Dagur


Dagur - 27.03.1968, Qupperneq 8

Dagur - 27.03.1968, Qupperneq 8
8 SMÁTT OG STÓRT Kvennakórinn Gígjan á Akureyri, ársganialt félag, ætlar að halda söngskemmtun í Sjálfstæðis- húsinu 2. apríl n. k. Söngstjórar eru Jakob Tryggvason o? SigurSur D. Franzson söngkennari kórsins. Einsöngvari er Lilja Hállgrnnsdóttir. Undirieikari Þorgerður Eiríksdóltir. í kórnum eru 40 kcnur — flest húsmæður. Ivonurnar liafa látið gera sér skikkjur, grænar að lit, úr ís- lenzku cfni, framleiddu á Gefjun, sem Guiui Kristinsson teiknaði, en Jórunn Guðmundsdótt- ir saumaði. — Stjórn Gígju skipa: Björg Bal.lvinsdótíir, Guðlaug Hermannsdóttir, og Lilja Hallgrímsdóttir. Eldvarnarkynning á Akureyri SÍÐASTLIÐINN laugardag héldu Brunabótafélag íslands og byggingaþjónusta Arkitekta félags íslands fræðslu- og eld- 'varnarkynningu í Landsbanka- salnum á Akureyri. Ásgeir Olafsson framkvæmda stjóri Brunabótafélagsins flutti ávarp og bauð gesti velkomna. Benti hann á þýðingu eldvarna almennt. Gat hann þess að Brunabótafélagið og bygginga- þjónusta A. í. hefðu ákveðið að hefja kynningu á þessum mál- um, því almenningi hefði ekki verið kynnt rækilega lög og reglugerðir um eldvarnir, og ekki verið tekið nægilegt tillit tli mikilvægis eldverjandi bygg ingarefna. Síðan flutti erindi Bárður Daníelsson verkfræðingur og yfirmaður aldvarnaeftirlits rík- isins. Ræddi hann um eldvarnar mál almennt, og benti á að oft vantaði nokkuð á að fyllsta ör- yggis væri gætt á þessu sviði. Kom meðal annars fram í erindi Bárðar að brunatjón eru ceðli- lega mörg og stór hér, miðað við nálæg lönd, sem oft mætti rekja til ókunnugleika eða jafn vel kæruleysis. Rakti hann helztu orsákir bruna, og vitnaði í lög og reglur um brunavarnir hér á landi. Ólafur Jensson fulltrúi bygg- ingaþjónustu A. í. sýndi fræðslu kvikmyndir um brunavarnir, og kynnti eldverjandi byggingar- efni, slökkvitæki og viðvörunar kenfi. Boðnir voru á kynningu þessa forsvarsmenn helztu iðnfyrir- (Framhald á blaðsíðu 5). ALBERT MEÐ VÖNDINN Albert Sölvason, einn af stjóm armönnum Styrktarfélags Van- gefinna, hefur tekið Sigurjón ritstjóra á kné sér og notað vöndinn, vegna birtingar grein- arkorns um nefndan félagsskap í Alþýðumanninuni. Albert seg ir, að framsetningin minni á innræti séra Sigvalda í Manni og konu og lirekur síðan grein- ina lið fyrir lið. GALDRA-LOFTUR f UTANFÖR Þjóðleikliúsið hyggst sýna Galdra-Loft eftir Jóhann Sigur jónsson í Helsingfors og Stokk- hólmi í júní n. k. Leikstjóri er Benedikt Árnason en Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld fara með aðalhlutverki. SNJÓMOKSTUR OG VEGALÁN Skýrsla samgöngumálaráðherra um framkvæmd vegaáætlunar- innar á árinu 1967 liefur legið fyrir Alþingi og verið rædd þar á nokkrum fundum undanfarið. Sumir þingmenn vilja fá sund- urliðaða skýrslu um fjárfram- lög til vegaviðhalds og snjó- moksturs, en gengið treglega. Þá hefur allmikið verið rætt um hin föstu lán, er tekin hafa ver- ið til nokkurra vega, er nema nú 400—500 millj. kr. Ef vegasjóður á að standa straum af þessum lánum, gleypa vextir og afborganir af þeim allt nýbyggingarféð. Þess- um lánum verður að breyta í ríkislán, enda eðlilegt að ríkis- sjóður en ekki vegasjóður taki þau föstu lán, sem tekin verða til vega eftirleiðis. BAKKUS FELLIR MARGA Rúmlega fimm þúsundir manna deyja árlega í Svíþjóð vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæð- um, er orsakast af áfengis- neyzlu, sýnir rannsókn, sem framkvæmd hefur verið við Karolinska sjúkrahúsið í Stokk hóhni. Sjúkrahúsið liefur fylgzt með 100 sjúklingum eftir að þeir útskrifuðust. 