Dagur - 29.11.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 29.11.1967, Blaðsíða 5
Yl) a<t u ::<:^*k::::::X::X&mA**X Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.t STEFNULEYSI ÞEGAR ríkisstjórnin gekk til kosn- inga á sl. vori, var kjörorð hennar: Verðstöðvun. Um það leyti varði hún of fjár úr ríkissjóði til að koma í veg fyrir verðhækkanir. Bæði fyrir og ef tir kosningar lýstu ráðherrar og blöð þeirra yfir því, að ekki kæmi til mála að fella gengi krónunnar. Þá var sagt, að atvinnuvegirnir yæru svo vel á vegi staddir vegna „viðreisn arinnar" að þeim ætti ekki að vera um megn að standa af sér aflarýrn- un og verðfall án gengisbreytingar. í byrjun októbermánaðar gafst stjórnin upp við verðstöðvunina og lækkaði niðurgreiðslurnar vegna f járskorts ríkissjóðs. En jafnframt let hún það koma glöggt fram, að gengi krónunnar skyldi óbreytt standa. Hinn 16. október mælti forsætisráð- herra, Bjarni Benediktsson, fyrir stjórnarfrumvarpi urri „efnahagsað- gerðir". í því frumvarpi var ekki minnst á gengislækkun. Þá fordæmdi Bjarni gengislækkun. Ummæli forsætisráðherrans í októ ber voru annað og meira en einföld neitun á orðrómi um, að gengis- iækkun stæði fyrir dyrum, því að ráðlierrann lagði sig beinlínis. fram til að sannfæra þing og þjóð um, að gengislækkun væri gagnslaus. Hann sagði: „Ég er sannfærður um, að gengislækkun skapar okkur fleiri vandamál en hún leysir." En hann sagði, að ekki mætti láta „verðsveifl- ur" eins og þær sem nú hefðu átt sér stað, hafa áhrif á gengisskráninguna. Hann sagðist búast við, að hækkun á verði erlends gjaldeyris kæmi „harðast niður á útvegsmönnum." Og hann talaði um það í hæðnistón, að ekki mundi gengisbreyting koma í veg fyrir „erfiða vetrarvertíð öðru hverju" eða færa síldina nær landi! Margir munu hafa ályktað sem svo, áð stjórnin teldi reynsluna af gengisbreytingunum 1960 og 1961 svo slæma, að af henni bæri að læra. — Svo liðu 40 dagar og 40 nætur, en þá ákvað þessi sama stjórn að fella gengi krónunnar um 25%, hækka verð erlends gjaldeyris um 33%. Þeir, sem heyrðu ræðuna 16. októ- ber spyrja nú að vonum: Hvernig getur slíkt átt sér stað? Hafa forsætis- ráðherra og ráðherrar hans verið „heilaþvegnir" í þessu máli? Þessari spurningu verður ekki svarað hér. Aðalatriðið er, að gera sér grein fyrir því, að stefnulaus ríkisstjórn getur fundið upp á því að gera það, sem menn sízt bjuggust við, og að yfir- lýsingar slíkrar stjórnar geta verið minna virði en pappírinn, sem þær eru skráðar á. O SÁ, SEM HEFUR komið í Mý- vatnssveit, vill koma þangað aftur. Og sá, sem hefur rennt fyrir silung í Laxá, þar sem hún þræðir bugðóttan farveg sinn um hólma og milli hraun- og grasbakka í landi Haganess, Arnarvatns og Helluvaðs og hefur orðið vel var, lætur verða af því að koma þangað aftur. Ég veiði þarna silung á sumri hverju og hef ekki ró í mínum beinum nema að láta að þeirri löngun öðru hverju. Tveggja til sjö punda spikfeitir urriðar bragðast vel nýir og reyktir. Á austurleið nem ég ætíð staðar á þeim stað í austan- verðri Mývatnsheiði, þar sem útsýni