Dagur - 10.11.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 10.11.1967, Blaðsíða 2
2 ORÐ í TÍMA TÖLUÐ FYRIR skömmu skrifaði ein- hver vegfarandi hér í blaðið um lýsinguna við Glerárbrú. Vafalaust hefir hann átt við brúna á gamla þjóðveginum, eða hinni svonefndu Norður- landsbraut, ef braut skyldi kalla, því ekki sýnir bærinn þessum vegi svo mikla rækt, en það er nú önnur saga Hér er það lýsingin, sem um var að ræða. Á öllum kaflanum frá Gefjun út að Barnaskólan- um í Glerárhverfi er aðeins éitt eða þegar 'bezt lætur, tvo ljós. Það er því ekki þeim, sem þess- um málum stjórna, að þakka að þarna hafa ekki orðið stórslys, því að við brúna hagar svo til, að þegar bílar koma innan að, lýsa þeir ekki á hana fyrr en þeir eru komnir fast að henni, vegna þröngrar beygju rétt sunnan við hana. Eitt lítið dæmi: Eitt sinn líom bíll innan frá. Það var hríðar- mugga og ók bíllinn því mjög hægt er hann ók að brúnni. En þegar Ijósin lýstu á brúna sá bílstjórinn konu á brúnni. Hvað átti hann að gera? Brúin þröng og hálka á veginum. Átti hann að hemla og eiga það á hættu að bíllinn snerist og! ef til vill lenti út áf vegihum? Nei, það varð að láta guð og lukkuna ráða. En fyrir snarræði kon- unnar varð þarna ekki stórslys. Hún skaut sér á ská milli brú- arhandríðsins og bílsins svo að allt fór vel. Flefði hér verið upplýst, hefði bílstjórinn frekar ; séð konuna og getað gert sínar ráðstafanir í tíma. Nei, það má segja að þeir hafi mikið á samvizkunni, sem þessum málum stjórna. Bæjarbúi. HVERNIG líður ykkur lesend- ur góðir, ef verkum ykkar er spillt af öðrum, viljandi eða óviljandi? Við skulum segja, að þið haf- ið gröðursett og annazt falleg 'blóm í garðinum yklcar og þau virðast ætla áð verða prýði garðsins. Svo kemur það í Ijós einh daginn, að einhver óboð- inn hefur farið inn í garðinn og slitið upp sumt af þessum fallegu blómum og skemmt nokkur önnur. Eða þá, að þið hafið þvegið og bónað bilinn ykkar af mikilli alúð, en sjáið svo skömmu seinna, að það er búið að krota á hann og ata hann út, e. t. v. hefur verið hellt yfir hann úr gosdrykkja- flösku. Hvernig líður ykkur þá? Finnst ykkur ekki svolítið sárt, að láta aðra ónýta þannig verk ykkar? Hvernig sem þetta er með ykkur, þá finnst mér sárt. þeg- ar árangri af mínum verkum er spillt. Þétta_verð ég samt öðru hvoru að þola, án þess að geta mikið að gert. Ég tek þátt í að ala upp æsku þessa lands. Ég kenni nemend- um mínum þá siðfræði, sem ég tel, að þeim sé 'hollt og gott veganesti. En umfram allt reyni ég að vera þeim góð fyrirmynd. Margt af þessu unga fólki verð- ur lika að nýtum þjóðfélags- þegnum, en ekki allt. Lang oft- ast er um að kenna slæmum áhrifum frá þeim, sem eldri eru. Til að fyrirbyggja mis- skilning, verð ég að taka það fram, að þessi slæmu áhrif eru ekki frekar frá sveitungum mínum en öðrum landsmönn- um, þar eð unga fólkið flytzt ekki síður burt héðan en úr öðrum sveitum landsins. Ég hef áður vikið að þessum spillingaröflum hér í blaðinu og ætla ekki að gera þau að frekara umræðuefni í þessari grein, heldur vil ég lofa það, sem vel er gert fyrir unga fólk- ið og 'hvetja sem flesta til að taka til starís á því sviði. ÚNGMENNAFÉLAG íslands átti sextugsafmæli á þessu ári. Þess var minnzt í blöðum og útvarpi. Sérstaklega var þess getið, hve ungmennafélags- hreyfingin hefði haft holl og góð áhrif á æsku landsins á fyrrihluta þessarar aldar. Þétta Br auðveitð hárrétt, og þáð er ekki ungmennafélagshreyfing- unni að kenna, bótt eitthyað sé farið að draga úr áhrifum henn- er á þessu svfði. Þar eru útan- aðkomandi öfl að verki. sem ungmennafélögunum er ofvaxið að raða við. Hver fullgildur meðlimur í U.M.F.