Dagur - 17.12.1967, Qupperneq 8
8
í'
í
4-í
Miðbærinn er víða skreyttur og margir á ferli þessa dagana.
ðlíar sveinr
Fjalli 19. nóv. í gær var fyrsta
hláka vetrarins. Þá leysti gadd-
brynju af megiríhluta láglendis
hér í Aðaldal og af hlíðum og
‘heiðum til hálfs, yfir að líta.
Vetri nú aftur eins og vera ber,
snjói, en krapi ekki, geta jarðir
notazt að nokkru gagni, moki
ekki fönninni niður svo allt fari
í kaf. Þó hér sé nú víðast búið
meir við kýr en ær, skiptir það
nokkru máli hvort beitarjörð
helzt, og þó einkum fyrripart
vetrar eða framundir jól. Og að.
þessu sinni munu flestir taka
undir fornt mál, að þó þess hafi
oft verið þörf, sé nú nauðsyn.
Sumarið reyndist ekki gras-
gjöfult í. heildinni. Túnkölin
margendurteknu eru að verða
landplága. Kólnandi árferði eyk
ur hættuna á að þau vari við
og neyði menn til að sníða sér
stakkinn eftir þeim vexti.
Það er engin frágangssök að
halda búi við, þó eitt — tvö ár
neyði til fóðurbætiskaupa um-
fram eðlilega notkun og betra
en að brytja niður gagnsgripi —
verðlitla til slátrunar, mjólkur
kýr og dilka — og ungviði er
nauðsynlegt til viðhalds, en ef
fóðra skal ár eftir ár nokkurn
hluta búsins með aðkeyptu
fóðri, ihvort heldur er fóður-
bæti eða heyi, stundum langt
að fluttu — og kosta þó til tún-
áburðar að fullu — þá getur
það ekki endað nema á einn
veg: Eignaþroti og uppgjöf.
Fjár- og gripafækkun mun
hafa orðið hér um allar sveitir
í heild. Fóðurbætiskaup stór-
aukizt þetta ár, frá því sem var
sl. ár og 'horfur á að þau auk-
izt enn mikið. Sauðfjárafurðir
jukust að magni, en um. verð-
mætið er allt óvissara.
Þess gætir nú í auknum mæii
að menn snúist til þeirrar 'hátta
breytni að búa aðeins við annað
af tvennu, ær eða kýr.
Hér í sveit hafa nokkur bú
yerið sayþlaus' að undanförnu
og fer þeim fjölgandi. í haust
yar á tveim heimilum, 'hverri
kind .lógað. eð.a látin burt, þó
bústærð , sé þar ekki minnkuð.
Á 3 b'æjum var hins vegar öll-
uni nautgripum eytt, en sauð-
fj.árbú auþin. Loks brugðu 2
menn. búi á haustnóttum og
eyddu hverri klauf, báðir ein-
hleypir. Engir koma í þeirra
stað, gvo vitað sé. Hér er því
um óvenjulega röskun að ræða
á búnaðarháttum og búsetu.
Búháttabreyting getur verið
réttmæt og hefur þó ýmsa ann-
marka í för með sér, bæði fyrir
heimilin sjálf, nágranna og
sveitarfélög, þegar breytt er á
þann veg að sauðfé er aleytt,
og því meir sem strjálbýlla er.
í landþrengslum kunna einstak
ir nágrannar að njóta gagns af
því.
Svipað má segja um breyting
ar á búsetu, en við bætist þar
sú ógn, sem engir hinna skrift-
lærðu lalla virðast sjá eða gera
sér grein fyrir, þeir, er telja
fækkun bænda og býla til þjóð
arnauðsynja — þjóðþrifa — sú,
. sem grípur urh sig meðal manna
í' várriarstöðu, er sjá félagana
falla eða flýja á tvær hendur,
án þess að bætist í skörðin eða,
ef það skilst betur — sjá sam-
herja slitna af kili, einn eftir
annan.
Það er áþekkt þessu — svo
fyrri líkingunni sé haldið —
sem byggðir aleyðast hver af
annarri, ýmist brestur óstöðv-
andi flótti í fámennt lið, þegar
sveitin er þynnt að vissu marki,
jafnvel þó 'hún gæti staðizt, eða
uppgjöfin dregst þangað til ekki
er lengur hægt að manna bát,
Mikil veðrabrigði í nálfúr-
unni og í þjóðfélaginu
Sólaríilmar eru mjta vinsslar
SMÁTT og stórt
BLAÐINU bárust nýlega nokk
ur sýnishorn frá Sólarfilmu s.f.
og er bæði um kort og filmur í
litum að ræða. Kortin eru öll
íslenzk og er til þeirra vandað
eftir föngum. Þetta eru hin feg-
urstu jólakort. Um skugga-
myndiniar er það að segja, að
þær taka til allra landshluta og
er það raunar ekki nýtt, en hins
vegar hefur verið bætt í hinar
ýmsu seríur, svo sem héðan af
Norðurlandi.
