Dagur - 06.12.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 06.12.1967, Blaðsíða 8
8 ALLIR KÁUPA KERTI OG SPIL ÁRLEGA hafa félagar- í Lions- klúbbnum Huginn farið í sölu- og söfnunarferð um bæinn ýmist til stýrktar einstökum sjúklisgum eða til að afla fjár til kaupa á einhverju nauðsyn- legu sjúkratæki. Að þessu sinni munu klúbbfélagar ganga um bæinn n. k. sunnudag og selja jólapakka. í hverjum pakka eru tvenn spil, tvö jólakerti og 10 jólakort. Hver pakki kostar kr. 100.00. Allur ágóði af þessari sölu rennur til kaupa á svo- kölluðu hjartarúmi, sem er sér staklega útbúið sjúkrarúm fyrir hjartasjúklinga, en slíkt rúm er ekki til hér í bæ en mjög brýn nauðsyn er að fá þetta tæki hingað á sjúkrahúsið, svo mjög sem hjartasjúkdómar hafa farið í vöxt. Lionsklúbburinn Huginn telur það skyldu sína að vinna að þessu máli eftir mætti og treystir á samhug bæjai'búa í þessu nauðsynjamáli. Q NÝR RAUÐAKROSS -BÍLL Nýr sjúkrabíll Rauðakrossins er kominn til Akureyrar, enda þörf á að leysa hinn 11 ára gamla sjúkrabíl, sem nú er í notkun, af hólmi eftir góða þjónustu. Nýi bíllinn verður tekinn í notkun snemma á næsta ári, eða þegar lokið er að búa hann undir notkun. Rætt hefur verið um, að Slökkvistöð- in sjái uin daglegan rekstur bílsins, en ekki er það þó enn ákveðið og mun væntanlega verða rætt í bæjarráði innan skamms. arinnar, fyrst og fremst með það sjónarmið fyrir augum, að áhrif íþrótta til þroska og heilsu bótar og hressingar nái til sem flestra í landinu.... PÁLMI HELDUR ÁFRAM Og Pálmi lieldur áfram máli sínu og segir m. a.: Um það verður ekki deilt, að heilsa og vinnuþrek þjóðarinnar sé dýr- mæt eign. Um það verður ekki heldur deilt, að íþróttir, rétt stundaðar, eru og hljóta að vera mjög þýðingarmiklar fyrir lieilsu og vinnuþrek þjóðarinn- ar. íþróttamál eru uppaldandi — það viðurkenna allir, utan- lands og innan — en um leið varasamar, ef þær eru ekki rétt stundaðar. Þess vegna er það mjög eðlilegt að ríkið láti þessi mál til sín taka, og það er ekki vonum fyrr, í raun og veru, að slíkt frumvarp sem þetla komi fram.. . HVÍSLAÐ UM NÝJAN FORSETA í Bandaríkjunum er kosninga- barátta hörð og opinber, innan flokka og milli forystumanna livers flokks. Þetta þykir nauð- synlegur þáttur lýðræðis. Innan skamms eiga forsetakosningar að fara fram hér á landi og er liljótt um þær ennbá. Það er aðeins hvíslað um glímu Bjarna Ben. og Gunnars Thor. í þessu máli. Hér þarf auðvitáð opin- berar umræður mn svo þýðing- armikið mál, þar sem telja má víst, að núverandi forseti gefi ekki lengur kost á sér vegna aldurs. VEGURINN í HLÍÐAR- FJALLI Vegurinn upp í Skíðahótelið er bráðabirgðavegur. Miðstöð vetr aríþrótta er á Akureyri. Margt mælir með því, að ríki en ekki bæ beri til þcss skylda, að leggja nýjan veg að miðstöð vetrar- íþróttanna. Borðinn kíipptur og fyrstu mennirnir, Hermann Stefánsson og Kjörgvin Júníusson, liafa tekið sér sæti í lyftustólunum. (Ljósm.: E. D.) Skíðalyftan anðveldar mönnnm að njóta Hlíðarf jalls Fjölmenni var við vígslu liennar sl. laugardag SKÍÐALYFTAN í Hlíðarfjalli var vígð með pomp og pragt á laugardaginn, að viðstöddu fjöl menni og í blíðskaparveðri. Eftir hádegi á laugardaginn lá straumur bifreiða frá Akureyri upp í Hlíðarfjall. Allmikinn snjó hafði