opnast yfir hina miklu hásléttu til austurs og til form- inum og hafði hann þrjá væna silunga í hendi og stöngina góðu um öxl. Ég hafði ekki af honum augun því ég ætlaði að minnsta kosti 'að ganga úr skugga um það, hvar hann hyrfi og hvernig. í þetta skipti hitt- umst við í fyrsta sinn og tókum tal saman. Þetta var Þorgeir Jónsson frá Hjalla, maðurinn með röntgenaugun, til heimilis á Helluvaði í Mývatnssveit, mörg síðari árin, en vistmaður á Kristneshæli á vetrum. Bambusstengur eru dálítið gamaldags en duga vel, línan var sver og f lugan stór. Haf ði ég orð á þessu. Hann brosti og sagði, að gamalt hæfði gömlum og silungurinn tæki betur nokk uð stóra flugu þegar sumri hall kvæmt umtali", en ekki til að tala við blaðamann eða láta hafa nokkurn skapaðan hlut eftir sér. Sagðist hann vera orð inn gleyminn, hæfileiki til frá- sagnar í minnsta lagi og áhugi á viðtölum við blaðamenn eng- inn. Ég bað þó leyfis að leggja fyrir hann nokkrar spurningar, en ekkert yrði birt án þess hann fengi áður að sjá það og gera á því þær breytingar, er honum þætti þurfa. Gæti hann líka þeg ar þar að kæmi látið viðtalið í ruslakörfuna og væri það þá úr sögunni. Ræddum við um þetta nokkra stund og varð niðurstað an sú, að gera mætti tilraunina. En áður en spurningar og svör er skrásett, er rétt að geta þess, að Þorgeir er Reykdælingur að Þorgeir Jónsson. Maðurinn fagurra fjalla, sem upp af henni rísa. Mývatnssveit er ofurlítil lægð á þeirri miklu sléttu og lægsti hlutinn er botn Mývatns. Laxá rennur úr vatninu í átt- ina til manns og sveigir svo norður í Laxárdalinn, sem einnig blasir við, á vinstri hönd, með kjarri vöxnum hlíðum. Á heiðarbrúninni er sem maður sé kominn í annan heim, þótt jarðneskur sé. Mér fannst hann naumast raunverulegur í fyrsta "sinn.er ég fór þar um. Hraun, sléttar grundir, víði- vaxnir hólmar og tangar mynda umgjörð um Laxá, hina miklu elfu, sem sjaldan skiptir skapi eins og aðrar ár, sjaldan er al- veg tær en vatnið lífsmagnað, mikið og dulúðugt. Straumur- inn er þungur 'þótt yfh-borðið virðist víða lyngt. Laxá hefur margt að segja við þá, sem hafa tíma til að hlusta. Hún kallar ekki en mælir kliðmjúkum rómi, full- um af töfrandi seiðmagni — þó svo sterkum að aldrei gleym- ist —. Maður getur gleymt fisk- inum sem maður hefur veitt, líka veiðifélögunum, smátt og smátt, en aldrei henni sjálfri, og hennar hrjóðláta valdi. Og aldrei gleymist söngur og ástalíf fuglanna á Laxá um varptímann. En Mývatn er fugla-auðugast allra fjallavatna í álfunni og Laxá ofantil er hrein fuglaparadís. Ég hafði hvað eftir annað á veiðiferðum mínum orðið var við mann einn, sem ég sá álengd ar en hitti aldrei. Hann var úlpuklæddur og í úlpu eru allir eins, en stöngina hans var ég farinn að þekkja, langa bambus stöng. Það var eins og jörðin gleypti iþennan mann þegar ég hélt að fundum okkar imundi bera saman. Kannski var þetta huldumaður, og hálft í hvoru var ég farinn að álíta það. Það bar til mildan síðsumar- dag i nú í sumar, að ég skrapp austur að Laxá til að veiða. Ég fékk leyfi í landi Helluvaðs og varð ekki