Dagur - 24.01.1968, Blaðsíða 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Sírnar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar hJ.
Þegar á reynir
ÞEGAR vel árar hugsa maigir lítið
um landstjórn. Þegar þannig árar
gera rnenn sér jafnvel í hugarlund,
að léleg stjórn sé góð stjórn. Þetta
kom glöggt í ljós á fyrra helmingi
þess áratugar, sem nú er að líða. Afli
fór sívaxandi. Markaðsverð hækkaði
með ári hverju. Af þessu leiddi, að
atvinna var næg í landinu og suður
við Faxaflóa meiri en svo, að vinnu-
aflið hrykki til. Af þessu leiddi þá
líka að sjálfsögðu, að innlánsfé jókst
í lánastofnunum og að íslenzkir
hankar juku innstæður sínar erlend-
is.
En skuldir þjóðarinnar minnk-
uðu þó ekki á þessum tíma, því all-
mikið var tekið af föstum lánum.
En innstæður bankanna voru hand-
bært fé. Stjórnarvöldin kölluðu það
gjaldeyrisvarasjóð, og var þessi gjald
eyrisvarasjóður rúmlega 1900 millj.
kr. í árslok 1966, en það svaraði til
3—4 mánaða úttektar íslendinga er-
lendis eins og hún var um sama leyti.
ínnflutningur var mikill og vax-
andi.
Sagt var, og síðast vorið 1967, að
allt þetta bæri vott um, að landinu
væri vel stjórnað. Að fyrir atbeina
stjórnarstefnunnar liefði innlánaféð
aukizt, gjaldeyrisvarasjóðurinn vax-
ið, og fyrir atbeina stjómarstefnunn-
ar væri mönnum frjálst að eyða er-
lendum gjaldeyri eins og þeim sýnd-
ist.
En eitthvað var að. Það fóru að
heyrast raddir um það frá hærri stöð
um, að unnið hefði verið fyrir gýg.
Verðbólgan óx, ríkisútgjöld og
skattar þó enn meira. Aflinn óx líka
og verð hækkaði. En tveir klókir
menn hlupu fyrir borð af stjórnar-
skútunni og gerðust ambassadorar
erlendis. Aðrir komu í þeirra stað.
En svo varð allt í einu ekki met-
afli, heldur aðeins fjórða mesta afla-
árið. Og afurðaverðið var ekki leng-
ur metverð heldur aðeins rúmlega
meðalverð síðustu fimm ára. Það var
þetta, sem gerðist á árinu 1967. Og
í lok þess árs var ljótt um að litast
á þjóðarbúinu. Bankarnir í vand-
ræðum, gjakleyrisvarasjóðurinn á
þrotum, byrjað að leggja hömlur á
innflutning og meiri höft boðuð,
búið að fella krónuna og þessa dag-
ana talið, að sjávarvöruframleiðslan
þurfi 4—500 millj. kr. verðuppbætur
á árinu, þrátt fyrir gengisbreyting-
una. Atvinnuleysið segir til sín víða
um land. Margir sjá nú, það sem
áður var ekki eins auðsætt: Að J>jóð-
in hefur lengi búið við lélega lands-
stjórn. Að forysta hennar var veik.
Að henni tókst ekki að sporna við
(Framhald á blaðsíðu 7).
Margir dýrlegir dagar á íslandi
Rætt viS RAGNAR STEFANSSON ofursta
FYRIR aldarfjórðungi þrömm-
uðu hermenn með alvæpni um
götur höfuðstaðar Norðurlands
og hermannahverfin þar og í
nágrenninu settu sinn sérstaka
svip á mannlífið. Nú eru her-
mannabústaðirnir rústir einar,
hermennirnir löngu famir og
gleymskan búin að fara um
margt mjúkum höndum, sem
þá þóttu mikil tíðindi.
Einn er sá maður, sem hér
var á stríðsárunum og settist
síðan að og er búsett'ur í bæn-
um. Hann er sennilega eini her
maðurinn á Norðurlandi og
a. m. k. eini ofurstinn, höfði
hærri en fjöldinn, þrekinn að
því skapi, ákveðinn í fram-
göngu, djúpraddaður, enda
söngmaður góður og mundi að
fornu hafa verið kallaður hinn
hermannlegasti. Hann heitir
Ragnar Stefánsson og er
menntaskólakennari.
