Dagur - 02.09.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 02.09.1967, Blaðsíða 4
Nýtt verkefni kristinna safnaáa [ 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri £ímar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍBSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hí. Kal og uppskerubrestur ÁÞREIFANLEGA er það nú fram komið, sem margir óttuðust í vor og sýnt var þegar gróa tók, að enn varð stórfellt kal í túnum víða á Norður- landi. Fréttir af kalinu hafa verið að berast í allt sumar úr mörgum sveit- um, t. d. í Eyjafjarðarsýslu í nokkr- um sveitum, SuðurjÞingeyjarsýslu, víða mjög mikið og í Norður-Þing- eyjarsýslu báðum megin Öxarfjarð- arheiðar og munu kalskemmdir þar í sýslu vera mestar. Ofan á kalið bætt- ust vor- og sumarkuldar svo að spretta var með fádæmum sein. Hey- skapur byrjaði hálfum til heilum mánuði síðar en venjulega og ekki um háarsprettu'að ræða. Undanfarna áratugi hafa bændur keppzt við að stækka tún sín og kapprækta þau í þeim tilgangi að auka bústofn sinn og tryggja öryggi búskaparins. Til þess hafa þeir varið miklu fé og mik- illi vinnu. Vísindamenn hafa um nokkurt árabil rannsakað orsakir kalplágunnar með það fyrir augum að draga úr kalhættunni. Tekið hef- ur verið í lög að greiða jarðræktar- framlag út á endurvinnslu lands vegna kalskemmda. Sjaldan er ein báran stök. í sveitum, sem nú verða hart úti vegna kalskemmda hafa menn áður orðið fyrir þungum bú- sifjum vegna vetrar- og vorharðind- anna. Heykaupin veturinn 1965— 1966 eru enn í fersku minni þar sem þau áttu sér stað. Og hin mikla fóð- urbætisgjöf í vetur og vor segir óþægilega til sín í viðskiptareikning- um bænda. Nú þegar hafa heyflutn- ingar miklir átt sér stað frá Eyjafirði og austur í Þingeyjarsýslur og nú eru Norður-Þingeyingar að semja um mikil heykaup á Suðurlandi. Nú hefur svonefnd kalnefnd eða harðærisnefnd lokið yfirreið sinni um þau svæði, þar sem verst horfir með heyfenginn og mun hún semja skýrslu um fóðurástandið nú í hey- skaparlokin og senda hana ríkisstjórn inni ásamt tillögum sínum um, hversu með skuli farið. Fjárhagsgeta bænda til mikiila heykaupa og kjarnfóðurkaupa er minni nú en oft áður og verzluhar- fyrirtæki bændanna eru einhig ver stödd en áður til þess að veita það liðsirini sem þarf. Stjórnarvöld lands- ins verða nú að taka skjótar ákvarð- anir til hjálpar svo bændur viti fyrir sláturtíð hvers þeir megi vænta í þessum efnum. En hinar alvarlegu kalskemmdir og þar með uppskeru- brestur í heilum landshluta er þjóð- f élagsvandamál, er taka verður á sem slíku. Er þess vænzt, að svo verði gert. HLJÓTT hefur verið um áfeng- ismálin um skeið og enginn stjórnmálaflokkur vildi eða gat gjört stefnu bindindis að sínu baráttumáli í kosningunum í vor. Þar er þó verk að vinna, sem sterk og samstillt öfl í þjóðfélaginu hljóta fyrr eða síðar að telja skyldu sína að taka inn á stefnuskrá sína, til hjálpar í miklum vanda. En Bakkus er góðvinur allra stjórn málaflokkanna, eins og hann er vinur foreldra, kennara, presta, dómara og alþingismanna. O'g þess vegna heldur hann sínu eyðileggingarstarfi áfram, legg- ur heimilin í rúst, efnalega og andlega, grefur