Dagur - 02.09.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 02.09.1967, Blaðsíða 7
VERÐUR HÁTÍÐABLÆR HÉR Á LANDI YFIR ÁRINU 2000? ÖLL straumhvörf í aldanna við burðarás eru í ríkustum mæli tengd nafni eins manns hverju sinni, gildir þar um einu hvort stefnt hefur verið til mannlegs þroska og farsælla lífs eða hrap að hefur verið niður brekkuna í öldudal mannlegrar niðui-læg- ingar og ringulreiðar. Þetta er staðreynd. Hitt mun seint verða kannað til hlýtar hversu ríkan þátt sam tíðarmenn eða fyrirrennarar eiga í lokasigri eða ógæfu þeirra sem eiga nöfn sín geymd á spjöldum sögunnar — en loka 'þátturinn verður einstaklings- bundinn á hvora sveifina sem snúist er. Hver er sá íslendingur sem mest hefur verið dáður? Hver er sá sem íslands fáni —: „heil- agt táknið þjóðar-andans- loga" vekur í ríkustum mæli endur- minningar um? Það vita allir fslendingar. Endurminningin um hann vekur hrifningu og að dáun allra. Enginn hefur verið sem Jón Sigurðsson: einingar- máttur þjóðarinnar. Um þetta er enginn ágreiningur. Jón Sig- urðsson forseti var íslenzku þjóðinni hin bezta lífsins gjöf. Hann var sá, sem unni ættjörð- inni mest og niðjum hennar. Hahn var sá sem átti mesta yfir - Fegurstu garðarnir (Framhald af blaðsíðu 1). ina að gjöf sem þakklætisvott fyrir dugnað við að láta mal- bika og fegra við fjölbýlishús það er hann býr í. Nokkrir aðrir tóku til máls á fundinum og voru menn sam- huga um þá ósk, að Akur- eyri skipi á ný sinn fyrri sess, sem fegursti bær landsins. ? sýn yfir þrautagöngu forfeðr- anna í gegnutn aldir og sá sem hafði mest vitið til að ryðja þjóðinni braut til farsælla lífs og fullveldis meðal þjóða heims. Einskis þarfnast íslenzka þjóð in nú í eins ríkum mæli og leið arljóss á sínum vegum. Með örfáum undantekningum má með sanni segja að þess þarfn- ist allir, að meira og minna leyti, ekki sízt þeir, sem mestur vandinn hvílir á að varðveita fengið frelsi og sjálfsforræði ís- lenzku þjóðarinnar. Undir þetta heyrir vandinn sá, að varðveita og vekja lotningu einstakling- anna fyrir almætti lífsins og styrkja veikan vilja þeirra sem veiklundaðir eru til samstarfs við hin jákvæðu uppbyggjandi öflin. Með tilliti til þess hvernig nú er á málefnum kristninnar hald ið þeirra á meðal, sem mest völdin hafa í hinum vestræna heimi og öflugustu stuðnings- manna þeirra hérlendis, beini ég undirrituð þeirri spumingu til allra íslendinga sem eiga nú þegar „meir en nóg af hörmum sárum" a. m. k. í minningu um - Flyt ja síldina (Framhald af blaðsíðu 1). 