Dagur - 02.09.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 02.09.1967, Blaðsíða 8
 SMÁTT OG STÓRT *> £$&$. Vel hýst bújörð í Vopnafirði, Ásbrandsstaðir. (Ljósm.: E. D.) BÆNDUR FARA TIL HEIDA MEÐ ORF OG LJÁ segir Hrafn Benediktsson kaupfélagsstjóri H R A F N BENEDIKTSSON kaupfélagsstj. á Kópaskeri var staddur á Akureyri nú í vik- unni og greip blaðið tækifærið að spyrja hann frétta. Hann sagði m. a. að Kalnefndin svo- kallaða, en hana skipa Halldór Pálsson, Einar Ólafsson og Jón Arnalds, hefði boðað oddvita og búnaðarfélagsformenn á sinn fund á Kópaskeri á þriðjudag- inn. Lögðu oddvitar fram skýrsl ur sínar um heyfeng í þeim hluta Norður-Þingeyjarsýslu, sem þessi fundur náði yfir. En eins og kunnugt er hefur kal í túnum verið mjög tilfinnanlegt á þessu ári og heyfengur bænda er nú víða 30—50% minni en í fyrra. En Kalnefndin sem einn- ig 'hélt f und í Þistilfirði og áður hér á Akureyri, mun síðar leggja fram skýrslur sínar og tillögur fyrir ríkisstjórnina. Kaupfélagsstjórinn sagði, að beðið væri í ofvæni eftir ein- hverju svari stjórnarvaldanna. Tíminn væri orðinn naumur og sláturtíð nálgaðist óðum og bændur þyrftu að vita hvaða bústofn þeim væri óhætt að setja á í vetur. Norður-Þingeyinga hefur nú milligöngu um kaup á 1500 hest um af heyi frá Hvolsvelli, þar sem Sambandið hefur mikla grasframleiðslu og grasmjöls- verksmiðju sína. Heyskap er að ljúka og sumir bændur hafa lagt í engjahey- skap, bæði þar sem vélum er hægt að koma að en einnig heyja sumir bændur með gamla laginu og sækja heyskapinn jafnvel upp til heiða. Bændur liggja því ekki á liði sínu að afla nauðsynlegs fóðurs, sagði Hrafn kaupfélagsstjóri, enda um dugnaðarmenn að ræða, er ekki leita hjálpar að þarflausu. Engin útgerð er á Kópaskeri en starfsmenn kauþfélagsins skjótast stundum á handfæri á báti félagsins og hafa stöku sinnum veitt vel. Blaðið þakkar Hrafni Bene- diktssyni kaupfélagsstjóra þess ar upplýsingar. ? NY HLJOMPLATA Svavar Gests hefur sent á mark aðinn hljómplötu með fjórum lögum, sem Hljómsveit Ingi- mars Eydal leikur og er það fjórða plata þeirra félaga, sem út er gefin. Einsöngvari er Þor- valdur Halldórsson. Von er á enn einni hljómplötu sömu hljómsveitar eftir nokkrar vik- ur. En á hinni nýútgefnu hljóm plötu eru tvö lög eftir einsöngv arann, en hin eru erlend með íslenzkum textum eftir Ómar Ragnarsson og Kristján frá Djúpalæk. MALVERKASÝNING Um þessar mundir eru Akur- eyringar ekki í listaverkasvelti, eins og oft áður a. m. k. ekki á sviði málaralistar. Hér eru sýn- ingar málverka og mynda bæði í Landsbankasalnum og í Varð- börg. Og í dag verður enn ein sýning opnuð, þ. e. myndasýn- ing Akureyringsins Steingríms Sigurðssonar. Sýningar þessar eru góðra gjalda verðar, því margir kunna að njóta þeirra. BÍLAKIRKJUGARÐUR Á bifreiðaöld þarf að koma fyr- ir óhemjumörgum ónýtusn bíl- um og eru mörgum kunnir hin- ir stóru bilakirkjugarðar erlend is. Á meðan enginn járnbræðsla er hér á landi verður að hafa sama hátt á. Hér á Akureyri eru ónýtir bílræflar héf og þar og fyrst og fremst þar sem þeir eiga ekki að vera. Koma þarf upp þeim stað, þar sem eigend- ur ónýtra bíla geta látið bíla sína að síðustu, þar sem þeir eru engum þyrnir í auga. Hrafn Benediktsson. Margir bændur hafa keypt mikil hey í sumar og flutt aust- ur, sagði harcn, og Kaupfélag Hríseyjabáfar alla nú