12 þeirra frömdu sjálfsmorð áður en 5 ár voru liðin, eða létust af lifrar- sjúkdómum, delerium tremens eða vegna slysa í ölvunar- ástandi. Sjúkraliúslæknirinn, Gunnar Lundquist, telur líklegt að eftir 5 ár verði enginn lifandi af þehn 88, sem lifðu þó fyrstu 5 árin. Menn, sem eru að gera gælur við áfengið, en geta vel án þess verið, ættu að spyrna við fótum áður en það er þeim um megn. Sjúkraliúsbyggingiii á Húsavík Skíðamói íslands um páskana SKÍÐAMÓT ÍSLANDS verður haldið í Hlíðarfjalli við Akur- eyri 10.—15. apríl. í fréttatilkyrmingu um mótið segir m. a. að mótsstjórn hafi fengið leyfi bæjarfógeta og land eigenda til - að „loka“ Hlíðar- fjalli mótsdagana, vegna að- göngumiðasölu, sem fer fram við hliðið á Langamel og í bif- reiðum Hópferða s.f. Yfirdóm- ari mótsms verður Guðmundur Árnason, Siglufirði, fulltrúi SKÍ er Sigtryggur Sigtryggsson, Akureyri. Skrifstöfa Skiðamóts íslands er í Hafnarstræti 100, en mótsdagana í Hlíðarfjalli. Hóp- ferðir s.f. sjá um ferðir. Leik- skrá verður gefin út og götu- auglýsingar settar upp. Móts- stjóri er Hermann Stefánsson. Samkomustjóri í bænum Ólaf SLYS í TUNNUVERK- SMIÐJUNNI FYRIR hádegi í gær lenti ung- ur starfsmaður Tunnuverk- smiðjunnar á Akureyri með hendina í pressu og meiddist allmikið. Var hann þegar flutt- ur í sjúkrahús og gert að sárum hans. Vöðvar höfðu rifnað og marizt en bein ekki brotnað, samkvæmt ónákvæmum frétt- um. □ ur Stefánsson. Formaður Skíða ráðs Akureyrar er Frímann Gunnlaugsson. Nægur snjór er í Hlíðarfjalli. Margt manna kemur til móts- ins. □ Húsavík 20. marz. — Bygging sj úkrahússins á Húsavík er stöð ugt haldið áfram eftir því sem fjárráð leyfa, en mikið þarf til. Nýlega var þvottahús í nýju foyggingunni tekið í notkun og er nú allt lín gamla sjúkrahúss- ins þvegið þar. Búið er að fá og setja upp í nýju byggingunni 100 kw. ljósavél. Hún var tengd við gamla sjúkrahúsið og hefur þegar í vetur komið sér vel, þegar rafmagnstruflanir hafa orðið í Laxárvirkjun. í gamla sjúkrahúsinu var að- eins ætlað rúm fyrir 15 til 18 sjúklinga, en að undanförnu hefur það orðið að taka á móti allt að tvöfaldri þeirri sjúklinga tölu og má á því sjá hve aðkall- andi nýja sjúkrahúsið er. Sjúkrahúsbyggingunni berast oft góðar gjafir. Lionsklúbbur Húsavíkur ákvað í vetur að gefa til hennar kr. 100.000.00 á tveimur árum og klúbburinn hefur oft áður sýnt hug sinn til sjúkrahússins í verki. Samtök kvenfélaganna í Þingeyjarsýslu safna stöðugt fé til sjúkrahúss- ins og einstök kvenfélög hafa gefið peningaupphæðir til bygg ingarinnar. Frá ýmsum einstakl ingum hafa henni borizt dánar- gjafir og áheit. Þ. J. Ólafsl jörðnr lagður úf fyrir Kleifar Mafvara ekki tii á Raufarhöfn Og ísinn landfastur