Dagur - 17.12.1967, Page 7

Dagur - 17.12.1967, Page 7
7 „Sólrún og sonur vitavarð- arins“ eftir séra Jón Kr. ísfeld heitir nýútkomin unglingabók hjá Bókaútgáfu Æskulýðssam- bands kirkjunnar í Hólastifti. Séra Jón Kr. ísfeld hefir skrifað margar unglingabsekur á undanförnum árum og hefir hann þegar náð miklum vin- sældum meðal yngri kynslóðar innai' bæði fyrir ritstörf sín og sem upplesari, en margar sögur sínar hefir séra Jón lesið í barnatímum Útvarpsins. Þá veitii' séra Jón Bréfaskóla ÆSK forstöðu og hefir eflaust í því starfi kynnzt hugsunar- hætti og tungutaki unga fólks- ins í dag. Þessi bók er framhald af „Sonui' vitavai'ðarins", er var fyrsta bókin, sem Bókaútgáfa ÆSK í Hólastifti gaf út, en þó má taka hana sem sjálfstætt verk. „Sólrún og sonur vita- varðarins“ er fjörlega skrifuð og atburðarásin ör svo að at- hygli lesendans er stöðugt vak- andi — lesanainn er „spennt- ur“ þar til síðasta blaðsíðan er lesin. Bókin flytur lesendum sínum boðskap sanrihjálpar og mannkærleika með stofnun og starfsemi hins athyglisverða fé lagsskapar unglinganna, en þar eiga þau Sólrún og Sveinn mest an hlut að og ævintýrin skortir ekki hvorki á sjó eða landi. Bókaútgáfan ÆSK í Hóla- stifti hefir nú gefið út 4 bækur, þ. e. unglingabækurnar „Sonur vitavai'ðai'ins“ eftir séra Jón Kr. ísfeld, „Bítlar eða Bláklukk ur“ eftir Jennu og Hreiðar og svo fyrrnefnda bók og auk þess nótna- og söngvabókina „Unga kirkjan“, sem einkum er ætluð til styrktar æskulýðsstarfsemi kirkjunnar. Tvær síðast nefndu unglingabækurnar munu nú fást í öllum bókaverzlunum. Hér er um að ræða eina grein í æskulýðsstarfi kirkjunnar, sem vissulega er tímabær þar sem hið ritaða oi'ð hefir mikil áhrif og þeir, sem kaupa bækur þessarar útgáfu mega treysta því, að þeir fá góðar bækur. Saga íslenzkra bókmennta á liðnum öldum ber vott um það, að Hólar í Hjaltadal eiga þai' mikinn þátt og er því vel, að nafn þessarar kirkjulega bóka- útgáfu á Noi'ðurlandi sé tengt nafni Hólastaðar. (Aðsent) LIFÐU LÍFINU LIFANDI Bókaútgáfan Lindir „Lifðu lífinu lifandi“ heitir ný bók, sem Bókaútgáfan Lind- irhefir sent á markað. Bókin er eftir 'hinn heimskunna kenni- mann Norman Vincent Peale. En margir kannast við bók hans, er kom út í fyrra. í inngangsorðum höfundar kemst hann þannig að orði um það hver munur sé á þessum tveimur bókum: „Tilgangur þessarar bókar er sá að hjálpa þér til þess að fá notið meiri gleði og fyllra lífs. Ég stend í þeirri trú, að þú með því að lesa —• og það sem meira er — með því að beita ráðleggingum bókarinnar, munir öðlast dýpri vellíðunarkenndar, aukna lífs- orku og skerptan áhuga fyrir tilverunni. Þessi bók mín gengur á viss- an hátt lengra en sú fyrri, Vörð uð leið til lífshamingju“, í því að leggja áherzlu á, hvernig manni er unnt að öðlast vellíð- an, lífsfjör, áhuga og árangur í lífinu. Fyrri bókin gaf leiðbein- ingar um, hvernig maður á að hugsa jákvætt varðandi vanda- mál sín. Þessi leitast við að sýna þér. fram á, hvernig þér ber að umbreyta þessum já- kvæðu hugsunum í fram- kvæmd, og hvernig þér með því að trúa á mátt þeirra má takast að öðlast það, sem þú væntir í lífinu.“ Bókin er 344 blaðsíður í Demybroti. Prentuð í prent- smiðjunni Eddu. Végna þess að gin- og klaufaveikifaraldur gengur nú á Bretlandseyjum, vill landbúnaðarráðuneytið vekja athygli yfirvalda og almennings á því, að stranglega ber að fylgja reglum laga nr. 11 /1928, um varnir gegn gin- og klaufaveiki. Tekið skal fram, að samkvæmt téðum lögum og aug- lýsingu þessari er: Bannaður með öllu innflutningur á heyi, hálmi, ali- dýraáburði, sláturafurðum hvers konar, húðum, mjólk og mjólkurafurðum sem og eggjurn. Stórgripahúðir, sem nota þarf við togveiðar hér við land, má þó flytja inn, enda séu þær sótthreinsaðar erlendis og einnig þegar þær koma hingað til lands. Frá Bretlandseyjum er ennfremur bannaður innflutn- ingur