Ragnar Stefánsson fæddist í
Seyðisfirði 13. marz 1909. For-
eldrar hans voru Jón Stefáns-
son, sem hlaut viðurnefnið
Filippseyjakappi af þátttöku
sinni í spánsk-ameríska stríð-
inu og móðir hans var Sólveig
Jónsdóttir frá Múla. Tíu ára
gamall fór Ragnar til Banda-
ríkjanna og ólst þar síðan upp,
átti heima í Baltimora fram á
fullorðinsár. Hann gekk ungur
í fylkisher Marylandsríkis, las
síðar undir liðsforingjapróf og
öðlaðist liðsforingjatign 1940.
Hann var í herskóla er hann
yar kvaddur í herinn 1941.
Kona Ragnars er María Vik-
toría Sveinbjörnsdóttir frá ísa-
firði og eiga þau fjögur börn,
Sólveigu, Jón Sveinbjörn, Ragn
ar Daníel og Stefán Brand.
Ragnar Stefánsson og fjöl-
skylda hans eiga heima í
Hrafnagilsstræti 4.
Vel man ég Ragnar Stefáns-
son á stríðsárunum, sá hann oft
og heyrði hans jafnan að góðu
getið, en hann var í öryggis-
deildinni og hafði mikil og góð
samskipti við íslendinga. Var
hann oft til kvaddur er leysa
þurfti deilur eða jafna ágrein-
ing milli setuliðsiris og íslend-
inga. Skildist mér, að þá þætti
málum vel borgið, ef þau voru
í hans höndum. Þegar fundum
okkar bar saman fyrir nokkr-
um dögum óskaði ég viðtals og
var það auðsótt mál. Og er við
síðar hittumst og þetta viðtal
varð til, fannst mér þar reynd-
ar fremur bókarnefni en blaða,
og verður hér á fátt eitt drepið.
Þú ert enn bandarískur
ofursti, Ragnar?
Já, og ennþá embættismaður
ríkisins á eftirlaunum. Ráðu-
neytið vestra getur kallað mig
til starfa hvenær sem er. Það
eru þess réttindi á meðan ég er
í her Bandaríkjmanna. En hér
á ég heima og hér er gott að
vera.
Hvenær komstu fyrst hingað
til lands?
Árið 1942 og dvaldi þá 10 ár
hér á landi og rúmlega það. Hér
var ég settur í öryggisþjónust-
una, sem m. a. kom til af því, að
ég var íslendingur og talaði
mitt móðurmál, þótt það lægi
mér ekki létt á tungu fyrst
í stað. Þegar ég fór
utan 1952 fór ég strax í her-
skóla í 5 mánuði. Kvöldnám
sótti ég 1953 við háskóla vestra,
byrjaði um vorið, ég vann á
daginn. Las ég einkum sögu og
heimspeki en einnig ofurlítið í
hagfræði og pólitískum vísind-
um. Þessu námi hélt ég áfram
að mestu til 1956 að ég var
sendur hingað til lands öðru
sinni. Háskólanámi mínu lauk
ég svo á Keflavíkurflugvelli, en
þar var háskólaútibú að vestan.
En þú stundaðir líka liáskóla
nám í Reykjavík?
Já, og það voru dásamlegir
dagar og ár, að stunda nám á
daginn. Ég las sögu, mannkyns-
sögu og ensku.
Og hmgað til Akureyrar?
Hingað kom ég 1964, um
haustið og fór strax að kenna
og hefi gert það síðan, bæði
ensku og nú í vetur kenni ég
einni bekkjardeild mannkyns-
sögu.
Þú nnmt liafa ferðazt hér
Williom Haight. Hann talaði ís-
lenzku og var sérstæður um
margt, rólyndur og gamansam-
ur í svörum, og bjó hérna upp
með Glerá. Löngu eftir að leið-
ir okkar skildu, sendi hann mér
100 ára gamla bók, sem hann
hafði fundið tvö eintök af og
fjallaði hún um íslenzk málefni.
Sérstæðir atburðir?
Ymislegt kom nú fyrir, þótt
landið yrði aldrei vettvangur
styrjaldarinnar. Mér er glöggt
í minni þegar Súðin varð fyrir
árás þýzkrar flugvélar. Þetta
gerðist á Skjálfanda. Flugvélin
mun hafa verið í veðurathug-
’ unarflugi fyrir norðan og vest-
an land, eins og þá var svo al-
gengt. Stundum viku vélar
Ragnar Stefánsson ofursti.
nokkuð á stríðsárunum?