Þessar myndir eru vel til þess
fallnar, áð athuga þær fyrir jól
og við mörg önnur tækifæri
þegar um það er að ræða að
gleðja einhvern og fræða um
fagra staði landsins með hóf-
legum kostnaði, og því er vakin
á þeim athygli hér. Q
því síður bjarga í lendingu, ekki
hægt að ná fénu af fjalli, halda
utan að því haust né vor, meðan
þess þarf þó og sú tilfinning er
sezt að utan byggðarlagsins að
hér sé engrar viðreisnar von.
Þangað fylzt því enginn karl,
enn síður kona. Á þessari eyð-
ingarleið er hópur smærri og
stærri byggðarlaga um land, til
viðbótar nokkrum aleyddum.
Og svo koma vesælir menn og
hrópa á sameiningu hreppa og
sýslufélaga sem eitt helzta
bjargráð, sumir af fáfræði, aðrir
af fláræði. KetiII Indriðason.
Úr Bárðardal. Nýting varð hér
sæmileg, vegna þess að aðstaða
til heyskapar hefir stórbatnað
og súgþurrkun er á hverjum
bæ, en útiþurrkun heys er von
laus að nokkru ráði. Bændur
munu ætla sér af með hey, en
meira er keypt af kjarnfóðri en
áður og lítilsháttar af heyköggl
um frá Gunnarsholti. En sprett
an var léleg í sumar.
Yfirleitt mun ekki fækka fé
á fóðrum frá því sem vel'ið hef
ur undanfarið. Sláturfé reynd-
ist víðast íheldur betur en í
fyrra, en þá var það lélegt.
Vetur lagðist snemma að með
hríðum og snjó og varð færi
mjög erfitt framantil í dalnum
og raunar ófært þótt brotist
væri og fór lítið fyrir sumar-
aukanum.
Eins og áður hefir verið sagt
frá vantaði fé eftir fyrstu hríð-
arnar og vantar enn þótt nokkr
ar kindur hafi komið í leitimar.
Nokkuð var um byggingar á
árinu hér um slóðir, myndar-
legar hlöður og fjárhús. Unnið
var nokkuð í vegi, til stórbóta,
þar sem það var, en oft eru eft-
ir skildir kaflar á milli þessara
góðu upphlöðnu vegastubba og
er þar þá hin versta ,,Ófæru-
gjá“«einkum þegar snjóar. Þessi
aðstaða hefir valdið hér hinum
mestu erfiðleikum. Mjólkur-
flutningum er haldið uppi 4
daga vikunnar og er til þeirra
hafður „trukkur“ þegar venju-
legur bíll ekki dugar.
Ekki mun hægt að segja að
almenn bjartsýni ríki meðal
BLÖÐIN
DagblöSin í Reykjavík njóta
styrks af opinberu fé. Þetta fjár
magn og fyrirgreiðsla í öðru
formi nemur sennilega á aðra
milljón króna yfir árið til hvers
blaðs og munar um minna.
Þetta mun hafa átt að fara leynt
en er nú opinberlega viður-
kennt og staðfest af ráðherra.
VÍÐAR ÞÖRF
Akureyrarblöðin hafa átt við-
ræður um þessi mál við for-
sætisráðherra og farið fram á
jafnrétti í þessurn málum, enda
séu þau í engu minni þörf á
stuðningi en Reykjavíkurblöð-
in og þjóni þörfu hlutverki á
sínum vettvangi engu síður en
dagblöð höfuðborgarinnar.
Árangur er þó enginn enn sem
komið er, en vonandi er, að
þingmenn kjördæmisins vinni
að því við ríkisstjórnina, að
jafna þetta misræmi.
UPPGJÖF
Ritstjóri Alþýðumannsins virð-
ist nú þreyttur orðinn og von-
svikinn. Hann sagði nýlega í
blaði sínu: „Undirritaður, þá er
liann tók við ritstjórn Alþýðu-
mannsins, liafði óbifandi trú á
því að liægt væri að gera Al-
þýðumanninn að þróttmiklu
fjórðungsblaði jafpaðarstefn-
unnar á Norðurlandi, en sú von
hefur nú algerlega gengið sér
til húðar.“
bændafólksins hér um slóðir
eins og nú horfir, eftir svo erfitt
árferði og tíð veðrabrigði, bæði
í náttúi'unni og mannfélaginu,
en reynslan á eftir að leiða í
ljós hvort slíkt er ástæðulaust.
