Dagur - 10.11.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 10.11.1967, Blaðsíða 7
7 Vér einir höfum vafd og réfl NÝLEGA var uppkveðinn, af þrem dómurum hæstaréttar, úr skurður í deilumáli, sem staðið hefur yfir undanfarið, um lagn ingu sVonefnds kísilgúrvegar á leiðinni milli bæjanna Reykja- hlíðar og Grímsstaða í Mývatns sveit. Er deila þessi orðin all lang- stæð og umfangsmikil, og verð- ur sú saga ekki rakin hér En tildrög hennar eru þau, að náttúruvemdarráð mótmælti að vegurinn yrði lagður á téð- um kafla, svo sem ákveðið hafði verið af skipulagsnefnd eða þeim aðilum, sem það mál höfðu til meðferðar, og taldi það landsvæði, sem þar um var að ræða, svo dýrmætt íslenzkri náttúru, að því mætti ekki raska. Var það að lokum niðurstað- an, að félagsmálaráðuneytið fór þess á leit við hæstarétt, að hann tilnefndi þrjá af dómur- um réttarins til að fella úrskurð um það, hvort náttúruverndar- ráð hefði vald til að stöðva þessa framkvæmd, og skuld- batt ráðuneytið sig til að hlíta þeim dómi. Urskurður dómaranna féll á þá lund, að náttúruverndarráð 'hefði ekki vald til að stöðva téða vegarlagningu, eða gera á henni breytingar frá því sem ákveðið hafði verið, og er mál- ið þar með úr sögunni. Ekki er að efa að úrskurður dómaranna hafi verið réttur, eins og málið var lagt fyrir þá. En það sem hér var um að ræða var ekki fyrst og fremst það, hvort náttúruverndarráð hefði vald til að stöðva þessa fram- kvæmd, heldur hitt, hvort fram kvæmd verksins, eins og hún var fyrirhuguð, væri svo skað- samleg náttúru landsins, að nauðsyn bæri til að taka þar í taumana. Með þeirri aðferð, sem hér var viðhöfð, af hinum opinbera aðila, er kjarni máls- ins sniðgengihn á klóklegan hátt, látið líta svo út sem fyllsta réttlætis sé gætt og sanngirni, en gengið fram hjá sjálfu tilefni deilunnar, hvort hér sé um vítaverð og háskaleg spjöll á náttúru landsins að ræða. Það sem hér skipti máli, var ekki hin lagalega hlið málsins, held- ur hitt, hvort vegalagningin — eins og hún var ákveðin — gæti valdið vítaverðu, og e. t. v. óbætanlegu tjóni á náttúru landsins. Samkvæmt málavxtum sýnist því að eðlilegra hefði verið, og það eina rétta, að leita til náttúrufróðra manna, til að kveða upp dóm í máli þessu. Stefán Kr. Vigfússon. Bökunarkeppiii NÚ HEFUR verið ákveðið að efna til Bökunarkeppni öðru sinni hér á landi á vegum Pills- bury hveitifyrirtækisins í Bandaríkjunum og umboðs- manna þeirra hér, O. Johnson & Kaaber h.f., sem hafa haft umboð fyrir Pillsbury hveitið í 52 ár. Fyrsta Bökunarkeppnin, sem haldin var hér á landi 20. ágúst 1964 fór hið bezta fram og send ar voru inn um 400 kökuupp- skriftir, sem telja má mjög mik inn áhuga, og konurnar keppti til úrslita og verðlauna. Keppnin sem nú fer fram er með sama sniði og hin fyrri og mun fara fram um 1. desember í ár. Aðalvinningur er nú flug- - VERÐLAGSGRUNDVOLLURINN (Framhald af blaðsíðu 1). Nú hefur það gerzt, að sam- komulag varð ekki í