undan framtíð- argæfu unglinganna og dregur alþjóð einu þrepi neðar á þroskabraut. Ennþá heyrir maður slagorð eins og þessi: Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta —' og vitnendur telja þau guðleg, og má að sjálfsögðu heimfæra þau undir sannindi, svo langt sem þau ná, þ. e. um hófsem- ina. Séra Árelíus Níelsson flutti í vor eftirtektarverða ræðu um áfengismálin og með hans leyfi fara hér á eftir nokkrir kaflar hennar. „Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta," eru orð, sem oft er vitnað til, þegar stuðn- ings skal leitað í helgum ritum við áfengislöngun og áfengis- þamb í veizlum og gleðisölum jafnt sem krókum og kimum víntízkunnar, sem nú eitrar samfélag margra þjóða. Þess má geta, að þessi orð eru hvergi í Biblíunni, heldur úr skáldsögunni Manni og konu og raunar lögð þar í munn ein- um hinna heimskustu og grunn færustu persónu sögunnar, en hann er þar að kenna syni, sem hanum tókst að gera með upp- eldi sínu að fágætum hálfvita í orði og athöfn. Líklega vildu fáir óska son- um sínum að líkjast því ung- menni, sem kenningu þessa þáði og kjósa honum athlægi í stað atgjörvis á öllum sviðum. Ennfremur vilja margir styðja sams konar kenningu um gildi og jafnvel guðlegt gildi áfeng- isneyzlu við söguna um undrið í brúðkaupsveizlunni í Kana. En sannleikur þess máls er sá, að sú saga mun að mestu eða öllu dæmisaga eða líkingamál um það, hvemig tilveran breyt- ist við áhrif krists úr heimi áhyggna og örbyrgðar í fagn- aðarsal allsnægta og heilla. Og þótt atburður þessi hefði við söguleg rök að styðjast, þá má geta þess um leið, að áfeng- isböl virðist ekki hafa verið til á dögum Krists í Landinu helga, nema meðal æðri stétta og heldra fólks. En því er líka óþvegið sagt til syndanna með stærri orðum en flestir nota nú um sömu lesti. Alþýðan var of Mtæk til að geta veitt sér slíkan munað, sem vínið var, og þann fögnuð sem það var talið geta veitt. En sá aðstöðumunur einn gat og getur enn réttlætt það, sem Kristur gerði í Kana, sé þar um raunverulegan atburð að ræða. Hann gat látið hjartað ráða á sinn sérstaka hátt, óháð- ur stefnum, formum og fjötr- urh. Eitt er víst, að öllu saman- lögðu mælir Heilög ritning ein- dregið gegn neyzlu áfengra drykkja og alls þess, er rænir mannlega vitund hugsun og til- finningu, mælir gegn öllu, sem skaðað getur mannlega sál, gildi hennar og göfgi. „Horfðu ekki á vínið hversu rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. Á eftir bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra." Orðskv. 23, 31—32. Þessi orð eru áreiðanlega úr Biblíunni, og fáir íTtunu geta rengt né hrakið sannleiksgildi þeirra. Nú eru að hefjast samtök meðal safnaða hina síðustu ára- tugi til markvissara starfs í baráttu gegn böli áfengisnautn- ar, en áður hefur átt sér stað. Kirkjan sjálf hefur alltof lengi lokða augunum fyrir þessu vandamáli og sem heild lítið eða ekkert gert til verndar og varnar gegn þessum voða. Og það er ekki einungis með orðum og anda ritningarinnar, sem þarna er hafizt handa, heldur einnig ef verða mætti til að bæta úr einhverju af mannlegri eymd. En megin- hluti mannlegrar eýmdar og niðurlægingar á rót sína að