Talsvert mikið. í því sam-
bandi langar mig til að benda á,
að þótt vegirnir séu vondir og
réttilega yfir þéim kvartað, eru
margir vegir miklu verri víða
um heiminn og mesta furða
hvað vegakerfið er gott hér,
miðað við landstærð og fólks-
fjölda. Og mikil breyting hefur
orðið hér síðan ég kom hingað
fyrst, fyrir aldarfjórðungi. Þá
varð maður að sætta sig við að
bílferðir yfir fjallvegi stöðvuð-
ust mánuðum saman — og
þótti eingum mikið —. Nú ætla
menn að rifna ef ekki er fært
yfir heiðarnar dag og dag. Ekki
er ég samt að draga úr vegabót
um. Ég kom yfir Öxnadalsheið-
ina í fyrsta hei-jeppanum í maí
1943 og þá mátti það nú ekki
verra vera. Yfir Reykjaheiðina
fór ég í þriðju júlívikunni og
höfðu ekki margir bílar farið á
und.an mér það sumar. En yfir-
leitt er ég stórhrifinn af þeim
margvíslegu framförum, sem,
hér hafa orðið frá því ég kom
hingað fyrir 25 árum.
Var ekki erfitt að stjóma
hermönnunum hér?
Engin stórvandræði urðu í
því efni, en refsingu fengu
náttúrlega margir, fyrir ýmis-
konar yfirsjónir. Flestir mínir
menn voru vel gerðir og þoldu
það frelsi, sem hér var meira en
í stórum hersveitum. Nokkrir
þoldu það að vísu ekki og þurfti
að flytja þá í annað umhverfi.
í Reykjavík hafði ég fyrst Breta
með mér og voru margir þeirra
duglegir að læra -íslenzkuna,
enda sumir góðir málamenn.
Nokkrir okkar menn að vestan
lögðu það h'ka á sig að læra ís-
lenzku. Einn kallaði sig Vil-
hjákn bónda í Eyjafirði og var
honum strítt á því, að hann
væri meiri íslendingur en ís-
lendingar sjálfir. Hann heitir
(Ljósm.: E. D.)
þessar af leið og flugu inn yfir
landið. Þessi vél varpaði
sprengjum að Súðinni og hóf
síðan skotárásir. Margir særð-
ust og féllu um borð og það
varð náttúrlega uppi fótur og
fit, sem eðlilegt var. Leki kom
að skipinu þótt engin sprengja
hitti það. Mig minnir, að brezk-
ur togari, sem flúið hafði rétt-
vísina hér á Akureyri, yrði til
þess að draga skipið að bryggju
á Húsavík. Skipstjóri á Súðinni
var Ingvar Kjaran en fyrsti
stýrimaður Pétur Bjarnason.
Ekki hafa hermenn verið þar
um borð?
Svo einkennilega vildi nú til,
að það var einn hermaður okk-
ar um borð, Tdxasbúi, Buster
Cole að nafni, 32 ára gamall.
Framganga hans var alveg frá-
bær. í stað þess að láta fara
með sig sem farþega, sem hann
neitaði á þeirn forsendum. að í
þessu tilviki hlyti hann að líta
á sig sem hermann, tók hann að
sér stjórnina með yfirmönnum
skipsins. Og þegar að bryggju
var lagzt og mannþyrpingin
varð svo mikil, að ekki var
hægt að komast frá borði með
sjúka, gaf hann fyrirskipanir á
iiermannavísu, sem viðstaddir
Bretar í hópi lanchnanna, voru
fljótir að skilja og hlýða. Þeir
opnuðu þegar braut í mann-
fjöldann og létu allt fara fram
í röð og reglu.
Varst þú nokkur þátttakandi
í þessu máli?
Þessi sami piltur fór á sím-
stöðina til að stöðva fréttaflutn
ing af slysinu og hringdi til
Akureyrar til að fá blóð sam-
kvæmt beiðni læknis á Húsa-
vík. Þá var nú komið að mér
að útvega blóðið. Ég hringdi til
yfirlæknis okkar en hann svar-
aði því til, -að hægt væri að fá
nóg blóð fyrir austan. Þá
hringdi ég til annars læknis,
sem bjó hérna niðri á Eyrinni.