vel meðan þessi haldast. góðu aflabrögð S. F. H-DAGUR Á MORGUN hyggjast Svíar breyta umferðarreglum og taka upp hægri handar akstur, svo sem gert verður hér á landi næsta vor. Margir íslendingar hafa farið utan til þess að fylgjast með þegar hægri handar reglan tek- ur gildi, því margt verður þar án efa hægt að læra. Breyting- VÍÞJOÐ in verður kl. 4.30 að morgni, en þá eru fæstir á ferðinni. Rekinn hefur verið kynning- aráróður undanfarið til þess að auðvelda þessa umferðarbylt- ingu og tugþúsundir manna í borgum og sveitum veita að- stoð þennan fyrsta dag og þá næstu. ? &&&&$*&$>4>&fr®&$><$>&&&&&$^^ M M IM Ti Hrísey 1. september. Hér er góður afli og er nú svo komið, að frystilbúsið hefur ekki undan og urðum við í dag að senda frá ökkur tvo báta með afla. Ufsa- veiði er góð og stunda hana bátai-nir Auðunn og Haförninn. Útilegubátar fá 4—6 tonn eftir fjögurra daga útivist. Nýi hafnargarðurinn er orð- inn 150 metra langur. Verið er að byggja póst- og símahús fyr- ir sjálfvirka stöð. Svo sem sjá má á þessu er nóg að gera á Dagu kemur næst út á miðvikudag- inn kemur. Mikið efni bíður. Auglýsingar þurfa að berast snemma. 1> 1^9HS Sx$x$x3 BLOÐHUNDAR Það má víst með réttu kalla þá hunda blóðhunda, sem skráðir eru á dýrasjúkrahúsi í London, og tilbúnir að gefa blóð þegar þörfin kallar. Þegar hundar slasast eða eru skornir upp, er leitað til „blóðhundanna" og úr þeim tekið blóð. Blóðgjafinn fær góða máltíð að launum og eigandinn sígarettupakka eða súkkulaðiöskju, ef það hentar betur. OFNOTKUN MEÐALA Allir læknar vilja leysa vanda þeirra, sem til þeirra leita. En margir eru þeir sjúklingar, sem ekki gera sig ánægða með góð orð og góð ráð en vilja líka fá töflur eða lyf til inntöku. Þetta \ hefur í mörgum tilfellum leitt til ofnotkunar lyfja, og töfluátið er óhóflegt í sumum læknis- héruðum. Ýmsir læknar vinna gegn þessu, en eiga erfitt um vik. í erlendu blaði var nýlega að þessum málum vikið og talið ógæfulega horfa í þessu efni, einkum vegna ásækni fólks í meðöl, umfram það, sem nauð- synlegt er. GEÐVEIKUR MAÐUR f Stokkhólmi varð uppi fótur og fit á dögunum þegar geð- truflaður maður tilkynnti á svalarþrepi á sjöttu hæð bygg- ingar, að hann hefði fengið nóg af heiminum og ætlaði að stökkva dauðastökkið. Fólk safnaðist saman og* gerðar voru ráðstafanir til björgunar, eu maðurinn bannaði allt slíkt og hótaði að stökkva samstundis ef nokkur reyndi að trufla áform hans. Svo stökk hann, en ekki niður á götuna, sem var mjög þröng, heldur yfir á þak á gagn stæðs húss, fótbrotnaði í fallinu og var gripinn af slökkviliðs- mönnum. VATNH) Víða um heim er háð barátta fyrir verndun landsvæða, til þess að ekki verði eyðilagt eða spillt vatni borgarbúa. Reyk- víkingar friða nú svæði um- hverfis sín vatnsból, og yfir- völd margra borga óttast mjög olíumengun jarðvegs á þeim svæðum, þar sem grunnvatn, blandast aðalvatnsæðum þeim, sem milljónir manna síðan bergja af. Einnig eru menn áhyggjufullir vegna eiturefna, sem notuð eru á ökrum vi$ hverskonar ræktun á svæðum sem hafa vatnssamgang við „Gvendarbrunna" hinna ýmsu borga og bæja. Valurí I vígahuga RJÚPU hefur mjög fækkað í Hrísey. Þar er nú töluvert um fálka og hremmir hanri rjúp- una. Rjúpnastofninn mun hafa /erið í hámarki í fyrra og fer sennilega minnkandi. ? ver nú

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.