rekja til þessarar útbreiddu eiturnautnar, að minnsta kosti í hinum svonefndu velferðar- ríkjum. Og sé barizt gegn mannlegu böli, vanþroska og vesaldómi, sorgum, slysum, glæpum og Þess skal gefið sem gert er ÞFJÐJUDAGINN 16. maí síð- astliðinn, voru nokkrar konur úr kvenfélaginu „Stjarnan" í Presthólahreppi mættar í Snart arstaðakirkju. Auk þeirra voru þar mættir formaður sóknar- nefndar og safnaðarfulltrúi, einnig málarameistari Ingibjörn Guðnason. Erindið var að mála veggi kirkjunnar innan. Höfðu konurnar á fundi skömmu áður samþykkt að leggja fram sjálf- boðavinnu til að v-inna þetta verk. Ingibjörn stjórnaði verk- inu, og vann allt það vandasam ásta. Hann átti sjötugs afmæli þennan dag, og hélt eftirminni- lega upp á daginn á þennan hátt. Mætti þetta verða til fyrir myndar og eftirbreytni, að menn tækju upp þann sið, að leggja góðum málum lið í til— efni merkisafmæla, á einn eða annan hátt. Auk þess að vinna þarna með konunum veitti svo Ingibjörn þeim, og öðrum sem að máln- ingunni unnu, allskonar hress- ingar og sælgæti um daginn. Varð þessi dagur honum hvort- tveggja í senn, gæfusamlegur og til mikils sóma. Mun þessa einstaka afmælishófs lengi minnst að makfegleikum, og þess stórmyndarlega starfs, sem þarna var unnið. Verkamannafélag hreppsins gaf málninguna, og lagði þannig fram myndarlegan skerf til verksins. Má því segja að hér hafi margir aðilar sameinast um að vinna gott venk. Allir munu þeir, sem hér lögðu hönd að hafa farið glað- ari heim til sín að 'kvöldi, en það eru jafnan hin öruggu laun góðra verka. Og enn munu í fullu gildi hin fornu orð er svo hljóða: Glaðan gjafara hefir Guð kærann. Þökk og heiður sé öllum þeim, sem hér lögðu hönd að verki, eða á annan hátt studdu að þessari framkvæmd. Stefán Kr. Vigfússon. þjáningum, og það hefur kirkj- an öðrum þræði alltaf talið hlutverk sitt, þá verður áfeng- istízkan og allt, sem af henni leiðir til eyðingar manndómi og hamingju, óvinur númer eitt, til að sigrast á. Og satt að segja þá held ég, að sú kirkja og sá söfnuður og prestur, gem gengur þar fram hjá þeim, sem liggja særðir við veginn, hafi enn ekki tileinkað sér hugarfar líknsama Samverj ans né höfuðatriðin í kærleiks- boðskap Krists, heldur sé á sömu braut og Levitinn og presturinn í dæmisögunni frægu. Raunar tel ég að kristinn dómur og þá um leið kirkjan hafi alltáf að andanum til unn- ið jákvætt að áfengismálum. Og margar hreintrúar-, heit- trúar- og rétttrúnaðarhreyfing- ar og hópar innan kirkjunnar, bæði fyrr' og nú, telja þetta jafn sjálfsagt og trúarjátninguna eða boðorðin. Og heill sé þeim fyr- ir það. Þarna má með gleði og djúpri virðingu nefna kvekara, aðventista og hvítasunnufólk og marga fleiri. En sem heild hefur kirkjan og söfnuðir henn ar almennt ekki barizt mark- visst fyrir afnámi eiturnautna og bindindi. Þó vil ég ekki gleyma að minnast á einn biskup íslenzk- an, sem gekk þarna fram fyrir skjöldu og vildi gjöra Bakkus útlægan úr landinu. En þetta var Jón biskup Árnason í Skál- holti frá 1722—1743. Árið 1921 voru stofnuð í Svíþjóð Bindindissamtök krist- inna safnaða. Og þótt telja megi þetta mjög unga starfsemi á máli þessarar öldnu