6500 hl. af bræðslusíld. í þess- um báti er reiknað með að síld- in þoli allt að þriggja vikna geymslu í kælda pæklinum, m. ö. o., búnaður allur er miðaður við langar veiðiferðir og að flytja síldina óskemmda heim eða á markaðsstað. íslendingar eru nú að athuga slíka síldarflutninga, sem geri kleift að nýta langsóttan síldar- afla betur en nú er gert. ? ÚRVALS SVÍNAKJÖT Selt í heilum og hálfum skrokkum. — Framleitt eftir ströngustu kröfum Dana urn þyngd og spikþykkt. Út- vega frágang á kjötinu hjá Benna Jensen, kjötvinnslu Matarkjörs, sími 2-10-80. Mun hann einnig kaupa spik- ið ef óskað er. ATH. Kjötið mun kosta um krónur 100 pr. kg. full- frágengið í ísskápinn og sumt soðið. Farið stytztu leið milli neytenda og framleiðenda. KJÖRÓRÐIÐ ER: Ódýran úrvalsmat á borð almennings. Víkingur Guðmundsson, Grænhól, sími um 02. I 1 X Innilega þakka ég öllum þeim, nær og fjœr, sem f -c- glöddu mig með gföfum, blómum og skeytum á sjö- ^ ± tugsafmæli mínu 24. ágúst sl. f' ± Guð blessi ykkur öll. % % f * GUÐRÚN ANDRÉSDÓTTIR. § Eiginkona mín, SIGRÍBUR JÚLÍUSDÓTTIR, Klettborg 4, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 27. ágúst. — Jarðarförin fer fram frá Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 5. september kl. 1.30. Fyrir hönd barna hennar, foreldra og annarra vandamanna. Baldur Benediktsson. þrautagöngu forfeðranna og for mæðranna í gegnum aldir, hvort ekki muni heillavænleg- ast fyrir íslenzku þjóðina að breyta um sitt tímatal — miða það við fæðingarár Jóns Sig- urðssonar. Fyrirfram veit ég ekki hvað frjálsbomar konur þessarar aldar segja um það. En eitthvað verður að gera tíl þess að jákvæðu öflin nái yfir- tökunum og íslenzka lýðveldið hrynji ekki í rúst, vegna van- þroska ósamlyndis landsmanna. 19. ágúst 1967 Guðrún Pálsdóttir. Norðlendingar f ögnuðu (Framhald á blaðsíðu 7). til Ólafsfjarðar og komið þang- að kl. 21.40 í fyrrakvöld. Flestir Ólafsfirðingar stóðu á bryggjunni og fjöldi manns var aðkominn og var sjómönnunum ákaft og innilega fagnað. Sjón- varpsmenn og aðrir fréttamenn fjölmenntu. Séra Ingþór Indriðason sókn arprestur flutti ávarp, einnig Sigvaldi Þorleifsson forseti bæj arstjórnar, og almennur söngur viðstaddra barst út yfir bæinn og höfnina í kvöldhúminu. Skip verjum voru færðir blómvend- ir er þeir stigu á land. Giftusam leg björgun sjómanna á hafinu var nú, sem ætíð áður, fagnaðar efni aðstandenda og allri þjóð- inni. Skipstjóri á Snæfugli heitir Bóas Jónsson frá Keyðarfirði. Áhöfn Stíganda var þessi: Karl Sigurbergsson skipstjóri, Keflavík, Guðmundur Ármanns son stýrimaður, Kópavogi, Her- mann Björn Haraldsson 1. vél- stjóri, Fljótum, Valgeir Þór Stefánsson 2. vélstjóri, Akur- eyri, Magnús Guðjónsson mat- sveinn, Reykjavík, Bjarni Karls son, sonur skipstjórans, Gunnar Nattisted, Færeyjum, Þórir Guðlaugsson, Gunnlaugur Sig- ursveinsson, Guðjón Sigurðs- son, Guðjón Jónsson og Gunnar R. Karlsson, hásetar frá Ólafs- firði. Stígandi var 250 lesta stál- skip, A.