Ekki mætti þó hníga meir á
ógjæfuihlið en oi'ðið er af hálfu
beggja þessara aðila. Þ. J.
ÁRMANN HELGASON, einn
vinsælasti kennari í þessum bæ,
er 50 ára í dag. Hann hefur
kennt við Gagnfræðaskólann á
Akureyri í 28 ár. Q
Á FUNDI bæjarstjórnar Akur-
eyrai1 31. janúar sl. var sam-
þykkt að brevta nafni götunnai'
Lögmannshlíð í Glerái'hverfi í
Höfðahlíð og tók breytingin
gildi 1. desember sl.
Jafnframt var breytt númer-
um á nokkrum húsum við göt-
una og nokkur eldri býli felld
inn í númeraröðina í sami'æmi
við nýtt skipulag.
Breytingin er eins og hér
greinir:
Lögm.h. 23 vei'ður Höfðahlíð 1
Barð verður Höfðahlíð 2
Lögm.h. 21 verður Höfðahlíð 3
Hátún verðui' Höfðahlíð 4
VERKAMAÐURINN
Verkamaðurinn virðist nú orð-
inn málgagn Hannibalista og
hefur eflzt um allan helming
síðan hálf-sprengingin varð á
miðstjórnarfundi Alþýðubanda
lagsins og Hannibal, Björn Jóns
son og margir fleiri gengu þar
af fundi. Sá armur bandalagsins
fær víst ekki inni í Þjóðviljan-
um um þessar nxundir, en
Hannibal hefur á skýran hátt
lýst „vinum“ sínum í Alþýðu-
bandalaginu og samstarfi sínu
við þá.
HANDRIÐ
ITér var um daginn þeirri ósk
komið á framfæri, að sett yrði
liandrið á kii-kjutröppurnar. En
þær eru stundum hálar. Nú hef
ur verið bætt úr þessu, bæði
fljótt og vel. Munu margir taka
undir þakkir gaixxalrar konu til
þeirra, sem þessu stjómuðu.
SUMARBÚSTAÐIR VIÐ
ÞINGVALLAVATN
Mjög hefur verið deilt á sumar
bústaðabyggingar á friðlýstu
svæði við Þingvallavatn. En
imxan sjálfs þjóðgarðsins eru
yfir 20 slíkir og nokkru fleiri á
Gjábakka. í síðasta hefti Sam-
vinnunnar taka margir til máls
mjög á einn veg, og beita harðri
gagnrýni.
KOTBÆNDUR SKÁRRI
Meðal þeirra, er til máls taka í
þessu Samvinnuhefti, er skáld-
kona í Mývatnssveit, Jakobína
Sigurðardóttir. Hún segir, að í
Mývatnssveit hafi sumarbústað
ir ekki þótt eftirsóknarverðir,
hafi bændur þar staðist venzl
og gylliboð og ekki leyft slíkar
byggingar. Telur hún, að Þing-
vallanefnd ætti ekki að vera
ofraun að standa til jafns við
kotbændur í Mývatnssveit í
þessu efni, og að hneykslinu
verði að afstýra án allrar lin-
kindar —.
Lögm.h. 5 véi'ður Hö-föahlíð 5
(óbyggð lóð)
Lögmjh. 6-verður Höfðahlíð 6
Lögm.h. 27 verður Höfðahlíð 7
Lögm.h. 8 vex-ður Höfðahlíð 8
Lögm.h. 9 vei-ður Höfðahlíð 9
Lögm.h. 10 verður Höfðahlíð 10
Lögm.h. 11 vei'ður Höfðahlíð 11
Höfðabrekka' v. Höfðahlíð 12
Lögm.h. 33 vei'ður Höfðahlíð 13
Höfði II verðui' Höfðahlíð 14
Lögm.h. 15 verður Höfðahlíð 15
Lögm.h. 17 verður Höfðahlíð 17
(óbyggð lóð)
Lögm.h. 19 verður Höfðahlíð 19
(óbyggð lóð)
Frá bæjarskrifstofunni.
Breyff gölimafn í Gferárhverfð
KEMUR AÐ SUNNAN
íslendingur, blað Sjálfstæðis-
manna á Akureyri, kemur að
sunnan, er prentaður í Reykja-
vík. Er það gert í spamaðar-
skyni, að því talið er, en hvort
stóri bróðir veitir einhverja
fyrirgreiðslu við þetta norð-
lenzka blað, skal hér ekkert
fullyrt. En sumir bykjast finna
meira óbragð að blaðinu, síðan
það flutti að hálfu suður.