Í. fæúsiit félagsskírteini. Innan í skírteininu er prentuð stefnuskrá U.M.F.Í. Samkvæmt henni ber svo öllum ungmenna- félögum að starfa. Stefnuskrá- in hefst svona: „ . . . Takmarki sínu hyggst félagsskapurinn einkum ná, samkvæmt eftirfarandi satrfs- skrá: 1. Að hafa bindindi um nautn áfengra drykkja, vernda æsku- lýðinn gegn neyzlu þeirra og vinna að útrýmingu skaðnautna úr landinu.“ Seinna koma svo setningar eins og þessar: x „ . . . Að efla í hvívetna fræðslu og uppeldisstarf meðal æskulýðsins . . . . Að efla með æskulýðnum sparsemi, skyldu- rækni, vinnusemi og fórnar- lund .... Að efla þ jóðlegt skemmtanalíf með menningar- sniði . . . . Að vinna í anda fríð- ar-, manngildis- og menningar- hugsjónar kristindómsins. . . .“ UNGMENNABAMBAND Eyja- fjarðar er deild í Ungmennafé- lagi íslands. En það er fyrst og fremst Ungmennasambandi Eyjafjarðar, sem ég vil færa þakkir mínar fýrir gott starf í þágu eyfirzkrar æsku. For- ystumenn sambandsins hafa verið æskunni góð fyriimynd og kappkostað að innræta yngstu félagsmönnunum heil- brigt lífsvið'horf og góðar lífs- venjur, í anda þeirra setninga, sem ég tilfærði úr starfsskrá U.M.F.Í. hér á undan. Undanfarandi vor hefur U.M.S:e. haft sumarbúðir að Laugalandi og kennt þar börn- um og unglingum góða um- gengnishætti. Einnig hafa þau verið þjálfuð í íþróttum og fleiru. U.M.S.E. hefur líka sent menn í barnaskolana í sýslunni nokkra undanfaima vetur, sér- staklega til að kynna börnun- um hættur þær, er stafa af áfengisnautn. Einnig hefur ungmennasam- bandið reynt að gangast fyrir sámkomum með menningar- sniði, en þar er við ramman reip að draga, því allt skemmt- analíf er ofðið svo rotið, að flestum finnst ekki hægt að skemmta sér öðruvísi en hafa vín um hönd, en þá vill menn- ingarbragur margra fara að rýrna. Þó vil ég taka það fram, að þær samkomur, er U.M.S.E. hefur staðið fyrir, hafa yfir- leitt farið vel fram,, en stund- um hafa þær verið svo fá- mennar, að þær hafa ekki bor- ið sig fjárhagslega. Það er mjög bagalegt fyrir sambandið, því fjárskortur stendur starfsemi þess fyrir þrifum meira en nokkuð annað. Auðvitað væri U.M.S.E. í lófa lagið að halda opinberar samkomur, sem gæfu af sér nægilegt fjármagn til að standa undir rekstri sambands- ins, en svoleiðis samkomur tel- ur það ekki hæfa ungmennafé- lagshugsjóninni og kýs því heldur að vera fátækt og ti'útt sinni hugsjón og starfsskrá. Heíður sé því fyrir það. UN GMENN AFÉL-Ö GIN innan U.M.S.E. ættu að feta í fót- spor þess með skemmtanahald á þessum vetri og stýðja það í hvívetna í viðleitni sinni við að ala upp hrausta og heilbrigða æsku hér í sýslunni. Það má aldrei koma fyrir, að árshátíðir né skemmtiferðir nokkurs ung mennafélags verði að hreinum drykkjusamkomum, sem endi með því, að hnefarétturinn sé látinn ráða. Angantýr H. Hjálmarsson. ORÐSENDING TIL LÖG- REGLUNNAR Á AKUREYRI, 1. NÓV. 1967. Hér kemur framhald við bréf dags. 11. sept. sl. til lögreglunn- ar á Akureyri, og hjálagðri greinargerð um innbro.t í skýli mitt á Moldhaugahálsi 3, eða .4. sept. 1967. Var þár lýst innbröts aðferðinni og frágangi í því sam bandi og viðskilnaði. Nú í dag 1. nóvember 1967 fór ég á Hálsinn til að sækja skáp, eða bókahillu og til að signa kofann vegna óvætta, skotvarga ásamt innbrotsþjófum er 'hafa verið þar tvisvar á árinu