Dagur - 17.12.1967, Side 2
2
ísafolclarbækur
Brennur París? eftir Larry Collins og Dominique Lapierre.
Þýð. Hersteinn Pálsson, ein frægasta saga sem skrifuð hefur
verið um lok síðustu heimsstyrjaldar. 330 bls. með mörgum
myndum. Verð kr. 446.15.
Helreiðin eftir Selmu Lagerlöv. Sr. Kjartan Helgason þýddi.
Selmu Lagerlöv þarf ekki að kynna íslenzkum lesendum.
Þetta er ein fegursta saga hennar í snilldarþýðingu sr. Kjart-
ans í Hruna. Verð kr. 258.00.
Landshornamenn. Sönn saga í Há-Dúr kallar Guðmundur
Daníelsson þessa bi’áðskemmtilegu frásögn af ýmsum þekkt-
um „Landshornamönnum“ á ferð og flugi um landið. 183 bls.
Með teikn. eftir Halldór Pétursson. Verð kr. 365.00.
Hjá selum og hvítabjörnum eftir Friðþjóf Nansen í þýðingu
Jóns Eyþórssonar, prýdd fjölmörgum myndum eftir höfund-
inn. Þetta er 'bók fyrir hrausta stráka á öllum aldri frá átta
til áttatíu óra. 284 bls. Verð kr. 397.75.
Mamma skiiur allt eftir Stefán Jcnsson. „Sagan hans Hjalta
litla“ kom út í fyrra í annarri útgáfu. „Mamma skilur allt“
er beint framhald af þeirri bók. -Báðar þessar bækur hlutu
fádæma vinsældir þegar þær kcmu út fyrír úfn það bil 20
árum síðan. 264 bls. m. myndum eftir Halldór Pétursson.
Verð kr. 236.50.
Saga í sendibréfum. Þættir úr ævi séra Sigtryggs á Núpi.
Finnur Sigmundsson fyrrum landsbókavörður tók saman.
Þetta er sagan af piltinum úr Garðsárdalnum, sem ungur að
árum gerð'ist menningarfrömuður í sveit sinni, hóf lang-
skólanám 26 ára og varð þjóðkunnur fyrir giftudrjúgt ævi-
starf. 230 bls. með myndum. Verð kr. 387.00.
Sex daga stríð eftir Randolph og Winston-Chui’chill, Churc-
hillfeðgarnir lýsa leifturstríðinU frá í sumar þegar ísraels-
menn gjörsigruðu sameinaðan her Araba á sex dögum. 256
bl^. með mörgum myndum. Verð kr. 397.75.
Úlfhundurinn eftir Jack London í þýðingú Stefáns Jónsson-
ar námsstjóra. Þetta er fimmtándá bókin í ritsafni Jack
London. Þetta er góð bók eftir góðan höfund. 264 bls. Verð
kr. 236.50.
Tvímánuður, skáldsaga eftir Katrínu Ólafsdóttur. Eftir sama
höfund hefur komið út bókin „Liðnir dagar“, sú bók seldist
upp á skömmum tíma og var gefin út í annarri útgáfu. Þetta
er fyrsta skáldsaga Katrínar og mun án efa vekja verðskuld-
aða athygli. 200 bls. Verð kr. 365.60.
íslenzk frímerki 1968 eftir Sigurð H. Þorsteinsson. Þetta er
ellefta árið sem íslenzki frímerkjaverðlistinn kemur út.
Bráðnauðsynleg bók fyrir þá sem fylgjast vilja með verð-
gildi íslenzkra frímerkja. 128 bls. Verð kr. 161.25.
Sjóari á hestbaki, ævisaga Jacks London eftir Irving Stone.
Þýð. Gylfi Pálsson. Ævi Jacks London var ein óslitin ævin-
týraslóð frá fátækrahverfi um San Francisco til óbyggða
Alaska og sólríkra Suðurhafseyja. 312 bls. með mörgum
myndum. Verð kr. 349.40.
Undir ljóskerinu, sagnaþættir eftir Guðmund L. Friðfinns-
son. Guðmundur er þekktur sem skáldsagnáhöfundur en hér
kveður hann sér hljóðs á nýjum vettvangi með sagnaþáttum
úr Austurdal. 97 bls. með myndum. Verð kr. 295.65.
Villieldur, skáldsaga eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Villieldur
var síðasta skáldsagan, sem Ragixheiður Jónsdóttir lét frá
sér fara áður en starfsorkuna þraut. Sagan er að ýmsu ólík
eldri sögum Ragnheiðar en fullvíst er að eklci bregzt höf-
undi bogalistin fremur en áður, að segja vel sögu. Verð kr.
349.40.
Matrr og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur. Stærsta og
fullkomnasta matreiðslubók sem komið hefur út á íslenzku.
Kærkomnasta jólagjöf húsmæðranna, nytsöm þeim ungu og
óreyndu og einnig þeim sem lengra eru komnar í mat-
reiðslulistinni. Stór bók. 638 bls. með mörgum myndum og
skýringum. Verð kr. 994.40.
Sérstök athygli er vakin á því, að samkvæmt
heimild í reglugerð frá 11. marz 1967, eru
umferðarmerki við þjóðvegi landsins nú
staðsett hægra megin við veg, miðað við
akstursstefnu.
Undantekning frá þessu eru <þó umferðar-
argus-