Hann spratt þegar upp frá mat-
borði, fór á stofu sína og af-
greiddi þurrt blóð, sem ég svo
fór með austur. Það var fyrsta
ferð mín þennan veg og var ég
ekki viss á vegamótunum við
Grenj aðarstaðaafleggj arann, fór
heim á bæ og spurði til vegar.
Piltur kom út og fræddi mig
skilmerkilega um það, en annað
heimilisfólk fór út um bakdyr
og faldi sig. Svona var ég víst
hræðilegur og þeir voru þá
ekki búnir að átta sig á Þing-
eyingnum í mér, sem er tölu-
verður, enda er ég dóttursonur
Jóns í Múla og á því alveg
fjölda frænda í Þingeyjarsýslu.
Hvað varð um þennan prýðis
mann á Súðinni?
Löngu seinna á ferðum mín-
um með Súðinni, heyrði ég
um piltinn og þótti það svo
merkilegt, að ég fékk skrif-
legan vitnisburð áhafnarinnar.
En áhöfnin lauk miklu lofs-
orði á hermanninn. Sjájfur
vildi hann ekkert um málið
segja, sjálfum sér til framdrátt-
ar. Þessi plögg þýddi ég svo og
sendi vestur. Ég hjálpaði þess-
um manni til að komast í liðs-
foringjaskóla vestra og flutti
hann héðan áleiðis til Reykja-
víkur í opnum jeppa. Við lent-
um í grenjXndi hríð á Holta-
vörðuheiði. Okkur kól svolítið.
En allt er gott þegar endir-
inn er góður og við komumst.
Jæja, svo gerðist það við þenn-
an sama skóla einn daginn, að
kallað er upp nafn Buster Cole.
Hann vissi ekki hvaðan á sig
stóð veðrið, er hann var látinn
ganga fram fyrir hvern yfir-
manninn öðrum tignari. En það
er ekki að orðlengja það, að
silfurstjarnan var fest í barm
hans. Leið hins ágæta, hug-
prúða og æðrulausa manns,
farþegans með Súðinni, hefur
legið til gæfu og frama til þessa.
Hann er formaður lögfræðinga
félags Texasríkis. Það má gjarn
an geta þess til gamans, að auð
vitað voru sendar þakkir fyrir
þurra blóðið, sem við minnt-
umst á óðan, og yfirlæknirinn
tók á móti þakklætinu!
Þið tókuð nokkra njósnara
hér á stríðsárunum?
Þeir voru allir íslenzkir nema
einn Þjóðverji, sem áður hafði
dvalið hér á landi en var kall-
aður í iþýzka herinn þá staddur
í Þýzkalandi. Þessir menn voru
fluttir sjóleiðina og skotið upp
á Norðausturlandi. Ég held, að
öllum fslendingunum hafi verið
óljúft að taka að sér njósnara-
störf og hafi jafnvel verið
neyddir til þess og ekki gert
'mikið fyrir sína erlendu hús-
bændur — sumir eða jafnvel
allir orðið fegnir að komast til
fslands með einhverjum ráðum.
Enginn beitti mótspyrnu og
alltaf voru það fslendingar, sem
gerðu aðvart. Þrír njósnarar
voru saman í hóp, Þjóðverjinn
og tveir íslendingar. Menn, sem
voru í selaróðri á Héraðsflóa
hittu þá. Njósnararnir þóttust
vera frá Landssímanum. Sjó-
mennirnir vissu betur og voru
ekki fyrr komnir heim til sín en
þeir gerðu aðvart. Njósnararnir
reyndu að fela sig þegar við
komum. Þjóðverjinn var þess
fullviss að hann yrði skotinn.
En sennilega lifir hann ennþá,
félagar hans og aðrir þessir
menn, sem handteknir voru
fyrir njósnir.
Eitthvað var skotið niður af
flugvélum liér um slóðir?
Það kom fyrir að þessar
veðurathugunarflugvélar færu
hér nærri. Ein slík var skotin
niður við Grímsey. Átta eða níu
manna áhöfn hennar var bjarg-
að úr sjónum. Þessir piltar voru
fluttir hingað til Akureyrar og
var ekki hátt á þeim risið. Þeir
vildu þegar í stað segja okkur
allt af létta og gefa allar þær
upplýsingar, sem þeir máttu.