ásamt skotárás um mánaðamót janúar og febrúar sl. Uppá skápnum var hilla frá minni hendi, en á bakvið hana kom í ljós skaröxin er ég sakn- aði. Mér kom þá til hugar hvort að riffillinn væri líka falinn ein hversstaðar og kom það líka til, 'hann var undir bekk í sama her bergi og öxin. Ég hef ekki sakn að fleira? Svo eru vinnubrögð við inn- ‘brotið. Láshespa fyrir ytri hurð brotin upp og hefði það átt að nægja til að komast leiðar sinn- ar. Á suðurhlið voru listar teknir frá rúðu er var ekki lögð í kítti og náðist hún því heil, Listar teknir frá innri rúðu, 'hún var lögð í kítti og því föst og var brotin. Það sáust varla rúðubrot á staðnum. Gluggi á austurstafni var líka brotinn, þar var ekki heldur nema eitt lítið brot útifyrir. 'Sumt af gler- brotunum var í ofninum en rúðubrotin úr suðurglugga voru vandlega frá sér látin fyr- ir sunnan geymsluskúr. Þessi rúðubrot eru varðveitt eins og frá þeim var gengið. Framhald- ið er svo þetta: Lausa rúðan lát in í aftur og listarnir frá báðum rúðunum settir á sinn stað. Vinnubrögð við þetta starf líkjast mjög þeim er gert var innbrot á þessum stað haustið 1960 og er lögreglunni kunnugt um þá er þar voru að verki. Að lokum þetta: Á bekk við vesturstafninn voru þrír 25 kr. seðlar og eru þeir í óskilum hjá mér ennþá. Ebenharð Jónsson. HERAÐSFUNÐUR SUÐUR-ÞING EYJARPRÓFASTSDÆMIS 1967 HÉRAÐSFUNDUR Suður Þing eyjarprófastsdæinis var hald- inn að Reykjahlíð sunnudaginn 3. sept. sl. Hófst hann með messu í Reykjahlíðarkirkju, þar sem sr. Þóririnn Þórarins- son, Staðarfelli, predikaði, en sr. Bolli Gústafsson, Laufási, þjónaði fyrh' altari. Kirkjukór Reykjahlíðarkirkju söng undir stjórn sr. Arnar Friðrikssonar. í messulok flutti prófastur sr. Sigurður Guðmundsson erindi m. a. um kirkjulegt starf í pró- fastsdæminu sl. ár og minntist hann á ýmislegt, sem gert hefur verið, messufjölda, altarisgest- um fer fjölgandi, æskulýðsstarf semi fer vaxandi, Kirkjukóra- mót var haldið, kirkjukvöld í sumum sóknum og fleira. Einnig ræddi hann nokkuð fjárhagsástand kirknanna. Lýsti hann því hvernig þjóðin hefði í upphafi lagt kirkjunni trygga tekjustofna og öruggan fjárhags legan grundvöll, en allt hefði þetta horfið frá kirkjunni, fyrst í konungssjóð, en síðan í ríkis- sjóð. í þeirri þróun, sem hefði orðið á þessum tíma, hefði það farið svo, að prestarnir tækju laun sín úr ríkissjóði, en sóknar kirkjurnar hefðu verið rúnar eignum sínum og skildar eftir fjárvana, þó að þær hefðu átt örugga tekjustofna er þær gátu byggt á rekstur sinn og upp- byggingu. Og nú ættu flestir söfnuðir í erfiðleikum að halda rekstri í sæmilegu horfi, hvað þá, er reisa þyrfti kirkju að nýju eða gera endurbætur á þeirri er fyrir er. Ríkið hefði alveg komið sér undan að styrkja kirkjubygg- ingar, aðeins væri um lítilfjör- leg lán að ræða úr kirkjubygg- ingarsjóði. Og nú væri það þannig að vextir af bankalánum sumra kirkna væru meiri en öll sóknargjöld næmu. Allir sæju hvert slíkt leiddi. Samt væri það gleðilegt að finna hve marg ir söfnuðir létu sér annt um kirkjur sínar og margar kirkj- ur stæðu eins vel og raun ber vitni vegna fórna sóknarmanna og ýmissa annarra velunnara. Sýndi það ræktarsemi og kirkju legan áhuga. Prófastur ræddi og nokkuð um það hve samstarf prestanna í prófastsdæminu hefði verið og væri gott. En hvatti til enn meira samstarfs milli prestanna og safnaðarfulltrúa og sóknar- nefnda. Að lokinni messugjörð var setzt að kaffidrykkju í Hótel Reynihlíð og nutu fundarmenn þar rausnarlegra