Dagur - 08.11.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 08.11.1967, Blaðsíða 8
B SMÁTT OG STÓRT Þessi mynd, sem fylgja átti umsögn um Frú Alvís, sem L. A. sýnir um þessar mundir, en komsi ekki vegna þrengsla, er af leikurunum. Frá vinstri: Saga Jónsdóttir. Jón Kristinsson,, Árni Valur Viggósson, Þórhalla Þorsteinsdóttir, M irinó Þorsteinsson, Guðlaug Hermannsdóttir, Sæmundur Guðvinsson og Þórey Aðalsteinsdóttir. — Frú Alvís hefur nú verið sýnd 6 sinnum fyrir fullu húsi. Næstu sýningar verða á fimmtudag, laugardag og sunnudag. (Ljósm.st. Páls) ur lessst á fé í Víðidal Grímsstöðum 6. nóv. í dag er 7—8 stiga frost og kyrrt veður. Snjór hefur verið hér um slóð- ir síðan um miðjan október en ekki mikill og fé liggur enn 7. nóvember mimizt ATHYGLI skal vakin á því, að næstkomandi miðvikudags- kvöld, 8. nóvember, efnir Akur eyrardeild M.Í.R. til almenns fundar í tilefni 50 ára afmælis Októberbyltingarinnar. Þar mun Einar Kristjánsson rithöf- undur flytja ávarp og dr. Jó- hann Páll Árnason menntaskóla kennari flytur erindi um áhrif rússnesku byltingarinnar á sögu 20 aldar. Ennfremur verð- ur flutt samfelld dagskrá úr ís- lenzkum bókmenntum, sem Rós berg G. Snædal, Héðinn Jóns- son og Jón Björnsson tóku saman. Stjóm M.Í.R. vill taka það fram, að öllum, sem kynnu að hafa hug á að sækja fund jænn- an, er heimill aðgangur. Fund- urinn fer fram að Hótel KEA og hefst kl. 8.30. Sjá nánar aug- lýsingu á öðrum stað í blaðinu. (Fréttatilkynning) víðast úti, enda ágætt í högum, eða svo gott sem verða má því storka kom hér engin. Hins veg ar hefur bílfæri tekið af öðru hverju en verið lagfært aftur. Vegurinn er lokaður eins og er. Bændur hér hafa keypt mikið af heyi í sumar og haust, eink- um í Eyjafirði, eða samtals um 950 hesta, ennfremur mikið magn af kjarnfóðri, sem að mestu er einnig búið að flytja heim. Þessi fóðurkaup voru mjög nauðsynleg vegna óvenju lega lélegrar sprettu í sumar. Bændur hafa ekki fækkað fénu en líflömbin munu þó verulega færri að þessu sinni en verið hefði ef betur hefði árað. Enn er eitthvað af fé óheimt, einkum vantar lömb af fjalli. Tófa gekk í fénu í vor og drap lömb. Dýrbítur hefur og lagzt á fé í haust í Víðidal. Við grenja leit í vor fannst ekkei't greni. Þ. S. MERKISAFMÆLI Kristneshæli er 40 ára. Barátt- an gegn berklaveikinni og sigr- ar í því máli er kunn saga. Mál- efnið sameinaði krafta góðra manna og kvenna við undir- búning og framkvæmd hælis- byggingarinnar. Stjómmálaand stæðingar unnu þar hlið við hlið, einnig samkeppnis- og sam vinnumenn. Sú saga er lær- dómsrík og einstæð í sinni röð og yfir henni sá ljómi, að lengi mun vitnað til, þegar getið er félagslegra átaka í þágu almenn ings, sem bezt hafa tekizt. ÖRYGGISBELTI Einar Ágústsson hefur flutt frumvarp á Alþingi um, að skylt verði að hafa öryggisbelti fyrir ökumann og farþega í framsæti bifreiða. Samkvæmt erlendri reynslu draga slík belti mjög úr slysaliættu, en auk þess veita beltin þægilegan stuðning. MISJÖFN VIGT Lægsta meðalvigt dilka í einu sláturhúsi landsins