var á efri veiðistöð- unum og ætlaði nú að freista gæfunnar neðar og gekk krók- . óttar kindagöturnar niður með ánni. Þá xnætti ég huldumann- aði. Mývargurinn settist að okk ur og myndaði ský umhverfis. Þorgeir blés og púaði, bandaði fró sér og hristi sig. Hann sagði mér, að hann þekkti feðga, sem mývargurinn léti í friði. Eru það góðir menn eða vondir, sem vargurinn sneiðir hjá? spurði ég. Blóðið er víst eitthvað mis- jafnt á bragðið, fyrir smekk mý vargsins, sagði Þorgeir, en varla er það flugnanna að dæma um annað. Og hvar' heldurðu hann taki helzt núna? Hvar sem er þegar honum þóknast að líta við einhverju, sagði hann, og bætti svo við: Ég veiði nú bezt ef ég stélst. Kannski verður hann við um fimmleytið. Leiðir skildu og ég hélt niður með ánni, varð ekki var og Iþótti miður. Litla trú hafði ég á stóru flugjunni hans Þorgeirs. En þeg ar allt brást tók ég stóra laxa- flugu og reyndi enn. Og það var eins og við manninn mælt. Eftir örlitla stund lágu fimm vænir og spikfeitir urriðar á árbakk- anum. Dýrðleg stund, himinn- inn ennþá bjartari en áður, fuglarnir litfegurri, gróðurinn grænni og enn eitthvað eftir af kaffi í hitageyminum. Ég sendi Þorgeiri þakklátar kveðjur í huganum og síðar kom ég þeim áleiðis með hjálp símans og bað fyrir þau skilaboð, að mig lang- aði til að hitta hann að máli ef hann ætti leið um Akureyri. Huldumaðurinn var úr sögunni, og saknaði ég hans að vísu, en í þess stað kom mennskur mað- ur, ekkert óvenjulegur að sjá, roskinn, holdskarpur, móeygur með þykkt og hæruskotið hár og fíngerðar hendur. Heyrt hafði ég sögur af því, að hann væri skyggn, einnig að hann hefði röntgenaugu. Ég hlakkaði til að sjá hann aftur, en var sagt, að hann væri dulur mjög og sagnafár um sína hagi. Svo var 'það nóvemberdag einn, er ég sat við að skrifa eitt hvað á skrifstofu blaðsins, að mér verður skyndilega hugsað til Þorgeirs og fór ég að hug- leiða, hvort ég ætti ekki að hafa samband við hann á ný. Sé þá mann ganga fyrir gluggann og gekk ég þegar til dyra. Var þar kominn Þorgeir Jónsson, „sam- ætt, fæddur á Hjalla. Foreldra- missir, fátækt og heilsuleysi varð hlutskipti hans og þeirra systkina fleiri í uppvextinum. Sjálfur hefur hann fjórum sinn- um gengið undir uppskurð og gengur ekki heill til skógar. Hann er 68 ára, fæddur 2. októ- ber árið 1899, í þennan vonda heim í stórhríðarveðri, eins og hann sjálfur segir. Móðir hans var Herborg Helgadóttir frá Hallbjarnarstöðum en hennar systir hét Þorgerður. Hún var dálítið inn í þessum málum, þ. e. bar skyn á dulræna hæfi- leika og var gædd þeim sjálf að einhverju leyti, segir hann. Þú hefur veriS látinn heita eftir þessari móðursystur þinni? Já, hún tók á móti mér og hún gekk mér hálfpartinn í móðurstað. Ég sá hana mjög oft, eftir að hún var látin, einn- ig foreldra mína báða. Hún gekk oft um gólf með mig þeg- ar ég var lítill og strauk mér um enni og hár á sinn sérstaka hátt og það gerir hún enn í dag. Hvenær varðstu skyggn? Veit það eiginlega ekki, mjög snemma held ég. En þetta var þaggað niður og sussað á mig ef ég var að „þvaðra", svo ég reyndi að varast að komast í nokkra snertingu við það, sem aðrir sáu ekki. Síðar kom þetta aftur og var á tímabili mjög mikið. Þetta hvarf svo með aldr inum og nú er langt síðan ég hefi „séð" nokkuð. Hins vegar finn ég eitt og annað og veit þá, að ég er ekki einn. Finnurðu þá nokkuð hérna inni? Já, það finn ég glöggt og það er á þann veg að ég er f arinn að tala, sem ég ætlaði alls ekki að gera. Ég er nú að fara á Krist- neshæli, var að koma að austan, fer á hælið kl. hálf sex. Það er þjmgra andrúmsloftið hér við Eyiafjörðinn en heima í Mý- vatnssveit. Hefurðu ekki fundið muninn? Þeir eru sælir, sem ekki þurfa að lifa við þá kvöl, að vera vanheilir. En fáir skilja það fyrr en reynslan kennir þeim það. Viltu nú segja mér frá ein- hverju dularfullu fyrirbæri? Það var árið 1950. Ég var bú- inn að vera þ'rjá mánuði á Krist neshæli en var kominn aftur heim í Helluvað. Það var síð- asta dag nóvembermánaðar. Ég fór vestur á heiðina og ætlaði að ná í nokkrar kindur, sem þar voru og ég vissi um. Þoka var á og hríðarmugga, gott veður, en kvöldsett og koldimmt. Ég gekk framhjá kindunum og fann þær ekki og þá fór ég að snúast, en það skal enginn mað- ur gera þegar líkt stendur á. Ég var orðinn rammvilltur áður en ég vissi af og síðan skall á stormur og varð þá blindstói-- hríð. Ég vissi ekki hvaðan vind- urinn stóð og varð mér nú ráða- fátt. Þú munt þó ekki hafa viljað setjast að? Auðvitað ekki og þess vegna ranglaði ég af stað, eitthvað, og var ómögulegt að átta mig. Af einhverri tilviljun rakst ég um síðir á veginn, þjóðveginn. En þá vissi ég ekki hvort ég átti að halda til hægri eða vinstri og svo átti ég nóg með að halda mér uppistandandi því veður- hæðin var svo mikil. Ég gat ekki áttað mig á því hvar á þjóð veginum ég var. Taktu eftir. Svoha var ég villtur og vitlaus og vissi ekkert. Hvassviðrið henti mér sitt á hvað. Endirinn verður sá, að ég stingst á haus- inn út af veginum og í snjó- skafl. Líklega hefur þá birt aðeins, því þegar ég léit upp, rofaði í símastaur og skreiddist ég þangað og stóð upp við hann á meðan ég var að hugsa ráð mitt. Merki var á staumum og setti égþað á minnið, þótt það yrði méf eiiginn leiðaiwísir. En hvað afréðstu þá að gera? . Þá skeði það, þarna sem ég hallaði mér upp að símastaurn- um, að ég sá mann stutt frá mér, en þá var svo dimmt, að ég sá ekki niður fyrir fæturnar á mér, sá bókstaflega ekki neitt. Ég get ekki útskýrt það. Mér fannst maðurinn benda mér að koma, en þó veit ég ekki hvort hann hefur gert það. En ég fann aukinn kraft, sem ég vissi að var frá honum, og ég fann ég varð að fylgja honum. Ég gat ekkert annað gert og lagði af stað í átt til hans. Ég sá hann vel, þó aldrei alveg greinilega og veit heldur ekki hve langt hann var frá mér, og hann gekk á undan mér. Ég sá hann, þó ég sæi ekkert annað því að veðrið var alveg glórulaust. Datt þér ekki í hug, að hættu legt væri að elta þennan svip? Sú hugsun komst ekki að, því ég fann, að ég átti áð fylgja þessum manni. En önnur hugs- un varð einnig áleitin, og hún var sú, sem ég oft hafði