sett niður í Iogni nótt ina áður en vegurinn var skaf- inn og fær öllum bifreiðum. Þegar komið var upp að Skíða- hóteli kváðu við leiðbeiningar í hátölurum og fólk var beðið að ganga suður að nýju lyft- unni, sem innan stundar yrði tekin í notkun. Brátt var mann söfnuður kominn að neðri enda lyftunnar og athugaði þau mannvirki, sem þar er að sjá. Hermann Sigtryggsson æsku lýðsfulltrúi bæjarins ávarpaði viðstadda, þá Bjarni Einarsson Hörður Sverrisson lyftustjóri. bæjarstjóri, Jens Sumarliðason formaður íþróttaráðs og Her- mann Stefánsson formaður IBA. Veður var hið ákjósanlegasta, hlýtt en öðru hverju fóru þó stormsveipir yfir og feiktu með sér einhverju af því, sem ræðu- menn fluttu, út í veður og vind. Ung skíðakona, Barbara Geirs dóttir, gekk nú fram, klippti á borða og opnaði skíðalyftuna. A samri stundu runnu stólar skíðalyftunnar af stað með fyrstu farþegana, þá Björgvin Júníusson fyrrv. íslandsmeist- ara í svigi og Hermann Stefáns son. En síðan nutu boðsgestir bæjarstjórnar þeirrar skemmt- unar að; -fara, í lyftuna. Höfðu menn af þessu hina mestu ■ánægju. Allt gekk slysalaust -þótt allir væru óvanir að nota slíkt fárartækL Einhverjir voru , ekki nógu fijótir að stíga af stól ... . ■ «.* - unurn í áfangastað og fengu þá mjúka byltu í snjónum. Eftir athöfnina við skíðalyft- una, þar ,sem Hermann Sig- L J ; ’JUiS tryggsson afhenti bæjarstjórn lyftuna fullgerða og bæjarstjóri fól fþróttaráði hana til reksturs, bauð bæjarstjórn til kafíi- drykkju í Skíðahótelinu. Var það vel þegið og nutu menn hinna góðu veitinga. Forseti bæjarstjórnar, Bragi Sigurjóns son, var veizlustjóri. Um klukk Ilermann Sigtryggsson hlaut gulhnerki ÍSÍ. an 4 síðdegis mætti forseti ÍSÍ, framkvæmdastjóri þess, alþing- ismenn og ýmsir aðrir að sunn- an, sem boðið hafði verið en urðu á eftir áætlun hingað norð ur vegna seinkunar flugferða. Forseti ÍSÍ, Gisli Halldórsson, kvaddi sér nú hljóðs og bar fram hamingjuóskir. Við það (Framhald á blaðsíðu 6). SUMIR MÆTTU — AÐRIR EKKI Menn veittu því athygli, að að- eins þingmenn Framsóknar- flokksins í kjördæminu og Bragi mættu til vígslu skíða- lyftnnnar í Hlíðarfjalli á laug- ardaginn. Rétt er þó að geta þess, að Stefán Valgeirsson flutti kveðju og árnaðaróskir Björns Jónssonar alþingis- manns. En að sjálfsögðu ber ekki að draga neina dóma af þessu, öðrum til vanvirðu, því hér mun nánast um tilviljun að ræða. Ilins vegar var það engin tilviljun, að 1940 voru sett í þessu landi lög þau um íþrótta- mál, sem mörkuðu varanleg tímamót. En þá var liimi vaski íþróttamaður, Hermann Jónas- son, forsætisráðherra og við hann eru íþróttalög þessi kennd. ORÐ PALMA REKTORS Það er gaman að ryfja r.pp orð Pálma Hamiessonar rektors við fyrstu umræðu á Alþingi um þessi mál, 6. marz 1939. Hann sagði m. a.: Tildrög málsins eru þau, að 15. apríl sl. skipaði for- sætisráðherra, Hermann Jónas- son 9 manna nefnd til að taka til athugunar íþróttamálin í landinu. Nefndinni var falið að rannsaka og leggja fyrir Al- þingi tillögu um, hvernig hag- kvæmast verði að efla íþrótta- starf og líkamsrækt meðal þjóð Lyftan flytur boðsgestina upp að Strompi, rúma þúsund metra vegalengd. Neðst til vinstri er vélsleð- inn. (Ljósm.: E. D.) SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.