En okkur var stranglega bann-
að að yfirheyra þá og varð svo
að vera. En þegar hinir þýzku
flugmenn sáu, að farið var með
þá eins og menn og að þeir
yrðu ekki skotnir eða hengdir
umsvifalaust, fóru þeir að hress
ast og voru orðnir þögulir þeg-
ar til Reykjavíkur kom.
Heldur þú, að Þjóðverjar hafi
ætlað að liemema fsland?
Um það þori ég ekki að segja.
Það þurfti öflugan flota til að
halda sambandi við landið og til
þess að verja það. Ef kafbáta-
sókn Þjóðverja hefði tekizt bet
ur en raun varð á, hefði slíkt
komið til mála. ísland, sem kaf-
bátahöfn og flughöfn hefði ver-
ið þeim ómetanleg. Churshill
lýsti íslandi sem ósökkvandi
móðurskipi og var það rétt lýs-
ing. Ef Þjóðverjar hefðu gert
alvöru úr hernámi, hefði orðið
að hreinsa þá burt. Hefðu þá
orðið hernaðarátök á íslandi og
þjóðin hefði eflaust fengið að
kynnast því, sem ég vona að
hún kynnist aldrei.
Þeir voru taldir kvensamir
mennimir ykkar að vestan?
Slíkt mun fylgja mönnum í
öllum áttum. Ég skal segja þér
eina sögu um þetta. Það var
piltur hjá okkur, sem hafði
þann óvana, ef það mætti orð-
ast svo, að grípa utan um stúlk-
ur og heilsa þeim með ein-
hverju nafni og konurnar
brugðust illa við. Þetta var svo
kært til okkar. Við höfðum viss
ann mann grunaðann um þenn-
an leiða „kæk“ en vantaði bara
ákveðna kæru. Kæruaðilinn
hlaut í þessu efni að vera ein
eða fleiri konur, sem fyrir
áreitni mannsins höfðu orðið.
En þegar til þeirra kasta kom,
vildu þær ekki fallast á sjónar-
mið manna sinna. Sögðu þær,
að þeir yrðu víst varla betri
sjálfir ef þeir væru búnir að
vera kvenmannslausir í átján
mánuði. Málið féll því niður, og
stuttu seinna fengum við tæki-
færi til að senda mann þennan
í burtu, enda fór sá tími í 'hönd,
sem búast mátti við að væi'i
örvandi fyrir manninn og var
þó ekki á það bætandi. Það var
farið að hausta að. Auðvitað
verður ekki komist hjá ýmis-
konar sambúðarvandamálum
þegar herseta er annars vegar.
Má furðulegt telja, að þau voru
þó ekki meiri en raun varð á,
enda reynt af fremsta megni að
bæta úr því, sem miður fór og
mæta hverju slíku verkefni af
skilningi.
Eitthvað var kvartað undan
hnupli hermanna í verzlunum?
Jú, flotinn lá undir því ámæli
og kvartanirnar reyndust á rök
um reistar. Það endurtók sig
sama sagan þegar viss flota-
deild kom hér inn. Við fengum
þetta mál til meðferðar. Skýrsl-
um var safnað og var orðinn
álitlegur bunki af þeim á skrif-
borðinu mínu. Kaupmennirnir
áttu aðeins eftir að undirrita
kærurnar, síðan átti að senda
þær suður. Þá bar svo til norð-
austan við ísland, að eitt af
frægustu orustuskipum Þjóð-
verja var sökkt. Jæja, ég fór
nú með kærumar og gekk á
milli til að fá undirskriftirnar.
Enginn einasti maður vildi þá
Ijá nafn sitt við kæru. Ég varð
alveg forviða. Jú, það voru ein
mitt piltarnir úr hinni hnupl-
sömu flotadeild, sem áttu heið-
urinn af þessum síðasta sigri á
hafinu. Þeir hefðu mátt stela
öllum bænum og við hefðum
samt ekki kært, sagði einn.
Svona var viðhorfið oft.
Felldir þú mann í stríðinu?
Ég var svo lánsamur að þurfa
þess ekki og jafn lánsamur var
ég í þvi, að verða heldur ekki
skotmark annarra. En margir
félagar mínir féllu, einkum í
innrásinni í Frakkland. Það
hittist svo á, að það varð mikið
mannfall í 29. herdeildinni, þar
sem þeir voru.
Þú munt vera góð skytta og
e. t. v. veiðimaður?