heyrt, að það væri hættulegt að ganga sig mjög þreyttan, því ef maður sofnaði þi'eyttur úti í snjó og kulda, vaknaði maður ekki aft- ur. Ég vissi ekki hvað við geng- um lengi. En ég þreyttist. Síðast tók ég þá ákvörðun að grafa mig í fönn. Þetta var eiginlega ekki annað en svolítil hola, sem ég gerði með stafnum mínum og höndunum og þarna lagðist ég niður. En ég hafði gat, þar sem ég gat séð út. Þegar ég öðru hverju leit út, sá ég alitaf manninn. Ég blundaði eitthvað, ekki veit ég heldur hve lengi. En eitt sinn er ég leit út um gatið á þessari litlu vistarveru minni, sá ég í heiðan himinn og skreið út, það var að morgna. Þá sá ég engan mann eh ég sá heim til bæjar, stutt frá. ;En það var bærinn Stöng á heiðinni, svona klukkustundar gangur suðvestur frá Helluvaði. Þú varst svo auðvitað fljótur til bæjar? Maður skyldi nú ætla það. Mér var kalt því ég var orðinn blautur. Og nú var komið frost , en nokkuð bjart, veður. Fötin frusu strax og mér var erfitt um gang. Loksins komst ég að vallargarðinum á Stöng. Þar var einn gaddavírsstrengur ofaná. Og ég velti mér bara inn fyrir og skreið svo heim að bæn um og upp á varinhelluna. Það var gott að enginn sá til mín, því að það hefði þótt óbjörgu- legt ferðalag. Það var tekið vel á móti mér, alveg eins vel og hægt er að gera. Hvílíkar viðtökur. Maður- inn, sem ég sá á heiðinni, var að bjarga mér, það eitt veit ég. Mér fannst það vera Jakob í Álftagerði, þá látinn, en hjá honum hafði ég verið kaupa- maður og við vorum v.el til vina. Mig bara grunar það. En Lára Sigurðardóttir hét konan á Stöng, sem svona vel tók á móti mér, fósturdóttir Jakobs heitins og honum mjög kær. Já, svona var þetta og þessi atburð- ur er einn af þeim, sem ég gleymi aldrei og get þó ekki skýrt. Staurinn fann ég seinna, þekkti hann á merkinu. Hann var langt út í heiði. Ég hefði orðið úti, ef mér hefði ekki ver- ið hjálpað. ¦ Stígvélin mín voru full af snjó og ég fór úr þeim til að taka úr þeim snjóinn, áður en ég gróf mig í fönnina. En ég var orðinn svo þreyttur, að ég komst ekki í þau aftur. Þau fundust síðar, en ekki fyrri en eftir meira en tvö ár, og þá voru þau orðin ónýt. En þau sýndu hvar ég hafði gist. Er þ'að satt, Þorgeir, að þér sýnist stundum fjölmenni, þar sem þó er ekki margt fólk? Um eitt skeið ævinnar komst ég oft í eitthvert annarlegt ástand og sá þá ýmislegt. Satt er það, að ég sá stundum fleira fólk en aðrir, t. d. á mannamót- um eða þar sem fleiri eða færri menn komu saman. Oftast kom þetta út í litlum ljósblettum, stundum andlit manna, stund- um allur maðurinn. En þegar þetta var mjög magnað, eins og á samkomum, varð ég að hálf- gerðum aumingja og ég fékk jafnvel að heyra, að ég væri drukkinn. Frá þessu er varla hægt að segja og það mun held- ur ekki hafa neina þýðingu. En þetta er ekkert leyndarrnál. Þetta var bara svona. Þurftirðu að hafa opin augun til að sjá sýnir? Ég veit það ekki. Það held ég ekki. Maður sér 'þettá ekki á þann hátt, sem maður sér venju Iega hluti. Er það rétt, að þú hafir ein- hverju sinni látið uppi álit þitt á læknisfræðilegum