Dagur - 02.09.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 02.09.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Horbergis- pantanir. Ferða- skrifstoían Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 Dagur L. árg. — Akureyri, laugardaginn 2. septeniber 1967 — 58. tölubL Ferðaskrifstofan Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. FLYTJA SÍLD í KÆLDUM PÆKLI í BLAÐINU Fiskeren er í síð- asta mánuði rætt um nýtt fersk síldarflutningaskip Norðmanna „Kloster“, sem dældi úr nót í 4500 kassa síldar á miðunum og var þetta magn allt komið um borð eftir 4 klst. Þetta gerðist í fyrstu ferð skipsins. Skipið hefur flutt ferska síld á markað í Þýzkalandi, Englandi og Dan- mörku og fengið mjög hátt verð fyrir. Sagt er, að isað sé í botn og ofan á kassana, en þeir taka um 60—70 kg. af síld og getur skipið flutt 8 þús. kassa í ferð. í sama blaði segir frá smíði hringnótabáts, sem byggður er með það fyrir augum, að flytja síld í pækli og niðurkælda af fjarlægum miðum. Báturinn heitir Uksnöy og getur flutt (Frairihald á blaðsíðu 7). Málverkasýnmg STEINGRÍMS SIGURDSSONAR í DAG, kl. 2.30 e. h. 2. septem- ber, opnar Steingrímur Sigurðs son málverkasýningu í Lands- bankasalnum á Akureyri. Stein grímur sýnir 51 mynd, þar af 46 nýjar. Þetta eru olíumálverk að meiri hluta en auk þess myndir í japönskum litum og dekk- og vatnslitamyndir. Málarinn er, sem kunnugt er Akureyringur, en um allmörg ár starfandi blaðamaður í Reykjavík, fyrst hjá Tímanum fyrir nær tveim áratugum en nokkur síðari ár hjá Vísi. Hann gaf út á sínum tíma Líf og list. Steingrímur leit inn á skrif- stofu blaðsins í fyrradag. Hann sagði þá að hann hefði fengizt við að mála í leynum í um það bil 20 ár. En í vetur hefði hann hætt blaðamennsku og einbeitt sér að málaralistinni. Hann hefði svo sýnt verk sín í Boga- salnum rétt fyrir jólin og að þessi sýning hér á Akureyri væri því önnur í röðinni. Þá sagði hann aðspurður, að ný bók væri að koma út eftir sig, 7 ára safn af ýmsu rituðu máli, sumu áður útkomnu, en hann gaf fyrir nýju árum út smá- sagnasafn í bókarformi hér á Akureyri. Marga Akureyringa mun fýsa að sjá þessa fyrstu málverkasýningu Akureyrings í heimabæ. □ Við komu skipsbrotsmanna til Ólafsfjarðar. (Ljósm.: Brynjólfur Sveinsson.j NORÐLENDINGAR FÖGNUÐU ÁIIÖFN STÍGANDA SKIPBRÓTSMENNIRNIR af Stíganda komu til Ólafsfjarðar á fimmtudagskvöldið, heilir á húfi og var fagnað þar innilega af miklum mannfjölda. Höfðu þeir velkzt í björgunarbátum 4 sólar- hringa og 17 klukkustundum betur, matarlitlir, eða lengur en nokkrir aðrir sem um er vitað Það var mánudaginn 28. ógúst, sem leit var hafin að síld arskipinu Stíganda frá Ólafs- firði En hann var á heimleið af síldarmiðunum nálægt Sval- barða með 240—250 tonna afla. Ekkert hafði þá heyrzt frá skip inu frá miðvikudeginum 23. ágúst. Slysavarnafélag íslands skipu lagði víðtæka leit og tóku þátt í henni 80 skip eða fleiri, enn- fremur flugvélar. Allur íslenzki síldveiðiflotinn var gerður að leitarflota, en einnig tóku þátt í leitinni norsk og rússnesk síld veiðiskip. Leitarsvæðið var stórt. Það er 700 sjómílna leið Fegurstu garðarnir á Akureyri frá íslandi á sildarmiðin. Síldarleitarskipið Snæfugl fann skipsbrotsmennina 