-Þýzkt, keypt 1959 og hét áður Skagfirðingur. Eig- andi, Stígandi hi., Ólafsfirði. GÓÐ GJÖF ALDIN EKKJA hafði látið í ljós ósk um að 'eignir henn- ar rynnu að henni látinni til Sumarbúðanna við Vestmanns- vatn. Nú hafa dætur hennar uppfyllt þessa ósk hennar og fært Sumarbúðunum að gjöf kr. 31.032.10 til minningar um foreldra sína og bróður. Hug- myndin er, að gjöfinni verði .varið til þess að kosta herbergi í svefnskála þeim, sem grunnur hefir verið lagður að. Mun her- bergi það bera nafn, sem minn- ir á þau þrjú og þannig halda á lofti minningu mikilla sæmdar- hjóna og mikils gæðadrengs. Gefendum, sem vilja ekki láta nafna getið, færum við hjartans þakkir fyrir hlýhug og fórnar- lund. Góðan Guð biðjum við að blessa minningu hinna látnu og vaka yfir framtíð ástvina þeirra allra. Sigurður Guðmundsson, Gylfi Jónsson, Birgir Snæbjörnsson. !?x? :•:••.•:•:• :•:•:•? II W i^jfc* *?£'¦• :•:•:•:•:•:•: :•:•:•:'.•¦ 'já, i*fií& ii^ íi-xj '¦''¦'JTi'j ??¦¦¦'< ±m w< miM &:¦: ÖK 4*-v. i5k 4*4% 0 :•:•:•:• ;;X;X;X;X; W;. •'•!*> tm*: •:-:•¦.-: LYSTIGARÐI AKUREYRAR verður lokað kl. 7 á kvöldin frá og með 1. september að telja. GJAFIR til Sumarbúðanna við Vestmansvatn. Kr. 5.000,00 frá fimm ferðalöngum. — Með innilegri þökk móttekið. Sigurður Guðmundsson. Verið minnug leiðtoga yðar - Garðyrkjuskóli (Framhald af blaðsíðu 5). tökum. Eftir fundarslitin komu flestar konurnar við í Svein- bjarnargerði og skoðuðu þar hið stóra hænsnabú, Fjöregg. Þar voru móttökur með sér- stökum ágætum, og var dvalizt þar í góðum fagnaði fram eftir kvöldi. Félögin í Kvenfélagasam- bandí Suður-Þingeyinga eru 14 að tölu og heildartala meðlima 450. Stjórn sambandsins skipa nú: Kristjana Ámadóttir Gríms húsum, formaður, Arnfríður Karlsdóttir, Húsavík, Elín Ara- dóttir, Brún, Hólmfríður Pét- ursdóttir, Víðihlíð, og Þuríður Hermannsdóttir, Húsavík. (Fréttatilkynning frá Kven- félagasambandi Suður-Þingey- - Héraðsmót UMSE (Framhald af blaðsíðu 2). Hástökk. m. Hafdís Helgadóttir Sv. 1.35 Þuríður Jóhannsdóttir Sv. 1.35 Þorgerður Guðmundsdóttir M. 1.30 Langstökk. m. Þorgerður Guðmundsdóttir M. 4.50 Þuríður Jóhannsdóttir Sv. 4.41 Anna Daníelsdóttir Sb.D. 4.40 Kringlukast. m. Emelía Baldursdóttir Ár. 25.94 Áslaug Kristjánsdóttir Sb.D. 25.26 Oddný Snorradóttir Ár. 24.64 Kúluvarp. m. Enfelta Baldnrsdóttir Ár. 9.39 Sigurlína Hreiðarsdóttir Ár. 9.07 Gtinnvör Björnsdóttir Ár. 8.71 Spjótkast. m. Emelía Baldursdóttir Ár. 25.83 Sigurlína ílreiðarsdóttir Ár. 23.93 María Jónsdóttir F. 22.70 Stig félaga. stig. Umf. Þorsteinn Svörfuður og Atli (Þ.SV.A.) 111.5 Umf. Svarfdæla (Sv.) 109.5 Umf. Ársól og Arroðinn (Ár.) 63.0 Umf. Möðruvallasóknar (M.) 58.0 Umf. Saurbæjarhrepps og Dalbúinn (Sb.D.) 56.0 Umf. Framtíð (F.) 15.0 Umf. Dagsbrún (Dbr.) 11.0 Umf. Reynir 10.0 Umf. Öxndæla (Ö.) 8.0 Um£. Skriðuhrepps 2.0 Veitt voru stig fyrir sex fyrstu f hverri grein. Ungmennfélögin Þor- steinn Svörfuður og Atli unnu nú verðlaunaskjöld þann sem Guðmund ur Benediktsson fr;i Breiðabóli gaf, og keppt var um í fyrsta skipti á þessu héraðsmóti. — Flest stig í kvennagreinum hlaut Emelía Bald- ursdóttir, og í karlagreinum Sigurð- ur ViSar. Bezta afrek í kvennagrein- um vann Þorgerður Guðmundsdótt- ir, í 100 m. hlaupi, og í karlagrein- um Sigurður Viðar, einnig í 100 m. hlaupi. Hlutu þau öll sérverðlaun fyrir. Þá hlaut Sigvaldi