á lifandi jurtum, trjám, trjágreinum og köngl- um, grænmeti og hvers konar garðávöxtum. Farþegar og áhafnir farartækja skulu gefa yfirlýsingu samkvæmt 4. gr. laganna um dvöl sína á Bretlands- eyjurn, strax og þau koma til íslands. Brot á lögum nr. 11 /1928 og auglýsingum, sem settar eru samkvæmt Jreim, varða sektum. Landbúnaðarráðuneytið 12. des. 1967 iar Seibergsbækur BLAÐINU hafa borizt þrjár Setbergsbækur. Minningar Stefáns Jóhanns Stefánssonar, síðara bindi. f þessu síðara bindi æviminninga sinna eru 11 kaflar, og nefnast þeir: Á tímamótum, Stjórnar- myndun 1947, Utanríkismál, Andstaðan innan og utan, Brot ið blað, Hræðslubandalag og vinstri stjórn, Sjálfvalin útivist um árabil, Svipmyndii' nokk- urra samtíðarmanna, Erlendir skoðanabræður, Heimilið er til heilla bezt og Litið um öxl og áleiðis. Bókin er 226 blaðsíður, kápuskreytingu gerði Kristín Þoi'kelsdóttii'. Allmargai' mynd ir prýða bókina. Bókarhöfund- urinn var um aldarfjórðungs skeið einn af leiðtogum Alþýðu flokksins, áhrifa- og valdamað ur í íslenzkum stjórnmálum um fjölda ára og starfaði síðan í utanríkisþjónustunni. Ritfær maður úr röðum meiriháttar stjórnmálamanna, eins og Stef- án Jóhann, hefur frá mörgu að segja, sem bæði er gaman að lesa og fróðlegt mjög. Ljósi er varpað á ýmsa sögulega þætti stjórnmálanna, sagt frá mönn- um og málefnum. Hvort bókin sé óyggjandi heimíldarrit veit ég ekki ,erl eflaust er heiðar- lega að henni unnið, því höf- undurinn var og er bæði „hreinni og beinni" en ýmsir flokksbræðui' hans fyrr og síð- ar. Heim til íslands heitir önnur Setbergsbókin, höfundur Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson. Bók þessi ei' endurminningar hjón- anna Elísabetar Helgadóttur og Thor J. Brand, 180 blaðsíðu bók með mörgum myndum og 18. bók höfundar og sú síðasta; er hann skrifaði. Formála ritar Ingólfur Kristjánsson og kynn- ir þau mætu hjón, sem bókin greinir frá. En Thor var um skeið þjóðgarðsvörður á Þing- völlum. Hann er Austfirðing- ui' en kona hans fædd og upp- alin í Kanada. Fyrri hluti bók- arinnar nefnist Sonur tveggja þjóða, en sá síðari Frá Sandy Bay til Þingvalla. Það leiðist engum með þessa bók í hönd- um. Daggardropar heitir þriðja bókin. Höfundur er Bjarni J. Blöndal, sem áður hefur getið sér orð með nokkrum vinsæl- um bókum. í þessari bók eru 9 þættir um ólík efni, og leynir sér hvergi hinn næmi náttúru- unnandi og dýravinur, sem jafnframt er íþróttamaður við lax- og silungsveiðar. Þættir bókarinnar heita: Mamma, Drúði, Glámur, Slatti í poka, Horft undir hönd, Oddvitabæli, Jörundur, Smælingjar og Straumandarsaga. Bók þessi er 190 blaðsíður, skemmtileg af- lestrar. Q Auglýsing varðandi gin- og klaulaveski Vegna þess að gin- og klaufaveiki hefur náð mikilli útbréiðslu á Stóra Bretlandi er samkvæmt heimild í lögum nr. 11 /1928 um varnir gegn gin- og klaufaveiki bannaður innflutningur á fóðurvörum þaðan. Ennfremur er fyrst um sinn lagt bann við því að nota matarleifar og sláturafurðir hvers konar, til gripafóð- urs, sbr. lögnr. 124/1947. Brot gegn banni þessu varðar sektum. I Landbúnaðarráðimeytið 12. des. 1967 DRATTARVÉLA- TRYGGINGAR Slys af völdum dráttarvéla fara ört vaxandi, enda fjölgar þessum vélum stöðugt í landinu. Trygging dráttarvéla er því siálfsögð öryggisráðstöfun. óhöpp gera ekki boð á undan sér, en öilum dráttarvéiaeigendum standa til boða eftirfarandi tryggingar með mjög hagstæðum kjör’jm: 1 L ÁBYRGÐARTRYGGINGAR, ER TRYGGJA GEGN ÖLLU TJÓNI, ER DRÁTTAR- VÉLARNAR KUNNA AÐ VALDA ÖÐRUM. 2TRYGG1NG FYRIR BRUNATJÓNI Á b DRÁTTARVÉLUM. 3aKASKO-TRYGGING FYRIR SKEMMDIR Á VÉLINNI SJÁLFRI.yi ^T.ÖKUMANNSTRYGGING Á STJÓRNANDA VÉLAR- INNAR, HVORT SEM ÞAÐ ER EiGANDi EÐA EINHVER ANNAR. GREIÐSLA TEKJUAFGANGS TRYGGIR IÐGJÖLD FYRIR SANNVIRÐI. SAMVINNUTRYGGINGAR .ir~ TT1 i M ÁRMÚLI 3, SfMI 38500

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.