stofnunar, þá munu nú þegar í Svíþjóð einni 17 félags- sambönd í þessum samtökum og þau kjósa nú þegar 42 full- trúa á ársþing sitt. Starfsemi þessara samtaka er nú þegar í föstu formi, en þó fjölþætt og yfirgripsmikil. Þau hafa í þjónustu sinni 6 fasta starfsmenn, þar af einn fram- kvæmdastjóra, sem er prestur og fimm fulltrúa eða sendi- menn. Ferðast þessir sendi- menn um landið, flytja erindi til fræðslu og hvatningar í kirkjum og safnaðarheimilum, sýna myndir og halda fundi, þar sem vandamál áfengisböls- ins eru rædd og reynt að finna ráð til úrbóta á ýmsum svið- um. Auk þessara föstu starfs- manna hafa samtökin í Svíþjóð aðra fimm, sem ráðnir eru hverju sinni. Sérstök áherzla er lögð á fræðslu í æskulýðsfélög- um og sunnudagaskólum og yf- irleitt á starf meðal barna og unglinga. Bindindissamtök safnaðanna í Svíþjóð eiga einnig sitt eigið bókaforlag, gefa út tímaritið Folkets val, eða Heill þjóðar- innar, og fjölda smárita og fræðsluerinda. Auk þess hafa þau látið gera nokkrar filmur og kyrrmyndir til afnota í fræðslustarfseminni. Bindindissamtök safnaða í Noregi starfa mjög svipað og í Svíþjóð, en eru þó ennþá ekki eins fjölmenn. Þau hafa þrjá fasta starfsmenn í Osló og er einn þeirra launaður af ríkinu að % launa sinna. En hið merk- asta í starfsemi norsku safn- aðarsamtakanna er það, að þau hafa stofnað og starfrækt drykkjumannahæli fyrir sextíu vistmenn nú í 20 ár, og er það eitt hið fullkomnasta hæli sinn ar tegundar í Noregi og þótt víðar væri leitað. Heildartekjur bindindissam- taka safnaða i Svíþjóð eru um 4 millj. ísl. kr., en í Noregi er ríkisstyrkur til þeirra um 300 þús. kr. Sams konar samtök eru nú þegar einnig starfandi í Dan- mörku og Finnlandi, en eru þar yngri og átakaminni ennþá. Einn veigamesti þátturinn í starfsemi þessara samtaka á Norðurlöndum er aðstoð við kristniboð og bindindisfræðsla meðal vanþróaðra þjóða. Finnst sumum svo sem þangað beinist nú aðaláhuginn. Og þótt slíkt sé sízt að lasta, ætti þó að var- ast að fara yfir lækinn til að sækja vatn. Því að ærin munu verkefnin heima fyrir. Hér á Islandi nam þessi bind indisstarfsemi kirkjunnar land í ákveðnu formi, ef svo mætti segja, þegar stofnað var bind- indisráð kristinna safnaða. En það var stofnað 12. maí 1962 af hinum spámannlega og eldheita hugsjónamanni Pétri Sigurðssyni ritstjóra. Sannarlega mætti álíta, að samtök sem þessi gætu haft mikil og víðtæk áhrif og meiri én nokkur önnur í baráttunni gegn voða áfengisins. En sanndeikurinn er sá, að allar nýjungar í menningarmál um eru lengi að vekja athygli meðal fjöldans og enn lengur að ná til áhuga og skilnings, fórnarlundar og framkvæmda. Það eru enn mjög fáir söfn- uðir innan þessara samtaka. En ef vel ætti að vera, þyrftu flest- ir eða allir söfnuðir landsins að vera með bæði í orði og verki til þess að skapa vakn- ingu og virðingu í þessari mik- ilvægu baráttu, svo að sigrar mættu. vinnast. Forysta prests og safnaðarstjórnar eða þar til kjörinna starfsnefnda í hverj- um söfnuði er auðvitað fyrsta sporið í áttina til áhrifa og átaks. . Fyrsta skilyrðið er því að kynna hugsjónir og starfshætti samtakanna. En auðvitað þyrfti líka útgáfustarfsemi, sem