Dagur - 24.01.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 24.01.1968, Blaðsíða 8
B SMÁTT OG STÓRT Frá vinstri: Anna Jóhannesdóttir, Haukur Halldó /sson, Kristjá'n Benediktsson, Guðrún Helgadóttir, Haukur Laxdal, Guðbjörg Kortsdóttir og Ásgeir Stefánsson. (Ljósni.: f>. J.) XJNGMENNAFÉLAGIÐ Æskan á • Svalbarðsströnd frumsýndi gamanleikinn „Syndaselinn“ skömmu eftir áramótin og síðan hafa farið fram fjórar sýningar og 'hlotið ágætar viðtökur. Höf- undur er Yrjo Soini en þýðingu annaðist Júlíus Daníelsson kennari á Dalvík. Leikstjóri er Júlíus Oddsson, Akureyri. Leik endur eru alls sjö. Ekki verður felldur hér leik- dómur í einstökum atriðum, en óhætt er að segja, að heildar- mynd leiksins er sómasamleg, bæði frá hendi leikstjóra og Stígsndi á Skagaströnd strandaðs Skagaströnd 23. jan. Stígandi strandaði hérna fyrir norðan höfðann þann 18. janúar. Hann var að koma úr fiskiróðri. Hann náðist samdægurs út, eða á næsta flóði. Tveir bátar náðu honum af strandstaðnum en björgun stjórnaði Karl Bernd- sen. Báturinn er talinn lítið Skemmdur en fór í slipp á Ak- ureyri og er þar nú. Þrír bátar róa héðan og þótt þeir afli ekki mikið skapar það nokkra atvinnu í landi. Menn hafa farið héðan í atvinnuleit og tvær stórar fjölskyldur fluttu iburt í haust. Síðustu landanir hjá Akureyrartogurunum KALDBAKUR landaði 18. jan. 128 tonnum fiskjar og er farinn á veiðar. SVALBAKUR land- aði í gær ca. 230 tonnum og fer á veiðar í dag. HARÐBAKUR og SLÉTTBAKUR eru á veið- um og mun sá síðarnefndi hafa fengið 110 tonn. . □ .Svellalög., mjkil eru á Skaga. Og ■ fyrir hálfri annarri viku gerði svo mikla ísingu, að fátítt er. Símalínur urðu sverar eins og mannshandleggur og slitn- uðu bæði að austanverðu og vestanverðu á Skaganum. X. leikenda, sem flestir eru nær nýliðar á leiksviði. Sérstaklega skapar Ásgeir Stefánsson spaugilega persónu, sem ekki gleymist þótt frá líði. Leikur- inn sjálfur er bráðfyndinn og allvel byggður upp, ég vil telja hann með betri gamanleikjum, sem sýndir hafa verið hér um slóðir að undanförnu. Það er víst að engum leiðist, sem fóm- ar kvöldstund með Syndaseln- um. Ungmennafélagið Æskan á þakkir skildar fyrir framtak sitt á sviði leikstarfsemi. Ráð- gert er, að sýna Syndaselinn á nokkrum stöðum í grenndinni. BJARNI OG „HRfSINN“ Þegar Bjarni Benediktsson leit yfir farinn veg um áramótin, komst hann að þeirri niður- stöðu, að fylgi Sjálfstæðisflokks ins hefði minnkað um 10% á kjörtímabilinu 1963—1967. Hann segir í áramótahugleið- ingum sínum í Mbl. að fylgis- tapið sé einkum tilfinnanlegt í „höfuðvígi flokksins, Reykja- vík.“ Hann virðist álíta, að þarna hafi jafnvel krosstré brugðizt, og spáir illa fyrir þeim, er ekki vilji lengur lilýta forystu hans. Hann segir: „Hin- ir grönni stefnuföstu menn, eru þess vegna oftast að kjósa lirís á sjálfan sig þegar þeir ætla að áminna eða aðvara flokk sinn, af því hann hafi ekki verið stefnunni nógu trúr.