Ég kann auðvitað að fara með
byssu, sem hermaður, og ég var
sæmileg skytta. Hins vegar er
ég engin sportskytta og felli
mig ekki við veiðimennsku með
byssu. Aftur á móti var ég mik-
ið í knattspyrnu hér áður fyrr.
í mínum bæ vestra voru fleiri
knattspyrnulið en í nokkurri
annarri borg, lið í hverjum
skóla, allt frá barnaskóla og eitt
árið voru 130 félög starfandi í
borginni utan skólanna. Nú er
knattspyrnan að ná til fólksins •
víða fyrir vestan. En í sam-
bandi við veiðiskapinn hlýt ég
að játa, að lax- og silungsveiði
er mjög heillandi. Ég fékk einu
sinni 12 sjóbirtinga á stöng á
stuttum tíma í Vatnsdalsá. Sá
dagur verður mér ógleyman-
legur, eins og margir dýrlegir
dagar á íslandi, segir Ragnar
Stefánsson ofursti að lokum, og
þakka ég viðtalið. E. D.
Nokkur orð um fjárhagsáæflun Ákureyrar 1968
r
Rætt við Sigurð Ola BrynjólfssoU, bæjarfulltr.
FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjar-
sjóðs Akureyrar var til síðari
umræðu í bæjarstjóm síðdegis
í gær. Mun liún hafa verið af-
greidd á þeim fundi með ein-
hverjum minni háttar breyting-
um. En blaðið hefur áður birt
stærstu liði þeirrar áætlunar.
Þar sem ég gat ekki vegna anna
við blaðið hlýtt á umræður
bæjarfulltrúa og fylgst með af-
greiðslu þessa máls, lagði ég
nokkrar spuringar fyrir einn
bæjarfulltrúann, Sigurð Ola
Brynjólfsson, um nokkur atriði
áætlunarinnar og svaraði hann
þeim svo sem hér greinir.
Viltu fyrst segja mér eitthvað
almemit um slíka áætlunargerð
sem þessa?
Á löngiun tíma hefur Akur-
eyrarbær af frjálsum vilja tekið
á sig margar skuldbindingar í
fjárhagslegum efnum og lög-
gjafarvaldið hefur lagt á hann
aðrar. Við sínar skuldbindingar
verður bærinn að standa, hverj
ir svo sem þar fara með stjórn-
ina. Því er áætlunargerð sem
þessi í raun réttri meira bund-
in en flesta grunar og verður
fyrir þær sakir oft með öðrum
svip en þeir vildu, sem að
vinna. Ég er engan veginn
ánægður með fjárhagsáætlrm
bæjarins. En ástandið í dag býð
ur, að mínum dómi, ekki upp á
aðra eða betri möguleika. Og
sumum finnst e. t. v. að ástand-
ið um þessar mundir sé svo illt,
að það bjóði ekki einu sinni upp
á þá möguleika til fram-
kvæmda, sem að er þó stefnt í
áætluninni.
Eins og á mörgum undanföm
um árum eða áratugum hefur
stór hópur manna unnið að
samningu þessarar áætlunar,
sem bæjarráð og bæjarstjórn
mun taka endanlega ákvörðun
um í kvöld.
Og bráðum fáum við að sjá
blessuð útsvörin okkar?
Atviimuleysi hjá iðnaðarmönn-
um á Akureyri
MIKIÐ hefir verið rætt og ritað
um atvinnuástand í landinu að
undanförnu. Það skal viður-
kennt hér, að eitt og annað hef-
ir verið gert til þess að bægja
atvinnuleysinu, þeim mikla
voða, frá bæjardyrum lands-
manna. Nægir í því sambandi
að minna á þær ánægjulegu
fréttir, þegar ríkið fól Slipp-
stöðinni h.f. á Akureyri, mikil
verkefni, sem endast munu
næstu tvö ár a. m. k.
í síðastliðinni viku, lýsti hæst
virtur iðnaðarmálaráðherra því
yfir, — eftir fréttum útvarsins
að dæma —, að næg atvinna
væri fyrir hendi, t. d. hér á
Akureyri. E. t. v. hefir ráðherr
ann haft áðurnefnt verkefni í
huga, þegar hann sagði þetta,
og er sjálfsagt að virða honum
það til vorkunnar, en ég get
ekki samþykkt það, að nóg sé
hér að gera, vegna þess eins að
Slippstöðin fékk góð verkefni.
