmarga ökumenn fyrir of hraðan akstur og auk þess einn grunaðann um ölvun við stýri. Ennfremur barst kæra um glannafenginn akstur, sex bif- reiðaárekstrar urðu og ungling ar gerðu lítilsháttar óspektir, samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar. Bæjarbúar hafa tölu vert kvartað yfir vítaverðum aksturShraða bifreiða og hjóla með hjálparvél. Rétt er að minna á, að fólk á að sjálfsögðu að snúa sér með slíkt til lög- reglunnar. ? velli verði takmarkaðar við Keflavíkurflugvöll og næsta nágrenni frá 15. september að Malbikið 140 stiga heitt, flutt frá Akureyri, lagt út á Sauðárkróki. telja. Er þetta svar við sendi- bréfi íslen^kra stjórnarvalda á dögunum, að „ekkert væri því til fyrirstöðu af íslenzkri hálfu," að gera þessar breyting ar! Yfirmaður varnarliðsins harmar það, ef einhver óþæg- indi eða harmur fylgir þessu. Aðmírállinn á Keflavíkurflug- velli ætlar að taka þennan bik- ar frá vörum innfæddra, sem rnargir vilja þó áfram bergja af, og hafa jafnivel talið í þágu ís- lendinga! ? (Ljósm.: St. Pedersen.) Malbik flutt á bíl frá Akureyri til Sauðárkróks MERKILEG tilraun var gerð sl. föstudag með flutning á mal- biki á bíl frá Akureyri til Sauð árkróks. Flutningar þessir gáfu mjög góða raun og var hiti efnisins er það kom til Sauðár- króks 140 gráður. Malbik þetta fór til viðgerðar á Skagfirðingabraut en hún var lögð malbiki fyrir nokkrurn ár- um, en var nú orðin stór- skemmd og ill yfirferðar, sagði fréttaritari Dags á Sauðárkróki, Stefán Guðmundsson. Ivar Eskeland ráíinn (orstjóri Norræna hússins í Reykjavík Viðtal við Halldór Laxness birtist á blaðsíðu 4 í blaðinu í dag. STJÓRN og bygginganefnd Norræna hússins í Reykjavík hafði fyrir helgina fundi^á Ak- ureyri um málefni hinnar nor- rænu stofnunar. Þar var Ivar Eskeland ráðinn forstjóri til fjögurra ára. Þetta var tilkynnt fréttamönnum hér í bænum á blaðamannafundi með stjórn Norræna hússins í M. A. á Ak- ureyri, þar sem stjómarfor- maður, Ármann Snævarr há- skólarektor, hafði orð fyrir stjórnarnefndarmönnum. Fréttatilkynning um efni fer hér á eftir: þetta ir haldið fundi hinn 18. og 19. ágúst í Menntaskólanum á Ak- ureyri og fjallað þar m. a. irm ráðningu forstjóra hússins. Svo sem fyrr hefir verið skýrt frá, eru umsækjendur 22, fimm frá „Stjórn Norræna hússins hef (Framhald á blaðsíðu 7). Eins og hann segir, er þetta athyglisverð tilraun, sem heppn aðist mjög vel. En hvort hún gefur fyrirheit um hagkvæmni þess, að flytja á bifreiðum mal- bikunarefni til annarra nær- liggjandi bæja, svo sem Dalvík- ur, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Húsavíkur, í stórum stíl, skal ósagt látið. Flutningskostnaður er mikill, en vegalengdir, sem hér um ræðir, ekki of miklar til þess að koma efninu nægilega heitu á ákvörðunarstað. Hér á Akureyri er afkastamikil mal- bikunarstöð, sem annað getur miklum verkefnum í framtíð- inni og e. t. v. fyrir áðurnefnda staði. Möguleikarnir virðast fyrir hendi hvort sem aðrar leiðir reynast auðveldari. ? SÓLSKIN OG SUNNANVINDUR ER NÚ Á HÉRAÐI Egilsstöðum 22. ágúst. — Þessa dagana er sólskin og sunnanvind- ur, brúsandi þurrkur og bændur haia heldur betur tekið til hönd- unum. Heyskapur er því* víðast vel á veg kominn, en seinni sláttur verður enginn og útheyskapur lít- ill sem enginn vegna lélegrar sprettu og vegna þess einnig, að lítil engjalönd eru véltæk nema í Hjaltastaðaþmghá. Svo er annað, að yngri menn eru hættir að kunna slá með orfi og ljá og myndu skera sig í fingurna við að brýna. Heyfengur verður því með rhinria móti, einkum á utan- verðu Héraði, enda meiri tún- skemmdir þar af kali. Framkvæmdir eru með minna móti, en unnið að þeim sem byrað var á í fyrra. Hinsvegar hafa lof- orð, gefin fyrir kosningar, um ýmsar framkvæmdir, ekki hafist og munu vart gera það á þessu sumri. I.eggja átti rafmagn á sveitabæi í út-Fellum en verður ekki gert. Einnig var lofað að leggja rafmagn frá Vopnafjarðar- (Framhald á blaðsíðu 7). Miðyarðakírkja í Grímsey 100 ára HUNDRAÐ ára afmæli Mið- garðakirkju í Grímsey var haldið hátíðlegt á sunnudaginn. Var þar ein fjölmennasta guðsþjónusta, sem um getur á eynni, og hófst hún með altarisguðsþjómislu séra SKIPAÐUR BORGARFÓCETI í REYKJAVIK FORSETI ÍSLANDS hefur hinn 9. þ. m., samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra, veitt Sig- urði M. Helgasyni, aðalfulltrúa, Akureyri, embætti borgarfógeta við borgarfógetaembættið í Reykjavík, frá 1. október n. k. að telja, en um embættið sóttu auk hans Gísli Símonarson, Sigurður Sveinsson og Þórhall- ur Einarsson, fulltruar yfir- borgarfógeta. Dóms- og 'kirkjumálaráðu- neytið, 11. marz 1967. ? Péturs Sigurgeirssonar og Einars Einarssonar frv. djákna, en Benja- mín Kristjánsson prófastur pre- dikaði og rakti 100 ára sögu kirkj- unnar. Kirkjukór Miðgarðakirkju söng, og organisti að þessu sinni var Guðmundur Matthíasson, son- ur Matthíasar Eggertssonar, sem lengst var þjónándi prestur í Grímscy eða 42 ár. Einleik á fiðlu lék Guðný Guðmundsdóttir. r í messulok flutti séra Pétur Sigurgcirsson ávarp og tilkynnti gjafir, sem borist hefðu í tilefni afmælisins og þakkaði þær. Meðal þeirra var minningargjöf frá Jór- (Frarnhald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.