efnum? Vitleysa. Veit ekki hvað þú ert nú að fara. En ef þú átt við ófríska konu, sem ég sagði Ijós- móðurinni, að ekki mundi fæða barn sitt án verulegrar aðstoð- ar, af því það lægi skakkt í móð urlífinu, þá er þetta rétt. Þetta var prestkona. Ég sá að bamið lá ekki rétt, hafði séð það áður hvernig börnin liggja. Og ég bætti því við, að það yrði taf samt að flytja konuna á sjúkra- hús, þegar hennar tími kæmi, ef hún færi þangað ekki strax. Ég frétti að ljósmóðirin hefði sagt lækni frá þessu. En það kom fyrir ekki og var konan heima þar til hún veiktist. Þá kom í Ijós, að flytja varð hana til Húsavíkur, á spítala. En þá var ekki bílfæri og enginn snjó- Ungmennafélagið Eining i Bárðardal 75 ára Bárðardal 27. nóv. Ungmenna- félagið Eining í Bárðardal í S.- Þing. verður 75 ára þann 6. des. n. k. Félagið var stofnað á Jarls stöðum þann mánaðardag fyrir 75 árum eða 1892 af ungu fólki í dalnum. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst sá, að halda uppi skemmtanalífi í sveitinni og hefur það alltaf verið á stefnuskrá félagsins, auk ann- arra mála. Fyrsti formaðurinn var Sigurgeir Jónsson á Stóru- völlum, en núverandi formaður Atli Sigurðsson Lundarbrekku. I tilefni afmælisins býður fé- lagið öllum fyrrverandi og nú- verandi félögum, ásamt mökum þeirra til kaffidrykkju í Bama- skóla Bárðdæla laugardaginn 2. desember og hefst samsætið 'kl. 2e.h. B.Þ. bíll var þá til. Ég held að meira en helmingur 'allra karhnanna í Mývatnssveit, sem gátu hald- ið á skóflu, hafi mokað snjó þann dag og ekki dregið af sér. Það var verið að flytja konuna á spítalann. Þegar ég sá í gegn um fólk, var ég eitthvað kjánalegur, eða í óvenjulegu ástandi. Það var eins og drægi úr mér allan mátt og ég var "dáltla stund að jafna mig. Mér varð stundum hroll- kalt á eftir. Venjulegar sýnir sá ég bezt í myrkri. Einhverníma varstu hliðvörð ur á Mývatnsheiði, og sagt var, að þú vissir alltaf áður þegar einhver fór um veginn? Ég býst við, að ekki hafi marg ir farið um, án þess ég vissi. En það var ekki mér að þakka. Ég sagði þér áðan frá henni fóstru minni og hvernig hún gerir oft vart við sig. Hún vakti mig ætíð þegar ég þurfti að opna hliðið, með því að strjúka hendi sinni yfir ennið á mér, alveg eins og þegar ég var lítið barn. Ég held hún sé alltaf með mér og mér þætti ekki undarlegt þótt hún hefði komið hingað inn á undan mér, þegar ég kom áðan. í kvöld fer ég á Kristneshælið, langur vetur er framundan, en maður lifir í þeirri von, að komast heim í vor. Ég þakka Þorgeiri Jónssyni fyrir viðtalið og óska honum góðrar dvalar á hælinu og góðr ar heimkomu að vori. Kannski hittumst við hjá ánni á sumri komanda. E. D. zw fru jm^ . ALVÍS ISSI Allra síðast sýning laugardag. Aðgöngumiðasala kl. 2—5 og 7-8. Leikfélag Akureyrar. ÞORSTEINN JÓSEPSSON HAEMSÖCTR06 Jólakorf frá Vesfmanrisvafii AD ÞESSU SINNI er jólakort Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti sumarmynd frá æskulýðsmóti við Vestmanns- vatn. Jólarammi er utan um myndina með fánum og orð- unum Gleðileg jól. Ég vil vekja athygli á þess- arri fallegu