hefur á síð- ustu árum farið niður í 11.25 kg. en á sama tíma farið upp í 17.22 kg. í öðrum. Mismunur hjá einstökum bændum er þó ennþá meiri. Vitað er um menn, sem ár eftir ár fá 10—11 kg. meðalfallþunga á innlögðum dilkum en aðra 17—18 kg. Veldur hver á heldur, sannast þar. Annars er réttara að miða slíkar tölur við kjötþunga til innleggs eftir vetrarfóðraða kind. miklar raflínuskemmdir urðu í Ólafsfirði Ólafsfirði 6. nóv. Samkvæmt upplýsingum Jakobs Ágústsson ar rafveitustjóra urðu mjög miklar skemmdir á þverlínum heim á'bæina í Olafsfirði í stór- hiýðinni 27.; ökt?’sl. Þrettán bæir slitnuðu úr sambandi og 15—20 staurar ýmist brotnuðu eða fóru á hliðiha vegna mikillar ísingar. Viðgerðin tók vikutíma og er verið að tengja síðasta bæinn nú í dag. Mikinn snjó hlóð á Múlaveg- inn í síðustu którhríð og fellu fram snjóýtur í sumum giljum. Byrjað var að moka fyrir rúmri viku og verður lokið í dag eða á morgun. Jarðlaust má heita fyrir allar skepnur í sveitinni. Þess ber að geta í sambandi við frétt í Degi 14. okt., að með- alþungi dilka Hartmanns á Þrasastöðum, sem taldir voru 200, voru 125. En vigtartalan var rétt, 17.68 kg. En kindur áttu aðrir heimilismenn. Flesta dilka lagði Andrés Kristjánsson á Kvíabekk inn, 193 talsins og var meðalvigt 17.37 kg. Átti hann einnig þyngsta dilkinn, sem kom á sláturhúsið og vóg hann 26 'kg. Afli á línubáta var afar treg- ur síðustu viku. B. S. Háir skðtfar og sfjórnarkreppa í HAUST hafa verið gerðar mælingar og ýmiskonar at- huganir við flugvöllinn í Aðaldal í S.-Þingeyjarsýslu, ennfremur athuguð ýmis- konar aðstaða á Húsavík — og miðast þessar athuganir við niöguleika á því að gera flugvöllinn hæ-fan sem milli- landaflugvöll. Yrði hann þá annar af tveim hér á landi en hinn er við Keflavík og talið heppilegt að slíkur vara flugvöllur yrði norðan fjalla og handan þeirra veðramóta, sem títt skipta veðri milli Norður- og Suðurlands. Flugvallargerð í Aðaldal er auðveld svo að 3 þús. m. flug braut með flugvallarbygg- ingum er talin kosta 50 millj. kr., sem er tvisvar eða þrisvar sinnum lægri upp- hæð en verða mujidi t. d. á Egilsstöðum samkvæmt ný- legum áætlunum. Það er flugmálastjóm sem hefur þessi mál til athugunar nú, en vitað er, að flugfélögin, einkum Loftleiðir, hafa mik- inn áhuga á málinu. Mjög rúmt aðflug er í Aðaldal og kaupstaður hefur nýtt hótel í smíðum á næstu grösum, þ. e. Húsavík. (Framhald á blaðsíðu 4). Ófeigsstöðiun 7. nóv. Hér er lítill snjór en lítil jörð, lítil hey og mikil fx'ost, miklir skattar og mikil óstjórn í landi, en lítil ráð. Bilfært er um allar sveitir en víða jai'ðlaust eða því sem næst, svo sem í Bárðardal, hér í sveit, Reykjadal og Fnjóskadal, eftir því sem ég bezt veit. Sæmilega mannheilt er hér en stjórnarkreppan i algleym- ingi og hefur það sín áhrif á sálarlíf manna og eykur áhyggj ur manna til muna. Ég ætlast til þess, að þjóðstjórn verði kom in á og tekin við völdum um áramót. Mun þá linna ófriði, annars vex hann með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Heimtur