Dagur - 02.09.1967, Blaðsíða 6

Dagur - 02.09.1967, Blaðsíða 6
„Verið minmig leiðtoga yðar . v SUNNUDAGINN 27. ágúst sl. var að GrenjaSarstað minnzt aldarafmæris *sr. P. Helga Hjáknarssonar frá Grenjaðar- stað. Hátíðin hófst með guðsþjón- ustu í Grenjaðarstaðarkirkju þar sem sr. Sigurður Guð- mundsson prófastur predikaði og kirkjukórinn söng undir stjórn Friðriks Jónssonar á Halldórsstöðum. Söng kórinn m. a. sem stólvers lag eftir frú Elísabetu Jónsdóttur frá Grenj aðarstað. Eftir messu var farið í skóla- hús Aðaldæla og haldið þar sam sæti sem á annað hundrað manns tóku þátt í Stjórnaði sr. Sigurður samsætinu. Var sr. Helga og frú Elísabetar minnzt hlýlega af mörgum. Ræðumenn voru m. a. úr öllum 4 sóknum þrestakallsins. Þarna talaði einnig sr. Erlendur Þórðarson frá Odda og rifjaði upp margar minningar frá veru sinni á Grenjaðarstað veturinn 1917— 1918, en hann var þá nýorðinn guðfræðikandidat og aðstoðar- maður sr. Helga við predikunar störf og fleira. Mikið var sungið milli ræð- anna og söng m. a. frú Sigríður Jónsdóttir, Rangá, einsöng, lag eftir frú Elísabetu Jónsdóttur. Auðfundið var, eins og reynd ar var vitað fyrr, að sr. Helgi hafði verið vinsæll prestur og maður. Margir þefr, sem dvalið höfðu á heimili þeirra hjóna skemmri eða lengri tíma minnt ust þess nú með þakklæti. Yfir öllum deginum ríkti þakkar og virðingarblær. Ýms- ar gjafir bárust kirkjunni í minningu um sr. Helga, bæði peningaupphæðir og einnig mjög fagurlega útskorin minn- inga og gestabók gefin af Elísa- betu kjördóttur sr. Helga. Var hún þarna' stödd og þakkaði með nokkrum orðum fyrir alla sæmd og virðingu, sem föður hennar hefði verið sýnd þennan dag. Einnig barst kveðja frá sr. Þorgrími Sigurðssyni, prófasti, Staðastað,. en hann kom að Grehjáðárstað á eftif sr, Helga og þjónaði þar í 13 ár. Sr. Pétur Helgi var f. 14. ágúst 1867 að Vogum við Mý- vatn. Foreldrar hans voru hjón in Hjálmar Hjörtur síðar bóndi á Syðri-Neslöndum Helgason bónda á Skútustöðum Ásmunds sonar og Sigríðar Vilhelmína Pétursdóttir bónda í Reykjahlíð Jónssonar. Helgi varð stúdent 1892 og cand. theol 1894. Var barna- kennari á Húsavík 1894—1895. Fékk Helgastaði í Reykjadal 22. ágúst 1895. En fluttist í Grenj- aðarstað vorið 1907, fyrst sem aðstoðarprestur- sr. Benedikts Kristjánssonar, en fékk presta- kallið vorið 1911, en þessi tvö prestaköll voru í reyndinni sam einuð 1907 og var sr. Helgi síð- asti prestur, sem sat á Helga- stöðum. Lausn frá prestskap fékk hann 1. júní 1930, en hafði flutzt til Reykjavíkur haustið áður. Aukaþjónustu hafði hann oft á hendi í nágrannasóknum t. d. í Mývatnssveit, Þófodds- staðasókn og Húsavík. Aðalpóstafgreiðsla sýslunnar var á Grenjaðarstað í tíð sr. Helga og stórt bú rak hann ætíð og af miklum myndarskap. Mannmargt var oftast á heimil- inu. Og sóttust margir eftir aS Auglýsingasíminn er 1-11-67 komast þangað í vistir. Kona sr. Helga var Elísabet (f. 1. jan. 1869, d. 13. apríl 1945) Jóns- dóttir prests á Stokkseyri Björnssonar. Voru þau barn- laus, en áttu tvær kjördætur, Soffíu d. og Elísabetu Helgu óg. viS verzlunarstorf í Reykjavík. Frú Elísabet var listakona á sviði tónlistar. Hún var kirkju- organisti í