með bréfum og smáritum kynnti það sem nauðsynlegast væri á hverj um tíma. Einnig væri nauðsynlegt að útvega hjálpargögn til sýning- ar og fræðslu, t. d. filmur og kyrrmyndir. Og þá auðvitað að fá mann til að ferðast um meðal safnaða vissan tíma, t. d. á (Framhald á blaðsíðu 7). UMDEILDAR VEIÐAR í SUMAR veiddist mikið af þorski í Þistilfirði og ýsu á litlu svæði í Eyjafirði í smáriðnar nætur. Leyfilegt var frá 27. marz 1965, að nota smáriðnar nætur í aðeins 2 ár, samkvæmt undanþágu til þorsk- og ýsu- veiða. Áðurnefndar veiðar voru því óleyfilegar — þ. e. veitt með ólöglegum veiðarfærum — und anþágutíminn útrunninn. Kært var yfir þessu á báðum stöðum en Mtið sem ekkert hefur frétzt af málum þessum síðan. Margt er um þau rætt og sýnist sitt hverjum. Það virðist þó liggja Ijóst fyrir, 'að nauðsyn sé að halda settar reglur á þessu sviði sem öðrum. Séu þær reglur óviturlegar, ber að breyta þeim. Ufsaveiðar má stunda með ótil- greindri .möskvastærð nóta. Möskvastærð þorsk- og ýsu- nóta skal minnst vera 110 mm. Barátta við hringskvrfi Sigurlína Hilmarsdóttir er 13 ára og er ágæt sundkona. Hér er hún að taka á móti verðlaunum fyrir sundafrek. Ljósm.: S. Pedersen. SnarræSi 13 ára sfúlku bjargar dreng frá drukknun á Skróki S.L. fóstudag féll 3 ára dreng- ur í sjóinn á Sauðárkróki. — Drengurinn hafði verið ásamt fleiri börnum að leik í fjör- unni. Þarna er steyptur út- fallsstokkur fram í sjó og féll drengurinn fram af honum. Sigurlína Hilmarsdóttir, 13 ára, var þarna nærstödd og var ekki lengi að hugsa sig um, og snaraðist í sjóinn og bjargaði drengnum. Bíl bar þarna að og flutti hann drenginn í sjúkra hús en hann var orðinn kaldur og þjakaður. Eftir aðhlynningu í sjúkra- húsinu var drengurinn fluttur heim til sín, og var ekki frekar meint af. Stefán G. Þingeyskar konur vil garðyrkjuskóla á Akureyri ADALFUNDUR Kvenfélaga- sainbands Suður-Þingeyinga var haldinn á Svalbarðsströnd dagana 14. i ltl5. júní 1967 í boði Kvenfélags Svalbarðs- strandar. Fundarkonur komu fyrst sam an í Svalbarðskirkju kl. 11 að morgni 14. júní og hlýddu á guðsþjónustu hjá sóknarprest- inum, séra Bolla Gústafssyni. Síðan var haldið í samkomu- hús sveitarinnar, og þar bauð formaður Kvenfélags Svalbarðs strandar, Bára Sigvaldadóttir í Sigluvík, konurnar velkomnar. Þá hófust fundarstörf. Á s.l. ári höfðu verið haldin mörg sauma- óg sniðanámskeið á vegum sambandsins og hús- mæðrum verið sýndar fræðslu- myndir. Safnað hefur verið í sjóð til styrktar byggingu sjúkrahúss þess, sem nú er í smíðum á Húsavík, og er hann nú rúmlega 300 þús. kr. I vörslu sambahdsins er Menn- ingarsjóður þingeyskra kvenna, og var hann um síðustu ára- mót 102 þús. kr. Nú síðustu ár- in hefur verið veitt úr sjóðnum árlega. Einnig hefur nú verið safnað á vegum sambandsins 85 þús. kr. • til listaverkakaupa í skrúðgarð Húsmæðraskólans á Laugum til minningar um starf frú Halldóru Sigurjónsdóttur, sem lengi hefur verið forstöðu- kona skólans, en hefur nú lát- ið af þvi starfi. Orlofsnefnd er starfandi á sambandssvæðinu. Fjórtán kon ur voru fimm daga í orlofs- dvöl og 113 konur fóru í tveggja daga orlofsferð á veg- um nefndarinnar á. s.l. ári. Margt