voru slæmar og vantar nokkuð af fé, einkum lömib. Fyrir fáum dögum fannst dilkær í Náttfaravíkum. Fleira fé kann að vera þar. En óhægt er að leita því hálka mikil er við sjó og ófært um fjöll. Gerð verður þó tilraun þegar fært þykir. Byggingu félagsheimilis sveit arinnar er nú senn lokið. Okkur langar til að ljúka henni fyrir jól eða nýár, svo vígsla geti far- ið fram og húsið verði sem fyrst að notum fyrir almenning. Veðurfar ræður þó nokkru hér um, einkum um múrhúðun utanhúss, sem ekki er að fullu lokið. B. B. Egg ríkisstjórnarinnar Stjórnin vor er furðu fær, flestu snýr hún þjóð í hag: Ur egginu, sem hún át í gær, ungan steikir hún í dag. Grímur. UM BORN OG LJOSMÆÐUR í hvert sinn sem slagæð þín slær, lesandi góður, fæðast þrjú börn í heiminn. Aðeins eitt þeirra lítur fyrst dagsins ljós með aðstoð lærðrar ljósmóður eða læknis. Fæðingatalan fyrir allan heiminn er um 115 milljón ir árlega. Ef allar þær ljósmóð- ureöskur, sem Barnalijálp Sam einuðu þjóðanna (UNICEF) hefur útbýtt, væru settar hver ofan á aðra; yrði staflinn fimm sinnum hærri en hæsta fjall jarðar, Mount Everest. Töskurn ar eru 139.871 talsins, allar bún ar nauðsynlegum tækjum. G J ALDE YRISHÖMLUR Stjórn landsins hefur í samráði við Seðlabankann gefið út nýj- ar reglur um sölu gjaldeyris, sem fela í sér takmarkanir þeirra viðskipta. Er hér um ný gjaldeyrishöft að ræða, þótt nefnt sé öðru nafni. Gjaldeyris- kaupendur verða nú að greiða 15—25% verðsins áður en af- hending gjaldeyrisins fer fram og bíða allt upp í 3 mánuði eft- ir afgreiðslunni. Kemur þetta auðvitað hart niður á þeim fá- tækari. 1 rökstuðningi sínum segir stjórnin, að þetta „ætti að hafa sterk áhrif í þá átt að minnka eftirspurn eftir erlend- um gjaldeyri“. BJARGI LOKAÐ Skólaheimilinu Bjargi — sem mest liefur verið til umræðu undanfarið, og er á vegum Hjálpræðishersins — hefur ver- ið lokað og stúlkurnar, er þar dvöldu, sendar heim til sín. — En rannsókn í máli færeysku stúlkumiar, er þar var og varð tilefni mikilla blaðaskrifa, er ekki lokið ennþá. Ekki er enn úr því skorið, hvort stúlkan telst færeysk eða brezk, því faðir liennar er brezkur þegn, búsettur í Færeyjum, en móð- irin færeysk. SEXTÁN ÁRA FANGELSI í Sakadómi Reykjavíkur var nýlega kveðinn upp dómur í máli Þorvaldar Ara Arasonar, er réði konu sinni bana 7. jan. 1967. Hlaut liann 16 ára feng- elsisdóm og var sviptur leyfi til málflutnings og leyfi til heild- sölu- og smásöluverzlunar. SKYNDIHÚS Komin eru á markað fljótbyggð hús í Bandaríkjunum, og eru þau einkum ætluð þegar skjótt þarf til að taka, svo sem af völdum náttúruhamfara eða styrjalda. Þau eru úr báruplasti og lögð saman í flutningi svo lítið fer fýrir þeim. FAÐIR 50 ÞÚSUNDA I Búnaðarblaðinu segir frá hrúti einum af Kákasuskyni, mikilli skepnu og góðri, 134 kg. þungri og með 20.7 kg. reifi. Auðvitað varð hrútur þessi val- inn faðir fjölda afkomenda. Samtals urðu afkvæmi hans 50 þúsund í fyrsta lið. Tækni- frjógun gerir slíkt kleift á okk- ar tímum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.