“ Þessir stefnuföstu eru víst helzt til seinir að skilja, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur enga stefnu um þessar mundir. EINN MAÐUR MEÐ ÓLUND Þegar þau tíðindi bárust út, að strandferðaskipin tvö yrðu smíð uð hér á Akureyri, birti yfir bænum. Allir urðu glaðir nema einn maður úr Kópavogi. Hann var með ólund út af því, að stjórnarandstæðingar skyldu hafa stutt þetta mál (sjá fs- lending). En vonandi lærist honum að gleðjast með glöðum. VEGALÁNIN Skýrsla mn framkvæmd vega- áætlunar á árinu 1967 hefur verið lögð fram á Alþingi. Þar kr, halli á Ausiljarðaveitu? Egilsstöðum 23. jan. Hreindýr- in, sem hér flækjást, eru mjög spök og þau eru augnayndi. Um daginn spígsporuðu þau um þorpið og held ég að skólabörn- in hafi ekki tekið mikið aftir því sem kennarinn var að segja, er þau runnu þar framhjá. Snjór er lítill hér um mitt hér- að en mikill inn til dala og ef- laust er mikill snjór upp til fjalla og heiða og líklega harð- fenni og 'haglítið á þeim slóðum. Hreindýr eru í Eiðastaðaþing- há, Hjaltastaðaþinghá og þeirra hefur orðið vart í Njarðvík, sem mun sjaldgæft eða eins- dæmi. Þau líta vel út. Það er mikill skepnuskapur að drepa hreindýr og ekkert sport, frem- ur en að skjóta ‘beljur. Hér veit ég ekki til að sé neitt amast við þeim, þótt þau að sjálfsögðu taki sitt á haglendinu. Fært er bílum til Reyðar- fjarðar og jeppa- og snjóbíla- færi er yfir Fjarðarheiði. Svella lög eru mikil. Valtýr á grænni treyju í upp- setningu Vals Gíslasonar leik- ar hefur verið sýndur hér þrisvar fyrir fullu húsi og hafa 1200 manns þegar séð leikinn. Gert er ráð fyrir að sýna sjón- leik þennan á fleiri stöðum hér fyrir austan. Valur leikur Jón sýslumann. Raforkumálin eru alltaf á )s/sZ'^s/s/VsAVsCys/sAVs/sZ^v^yvs/'/sZV'A-/s/V'/sZ'ZsrVsrs^s/V'/'/'^V'V'V'/sZv-vvsAV>Vs/'AVs/'/s/Vs/s/s/'/s/s/s^s/s/s^vvl Árið 1967 fiorða SAMKVÆMT bráðabirgða- tölum, sem fyrir liggja, hef- ur sjávaraflinn á árinu 1967 reynzt rúmlega 900 þús. tonn. Er þá miðað við óslægð an fisk upp úr sjó. Sl. ár hef- ur því verið fjórða mesta aflaárið í sögu íslenzkra fisk veiða, þrátt fyrir allt. En Iangt var í síldarmiðin að þessu sinni, lengra en nokkru sinni fyrr. Með tækni og hraðfylgi tókst þó að ná þeim árangri, sem raun ber vitni. Undanfarin 10 ár hefur aflinn, talinn á sama hátt, óslægður upp úr sjó, verið Árið 1958 580 þús. tonn Árið 1959 641 þús. tonn Árið 1960 593 þús. tonn Árið 1961 710 þús. tonn Árið 1962 832 þús. tonn Árið 1963 782 þús. tonn Árið 1964 972 þús. tonn Árið 1965 1168 þús. tonn Árið 1986 1238 þús. tonn Árið 1967 901 þús. tonn Á áruniun 1950—1957, að báðum meðtöldum, var árs- aflinn mestur 531 þús. tonn, en minnstur 376 þús. tonn. Árið 1967 má því teljast gott aflaár, þegar litið er yfir aflamagnið eins og það hef- ur áður verið. Markaðsverð á sjávarvör- um erlendis var á árinu 1967 (Framhald á blaðsíðu 2) dagskrá hér á Austurlandi og er furðulegt hve lengi á að not- ast við disilrafstöðvafarganið. Almannarómur segir, að 25 millj. kr. halli hafi orðið á síð- asta ári á Austfjarðaveitunni. V. S. ÞORRABLOTIN ERU ÞEGAR BYRJUÐ Blönduósi 23. jan. Svara fyrir- spurn þinni um