sexmanna- nefndinni. Var niáliriu þá vísað Fjórar nýjar bækur frá Grágás í Kefiavík BÓKAÚTGÁFAN GRÁGÁS í Keflavík sendir frá sér eftir- taldar bækur á næstunni: Ég mun lifa, eftir Norðmann- inn Oscar Magnusson sem segir frá handtöku sinni og dvöl í fangabúðum nazista á styrjald- arárunum. Rússarnir koma, Rússarnir koma, eftir Nathaniel Benchley. Bókin hefur komið út á fjöl- mörgum tungumálum og hvar- vetna vakið mikla athygli, enda tvímælalaust í röð skemmtileg- ustu sögubóka sem út hafa kom ið á seinustu árum. Kvikmynd hefur verið gerð eftir sögunni. Fögur og framgjöm, eftir danska skáldsagnahöfundinn Erling Poulsen sem kunnur' er víða um lönd fyrir afburða spennandi skáldsögur sínar. Skýfaxi, saga um hest, eftir Helen Griffiths. Bækur þessa höfundar hafa hvarvetna náð miklum vinsældum meðal yngri lesenda, en þetta er fyrsta bók hennar sem kemur út á ís- lenzku. Q til sáttasemjara rík^sins, sem gerði tillögur, sem báðir aðilar, þ. e. fulltrúar neytenda og fram leiðenda felldu. Eftir það vrar málinu vísað til yfirdóms, en samkomulag varð mn skipan hans. Nú hefur orðrómur borizt um, að yfirdómur sé um það bil að Ijúka störfum og að dóm- ur hans sé sá, að grundvöllur- inn haldist óbreyttur. Sé það rétt, sem vart verður trúað, er sýnilegt, að ekkert liefur verið farið eftir þeirri löggjöf, sem um þessi mál gilda, bændum mjög í óhag. □ - AÐ GEFNU TILEFNI (Framhald af blaðsíðu 1). um tillögur til lausnar þessa vandamáls. 4. Mikill fjöldi mótmæla hafði borizt en nær engar tillögur. 5. Þessi vandi verður ekki leystur til frambúðar, að dóimi stjórnar Búnaðarsambands S.- Þing. nema með sameiginlegu átaki allra flokka og stétta í landinu. Þess vegna lítum við á það, sem skyldu ríkisstjórnar- innar við þjóðina, að taka til- lögur um þjóðstjórn með fullri vinsemd og leita henni fylgis. 9. nóvember 1967. Stjóm Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga. É1 far með RR-400 flugvél Loft- leiða til New York og þaðan verður haldið til Dallas í Texas þar sem Grand National Bake- Off Pillsbury fyrirtækisins fer fram dagana 18.—20. febrúar 1968. Sigurvegarinn mun dvelja þar á fyrsta flokks hóteli og fá hótelvist og máltíðir ókeypis ásamt nokkrum eyðslueyri. Auk þess tekur hún þátt í veizl um og mannfögnuðum öllum, sem Pillsbury mun efna til í sambandi við Bökunarkeppnina í Bandaríkjunum. Þarna er mikið um dýrðir og munu um 100 konur og karlar keppa til verðlauna, sem eru að verð- mæti um $ 100.000.00. íslenzka konan, sem fer utan mun þó ekki taka þátt í banda- rísku Bökunarkeppninni, held- ur verða sérstakur heiðursgest- ur Pillsbury. > Þær 10 konur, sem*keppa til úrslita, munu allar fá í verð- laun Sunbeam hrærivél, Philips kaffikvörn auk margra smá- vinninga. Ekki er að efa, að íslenzkar konur muni senda uppáhalds- uppskriftir sínar, því hver vill ekki vinna til ofangreindra verðlauna. Nánari tilhögun er ibrt í aug- lýsingum um keppnina. Blómahúsið sendir um land allt