veitinga í boði sóknarnefndarmanns, Arnþórs Björnssonar, hótelstjóra. Því næst hófst fundurinn. í setustofu hótelsins. Prófastur setti fundinn og stjórnaði hon- um og nefndi sem fundarritara þá Ingólf Hallsson, Steinkii-kju og sr. Björn H. Jónsson, Húsa- vík. Flutti prófastur þá stutt ávarp til fundarmanna, en lagði síðan fram endurskoðaða kirkju og kii'kjugarðsreikninga pró- fastsdæmisins. Útskýrði . hann reikningana og ræddi um ýmsa þætti þeirra. Var síðan gert örstutt fundar hlé, svo að fundarmenn gætu athugað reikningana. Síðan hóf ust umræður um þá og komu fram ýrnsar fyrirspumir, er pró fastur svaraði. Kom fram mikil óánægja yfir því hve verð á rafmagni til Ijósa í kirkjum er hátt. Og óskaði fundurinn, að það mál væri athugað og leið- rétt. Prófastur óskaði eftir því að sér til aðstoðar við endurskoð- un kirkjureikninga yrði Sig. P. Björnsson safnaðarfulltrúi Húsavík, og var það samþykkt. Næsta mál var um greiðslu fyrir aukaverk presta. Var það mál tekið fyrir vegna tilmæla frá biskupi og kirkjuþingi. Urðu mjög fjörugar umræður um það mál og langar ,en að lokum var samþykkt að fresta að taka ákvörðun urn málið til næsta fundar, en óska eftir því að allir safnaðai’fundir ræddu það heima fyrir í millitíðinni. Prófastur ræddi því næst um safnaðarfundi og sóknarnefnd- arfundi og lýsti þýðingu þess, að þeir væru reglulega haldnir og vel sóttir. Margir tóku til máls um það og lýstu yfir áhuga sínum að vanda sem mest til slíkra funda. Margt fleira bar á góma á fundinum. En einhugur um að efla sem mest starf kirkjunnar einkenndi fundinn allan. Fundarlok fóru fram í Hótel Reykjalhlíð, en þangað bauð sóknarnefndarformaðui', Jón Bjartmar Sigurðsson og systur hans, fundarmönnum til kvöld- verðar. Þakkaði prófastur þá rausn og alla fyrirgreiðslu heimamanna. Á fundinum var Jónas Helga son organisti á Grænavatni. Ávarpaði prófastur hann í fund arlok og þak'kaði honum langt og gífturíkt starf í þágu kirkj- unnar um áratugi og söngmála í héraðinu yfirleitt. En Jónas hefur verið organisti í Skútu- staðakirkju í rúm 60 ár og stjórnandi karlakóra og kirkju- kóra um langan aldur, leiðbein andi um kirkjusöng víða í hér- aðinu og alltaf vakandi af áhuga um söngmál. Árnaði prófastur honum allra heilla á þessum tímamótum, en Jónas verður áttræður 6. sept. Fundarmenn tóku undir árnað- aróskir með lófataki og Jónas þak'kaði með nokkrum orðum, og að síðustu súngu fundar- menn sálminn, Gefðu að móður málið mitt“, við 1 undirleik Jónasar Helgasonar. Allir prestar prófastsdæmis- ins og nokkrar prestkonur voru á fundinum og slíkt ekki óvenju legt héi’, en allir safnaðarfull- trúar voru mættir og er það óvenjulegt, en gleðilegur vottur um á'huga og samhug. Héraðsprófastur. LAUSAVÍSUR SVO heitir ljóðakver Karls Friðrikssonar fyrrum vegaverk stjóra á Akureyri. Segir höf- undur, að vísur sínar muni ekki hafa bókmenntagildi, en hins vegar þyki flestum sinn fugl fagur og ýmsir hafi eggjað sig á að gefa bókina út. í ljóðakverinu eru „þing- mannavísur11 frá 1931, þá gefnar út fjölritaðar undir nafninu Móði. Q - Ræddu um fóðrun (Framhald af blaðsíðu 8). irnar og verður að miða tilhög- un þeirra við færið þar efra. Eitthvað af fé vantar ennþá, en menn búast þó við að finna fremur flækingskindur lengra að komnar. í haust var einhver dálítill trjáviðarreki á nokkrum bæj- um og er slíkt vel þegið. Menn róa frá Þórshöfn þegar gefur en afli hefur verið lítill. Ó. H.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.