alla tíð á Grenjaðar- stað, æfði Salandaða kóra og karlakóra, samdi lög. Og gefin hafa verið út eftir hana nokkur lög. Sjálf hafðihún góða söng- rödd. Ber héraðið enn merki starfs hennar í söngmálum. Sr. Helgi var myndarlegur maður. Stór vexti, sviphreinn og svipmikill, íþróttamaður mik ill á yngri áfum, skautahlaupari og glímumaður annálaður. Var hann einn af stofnendum Glímu félagsins Ármanns. í Reykjavík og í fyrstu stjórn þess félags, meðan hann var í skóla. Sr. Helgi tók þátt í ýmsum félags- störfum alla sína prestskapar- tíð. Stofnaði bindindisfélag í Reykjadal þegar fyrir aldamót. Hreppsnefndarmaður lengi og fleira'. Eftir að hann flutti til Reykja víkur gegndi hann gjaldkera- og afgreiðslustörfum fyrir Prestafélag íslands allt til dauðadags 17. marz 1941. Sr. Helgi var velmetinn niað- ur, sérlega barngóður, traustur og trúr í hverju starfi. í Hebr.bréfinu segir: Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðsorð hafa til yðar talað. Þeir voru margir í Grenjaðar staðarprestakalli, sem slíkt gerSu sunnudaginn 27. ágúst og sé þeim öllum þökk. S. G. - Nýft verkefni kristinna safnsða (Framhald af blaðsíðu 4). haustin til að byrja með. Hann þyrfti að vekja og hvetja til starfs með erindaflutningi .og fundum, skipuleggja og aðstoða byrjendur við kynningu mál- efnisins. Þá verður að koma þessum samtökum og verkefnum þeirra til umræSu og íhugunar á prestafundum og héraðsfund- um, þar sem teknar væru ákvarðanir til stuðnings og samstarfs. Nauðsynlegt væri og að hver söfnuður legði eitthvað fram af fjármunum til starfsins. Pen- ingar eru nú afl þeirra hluta, sem gera skal, eftir að ákvörð- un er tekin, hvort sem það lík- ar betur eða ver. En inn á við í söfnuðunum sjálfum gæti starfsemi þess farið fram eitthvað á þessa leið þar sem bezt hefur verið byrj- og þannig er nú starfið hafiS, að. Sérstök nefnd, svokölluð bind indisnefnd 3, til; 7 .manna,, er skipuð af .-safnaðarstjórn til ,að hafa framkvæmd og umsjá með höndum. Nefnd þessi starfrækir barna- stúku við kirkjuna og fundir þeirrar stúku laða og leiða börn til skilnings og átaka gegn voða áfengis og tóbaks. Bindindisnefndin gengst fyr- .ir fræðslukvöldum um bind- indismál tvisvar eða þrisvar á vetri einkum fyrir unga fólkið. Prestur safnaðarins tekur þessi mál til umræðu í ferm- ingarundirbúningi sínum og fræðir um skaSsemi þá, sem áfengi og tóbak veldur bæði heilsu og hamingju. Ennfremur reynir presturinn og jafnvel fleira starfsfólk í söfnuðum þeim, sem eru í þessum samtökum, að leita uppi þá, sem eru í sérstökum vanda staddir á þessu sviði, líta til með heimilum og börnum, sem eru í voða og hjálpa og líkna drykkjusjúku fólki eftir beztu getu, gefa því ráð og benda á helztu leiðir til úrbóta og þær hjálparstofnanir, sem helzt að gagni mættu verða. Segja má, að allt þetta sé á algjöru byi-junarstigi. En hér er. .xaa. svo mikilvægt mál að ræða í vanda og voða nútíma- þjóðfélags, að ekki má niður falla. Þörfin er brýn og verka- mennirnir fáir. Ekki mun ofmælt, aS hér er um aSstoð við hina minnstu bræður meistarans að ræða, einstæðinga og. utangarðsfólk, sem flestir, jafnvel nánustu vandamenn, eru orðnir upp- gefnir við að styðja, af