bar á góma á fundin- um og voru fjörugar umræður um ýmis mál. Fundurinn lýsti áhuga á að komið yrði upp gárðyrkjuskóla á Akureyri og var því fagnað, sem áunnizt hefur i því máli. Samþykkt var áskorun á Kvenfélagasamband íslands þess efnis að það gang- ist fyrir því að hinn forni og listræni íslenzki tóskapur verði ekki látinn glatast úr þjóðlíf- inú og efld verði tóvinnukensla við vefnaðardeild Handíða- og myndlistaskólans. Þá var rætt um að koma á námskeiðum í matreiðslu og snyrtingu á veg- um sambandsins. Á fundinn kom séra Sigurð- ur Guðmundsson prófastur á Grenjaðarstað og flutti erindi um kirkju- og æskulýðsmál og sýndi skuggamyndir frá sum- arbúðum Þjóðkirkjunnar við Vestmannsvatn. Þá var og feng in að Ingibjörg Magnúsdóttir yfirhjúkrunarkona við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og talaði hún um hjúkrunarmál og vandamál gamals fólks og svar- aði fyrirspurnum um þau mál. Ennfremur flutti Sigrún Stef- ánsdóttir erindi og sagði frá starfsemi Heimilisiðnaðarfélags Islands og sýndi muni, sem það hefur til sölu. Að öllum þessum erindum var gerður hinn bezti rómur. Um nóttina gistu fundar- konur á heimiluni á Svalbarðs- strönd og létu hið bezta af við- (Framhald á blaðsíðu 7). ÞEGAR KÝR og áður óþekktur búfjársjúkdómur kom upp á Grund í Eyjafirði á síðastliðnu hausti og náði fótfestu í hjörð- um bænda þar, svo og næsta umhverfi, var það að vonum að nokkurn ugg setti að mönnum. Kvilli þessi lét sér heldur ekki nægja nautpeninginn einan, heldur varð einnig fólk og síðar sauðfé að þola ásókn hans. Ekki er langt um liðið síðan bændur háðu langa og harða baráttu við illræmdan og skæð- an búfjársjúkdóm, sem herjaði sauðfjárhjarðir þeirra, svo til auðnar horfði. Þá guldu þeir mikið afhroð í fjármunum og rýrnun bústofnsins varð þeim fjötur um fót um árabil. Sá sjúkdómur var innfluttur. Og sú barátta var landvörn gegn ásæknum óvini, þótt ekki kostaði hún mannvíg eða blóð- fómir á mælikvarða stórstyrj- alda nútímans. Einbeittur vilji, hiklaus forysta og vel skipulögð sókn réði úrslitum í því máli. Ovinurinn var gersigraður. Þess vegna geta íslenzkir bænd ur í dag horft á sauðfjárhjarðir sínar hraustar og stærri en nokkru sinni fyrr. Mæðiveikin var þó að því leyti þessum nýja kvilla auð- veldari viðureignar, að hún herjaði aðeins sauðfé lands- manna. Hins vegar er talið að hinn nýi sjúkdómur geti herjað allan eða svo til allan bústofn landsmanna — og fólkið með. Líklega verður þessum sjúk- dómum þó ekki saman jafnað, þar sem annar reyndist ban- vænn, en hinn mun af flestum talinn tiltölulega vægur eða a. m. k. varla lífshættulegur. Þó er harla lítil reynsla af því fengin, hver og hvernig ferill hans verður í næstu fram. tíð, ef hann nær útbreiðslu. Það sýnist ekki of snemmt að fara að taká það til alvar- legrar athugunar hvort við eigum að veita gesti þessum landvistarleyfi eða snúast til varnar og freista þess að reka hann af 'höndum okkar.