Hér tala staðreyndirnar öðru
máli.
Það gæti líka verið, að ráð-
herrann dragi sína ályktun af
viðtali, sem ríkisútvai-pið hafði
við einn bæjarfulltrúa Akur-
eyrarkaupstaðar, þegar hann
ásamt fleirum, var boðinn til
höfuðstaðarins. En í viðtalinu
hélt bæjarfulltrúinn því fram,
að á Akureyri væri næg at-
vinna og ekki fyrirsjáanlegt at-
vinnuleysi. En hvað sýna svo
staðreyndimar? Af trésmiðum,
sem ég hefi nú mest afskipti af,
voru tólf byrjaðir að vinna við
Búrfellsvirkjun, fyrir áramót.
Eftir áramót bættust svo fimm
smiðir í hópinn, svo alls eru þá
komnir að Búrfelli sautján
smiðir og einn smiður er í
Straumsvík. Þar með er þó ekki
allt upptalið, því ellefu smiðir
eru á biðlista, og munu þeir
fara að Búrfelli, sfrax og
„norsku" húsin svokölluðu eru
komin þar upp. Ég myndi segja
að iðnaðarmenn og verkamenn,
Tekjustofnar bæjar- og sveit
arfélaga eru mjög einhæfir.
Utsvörin og aðstöðugjöldin hafa
um langan tíma numið 75—80%
af heildartekjum bæjarsjóðs. í
ár eru útsvörin áætluð 68.9
millj. kr. og aðstöðugjöld 16.7
millj. kr. í stað 60.6 millj. kr.
sem hafa byggingarvinnu sér til
lífsviðurværis, yrðu ekki „feit-
ir“ af þeirri vinnu sem hér er
allt últit fyrir að muni verða
allt þetta ár. Að vísu hefir verið
úthlutað nokkuð af lóðum að
undanförnu, en ég held þó að
það gefi ekki rétta mynd af
ástandinu. Við skulum fara
ypp á byggingarsvæðið í haust
og líta yfir hverfið. Ég hef þann
grun, að við okkur muni blasa
land, sem líkast væri að mold-
varpa hefði komizt í. Eitt og
eitt hús kann að verða orðið
fokhelt, en flestir munu þó lík-
lega aðeins vera búnir að
steypa í rásir, vegna fjárskorts.
Þessar fáu linur eru aðeins
skrifaðar til þess að benda á, að
hér verður að öllu óbreyttu,
EKKI næg atvinna handa bæj-
arbúum. Ég tala út frá reynslu
trésmiða, en ég veit að þeir
munu vera fleiri, sem hafa svip
aða sögu að segja.
Akureyri, 22. jan. 1968.
Níels Hansson, formaður
Trésmiðafélags Akureyrar.
Sigurður Óli Brynjólfsson.
útsvara í fyrra, miðað við 5%
afslátt á almennum ' útsvars-
skala þá. En við þessa fjárhags-
áætlun er miðað við, að almenn
ur útsvarsskali verði notaður
án afsláttar.
Var þörf á d3 nota hærrl
skalann?
Ég tel óhjákyæmilegí áð háfa
þann hátt á, einkum vegna ati-
gerða í efnahagsmálum fyrir
jólin. Þær gerðu þáð'að’verk-
um, að hver króna, greidd á
þessu ári, er stórum verðminni
en á sl. ári og því ekki um
meiri verðmæti að ræða þótt
krónutalan hækki sem nemur
fullum álagningarskala. Að
vísu sýnist launþegum, einkum
í lægri launaílokkum, ’ að þéir
eigi fullt í fangi með að greiða
sín gjöld og láta endana ná
saman og fellst ég á það. En
eins og útsvarsstiginn er upp
byggður, leiðir hann til tekju-
jöfnunar á þann veg t. d. að
hjón með tvö börn á ’framfæri
og 11—12 þús. kr. mánaðarlaun
og greiddu í fyrra cá. 5000 kr.
útsvar, þurfa nú að greiða 250
krónum meira eða svo. En þessi
5% hækkun á skala gefur bæj-
arsjóði á fjórðu milljón kr. í
auknar tekjur. Og það fé er að
mestu sótt í vasa þeirra, sem
auðveldara eiga með að greiða.