ótelj- andi ástæðum. Og satt að segja er þessi stuðningur eða aðstoð ekki vandalaust verk. Fæstir þeirra, sem bágstadd- astir eru skilja sjálfir aSstöðu sína og eymd til fulis og ekki heldur hvert stefha ber til bjargar sjálfum sér og þeim, sem böl þeirra snertir mest, bæSi andlega og efnalega. Þetta fólk reynir því oft — bæði sjálfrátt og ósjálfrátt — að misnota hjálpina, reynir einmitt aS fá aSstoð til að fá ennþá ofurlítinn frest í fáráðri ástríðu vínnautnarinnar, vill fá peninga til slíkra kaupa og helzt ekkert annað. Fáist það ekki er lítt um þakkir að ræSa og stundum er þá snúiS við blaSinu og sá níddur mest, sem hjálpina vildi veita eSa var hafður til trúnaðar og viðtals. Og einmitt þetta kennir mörg um hugarhik og helzt að sinna öngu. Og þarna er einmitt hin mesta. fre.isting fyrir.Joann,. sem vinna vildi í anda Meistarans á vegum kirkju hans eða safn- aðar. En það er uppgjöfin, tor- tryggnin og að lokum alg]ört vantraust á sigur hins góSa í sálum eða samfélagi manna. Það er minnzt á þetta hér sem helztu þætti á vegum starfs ¦ þess, sem Bindindisráð krist- inna safnaða á íslandi mundi þurfa að berjast við. En án starfs og fórna fyrir bágstadda drykkjumenn og drykkjukon- ur og vandafólk þeirra mun þessl hugsjón og framkvæmd hennar alltaf verða yfirskin eitt og aldrei njóta verðskuld- aSrar virðingai-, þrátt fyrir alla fræðslu og umsvif. „Mannssonurinn kom til að leita að hinu týnda og frelsa það." — Þetta þarf í sannleika að verða yfirskrift starfsins á vegum þessara samtaka. Reykjavík, 29. marz 1967, Árelíus Níelsson. Klukkustrengir og klukkustrengjajárn í fögru úrvali. Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson FJÓRAR STÚLKUR vantar í Frystihús TáLknafjarðar. Ágætur aðbúnaður. Ferðakostnaður greíddur. — Uppl. á Vinnumiðlunar- skrifstofu Akureyrar, sími 1-11-69 og 1-12-14. HEY TIL SOLU Tilb-oð óskast í ca. 500 hesta af góðri súgþurrkaðri töðu. GRÉTAR HINRIKSSON, Austurhlíð, sími 02. Ökukeniisla! VÍKINGUR BJÖRNSSON, Munkaþverárstræti 2 Sími 1-26-09 FLUGÁKUGÁMENN! Bóklegt námskeið fyrir einkaflugmannspróf hefst 10. september n.k. hjá flugskóla Norðurflugs h.f. Flug- kennsla fer einnig fram meðan á námskeiðinu stendur. Upp]ýsingar og innritanir í síma 1-25-75. NORÐURFLUG H.F. NOTAÐ TIMBUR Allmikið af notuðu TIMBRI er til sölu á mjög hag- kvæmu verði ef samið er strax. Upplýsingar í síma 1-19-52. Mótornámskeið VELSKOLA ISLANDS A AKUREYRI Væntanlegum nemendum er bent á að láta skrá sig sem allra fyrst. BJÖRN KRISTINSSON, Hríseyjargötu 20. Sími 1-17-33 osí 2-14-13. RAÐSKONUSTARF! Kona á bezta aldri með 4 börn á aldrinum þriggja til níu ára, óskar eftir ráðskonu starfi á fámennu heimili. Er tápmikil og vön öllum störfum utanhúss og innan. Upplýsingar véitir Vinnumiðlunarskrifstofa Akur- eyrar, sími 1-11-69 og 1-12-14. Skrifsfofusfúlka óskast Rafmagnsveitur ríkisins á Akureyri óska að ráða skrif- stofustúlku með vélritunarkunnáttu. Umsóknir send- ist Rafmagnsveiturii ríkisins, Byggðaveg 132, Akureyri, fyrir 10. september. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. SÁ HLÝTUR VIDSKIPTIN, SEM ATHYGLI VEKUR Á ÞEIM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.