- Það ætti öllum að vera ljóst, að jafnvel þó ekki . sé hér um Skæðan sjúkdóm að ræða eða hættulegan, er ekkert efamál, að betra er að vera laus við hann og má þar nokkru til kosta. Þá er og rétt að athuga, að þótt hingað hafi borizt búfiár- sjúkdómar frá nágrannalönd- um fyrir slysni eða ónóg eftirlit erum við betur settir en flest- ar aðrar þjóðir til að verjast slíkum vágestum vegna þeirra náttúruskilyrða, sem við búum við. Sé ábyrgðartilfinning ^rfir- valda, sem þessi mál eiga að hafa með höndum, vakandi og raunsæ á gildi þess að fylgjast með og kynnast í upphafi;þeim sjúkdómum, sem upp kunna að koma og kynnu að vera al- varlegs eðlis, má vænta góðs árangurs í fleiri tilfellum. Nú vill svo einkennilega til að þeir ráðamenn þjóðarinnar sem ætl uð er varðgæzla á þessum vett vangi hafa verið furðanlega hljóðir og efskiptalitlir um þetta mál, að því er séð verð- ur. Hefði þó verið full ástæða til að þeir hefðu þegar í upp- hafi kynnt sér af eigin sjón og raun hverra úrræða skyldi leitað að freista þess að hefta útbreiðslu veikinnar með raun- hæfum aðgerðum sem telja mætti líklegt að leiddi í ljós hvort unnt reyndist að hasla henni völl innan þeirra marka er hún í upphafi hafði lagt und- ir sig og herjað. Svo hljóðlega er með þetta mál farið af þeim sem um það ættu helzt að fjalla og telja verður ábyrga aðila á þeim vettvangi, að engu er lík- ara en að þeir óttist að verða sýkinni að bráð ef þeir hefðu af henni nokkur afskipti. Þeir virðást hafa valið þann kostinn að sitja hjá meðan sætt er ag láta Guð og lukkuna ráða. Það skal þó viðurkennt, að það orkar oft tvímælis hvað gera skal og hvernig á að bregðast við, þegar áður óþekktir sjúk- Gunnar Guðnason dómar berast til landsins. Hitt orkar aldrei tvímælis, að öll— um er skylt og þÖ' fyrst 'og fremst þeim sem sérstaklega eru til þess kjörnir að vera vel á verði þegar slíka gesti ber að garði og hafa fox-göngu um þær ráðstafanir sem tiltækar þykja hverju sinni svo og eftirlit með því að hlýtt sé í einu og öllu fyrirmælum er það varða. — Vettlingatök, vangaveltur, hik og hálfkák eru ekki vænleg til sigurs í nokkru máli og sízt þegar mótherjinn virðir hvorki boð né bann. í upphafi var álitið að veiki þessi væri svo næm, að h\in gæti borizt með svo að segja hvexju því er kæmist. í snert- um er skylt 'og .þó- fyrst og ingu við hið sýkta svæði og því aliar varúðarráðstafanir erfiðar í framkvæmd og vonlítið að takast mætti að stöðva út- breiðslu hennar. En eftir því sem tímar liðu virðist þetta álit breytast og smitn<æmi ekki tal- ið eins mikið og ætlað var í upphafi. Létu dýralæknar uppi þá skoðun, að svo virtist að smif- un ætti sér því aðeihs stað að komizt væri í snertingu við sjúka skepnu. Reyndist þetta rétt, horfði málið öðruvísi við og gaf betri vonir um að e. t. v. væri hægt að stemma stigu fyr- ir útbreiðslu veikinnar með gagngerðum ráðstöfunum s. s. niðurskurði eða algérri einangr un hinna sýktu bæja. Ekki ætla ég aðfara að ger- ast dómari um, hvora leiðina hefði átt að fara. En þar sem veikin hafði borizt frá Grund, á tvo bæi í Höfðahverfi, sýnd- ist ekki fráleitt að báðar leið- irnar hefðu verið reyndar.T. d. niðurskurður hefði verið iram- kvæmdur a þessum bæjum í Höfðahverfi. Mátti af því vænta að nokkur reynsla fengist" um hvor aðferðin væri líklegri til góðs árangurs. , ... » . Hins vegar var sú Jeið .farin sem kunnugt er, að einangra hina