Júlíusson sér verðlaun fyrir óvæntustu frammi- stöðu á mótinu. Sigvaldi er aðeins 15 ára, en vann bæði 1500 og 3000 metra hlaupin. Er hér greinilega mikið íþróttamannsefni á ferðum. Mótsstjórar voru Halldór Gunn- arsson og Sveinn Jónsson. NONNAHUSIÐ-er opið í sept- ember á sunnudögum kl. 2 til 4e. h. GJAFIR til Grenjaðarstaðar- kirkju til minningar um sr. Helga Hjálmarsson á aldar- afmæli hans. Frá: Sigtryggi Haligrímssyni kr. 1000,00; fermingarbarni frá 1929 kr. 1000,00; Guðmundi Guðjóns- syni, Laufásvegi 59, Reykja- vík kr. 5000,00; Þuríði Gísla- dóttur kr. 1000,00; Sig. Sig- urðssyni kr. 1000,00. — Með innilegri þökk móttekið. —¦ Sóknarprestur. - HRINGSKYRFI (Framhald af blaðsíðu 5). konar vettlingatökum sem veikt geta varnarmátt þeirra ráðstaf ana, sem gerðar eru. Margt er það í framkvæmd þessa máls, sem vekur eftir- tekt og ekki er til þess fallið að vekja tr'aust eða tiltrú á þeim mönnum, sem um þessi mál hafa fjallað. Reglugerð var gef- in út, sem bannaði allan um- gang búfjár, svo og brottflutn- ing þess af hinu sýkta svæði. Sótthreinsun á dauðum hlutum skyldi framkvæma o. s. frv. í einu orði sagt: Málið skyldi tekið föstum tökum og freista þess að kveða drauginn niður. En hver er framkvæmdin? Hún var a. m. k. ekki nema að einhverju leyti í anda hinna gefnu fyrirmæla. Einum bónda var fyrirskipað að hafa fé sitt í girðingu. Hinum var leyft að sleppa því út á víðavang afrétta landanna. Að vísu hafði veikin sannanlega komið í Ijós á sauð fé þessa bónda, og hann 'því dæmdur til að hafa það í haldi. En var þá fengin örugg vissa fyrir því, að fé hinna bænd- anna hefði sloppið við sýkingu, jafnvel þótt einkennin væru ekki komin í ljós, er fénu var sleppt? Mælzt var eindregið til þess, að bæhdur á hinu sýkta svæði létu ekki kálfa lifa með- an veikin væri í hjörðum þeirra og lækningatilraunir stæðu yf- ir. Hefur því verið framfylgt? Ég hefi af ásettu ráði sneitt hjá að gera að umtalsefni sög- ur þær, sem sífellt eru á sveimi manna meðal um gang veik- innar og vamarmál. Til þess skortir mig kunnug- leika að geta dæmt um, hvað þar er rétt eða rangt. Ég ræði ekki heldur hina furðulega ósamhljóða umsögn hlutaðeig- andi aðila um veika þessa. Hvort tveggja er þó fullkom- ið rannóknarefni fyrir þá, sem um þessi mál fjalla. En hvernig sem um þessi mál horfir í dag, eiga bændur full- an rétt á því að fá að fylgjast með því hvað gert hefir verið, hvemig málið 'horfir nú og hvað fyrirhugað er að gera. — Þetta er ekki einkamál örfárra manna, það snertir þjóðina alla og hún á heimtingu á því, að að því sé unnið fyrir opnum tjöldum, á skipulegan hátt og af röggsemi og einurð Örugg forusta ásamt fast- mótuðu og skipulegu starfi eftir því sem við verður komið, er líklegust til góðra úrlausna í þessu máli. Hálfunnin verk og fálmkennd ar fyrirætlanir eru líklegastar að leiða það til ófamaðar. 31. ágúst 1967 Gunnar Guðnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.