jólakveðju. Með því að senda jólakort sumarbúð- anna er verið að styðja og efla starf kirkjunnar og sérstaklega þann þáttinn, sem snýr að upp- byggingu þessarrar merkilegu stofnun í Aðaldal. Þar er nú verið að reisa svefnskála, sem til þessa hefir vantað. Með þeirri byggingu skapast aðstaða fyrir námskeið og skólahald allt árið um kring. Þegar hefir mikil blessun hlot Flestar leiðir opnar í GÆR var sæmilegasta bílfæri milli Akureyrar og Reykjavík- ur, ennfremur til Húsavíkur um Dalsmynni. Opnað var til Siglufjarðar. Möðrudalsöræfi lokuðust í fyrrakvöld. Múlaveg ur var talinn ófær í gær. Snjór er víðast lítill en á sumum stöð um hafði rennt í skafla. Stefnt er að því á flestum fjölfarnari leiðum, að Vegagerðin veiti að- stoð vissa daga, áður auglýsta og sýnist sjálfsagt að stefna að því. ? ISLENZK FORNRIT í ENDURPRENTUN EINS og sjá má á auglýsingu í blaðinu í dag, er endurprentun á íslenzkum fornritum í undir- búningi, en þar er um að ræða allar íslendingasögumar ásamt nafnaskrá, Sturlungu, Eddun- um, Biskupasögum, Annálum og Riddarasögum, samtals 42 bindi. Þessi fornrit gaf fslend- ingasagnaútgáfan út fyrir löngu síðan, en margt af þessu var nú uppselt og þörf á endurprentun. Nú hafa 3 dugmiklir bókaútgef endur í Reykjavík hafizt handa með endurprentun fomritanna og verða þau síðustu tilbúin í vor, en sumt um jólin. Þetta verður nú selt með hagstæðum greiðsluskilmálum. Q izt af sumarbúðastarfinu. Um það vera vitni fleiri'hundruð börn, sem þar hafa dvalið. Áhrif Krists þurfa um ' fram allt að móta hina uppvaxahdí kynslóð. Að því marki vinna sumarhTÍð- irnar. Það hentar vel að láta kortið fara með jólakveðjuna.- Þar eru tvö vers úr jólasálmi séra Matthíasar: Fogur er fold- in. Pétur Sigurgeirssoh, LJÓSAKÓRINN SVARFDÆLINGAR æfðu song og sungu þegar fagnað var ra'f- magni þar í sveit. Nefndu þeir- söngflokkinn Ljósakór. af því tilefni. Síðan hefur kórinn æft- með aðstoð þeirra bræðra, Jakobs og Ólafs Tryggvasona:. frá Hvarfi. í síðustu viku sörig kórinn á Grund í Svarfaðardal og í Ólafsfirði á sunnudaginn. J. H. - HEITT VATN (Framhald af bl'aðsíðu 1). áætlun var gerð um hitaveit- una. Leikfélag Fljótsdalshéraðs' er að æfa Valtý á grænni treyju, undir stjórn Vals Gíslasonar. Leikrit þetta er gert eftir sam- nefndri sögu Jóns Björnssonar. En uppistaða sögunnar eru sannsögulegir atburáir, sem gerðust hér á Egilsstöðum. V. S. ^iiiílí;©**? Góður JEPPI til sölu. Gylfi Svavarsson, sími 2-14-16. ÞORSTEINN JÓSEP5SON BABESÖfiDR Dfi HETJU- DÁÐIR RAMM- ÍSjLEXZKAR HRAKNINGA' SÖGUR MYND- SKREYTTAR AFRREVG JÓHANNESSYNI EISTMÁEARA VERÐ KR. 398,- áá|íV BÓKAtTGÁFAIV * FkÍI' örn og ©RIiYGUR *ƧJ* A-ONAKSTRÆTI 13 'oílí^ StMI 18660 0DYRT! - ODYRT! Telpnamokkasíur stærðir 28-35 Herraskór og sandalar SKÓVERZLUN M. H. LYN6DAL H.F. mislitir og hvítir úr nylon verð frá kr. 180.00 Flauels-síðbuxur á telpur, 5—8 ára, kr. 150.00 Hálfsíðir nylonsloppar kr. 240.00 Náttföt (dönsk) ! 12-40, verð frá kr. 195.00 Kuldahúfur ný sending fyrir helgi MARKADURINN SlMI 1-12-61

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.