sýktu bæi með girðingum sem útiloka átti umgang bú- fjár út af og inn á hið sýkta svæði. — Það veröur að telj- ast lágmarkskrafa að .. þessum ákvörðunum væri fraonfylgt af röggsemi og undandráttarlaust, ef þær áttu að gegna því hlut- verki sem þei mvar ætlað. — Sú hefir þó ekki orðið raunin á. En í dag, síðasta dag ágúst- mánaðar er jafn opin leið og verið hefir um ár og aldir milli hins sýkta svæðis og Önguls- staðahrepps, en Eyjafjarðaiiá rennur á mörkum þessara staða, og er eins og allir kunn- ugir þekkja auðveld yfirferðar, hvaða skepnum sem er, enda mörg dæmi þess að nautpening ur og annað búf é leggi leið sína yfir hana. Á það var bent þegar í vor á almennum umræðufundi um þetta mál, að traust girðing meðfram Eyjafjarðará væri óhjákvæmileg jnauðsyn, — ef stemma ætti stigu fyrir út- breiðslu veikinnar. Þetta hefur verið hundsað að mestu leyti. Að visu var hafizt handa um miðjan ágústmánuð að girða á vesturbakka Eyiafjarðarár og bjuggust menn þá við að loks væri aðgerða von og þó sann- arlega á elleftu stundu. — En Adam var ekki lengi í Paradís. Ekki hafði verið girtur nema stuttur spotti er verkinu var hætt og vfglínan yfirgefin. Við það situr enn í dag. Ekki er mér kunnugt hverj- ir framkvæmdu verk þetta, en ég tel víst að það hafi verið gert eftir fyrirmælum frá hærri stöðum og þá væntanlega undir einhverri verkstjóm. Hins veg ar er framkvæmd verksins með þeim eindæmum, að vonandi á hún sér fáar eða engar hlið- stæður. Verður ekki annað séð en að þar sé um algert mála- myndaverk að ræða, sem ekki er ætlað að standa stundu lengur, og er þó þegar ónóg til vamar þó nýtt sé* Er illt til þess að vita, að svo sé með fé farið, og gegnir furðu að slíkt skuli þolað af hálfu hins opinbera, að ekki skuli betur til þeirra verka vandað, sem ¦ það kostar og er ætlað að hefta útbreiðslu kvilla sem enginn veit hverjar afleið- ingar kann að hafa, ef hann nær að leggja landið undir sig. Hrein tilviljun hefir ráðið, að tekizt hefur að forða því að gripir frá Grund kæmust í snertingu við gripi austan ár- innar. En sh'kt hefur ekki skeð svo vitað sé, en verið afstýrt á síðustu stundu. En möguleik- inn fyrir því að slíkt gerist er margfalt meiri en hinn, að því verði forðað, meðan Eyjafjarð- ará ein er sú hindrun, sem yf- irstíga þarf. Og nú vil ég spyrja: Hvernig stendur á því, að þetta ófremd- arástand er látiS viðgangast? Hver hefir á hendi yfirstjórn þessara svokölluðu varnarráð- stafana, sem gerðar hafa verið? Ef um varnarráðstafanir er að ræða — og því mun öllum ætl- að að trúa — hví er þá haldið opinni leið til útbreiðslu veik- innar, ef svo vill verkast? Það er gert meðan ekki er komið upp öruggri girðingu á kaflan- um meðfram Eyjafjarðará. Ef ekki er fyrir hendi trú á, að takist að hefta útbreiðslu veikinnar, með því að guða hana af, vel og örugglega, hvers vegna er þá verið að leggja í þennan kostnað og fyrirhöfn við uppsetningu girðinga? Örugg og einbeitt varðstaða á þessum vettvangi er ekkert hégómamál. En því aðeins er hún líkleg til að verða sigur- sæl, að hún hafi þessa eigin- léika til að bera, en hafni hvers (Framhald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.