á Sléttu Raufarhöfn 25. marz. Héðan að sjá virðist alveg landfastur ís út með Sléttu og svo er spöng þaðan og alveg hérna fyrir og austur í Rakkanes. Við erum eiginlega lokaðir inni, en ísinn mun þó ekki svo samfelldur hér, að það hamli siglingum. Allar leiðir á landi eru lok- aðar, nema snjóbílum. í dag á að fljúga í fyrsta skipti stórri vél, síðan - verkfall hófst. Tryggvi Helgason flaug hingað nokkrum sinnum í verkfallinu, en svo gerði afleitt veður þar til nú, að upp er birt með sól- skini og frosti. Herðubreið er hérna í flóanum, á leið til Þórs- hafnar. Esjan á að koma hingað frá Akureyri. Vonandi kemst hún til okkar, því við erum að kalla má matarlausir og höfum búið við mikla vöntun á því sviði. Það eina, sem við eigum er olía fram í maí. Við höfum þó haft töluvert af mjólk frá Húsavík. Hún var send með bíl til Kópaskers í 10 lítra köss- um og hingað í snjóbíl. Þetta er góð mjólk, sem geymist vel. H. H. Ólafsfjörður 25. marz. Ólafs- fjörð lagði út fyrir Kleifar, spegilsléttum ís. En í morgun mun straumurinn hafa fjarlægt mest af honum aftur. Á þriðju- daginn, þegar verkfallið leyst- ist, fengum við ágæta sendingu. Hannes Hafstein kom með 22 tonn af fiski og Súlan með 28 tonn. Síðan hefur ekkert verið hægt að fara á sjó. Stórhríð var alla síðastliðna viku og mikill snjór kominn. og því engar gæftir til sjósóknar. Um fyrri helgi hafði leikfélag gagnfræðaskólans tvær sýning- ar á Kubb og Stubb eftir Þóri S. Guðbergsson við ágæta að- sókn og undirtektir. Jón Ásgeirs Krapasfífla í Skjálfandafljófi í SÍÐUSTU VIKU var mikil stífla í Skjálfandafljóti norðan við Hlíðskcga í Bárðardal. Hafði vatnsborð fljótsins hækkað um meira en tvo metra og flæddi það yfir vegina beggja megin í dalnum, einkum að vestan og þar er með öllu ófært. Ekki var um það að ræða að fljótið hefði rutt sig, heldur myndaðist stífl- an af krapi, sem upp hlóðst smám saman. Fjórír menn fóru nýlega á dorg á Kálfborgarárvatn og fengu 50 bleikjur og einn urriða. Mjög snjólítið var í Bárðardal, er blaðið átti tal við bónda þaðan sl. fimmtudag, og hvorki jeppum eða vörubílum farartálmi. □ son samdi tónlistina. Leikmynd ir og búninga önnuðust nem- endur, og aljs tók um helming- ur nemenda skólans einhvern þátt í undii’búningi. Leikstjóri er Kristinn Jóhannsson skóla- stjóri. Undirleik önnuðust Sigr ursveinn og Magnús Magnús- synir. B. S. Lagðar niður 5500 tunnur á Siglufirði Siglufirði 26. marz. Niðurlagn- ingarverksmjðjan. hóf vinnslu í gær, en hlé var á, síðan fyrir áramót. Alls starfa um 60 manns við verksmiðjuna, þar af 11 karlmenn. Síldin, sem er frá síðasta sumri, er lögð niður í stórar dósir, norskar umbúðir, 18 flök í hverri, er ætluð fyrir innanlandsmarkað og einnig Ameríkumarkað. Síðan verður lögð niður síld í minni dósir fyr ir Rússlandsmarkað. En Rússar kaupa mest af framleiðslunni. Unnið verður úr 5500 tunnum með uppihaldi hlýjustu mánuð- ina í sumar. ísinn er að fara, bæði lagís- inn og jakar, sem voru við Siglu nes, eru horfnir í suðaustanátt- inni í dag. Tunnuverksmiðjan starfar, en lítið er um að vera í frystihúsinu. J. Þ.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.