180 mil ur norður af Jan Mayen, 12 að tölu í björgunarbátum, að kveldi sl. mánudags. Um að- draganda slysins er ekki vitað með neinni vissu, að öðru leyti en því, að skipið sökk, eftir árangurslausar tilraunir skips- manna við að halda þvi á floti. Mennirnir komust í björgunar- bátana og bundu þá saman. Þá rak um 60 mílur norður í hægri sunnanátt. Veður var fremur gott. Snæfugl skilaði skipsbrots- mönnunum um borð í Guð- björgu frá Ólafsfirði, við Langa nes, og var þegar haldið heim (Framhald á blaðsíðu 7). Steingrímur Sigurðsson. STJÓRN Fegrunarfélags Akur eyrar boðaði nokkra eigendur fagurra skrúðgarða bæjarins og fréttamenn á sinn fund í Varð- 'borg í fyrrakvöld. Tilefnið var það, að veita viðurkenningu fyr ir fjóra skrúðgarða í bænum, sem sérstök dómnefnd hafði gert tillögur um. Jón Kristjánsson formaður félagsins bauð gesti velkomna, lýsti víðtækum verkefnum Fegrunarfélagsins og þakkaði þeim, er vel hefðu unnið að fegrun bæjarins. Hann afhenti síðan viðurkenningu félagsins eftirtöldum skrúðgarðaeigend- um: Hrefnu Jónsdóttur og Er- lendi Snæbjörnssyni, Byggða- vegi 138A, ^Ólu Þorsteinsdóttur GÍFURLEGT BRUNATJON í REYKJAVÍK Á FIMMTDD AGINN brunnu tvær stórar vöru- skemmur Eimskipafélagsins við Borgartún í Reykjavík og logði cnn í rústunum í fyrrakvöld. Talið er, að hér hafi orðið mesta eignatjón, sem um getur liér á landi af bruna. Brunamat á vöru- skemmunum var 17 millj. kr. en i'örurnar, sem þar voru geymdar á ábyrgð eigenda, eru taldar hafa verið margra tuga milljóna króna virði og sumt af þeim ekki bruna- tryggt. Það gerði slökkvi- starf mjög erfitt, að skemm- urnar féllu niður á vörumar, en næstu byggingum náði eldurinn ekki. Margt er rætt um eldsupp tök en það .mál er ekki upp- lýst ennþá. Margir kaup- menn liafa orðið fyrir stór- kostlegu tjóni, jafnvel millj- ónatjóni, en eigendur þeirra vara, sem þama voru geymd ar, skiptu hundruðum. Allt brann, sem brunnið gat í báðum vöruskemmunum. — Ekki urðu slys á fólki í voða eldi þessum. □ og Magna Friðjónssyni, Rauðu- mýri 22, Maríu Stefánsdóttur og Þorvaldi Jónssyni, Hrafna- gilsstræti 32, og Jóhönnu Jó- hannsdóttur og Sigtryggi Júlíus syni, Byggðavegi 99. Viður- kenningin var áritað skjal og fylgdi því Skrúðgarðabókin. — Dómnefnd skipuðu: Jón Rögn- valdsson, Helgi Steinarr og Ing- ólfur Árnason. Ennfremur færði Fegrunarfélagið Halldóri Hall- dórssyni lækni Skrúðgarðabók (Framhald á blaðsíðu 7). KEYPTI FLUGVÉL HARALDUR JÓHANNES- SON í Grímsey hefur keypt eins hreyfils flugvél af Peper-Cherokee-gerð og ætlar henni að flýta för sinni milli lands og eyjar. Flugskýli er ekkert til í Grímsey og verður hún því ekki staðsett þar í bráðina. Ferðamannagjaldeyrir ÁKVEÐIÐ hefur verið, að frá og með 1. september skuli gjald eyrisskammtur til éinstakra ferðamanna lækka úr 15 þús. kr. í 10 þús. kr. Börn fái hálfan skammt. Þeir, sem fara í svo- kallaðar IT-ferðir á vegum ferðaskrifstofa skulu fá 6 þús. kr. í gjaldeyri, en ferðaskrif- stofur fá allt að 360 krónur á dag fyrir dvalarkostnaði þeirra. Þá er lækkuð heimild til að ’flytja íslenzka peninga úr landi, úr 2500 kr. í 1500 krónur. Bann- aður er útflutningur þúsund króna seðla. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.