kaupfélags- stjóraskipti á þann veg, að þótt ekki sé að fullu eða alveg form lega gengið frá samningum, tel ég óhætt að segja, að ég muni hverfa héðan og taka við kaup- félagsstjórastarfi í Borgarnesi. Starfið hér hefur verið auglýst laust til umsóknar, svo það er ekkert leyndarmál. Tíðarfarið hefur verið rysjótt í vetur og hagar víða ekki nógu góðir. Á ég þar einkum við úti- gönguhrossin, sem ég oft hef áhyggjur af. Og nú hefði verið betur þegið en oft áður, að geta sparað heyin í fóðrun sauðfjár- ins. Heilsufar er gott hjá mönn- um og skepnum. Og menn eru þegar farnir að blóta þorra með miklu áti og einhverri drykkju. Ó. S. kemur fram, að föst lán (eftir- stöðvar) til nýbyggingar þjóð- vega hafa í árslok verið rúm- lega 330 millj. kr. (eldra gengi) og skiptast þannig: millj. kr. Reykjanesbraut 23.6 Ólafsvíkurvegur 4.5 Heydalsvegur 1.1 Vestfjarðavegur 24.1 Siglufjarðarvegur 51.0 Múlavegur 11.3 Suðurfjarðarv. (á Austurl.) 6.5 Til nýbygginga allra þjóðvega verða 50 millj. kr. á þessu ári, ef 12 millj. kr. bráðabirgðalán verða greidd á þessu ári. Stofn kostnaður Reykjanesbrautar er nú orðinn 300 millj. kr. DALVÍKURVEGUR OG ÞINGEYJARSÝSLUBRAUT Lánsheimild sú, sem á árinu 1967 var veitt vegna Dalvíkur- vegar og nam einni millj. kr. og önnur jafn há upphæð til Þingeyjarsýslubrautar í Aðal- dal hafa ekki verið notaðar á árinu. Er þess að vænta, að þess ar heimildir verði notaðar á ár- inu 1968 ásamt viðbótarheimild um, sem veittar voru fyrir það ár. En heimildirnar fyrir 1968 nema 1 millj. fyrir Dalvíkur- veg og 500 þús. kr. fyrir Þing- eyjarsýslubraut milli Jökulsár og Þórshafnar. Þessar lánsheim ildir allar voru teknar inn í vegaáætlun áranna 1967—1968. Er þar um föst lán að ræða, sem gert er ráð fyrir að ríkisstjóm- in útvegi og eru annars eðlis en bráðabirgðalánin, sem tekin em út á endurgreiðslur af fjárveit- ingum vegasjóðs. ÁÆTLUN 1968 Greiðslur úr vegasjóði á árinu 1968 eru alls áfletlaðar 342 millj. kr. f vegaáætluninni, sem í gildi er á þessu ári, á að verja þeim sem hér segir: millj. kr. Stjórn og undirbúningur 17.7 Viðhald þjóðvega 145.2 Til nýrra þjóðvega 62.0 Til fjallvega 2.3 Til brúagerðar 41.9 Til sýsluvegasjóða 13.3 Til gatnagerðar 42.8 Vélar og áhöld 1.7 Það er svo sem auðsætt, að ef nýbyggingum þjóðvega á að miða áfram svo að um muni, verður annaðhvort að auka tekjur vegasjóðs stórlega eða taka ríkislán, sem vegasjóður þarf ekki að standa straum af. Skcmmtuii fyrir alla fjölskvlduna HINN árlegi fjárpflunardagur kvennadeildar Slysavarnafélags ins á Akureyri er á sunnudag- inn kemur. Auk merkjasölunnar verður bazar, kaffisala og skemmti- atriði í Sjálfstæðishúsinu. Sér- staklega skal fólki bent á það nýmæli í þessu sambandi, að hafa skemmtiatriði meðan kaffi salan fer fram og er gert ráð fyrir að þar fái allir eitthvað fyrir sig yngri sem eldri. Verð- inu er mjög í hóf stillt, aðeins kr. 75.00 -fyrir fullorðna og kr. 25.00 fyrir börn, fyrir hvort- tveggja kaffið og skemmtiatrið- in. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.