Og það fé, sem þannig fæst I
bæjarsjóðinn er hreint fram-
kvæmdafé. Og þótt auðvitað
væri þörf á, að 'það væri meira,
ættum við ekki að vamneta það,
enda mun það koma mörgum
að notum í aukinni atvinnu. Þá
vildi ég mega geta þess, að fram
lag úr Jöfnunarsjóði, sem sveit-
arfélög landsins gerðu sér mikl
ar vonir um að myndu fara
hækkandið fara það ekki og
renna hingað aðeins 12 millj.
kr. eins og á árinu 1966. Hlut
sveitarfélaga úr Jöfnimarsjóði
þarf að stórauka, svo sem með
aukinni hlutdeild í söluskatti.
En hvað viltu svo segja unt
gjöld bæjarsjóðs?
Eins og áður segir eru marg-
ir stærstu gjaldaliðimir bundn-
3r með lögum, svo sem kostnað-
ur við löggæzlu, eldvarnir,
framlög í tryggingarsjóði, fram
færsla og menntamál. Framlag
bæjarins til Almannatrygginga
og sjúkra- og atvinnuleysis-
trygginga er 18.4 millj. kr., allt
bundið með lögum. Framlag til
skólanna er 11.2 millj. kr. fyrir
utan byggingarkostnað, sem
bærinn þarf að greiða að hálfu.
Að stærri skólum slepptum er
kostnaður við Iðnskólann 0.8
millj. kr. og við Tónlistarskól-
ann 0.95 millj. kr., við Amts-
bókasafnið 1.4 millj. kr. En all-
ar þessar stofnanir þjóna hlut-
verki sínu langt út fyrir tak-
mörk bæjarins. En þetta er ein
af skyldum Akureyrarbæjar
sem forystubæjar á Norður-
landi og menningarmiðstöðvar.
Viltu segja eittíivað unt
íþróttamálin?
Þótt ýmislegt mætti betur
gera og meira I íþróttamálum
í bænum, leggur bærinn 3.7
millj. kr. til þeirra mála, sem
verður að teljast viðhlýtandi.
Þó *eru verkefni framundan,
sem krefjast mikils fjármagns,
svo sem nýtt íþróttahús og vél-
fryst skautasvell.
Hreinlætismálin eru hár lið-
ur í áætluninni?
Já, en þar undh' heyrir sorp-
'hreinsun, snjómokstur, gatna-
hreinsun og þ. h. og er áætlað
6.7 millj. kr. tii þessa. Það er
svipuð upphæð og skattar af
fasteignum í bænum og gefur
það auga leið, að fasteignagjöld
in þurfa að hækka og ættu fast
eignirnar líka að standa undir
gatnagerðinni.
Ilverjar eru svo helztu áætl-
aðar franikvæmdir á þessu ári?
Fé til framkvæmda er í mörg
um liðum í áætluninni. En aðal
framkvæmdaliðirnir eru gatna-
gerðin og skipulagsmálin, upp
á 22 millj. kr. og nýbyggingar
upp á 8.2 millj. kr. Af gatna-
gerðaliðum mun fólk sennilega
hafa mestan áhuga á þeim
hluta, sem gengur til endur-
bygginga eldri gatna, þar með
talin malbikun. Til þessa eru
áætlaðar 12.8 millj. kr., en þar
frá dregst allstór hluti vegna
iholræsagerðar. En stóra hol-
ræsagerðin eftir Þórunnarstræti
og upp Þingvallastræti er meira
mannvirki en svo, að hægt sé
að ætlast til þess, að kostnaðin-
um verði deilt á tvö ár og væri
ástæða til þess að reyna að fá
lánsfé vegna þeirrar fram-
kvæmdar. En bráðlega verður
tekin ákvörðun um, hvaða göt-
ur verða endurbyggðar í sum-
ar. Nýbyggingar, sem í sumar
verður unnið að, er Amtsbóka-
safnsbyggingin, sem væntan-
lega verður lokið, en sú bygg-
ing var ákveðin í sambandi við
aldarafmæli bæjarins 1962. Til
hennar Ieggur bærinn nú 1.5
millj. kr. og rökstuddar vonir
eru um 2 millj. kr. lán til að
Ijúka henni nú í sumar. Þá verð
ur unnið við byggingu Iðnskól-
ans og þyrfti að vinna fyrir
rúmar 6 millj. kr. fyrir næsta
haust, en það nægir til að ganga
(Framhald á blaðsíðu 2).