EINN síðasta dag októbermán- aðar opnaði ungur maður, Magnús Guðmundsson, blóma- skreytingamaður, nýja blóma- verzlun í Reykjavík. Heltir hún Blómahúsið og er í Álftamýri 7. Auk almennrar sölu blóma, listmuna o. fl. annast verzlunin blómaskreytingai' eftir pöntun- um, bæði í Reykjavík og víðar, eftir því sem við verður komið. Er því um meiri þjónustu að ræða en algengt er. Auk þess leiðbeinir hann og selur efni til blómaskreytinga úti á landi og kann þar að vera nokkur viðskiptavettvangur. □ DRENGIR! Nú hefjast drengja- fundirnir að Sjónarhæð n. k. mánudag kl. 5.30 e. h. Allir drengir hjartanlega velkomnir - HAUSTMÓT (Framhald af blaðsíðu 1). firði á leigu fram til janúarloka og hyggjast gera hana út á línu. Atvinna var 'heldur léleg í sumar, en þó bætti úr hinar miklu framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins, svo sem við byggingu gagnfræðaskóla, hafn arframkvæmdir, gatnagerð og ýmsar aðrar minniháttar fram- kvæmdir. í haust var byrjað á nýjum íþróttavelli á Sauðárkróki er verður sunnan sundlaugar. Þetta er grasvöllur og er hugs- að, að hann verði tilbúinn árið 1971. S. G. ORGELSTÓLAR PÍANÓBEKKIR PÍANÓSTÓLAR N ÓTN AGRINDUR Sending nýkomin en næst- um uppseld. Til sýnis í dag kl. 4 til 7 e. h. ÍSL. SÖNGVASAFN ORGANTÓNAR, innb. fyrirliggjandi. Póstsendum Haraldur Sigurgeirsson hljóðfæraumboð Spítalav. 15, sími 1-19-15 SUNNUDAGASKÓLI AKUR- EYRARKIRKJU er á sunnu- daginn kl. 10,30 í kapellunni og kirkjunni. — Strætisvagn gengur úr Glerárhverfi til kirkjunnar með sunnudaga- skólabörn. — Sóknarprestar. GJAFIR TIL KRIST- NESHÆLIS ÞANN 1. þ. m. var þess minnst í Kristneshæli að 40 ár voru liðin frá vígslu þess. Sr. Pétur Sigurgeirsson og Kirkjukór Akureyrar heimsóttu staðinn og sungu messu. Var þessi helgi stund að morgni dagsins bæði hátíðleg og áhrifarík. Síðar um daginn kom í heimsókn Eðvarð Sigurgeirsson myndasmiður og sýndi íslenzkar kvikmyndir. Um kvöldið var kvöldvaka með all fjölbreyttu efni: söng, upp- lestri, hljóðfæraleik o. fl. í tilefni af afmælinu bárust Kristneshæli heillaskeyti frá félagasamtökum og einstakling um, ásamt góðum gjöfum. Sjálfsvörn, félag sjúklinga í Kristnesi, gaf ræðustól, góðan grip og félagið Berklavörn á Akureyri gaf glæsilega gjöf: útvarpsgrammafón og fylgdu valdar plötur. Frá SÍBS barst vegleg blómakarfa og Fjórð- ungssjúkrahúsið á A’kureyri sendi fagra blómakveðju. Enn- fremur bárust 'blóm og gjafir frá einstaklingum. Afmælisdagurinn var ánægju legur og með hátíðarblæ, eins og vera bar, þá minnzt var slíkra tímamóta í sögu svo merkrar stofnunar. ( Fréttatilkýnning ) Bifreiðastjóri með meiraprófsréttindi óskast. STRÆTISVAGNAR AKUREYRAR Blaðburður! Krakka vantar til að bera út Dag á Glerár- eyrum og í Klettaborg. AFGREIÐSLA DAGS - Sími 1-11-67 Akureyringar - Nærsveitarmenn! Munið VARÐAR - KJÖRBINGO í Sj álfstæðishúsinu á sunnudaginn SIGRÚN HARÐARDÓTTIR skemmtir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.